Morgunblaðið - 11.07.2005, Side 34

Morgunblaðið - 11.07.2005, Side 34
34 F MÁNUDAGUR 11. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ HÁRSNYRTISTOFAN Hársaga ehf. hefur fært út kvíarnar og opnað útibú í Austurstræti 8–10. Auk þess að vera hárgreiðslustofa er þetta gallerí og sýningarsalur fyrir vörur fyrirtækisins Excel, en að sögn eig- anda Hársögu, Sigrúnar Ægisdótt- ur, og umboðsmanns Excel hér á landi er hönnun þessi verk Ítala nokkurs að nafni Nicola Andrea. Excel sérhæfir sig í framleiðslu á innréttingum og húsgögnum fyrir hársnyrtistofur, snyrtistofur og fleiri. Sigrún bendir þó á að ein- staklingar geti líka verslað við fyr- irtækið og vörur þess passi víða. All- ir hlutir eru handgerðir hvort sem um er að ræða skálar, kertastjaka, veggljós, stóla, spegla eða borð og notar Nicola ál, ryðgað járn, leður og við í framleiðslu sína. Þeir sem hafa áhuga geta litið inn og kynnt sér framleiðsluna. Fyr- irtækið aðstoðar kaupendur við hönnun og útlit og skilar frá sér full- mótuðum hugmyndum í samráði við viðskiptavini. Boðið er upp á föst verðtilboð og uppsetningu ef óskað er. Allir smáhlutir eru til sölu en þurfi að panta smávöru tekur það ekki meira en 15–20 daga. Opið er daglega frá 9 til 18 og til kl. 20 á mið- vikudögum. Á laugardögum er opið til kl. 14 en til kl. 16 á veturna. Hársaga færir út kvíarnar Hársnyrti- stofa og gallerí Óvenjulegt ljós hannað af Ítalanum Ni- cola Andrea. Kollur frá Excel. Stóll frá ítalska fyrirtækinu Excel. Ljós frá Excel. Ryðgað járn í aðalhlutverki. Myndarammi, smávara frá Excel Hársaga Austurstræti. Hvítur sófi klæddur hrosshári. Hársaga er sannkallað augnayndi. TENGLAR ........................................... www.harsaga.is www.excelscd.com

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.