Morgunblaðið - 11.07.2005, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 11.07.2005, Blaðsíða 8
8 F MÁNUDAGUR 11. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ - Vantar 3ja-4ra herb. í Garðbæ - Vantar raðhús í Garðabæ - Vantar stórt einbýli í Garðabæ - Í raun vantar allar gerðir eigna í Garðabæ og á Álftanesi. Nú eru margir kaupendur en allt of fáir seljendur þannig að nú er rétti tíminn til að selja. Höfum fjölmarga kaupendur á skrá sem bíða eftir réttu eigninni. SUMARIÐ ER RÉTTI TÍMINN TIL AÐ SELJA FASTEIGNIR STEKKJARFLÖT - GBÆ Mjög gott sam- tals 204 fm einbýlishús á einni hæð á einum besta stað á flötunum. Íbúðin er 156 fm og tvöfaldur bílskur 54 fm. Sérlega vel skipulagt hús. Örstutt er í alla þjónustu svo sem verslun, skóla og íþróttir. LJÓSAMÝRI - GBÆ Mjög fallegt 210 fm tvílyft einbýli á frábærum stað í Mýrunum í Garð- abæ. 4- 5 svefnherbergi. Vel um gengið og vel við- haldið hús. Falleg lóð, stór suður-verönd. Stutt í skóla og alla þjónustu. Verð 43,8 millj. VESTURTÚN-ÁLFTANESI Nýkomið í einkasölu mjög fallegt um 150 fm parhús á frábær- um stað á Álftanesi. Vandaðar innréttingar og gólf- efni. Örstutt í leikskóla, grunnskóla og íþróttamið- stöð. Verð 33,9 millj. ASPARHOLT - ÁLFTANES Glæsilegt 180 fm raðhús með bílskúr á besta stað á Álftanes- inu. 3 - 4 svefnherbergi. Vandaðar innréttingar og tæki. Húsið skilast fullbúið án gólfefna í júlí 2005. Örstutt í skóla og ýmsa aðra þjónustu. Verð 32,8 millj. ASPARHOLT - ÁLFTANES Glæsilegt 181 fm endaraðhús með bílskúr á besta stað á Álftanesinu. 3 - 4 svefnherbergi. Vandaðar innrétt- ingar og tæki. Húsið skilast fullbúið án gólfefna í ágúst 2005. Örstutt í skóla og ýmsa aðra þjónustu. Verð 33,6 mllj. BORGARÁS - GBÆ Mjög góð 104,5 fm efri sérhæð í eldri hluta Ásahverfis. 4 svefnherb. Nýlega mikið lagfærð íbúð á frábærum útsýnisstað. Húsið einnig nokkuð lagfært. BREKKUBYGGÐ - GARÐABÆ Mjög falleg neðri sérhæð í klasahúsi á mjög góðum stað. Sér garður með tveimur veröndum. Verð kr. 15 millj. NÆFURÁS Björt og falleg 85,4 fm íbúð á 1. hæð (ekki jarðhæð) í mjög góðu fjölbýli á frábær- um útsýnisstað í Selásnum. Verð kr. 16,7 millj. KÓRSALIR - KÓP Glæsileg 110,5 fm íbúð á 3. hæð í mjög góðu lyftuhúsi, auk stæðis í bíl- geymslu. Opin og vel skipulögð íbúð. Gott útsýni. Íbúðin er í dag 3 herb. en var teiknuð sem 4ra. Verð 25,5 millj. Sumarbústaðir HVAMMUR - SKORRADAL Nú fer hver að verða síðastur - fáeinar lóðir eftir. Þeir sem vilja það besta verða að skoða þetta. Sjá myndir á : www.gardatorg.is Hringdu strax og við sendum þér skipulagsgögn, við svörum alltaf símanum (545- 0800) VIÐ SYÐRI REYKI. Til sölu gæsileg og frá- bærlega hönnuð hús við Syðri Reyki. Húsin sem eru á steyptum sökkli og að hluta til steypt verða af- hend fullbúin án gólfefna. Mjög vönduð og góð smíði. Sjá nánari upplýsingar og myndir á www.gardatorg.is FLESJAKÓR - KÓP. Glæsilegt 197,4 fm (26,2 fm bílskúr) parhús á tveimur hæðum á frá- bærum stað í nýja Kórahverfinu í Kópavogi. Húsið er í byggingu og afhendist fullbúið að utan og rúm- lega fokhelt í haust. Verð 30,9 millj. ÞINGVAÐ - NORÐLINGAHOLT Glæsi- legt einbýli á einni hæð á besta stað í holtinu, neð- an við götuna og opið svæði sunnan við og áin Bugða. Afhendist fullbúið að utan /steinað en fok- helt að innan í febrúar 2006. DREKAKÓR - KÓPAVOGI Glæsileg 220 fm parhús með tvöfoldum bílskúr á frábærum stað í nýjasta hverfi Kópavogs. 