Morgunblaðið - 11.07.2005, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 11.07.2005, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. JÚLÍ 2005 F 23 mbl.is/fasteignir/fastis EINBÝLI - PAR-/RAÐHÚS GRJÓTAÞORP - EINBÝLI Vorum að fá í sölu fallegt nýlega uppgert einbýlishús á tveimur hæðum ásamt kjall- ara, samtals um 196 fermetrar. Á neðri hæðinni er nýl. eldhús, stofa og borðstofa og herbergi. Á efri hæðinni eru 3 herbergi ásamt baðherbergi. Í kjallaranum hefur verið innréttuð 3ja herb. íbúð auk geymslu og þvottahúss. Þrátt fyrir mikla endurnýjun hefur „gamli sjarminn“ verið látinn halda sér. Góð suðurlóð. Sérbílastæði. SVONA EIGN KEMUR SJALDAN Í SÖLU ! ATVINNUHÚSNÆÐI ÓSEYRARBRAUT - HAFNARF. Vorum að fá í einkasölu rúmlega 2.000 fm atvinnuhúsnæði. Húsnæðið er nýtt í dag undir fiskvinnslu. Nánari upplýsingar gefur Haukur Geir á skrifstofu FÍ. SKRIFSTOFUHÚSNÆÐI ÓSK- AST VIÐ HÖFUM FJÁRSTERKAN AÐLA SEM LEITAR AÐ 800-1.000 fm TIL KAUPS EÐA LEIGU Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU. NÁNARI UPPL. Á SKRIFSTOFU. FJÁRFESTAR ERUM MEÐ NOKKRA GÓÐA FJÁRFESTINGAR- MÖGULEIKA Í ATVINNUHÚSNÆÐI. NÁNARI UPPL. VEITIR HAUKUR GEIR GARÐARSSON, VIÐSKIPTAFR. OG LÖGG. FASTEIGNASALI. SELJENDUR GERIÐ KRÖFUR! LÁTIÐ LÖGGILTAN FASTEIGNA- SALA SKOÐA OG VERÐMETA EIGNINA YKKAR 4-6 HERBERGJA KÓPAVOGUR - VESTURBÆR- BÍLSKÚR Vorum að fá í sölu góða 3ja-4ra herb. íbúð á 1. hæð í fjórbýli ásamt bílskúr. Fallegt út- sýni. Aukaherbergi með sam. snyrtingu í út- leigu. Miklir möguleikar. Verð 19,9 millj. FYRIR SMIÐI EÐA LAGHENTA !!! Vorum að fá í einkasölu húsnæði sem er verið að breyta í tvær íbúðir, 2ja og 3ja herb. Önnur íbúðin er langt komin en hin er nánast tilbúin til innréttinga. Glæsilegt út- sýni og miklir möguleikar. Hagstætt áhvíl- andi lán getur fylgt eigninni. Laus strax. VERÐTILBOÐ. Teikningar og nánari upplýsingar á skrifstofu FÍ. LAUGAVEGUR LAUS - 2 ÍBÚÐIR Vorum að fá í sölu nýlega endurnýjaðar íbúðir með sérinngangi í góðu fjölbýli efst á Laugaveginum. Eldhús með nýlegri ljósri viðarinnréttingu. Sérbílastæði Skúlagötu- megin. Þetta er eign sem bíður upp á marga mögul.; leigja aðra eða báðar út, eða nota hluta sem vinnuaðstöðu. ÁKV. SALA. Opið mán.- fös. kl. 9-17. 2ja HERBERGJA LAUGAVEGUR Vorum að fá í sölu fal- lega og mikið endurnýjaða 2ja herbergja íbúð í góðu steinhúsi ofarlega á Laugaveg- inum. Íbúðin snýr að mestu frá Laugavegi. Parket á gólfum. Bílastæði. KRUMMAHÓLAR - LAUS Í einka- sölu góð 2ja-3ja herb. íbúð á 1. hæð í fjöl- býli ásamt stæði í bílskýli. Eldhús með við- arinnréttingu. Stofa. Vinnu-/tómstunda- herb. Svefnherbergi með skápum. Bað- herbergi með baðkari og tengi f. þvottavél. VERÐ AÐEINS 11,4 MILLJ. LAUS. 3ja HERBERGJA GRAFARHOLT - BÍLSKÝLI Vorum að fá í einkasölu fallega 3ja her- bergja íbúð á jarðhæð með sérinngangi og sér suðurverönd í nýlegu vönduðu fjölbýli. Falleg eldhúsinnrétting úr birki, helluborð. Hjónaherbergi og barnaherbergi með góð- um skápum úr birki. Parket og flísar á gólf- um. Sérþvottahús í íbúð. Gott stæði í bíl- skýli. Stutt í skóla og þjónustu. Ákveðin sala. GYÐUFELL Vorum að fá í sölu góða 3ja herb. íbúð á 3. hæð í fjölbýli. Hol með skápum. Stofa með yfirbyggðum svölum í suður. Baðherbergi með baðkari og t.f. þvottavél. Eldhús með borðkrók. og fallegu útsýni. Tvö svefn- herb., annað með skápum. Hús nýl. klætt að utan. Stutt í alla þjónustu. Verð 14,7 m. HÓLARNIR Í einkasölu falleg 3ja herb. íbúð á 3. hæð í litlu fjölbýli. Tvö herb. með skápum. Eldhús með borðkrók. Stofa með svalir í suður sem eru yfirbyggðar og með glæsilegu útsýni. Baðherbergi með bað- kari, nýl. flísum á veggjum og gólfi, glugga. Góð staðsetning í barnvænu hverfi. VIÐ BORGARTÚN - LEIGA Til leigu um 125 fm skrifstofuhúsnæði á 3. hæð með sérinngangi rétt við Borgar- tún. Mjög hagstæð leiga eða aðeins kr. 750.