Morgunblaðið - 08.07.2005, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 08.07.2005, Blaðsíða 22
Keflavík | Hvalir hafa verið inni í Keflavíkurhöfn og út af mið- bænum undanfarna daga og leikið listir sínar fyrir Keflvík- inga og gesti þeirra. Þarna eru á ferðinni hrefnur og hnúfubakur. Fólk hefur safnast saman við höfnina eins og þessir drengir og víðar um bæinn til að fylgjast með hvölunum og hvalaskoð- unarskipið Moby Dick, sem gert er út frá Keflavík, hefur ekki þurft að fara langt. Ljósmynd/Jón Oddur Leika listir fyrir Keflvíkinga Ljósmynd/Þorgils Jónsson Hvalir önnur byggðarlög og heilsað upp á félaga með sömu áhugamál. Í góða veðrinu síðast- liðið þriðjudagskvöld var hópur Postula á ferð á Flúðum og komu þeir meðal annars við hjá Félagar úr vél-hjólaklúbbnumPostulunum á Suðurlandi koma ávallt saman á þriðjudags- kvöldum og spretta úr spori á mótorfákum sín- um. Stundum er farið í Flúðasveppum þar sem þeir fengu glóðvolga ást- arpunga hjá Guðbjörgu Runólfsdóttur. Félagsmenn eru um 150 og er Andrés Júl- íusson formaður félags- ins. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Postularnir á ferð ókeypis smáauglýsingar mbl.is Deiliskipulag | Bæjarráð hefur staðfest tillögu umhverfisráðs að nýju deiliskipulagi svæðisins frá Torfunefsbryggju að minn- ismerki við Strandgötu, unnir af Arkitekta- stofunni Arkþing. Á deiliskipulagssvæðinu er gert ráð fyrir hafnarstarfsemi, menning- arhúsi með tónlistarskóla og stækkun á nú- verandi byggingu líkamsræktarstöðv- arinnar Átaks. Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust- urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Úr bæjarlífinu Áætlun að Dettifossi | Í sumar er Guð- mundur Þórarinsson í Vogum með áætl- unarferðir frá Ásbyrgi að Dettifossi með viðkomu í Vesturdal. Eru þessar ferðir settar upp til þæginda fyrir göngufólk, sem þarf þá ekki lengur að láta keyra sig t.d. í Vesturdal, Hólmatungur eða Dettifoss, og getur því skilið bílana sína eftir í Ásbyrgi. Kemur þetta fram á vef Kelduneshrepps, www.kelduhverfi.is. Um þjóðgarðinn í Jökulsárgljúfrum ligg- ur skemmtileg og fjölbreytt 30 kílómetra gönguleið frá Dettifossi að Ásbyrgi. Hún er oftast gengin á tveimur dögum og á henni má sjá allar helstu perlur þjóðgarðsins. Hægt er að ganga leiðina að hluta eða alla. Ferðirnar eru fjórum sinnum í viku, á föstudögum, laugardögum, þriðjudögum og miðvikudögum, frá 1. júlí til 10. ágúst. Bakkinn rifinn | Bakkinn, húsið á Garð- arsbraut 20 á Húsavík, var rifinn í gær. Bakkinn skemmdist talsvert í bruna og var ekki talið álitlegt að gera húsið upp, að því er fram kemur á heimasíðu Húsavík- urbæjar. Bærinn keypti það til niðurrifs, til að skapa rými á svæðinu. Sigrún Haraldsdóttirveitti því athygli aðAlfreð og Orku- veitan væru að bora göt vítt og breitt um Hellis- heiði og segir stíga úr holunum illa þefjandi bólstra. Hún yrkir: Leggur fúlan drulludaun og dimma gufubakka, yfir grátt og hrukkótt hraun, hrauka, tó og slakka. Sigrúnu varð á algeng misritun á il á fótum, sem hún ritaði með y. Hún yrkir: Allar