Morgunblaðið - 11.07.2005, Side 51

Morgunblaðið - 11.07.2005, Side 51
urvinnu sér á höndum í embætti sínu sem skrifstofustjóri. Hið þúnga hús hans þurfti mikils við og loks varð hann að selja það til að bjarga vin sín- um undan óþægilegu gjaldþroti.“ (Skáldatími, bls. 172). Fundur Unuhúss Um fyrstu heimsókn Halldórs Lax- ness í Unuhús segir meðal annars í kaflanum Fundur Unuhúss í Sjö- meistarasögunni: „Hvurn fjárann ötluðum við nú aft- ur? spurði ég. Við ötluðum að hitta hann Stefán frá Hvítadal, sagði Guðmundur Hagalín. Ég þarf að útvega honum dáldið handa saumakonu. Það er helst maður hafi upp á honum hérna í rauða húsinu efst í brekkunni, hjá henni Unu gömlu og Erlendi. Sundið var mjög þraungt vegna girðinga og einhverskonar ryðgaðra bárujárnsmannvirkja, og ef tveir menn ötluðu þessa leið saman urðu þeir að gánga í halarófu. Við enda ein- stigsins birtist bakhliðin á rauðmál- uðu tréhúsi, veðurbörnu, og hafði tvo glugga og eldhúsdyr með bíslagi. Fyrir eldhúsglugganum að innan héngu nokkrar aldraðar dulur, en fyr- ir hinum glugganum voru snyrtileg gluggatjöld, hvít; þau áttu enn eftir að vera þar leingi. Þetta er gluggi Erlendar, sagði Hagalín.“ Fjörutíu árum síðar orti Laxness kvæði um þennan glugga sem hefst á þessu erindi: Upp þetta dimma sund: þar lá mín leið mart liðið kvöld; og sæi eg ljós, þá var sem vanda og neyð væri nú lyft af heilli öld. Í næsta kafla Sjömeistarasögunn- ar, Rétt skoðun, heldur Halldór Lax- ness áfram að lýsa þessari fyrstu heimsókn sinni í Unuhús: „Við vöruðum okkur á að fara inní húsið eldhúsmegin; að því mér skild- ist á Hagalín, vegna þess að þar væri venjulega ofmart af óútskýrðu fólki, sumir hlæandi, aðrir sýngjandi eða grátandi og nokkrir að kveða rímur. Við geingum innum fordyrið norð- anfrá og síðan upp hriktandi stiga. Undir honum er afþiljað skot þar sem í húsum er vant að geyma sópa og skolfötur. Þessu litla svartholi undir stiganum lauk Hagalín upp í framhjá- leiðinni, sýndi mér inn og sagði: Þarna bjó Jón Sinnep. Eingin skýr- ing. Seinna heyrði ég að Jón Sinnep hefði verið fatlaður af drykkju; þegar á leið nótt gekk hann á fjórum fótum upp þetta dimma sund því hann átti þarna afdrep undir stiganum. Uppi brast og brakaði í húsinu þeg- ar stigið var á gólf, og var undraverð sú fjölbreytni sem sakleysislegt hús gat gefið af sér af alskonar tréhljóð- um, oft ískrandi. Hagalín barði á ein- ar dyr af mörgum sem um var að velja á þessu tiltölulega litla lofti. Þegar hann hafði barið nokkrum sinnum heyrðist rödd að innan, veik og rám, einsog af fjarlægu tilverusviði. Við lúkum upp. Þar lá maður í rúmi sínu og virtist hafa sofið; hann reis upp með nokkrum erfiðismunum og sett- ist framaná rúmstokkinn og reyndist hafa tréfót sem stóð beint útí loftið þegar hann sat. Núna rekur mig ekki leingur minni til að í þessu herbergi hafi annað húsgagna fyrirfundist en rúmið og fyrir framan það tréstóll með pílárum í bakið: og á stólnum ein bók, farin að losna í bandinu. Sá mað- ur sem við fundum hér var Stefán frá Hvítadal.