- á fermeter. Laust strax. FYRSTIR KOMA - FYRSTIR FÁ. EIRHÖFÐI Til sölu 1.150 fm atvinnu- húsnæði á þremur hæðum, mjög vel stað- sett á góðri lóð. Húsið býður upp á marga möguleika; sali með innkeyrsludyrum, skrifstofur og óinnréttað rými. Glæsilegt útsýni. Mjög góð aðkoma og fjöldi bíla- stæða. Teikningar á skrifstofu. Óskað er eftir tilboðum í eignina. Nánari upplýsingar veitir Haukur Geir. MIÐSVÆÐIS Til leigu um 200 fm skrif- stofuhæð í góðu steinhúsi miðsvæðis í Reykjavík. Laust strax. Nánari upplýsingar á skrifstofu. SUMARBÚSTAÐIR GRÍMSNES - NÝTT Vorum að fá í sölu nýjan og glæsilegan sumarbústað á stóru og fallegu kjarri vöxnu eignarlandi rétt við Kerið í Gríms- nesi. Sumarbústaðurinn er um 60 fm ásamt risi sem er um 40 fm að gólffleti. Góð verönd. Er fullbúinn án eldhúsinnrétt- ingar. Vatn og rafmagn komið í bústaðinn. Myndir og teikningar á skrifstofu. SANN- GJARNT VERÐ, AÐEINS 12,5 MILLJ. GRÍMSNES - NÝTT Vorum að fá í sölu nýjan um 70 fm sumarbústað ásamt 12 fm gestahúsi. Stór stofa, þrjú svefn- herbergi, eldhús og bað. Stór og góð ver- önd. Möguleiki er að kaupa bústaðinn rúmlega tilbúinn undir tréverk eða fullbúin með afhendingu eftir um 2 vikur. Myndir og nánari upplýsingar á skrifstofu FÍ. SUMARBÚSTAÐUR - BORG- ARFIRÐI Vorum að fá í sölu um 40 fm sumarbústað, vel staðsettan í kjarri vöxnu landi rétt fyrir ofan Borgarnes. Góð stofa og þrjú svefnherbergi. Sólpallur á móti suðri. Verð aðeins 4,5 millj. SUMARHÚS TIL FLUTNINGS Vorum að fá í sölu nýtt um 50 fm sumar- hús ásamt ca 20 fm svefnlofti. Timburstigi er upp á svefnloft sem er með svölum. Sumarbústaðurinn er tilbúin til flutnings. Verð 7,0 millj. Sími 588 5060 Haukur Geir Garðarsson Viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali Albert Bjarni Úlfarsson Sölufulltrúi Ólafur Hreinsson Lögfræðingur A ðild Íslands að Evrópsku stöðlunarsamtökunum (CEN) hefur það í för með sér að staðfesta verður alla samevr- ópska staðla (EN) sem íslenska staðla (ÍST). Í sumum tilvikum hefur orðið um verulegar breytingar að ræða á þeim reiknireglum sem vinna þarf eftir með tilkomu nýrra staðla. Danir hafa farið þá leið í nokkrum til- vikum að setja danska staðla sem eiga að auðvelda þessar breytingar með því að framsetning er lík því sem verið hefur en vísað til viðeigandi evrópskra staðla. Danski staðallinn myndar því nokkurs konar umgjörð um evrópska umhverfið. Dæmi um einn af þessum dönsku stöðlum er stað- allinn DS 418:2002 Beregn- ing af bygningers varmetab. Nú er til umsagnar frumvarp að ís- lenskum staðli frÍST 66 Varma- tap húsa – Út- reikningar sem vísar til danska staðalsins og inniheldur íslensk sér- ákvæði við hann. Frumvarpið var unnið á vegum Byggingarstaðlaráðs (BSTR). Þegar frumvarpið verður staðfest sem íslenskur staðall verður danski staðallinn hluti af íslenska staðlinum. Íslensku sérákvæðin Hér á eftir verður fjallað í stuttu máli um íslensku sérákvæðin við danska staðalinn um útreikning á varmatapi húsa sem er að finna í frumvarpinu. Greinin um hugtök er þýdd á ís- lensku. Þetta auðveldar samskipti á