4- 5 svefnherbergi. Skilast fullbúin að utan og fokheld að innan í desember. Verð 33 millj. IÐNBÚÐ - GBÆ Til sölu mjög gott 118 fm húsnæði á jarðhæð á góðum stað. Einnig rekstur sólbaðsstofu sem rekin er í húsnæðinu. Verð kr. 13,9 millj LAUGAVEGUR VIÐ HLEMM Mjög gott 377 fermetra atvinnuhúsnæði 1. hæð. Góð inn- keyrsluhurð. Góð fjárfesting og miklir möguleikar hér. Verð kr. 39 millj. GARÐATORG - GBÆ Vorum að fá í einka- sölu 3 skrifsofubil í miðbæ Garðabæjar. Um er að ræða tvö um 65 fm bil í turninum, 2. hæð og 6. hæð. Einnig 128 fm á 2. hæð fyrir ofan Ísands- banka. Mjög góð framtíðarhúsnæði í vaxandi mið- bæjarkjarna. Undanfarið hafa Húseig-endafélaginu borist fjöl-margar fyrirspurnirvegna vanskila leigjenda á húsaleigu og til hvaða aðgerða leigusalar geti gripið við slíkar að- stæður. Í ljósi þess er greinarkorn þetta skrifað og í því leitast við að gefa fólki nokkra innsýn inn í þær formkröfur sem gerðar eru í húsa- leigulögunum nr. 36/1994. Vart þarf að taka fram að mjög mikilvægt er að huga vel að öllum atriðum sem máli geta skipt í réttarsambandi því sem verið er að stofna til á milli leigutaka og leigusala og ættu báðir aðilar leigusamnings að kynna sér vel ákvæði húsaleigulaga nr. 36/1994, en þau er m.a. að finna á heimasíðu Hús- eigendafélagsins www.huseigenda- felagid.is. Með góðum undirbúningi og þekkingu er þannig hægt að minnka líkur á að til árekstra komi á leigutímabilinu. Greiðsla húsaleigu Húsaleigu skal greiða fyrsta dag hvers mánaðar fyrirfram fyrir einn mánuð í senn nema um annað sé sam- ið. Beri gjalddaga leigu upp á al- mennum frídegi skal greiðsludagur vera næsti virki dagur á eftir. Húsa- leigu og annað endurgjald skal greiða á umsömdum stað en annars á heimili leigusala, vinnustað hans eða öðrum þeim stað sem hann tiltekur innan lands. Leigjanda er þó ávallt heimilt að inna greiðslur af hendi í banka eða senda í pósti með sannanlegum hætti. Greiðsla með þeim hætti telst greidd á réttum greiðslustað og þann dag sem hún er innt af hendi í bankanum eða pósthúsinu. Langöruggast er að láta banka sjá um innheimtu á leigu- greiðslum og taka það fyrirkomulag fram í leigusamningi. Ef leigjandi greiðir ekki umsamda húsaleigu á gjalddaga er leigusala heimilt að krefja hæstu lögleyfðu dráttarvexti af henni til greiðsludags. Rétt er að benda á að öruggast er að semja sannanlega um fjárhæð húsaleigu en hafi það ekki verið gert ber leigusali sönnunarbyrðina fyrir fjárhæðinni. Þegar svo háttar til get- ur leigusali sýnt fram á áðurgreidda húsaleigu af sama leigjanda og þann- ig sýnt fram á umsamda leigu. Van- skil leigu getur verið á leigugjaldinu sjálfu eða greiðslu í sameiginlegan hússjóð húsfélags eða aðrar umsamd- ar greiðslur. Vanskil eru orðin til ef greiðslur hafa ekki borist á gjald- daga. Mjög algengt er að leigusalar leyfi vanskil leigjenda í einhvern tíma án þess að bregðast við og telja sér trú um að leigjandi komist fljótlega á „rétta braut“. Þannig getur t.d. myndast myndarlegur slóði af ógreiddri leigu eða