mínar vísur vef villum ansi ljótum. Eins og bjálfi einatt hef ypsilon í fótum. Björn Ingólfsson veltir fyrir sér yl og il ... Á því leikur enginn vafi og er að dómi mínum æskilegt að allir hafi yl í fótum sínum. Ylríkur kveðskapur pebl@mbl.is Árnes | Hreppsnefnd Skeiða- og Gnúp- verjahrepps hefur samþykkt að nýju að sameina skólahald sveitarfélagsins á einn stað, í húsnæði Gnúpverjaskóla í Árnesi. Nú var hins vegar ákveðið að breytingin tæki ekki gildi fyrr en haust- ið 2006. Meirihluti hreppsnefndar samþykkti síðastliðinn vetur að sameina skólahald í sveitarfélaginu í Þjórsárskóla og að hinn sameinaði skóli yrði í Árnesi en ekki Brautarholti á Skeiðum eins og hluti íbúa vildi. Málið var tekið fyrir að nýju eftir að afgreiðslan var kærð til félags- málaráðuneytisins sem úrskurðaði að til- teknir hreppsnefndarmenn hefðu átt að víkja sæti við afgreiðslu málsins vegna vanhæfis. Skólanefnd lagði til við hreppsnefnd að skólahaldið yrði sameinað og sam- þykkti hreppsnefndin það samhljóða, þó þannig að breytingin kæmi ekki til fram- kvæmda fyrr en með skólaárinu 2006 til 2007. Tíminn þangað til verði notaður til að móta skýra stefnu í fræðslu- og upp- eldismálum og finna verkefni fyrir það húsnæði sem ekki nýtist við skólahaldið eftir sameiningu. Sameiningu skóla frestað um ár Reykjanes | Stjórn Landverndar telur að háspennulína sem Hitaveita Suðurnesja hefur hug á að leggja vestan Sýrfells stingi í augu nær hvaðan sem horft er af svæðinu sem hefur hvað mest gildi vegna náttúru- fars og sé því umtalsvert meiri sjónræn röskun en háspennulína austan Sýrfells. Kemur þetta fram í athugasemdum Land- verndar til Skipulagsstofnunar vegnar mats á umhverfisáhrifum línunnar. Hitaveita Suðurnesja áformaði að leggja háspennulínuna frá Reykjanesvirkjun í jarðstreng á kafla austan Sýrfells. Vegna breyttrar staðsetningar virkjunarhússins og fleiri atriða hefur leið jarðstrengsins lengst verulega og orðið dýrari. Hefur Hitaveitan því sótt um að leggja háspennu- línuna í lofti vestan Sýrfells og er það mál nú í ferli mats á umhverfisáhrifum. Í athugasemdum Landverndar kemur fram að stjórnin telur að á grundvelli nátt- úruverndarhagsmuna sé æskilegast að halda sig við upphafleg áform um jarð- streng og háspennulínu. Háspennulínan verði óbreytt og tengivirki strengs og línu á sama stað og áður var ákveðið. Stingur í augu hvaðan sem horft er ♦♦♦ HÉÐAN OG ÞAÐAN Lifandi tískusýning | Anna Gunn- arsdóttir textílhönnuður og listakona verð- ur með lifandi tískusýningu á Bryggju- hátíðinni á Drangsnesi 16. júlí nk. Anna Gunnarsdóttir vinnur aðallega með silki og ull en notar einnig ýmis önnur náttúruefni eins og skinn og roð. Anna hefur tekið þátt í fjölmörgum listasýn- ingum bæði hér heima og erlendis og hlotið við- urkenningar fyrir sín verk. Haft er eftir Önnu í fréttatilkynningu að hún vill að tískusýningin á Bryggjuhátíð- inni verði lifandi og öðruvísi. Fötin segir hún hönnuð fyrir allar konur og ekki bara tággrannar tískusýningarstúlkur.         
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.