Morgunblaðið - 08.07.2005, Page 22

Morgunblaðið - 08.07.2005, Page 22
Keflavík | Hvalir hafa verið inni í Keflavíkurhöfn og út af mið- bænum undanfarna daga og leikið listir sínar fyrir Keflvík- inga og gesti þeirra. Þarna eru á ferðinni hrefnur og hnúfubakur. Fólk hefur safnast saman við höfnina eins og þessir drengir og víðar um bæinn til að fylgjast með hvölunum og hvalaskoð- unarskipið Moby Dick, sem gert er út frá Keflavík, hefur ekki þurft að fara langt. Ljósmynd/Jón Oddur Leika listir fyrir Keflvíkinga Ljósmynd/Þorgils Jónsson Hvalir önnur byggðarlög og heilsað upp á félaga með sömu áhugamál. Í góða veðrinu síðast- liðið þriðjudagskvöld var hópur Postula á ferð á Flúðum og komu þeir meðal annars við hjá Félagar úr vél-hjólaklúbbnumPostulunum á Suðurlandi koma ávallt saman á þriðjudags- kvöldum og spretta úr spori á mótorfákum sín- um. Stundum er farið í Flúðasveppum þar sem þeir fengu glóðvolga ást- arpunga hjá Guðbjörgu Runólfsdóttur. Félagsmenn eru um 150 og er Andrés Júl- íusson formaður félags- ins. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Postularnir á ferð ókeypis smáauglýsingar mbl.is Deiliskipulag | Bæjarráð hefur staðfest tillögu umhverfisráðs að nýju deiliskipulagi svæðisins frá Torfunefsbryggju að minn- ismerki við Strandgötu, unnir af Arkitekta- stofunni Arkþing. Á deiliskipulagssvæðinu er gert ráð fyrir hafnarstarfsemi, menning- arhúsi með tónlistarskóla og stækkun á nú- verandi byggingu líkamsræktarstöðv- arinnar Átaks. Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust- urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Úr bæjarlífinu Áætlun að Dettifossi | Í sumar er Guð- mundur Þórarinsson í Vogum með áætl- unarferðir frá Ásbyrgi að Dettifossi með viðkomu í Vesturdal. Eru þessar ferðir settar upp til þæginda fyrir göngufólk, sem þarf þá ekki lengur að láta keyra sig t.d. í Vesturdal, Hólmatungur eða Dettifoss, og getur því skilið bílana sína eftir í Ásbyrgi. Kemur þetta fram á vef Kelduneshrepps, www.kelduhverfi.is. Um þjóðgarðinn í Jökulsárgljúfrum ligg- ur skemmtileg og fjölbreytt 30 kílómetra gönguleið frá Dettifossi að Ásbyrgi. Hún er oftast gengin á tveimur dögum og á henni má sjá allar helstu perlur þjóðgarðsins. Hægt er að ganga leiðina að hluta eða alla. Ferðirnar eru fjórum sinnum í viku, á föstudögum, laugardögum, þriðjudögum og miðvikudögum, frá 1. júlí til 10. ágúst. Bakkinn rifinn | Bakkinn, húsið á Garð- arsbraut 20 á Húsavík, var rifinn í gær. Bakkinn skemmdist talsvert í bruna og var ekki talið álitlegt að gera húsið upp, að því er fram kemur á heimasíðu Húsavík- urbæjar. Bærinn keypti það til niðurrifs, til að skapa rými á svæðinu. Sigrún Haraldsdóttirveitti því athygli aðAlfreð og Orku- veitan væru að bora göt vítt og breitt um Hellis- heiði og segir stíga úr holunum illa þefjandi bólstra. Hún yrkir: Leggur fúlan drulludaun og dimma gufubakka, yfir grátt og hrukkótt hraun, hrauka, tó og slakka. Sigrúnu varð á algeng misritun á il á fótum, sem hún ritaði með y. Hún yrkir: Allar mínar vísur vef