milli manna þar sem flestum er tam- ara að tjá sig á íslensku en dönsku. Lagt er til að almennt skuli nota –15°C sem hönnunarskilyrði fyrir útihitastig, 5°C sem hönnunarskil- yrði fyrir hitastig jarðar, –10°C sem hönnunarskilyrði fyrir vel loftræst rými og –15°C sem hönnunarskilyrði fyrir opin rými. Þessi gildi voru valin með hliðsjón af þeim hefðum sem gilt hafa við varmatapsútreikninga hér- lendis. Varðandi náttúrlega loftun þá er mælt með því að loftskipti (n loft- skipti/klukkustund) í venjulegum íbúðarhúsum verði minnst 0,8 eins og kveðið er á um í byggingarreglugerð. Í sérákvæðunum er umfjöllun um undirstöður undir veggi og það línu- tap sem um þær verður. Í sérákvæðunum er fjallað um uppgefin gildi og hönnunargildi til þess að vekja sérstaka athygli not- enda á þessum hugtökum. Þar má m.a. nefna ákvæði um að margfalda skuli ?-gildi með 1,2 þegar einangr- unin (s.s. einangrunarplast eða stein- ull) snýr að jarðvegi eins og t.d. á sökkli eða undir gólfplötu ef ekki eru gerðar sérstakar ráðstafanir til að minnka rakainnihald einangrunar- innar á þessum stöðum. Viðurkennd ráðstöfun er t.d. að koma fyrir minnst 75 mm þykku grófmalarlagi eða malarlagi með minnstu korna- stærð 4 mm undir einangruninni. Í sérákvæðunum eru sýnidæmi fyrir algeng þversnið í dæmigerðum íslenskum húsum, þ.e.: Gólf á fyll- ingu með og án gólfhita og jafnframt með og án grófmalarlags undir ein- angrun. Steyptur útveggur annars vegar einangraður að innan og hins vegar einangraður að utan. Léttur útveggur einangraður í grind. Upp- stólað þak á steypta plötu. Létt timb- urþak. Viðsnúið þak. Kalt þak. Athygli vekur að samkvæmt reiknireglum staðalsins þá þarf þykkt einangrunar undir gólfplötum að vera 100 mm ef ekki er komið fyrir grófmalarlagi undir einangruninni til þess að uppfylla ákvæði bygging- arreglugerðarinnar. Jafnframt er það almenn viðmiðun að auka skuli þykkt einangrunar um 25 mm undir plötu ef gert er ráð fyrir gólfhitalögn í húsinu. Frumvarpið verður auglýst til um- sagnar á vegum Staðlaráðs Íslands nú í sumar. Sú regla gildir varðandi meðferð frumvarpa hjá Staðlaráði að gefinn er tveggja mánaða frestur til að senda inn umsögn frá birtingu aug- lýsingar. Hagsmunaaðilar eru hvatt- ir til þess að fylgjast vel með vinnu við staðla og útgáfu staðla á sínu sviði. Allar upplýsingar um vinnu sem snýr að stöðlun á sviði bygginga og mannvirkjagerðar eru veittar af greinarhöfundi. Útreikningur á varmatapi húsa Hagsmunaaðilar eru hvattir til þess að fylgjast vel með vinnu við staðla og útgáfu staðla á sínu sviði. Dr. Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri BSTR, fjallar hér um íslensku sérákvæðin við danska stað- alinn um útreikning á varmatapi húsa. Dr. Hafsteinn Pálsson ÞAR sem baunatré þola ekki frost er handhægt að hafa þau í potti sem svo er kippt inn í gróð- urhús eða álíka geymslu þar sem þau liggja í dvala yfir vetrarmán- uðina. Blómapottar lífga upp á umhverfið. Baunatré SPEGLAR eru úti um allt; á veit- ingahúsum, í lyftum, í verslunum svo fátt eitt sé nefnt. Speglar eru ekki einungis notaðir til skrauts og til þess að spegla sig í heldur geta þeir gert heilmikið til að láta herbergi virðast stærri og bjartari eða einfaldlega skapa stemningu. Þá þarf ekki endilega að hengja upp, þeir mega líka standa á gólfi og hallast upp að vegg eða standa á hillum eða borðum. Spegill á borði. Spegill, spegill

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.