öðrum gjöldum sem erfitt getur reynst að innheimta. Það er því mjög brýnt að leigusalar grípi til nauðsynlegra aðgerða gagn- vart vanskilum hið fyrsta til að af- stýra tjóni eins og hægt er. Skrifleg greiðsluáskorun Samkvæmt húsaleigulögum ber leigusala að senda skriflega greiðslu- áskorun komist leigutaki í vanskil og því er mjög mikilvægt að leigusalar taki sér ekki of langan tíma í að skora á leigutaka að greiða munnlega. Mjög algengt er að leigusalar falli í þessa gildru og haldi þegar upp er staðið að áskoranir þeirra hafi nægjanlegt gildi til að vera grundvöllur riftunar. Senda ber leigugreiðsluáskorun með sannanlegum hætti og getur það hvort sem er verið í ábyrgðarbréfi eða með símskeyti. Skilyrði er því að slík greiðsluáskorun sé skrifleg og að skýrt komi fram hvers sé verið að krefjast af hálfu leigusala. Slíka greiðsluáskorun má senda þegar komið er fram yfir gjalddaga greiðslu. Efni slíkrar greiðsluáskorunar er að hluta til lögbundið og verður að koma fram í henni að riftunarheimild verði beitt ef leigutaki sinni ekki áskoruninni innan sjö sólarhringa. Bjóðist leigjandi til að greiða leigu eftir ofangreindan frest er það í hönd- um leigusala að ákveða hvort hann vilji halda riftunarheimild sinni til streitu. Það skal tekið fram að fyr- irvaralaus móttaka á leigugreiðslu eftir að fresturinn er liðinn getur leitt til þess að riftunarheimild leigusala falli niður. Riftunaryfirlýsing Í framhaldi af greiðsluáskorun og viðvörun um riftun, sem ekki hefur verið sinnt, er nauðsynlegt að senda skriflega yfirlýsingu um riftun með sannanlegum hætti, þ.e. í ábyrgð- arbréfi eða símskeyti. Í henni er skorað á leigutaka að rýma húsnæðið á tilteknum tíma þar sem greiðslu- áskorun hafi ekki verið sinnt. Mjög algengt er að leigusalar falli í þá gryfju að greina ekki á milli greiðsluáskorunar og riftunar. Þá er einnig mjög algengt að leigusalar telji uppsögn leigusamnings eiga við þeg- ar um vanskil er að ræða. Það er mjög brýnt að farið sé í öllu eftir ákvæðum húsaleigulaga um greiðsluáskorun og riftun þegar van- skil eru annars vegar. Sé það ekki gert getur það valdið því að tilkynn- ingar leigusala til leigutaka hafi ekki þau réttaráhrif sem þeim ber að gera og að leigusali nái ekki fram rétti sín- um, eingöngu vegna eigin mistaka eða vanþekkingar á formkröfum húsaleigulaga. Útburður Eftir að riftunaryfirlýsing hefur verið send og aðdragandi riftunar- innar er samkvæmt lögum er leigu- samningurinn fallinn niður. Leigj- anda ber þá skylda til að rýma hið leigða á þeim degi sem leigusali hefur tilgreint í riftunaryfirlýsingu. Sinni leigjandi ekki þeirri kröfu er leigusala nauðugur einn sá kostur að krefjast útburðar fyrir dómstólum. Dómstólar gera skýra kröfu um að efnislegar forsendur hefi legið til grundvallar riftuninni og að löglega hafi verið staðið að henni á allan hátt. Ef minnsti vafi er á að ekki hafi verið rétt staðið að málum er útburð- arbeiðni hafnað og þá þarf að hefja ferlið allt frá grunni á ábyrgð og kostnað leigusala. Leiguvanskil Morgunblaðið/ÞÖK Hrund Kristinsdóttir Hús og lög eftir Hrund Kristinsdóttur, lögfræðing hjá Húseigenda- félaginu/huso2@islandia.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.