villum ansi ljótum. Eins og bjálfi einatt hef ypsilon í fótum. Björn Ingólfsson veltir fyrir sér yl og il ... Á því leikur enginn vafi og er að dómi mínum æskilegt að allir hafi yl í fótum sínum. Ylríkur kveðskapur pebl@mbl.is Árnes | Hreppsnefnd Skeiða- og Gnúp- verjahrepps hefur samþykkt að nýju að sameina skólahald sveitarfélagsins á einn stað, í húsnæði Gnúpverjaskóla í Árnesi. Nú var hins vegar ákveðið að breytingin tæki ekki gildi fyrr en haust- ið 2006. Meirihluti hreppsnefndar samþykkti síðastliðinn vetur að sameina skólahald í sveitarfélaginu í Þjórsárskóla og að hinn sameinaði skóli yrði í Árnesi en ekki Brautarholti á Skeiðum eins og hluti íbúa vildi. Málið var tekið fyrir að nýju eftir að afgreiðslan var kærð til félags- málaráðuneytisins sem úrskurðaði að til- teknir hreppsnefndarmenn hefðu átt að víkja sæti við afgreiðslu málsins vegna vanhæfis. Skólanefnd lagði til við hreppsnefnd að skólahaldið yrði sameinað og sam- þykkti hreppsnefndin það samhljóða, þó þannig að breytingin kæmi ekki til fram- kvæmda fyrr en með skólaárinu 2006 til 2007. Tíminn þangað til verði notaður til að móta skýra stefnu í fræðslu- og upp- eldismálum og finna verkefni fyrir það húsnæði sem ekki nýtist við skólahaldið eftir sameiningu. Sameiningu skóla frestað um ár Reykjanes | Stjórn Landverndar telur að háspennulína sem Hitaveita Suðurnesja hefur hug á að leggja vestan Sýrfells stingi í augu nær hvaðan sem horft er af svæðinu sem hefur hvað mest gildi vegna náttúru- fars og sé því umtalsvert meiri sjónræn röskun en háspennulína austan Sýrfells. Kemur þetta fram í athugasemdum Land- verndar til Skipulagsstofnunar vegnar mats á umhverfisáhrifum línunnar. Hitaveita Suðurnesja áformaði að leggja háspennulínuna frá Reykjanesvirkjun í jarðstreng á kafla austan Sýrfells. Vegna breyttrar staðsetningar virkjunarhússins og fleiri atriða hefur leið jarðstrengsins lengst verulega og orðið dýrari. Hefur Hitaveitan því sótt um að leggja háspennu- línuna í lofti vestan Sýrfells og er það mál nú í ferli mats á umhverfisáhrifum. Í athugasemdum Landverndar kemur fram að stjórnin telur að á grundvelli nátt- úruverndarhagsmuna sé æskilegast að halda sig við upphafleg áform um jarð- streng og háspennulínu. Háspennulínan verði óbreytt og tengivirki strengs og línu á sama stað og áður var ákveðið. Stingur í augu hvaðan sem horft er ♦♦♦ HÉÐAN OG ÞAÐAN Lifandi tískusýning | Anna Gunn- arsdóttir textílhönnuður og listakona verð- ur með lifandi tískusýningu á Bryggju- hátíðinni á Drangsnesi 16. júlí nk. Anna Gunnarsdóttir vinnur aðallega með silki og ull en notar einnig ýmis önnur náttúruefni eins og skinn og roð. Anna hefur tekið þátt í fjölmörgum listasýn- ingum bæði hér heima og erlendis og hlotið við- urkenningar fyrir sín verk. Haft er eftir Önnu í fréttatilkynningu að hún vill að tískusýningin á Bryggjuhátíð- inni verði lifandi og öðruvísi. Fötin segir hún hönnuð fyrir allar konur og ekki bara tággrannar tískusýningarstúlkur.         

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.