“ Sala Unuhúss Erlendur í Unuhúsi seldi Ragnari í Smára Unuhús árið 1941 og fylgdi það skilyrði að hann fengi að búa þar á meðan hann lifði. Sú saga komst á kreik að Erlendur hefði selt húsið til að bjarga vini sín- um Halldóri Laxness frá gjaldþroti. Um þetta segir meðal annars í ritinu Kiljan, öðru bindi ævisögu Halldórs Kiljan Laxness, eftir dr. Hannes Hólmstein Gissurarson: „Vinir Kiljans höfðu þungar áhyggjur af fjárhag hans. Benedikt Stefánsson heimsótti þau Kristin og Þóru eitt kvöldið í mars til að ræða við þau um söfnun handa Kiljan, en þegar neyðin er stærst er hjálpin næst. Sumarið 1941 auglýsti Erlendur Guð- mundsson Unuhús til sölu. Hann þurfti að bjarga „vin sínum undan óþægilegu gjaldþroti“, eins og Kiljan orðaði það síðar. Sá vinur gat varla verið annar en Halldór Kiljan Lax- ness, þótt hljótt færi. Ragnar í Smára keypti húsið af Erlendi á 45 þúsund krónur, sem var óvenju hátt verð, en leyfði honum að búa þar áfram.“ Núverandi húsráðandi í Unuhúsi og fyrrverandi tengdasonur Ragnars í Smára, Gestur Ólafsson, kvaðst ekki geta fullyrt neitt um sannleiksgildi þessarar frásagnar. Hitt væri þó ljóst að dulúð hvíldi yfir þessum viðskipt- um og ekki væri vitað hvað varð um söluandvirði hússins, þegar Ragnar keypti það af Erlendi. Á undan sinni samtíð Þórbergur Þórðarson færði í letur frásögn Stefáns frá Hvítadal í bókinni Í Unuhúsi. Má þar lesa um marga kynlega kvisti, en um íbúana segir Þórbergur meðal annars í formáls- orðum bókarinnar: „Að sumum lesendum þessara þátta mun máski setjast sú skoðun, að lífið í Unuhúsi hafi verið í meira lagi görótt á þessum árum. Þó er hér að- eins frá sagt óbrotinni náttúru al- þýðufólks, er margir munu kannast við, að leitað hafi úthlaups með svip- uðum hætti í fjölda annarra hýbýla hér í bæ, ef nánar er að gætt. Og þess má lesandinn ekki ganga dulinn, að þarna er ekki sögð öll saga Unuhúss á þessu tímabili. Þar fór fleira fram og úr allt öðrum toga spunnið.“ Síðar í sama kafla segir Þórbergur: „Una var að einu leyti á undan samtíð sinni. Hún leit ekki á drykkjuskap og lauslæti sem útrás frá rangsnúnu eða jafnvel illu innræti, eins og þá var al- gengt. Manneskjur, sem haldnar voru slíkum áráttum, væru sjúkir aumingj- ar, sem þyrfti að lækna. Hún skaut skjólshúsi yfir nokkra slíka kvenkyns „sjúklinga“, bæði til að reyna að reisa þá við, en í og með líka í því skyni, stundum, að fá svolitla hjálp við hús- verkin. Talsverða athygli vakti, eins og nú er komist að orði, öðrum fremur ein viðreisnartilraun Unu. Eitt haust eft- ir að ég fór að vera í fæði í húsinu, kom til Unu frændkona hennar norð- an úr landi. Það var lagleg stúlka, fremur smávaxin, greind á svip, rösk í fasi og harðdugleg. Hún var komin í þeim erindum að læra fatasaum á saumastofu um veturinn. Hún fékk fæði og lítið herbergi til íbúðar hjá Unu. Upp í það skyldi hún ræsta neðri hæð hússins á morgnana áður en hún færi á saumastofuna. Þau verk vann hún af þvílíkum myndarskap, að hæðin breytti um svip, eftir að hún tók þar til verka. Ekki löngu seinna slæddist heim til Unu frauka nokkur hér úr bænum, en ættuð og upprunnin utan af landi. Una mun hafa þekkt hana eitthvað. Fraukan var húsnæðislaus og hafði víst á litlu eða engu að lifa. Kunnugt var það, að hún var talsvert við karl- menn riðin, og var sagt, að hún tæki skildinga fyrir að gera hitt, en það var enginn uppgripaatvinnuvegur á þess- um tímum, eftirspurn takmörkuð eft- ir þannig löguðum viðskiptum og tak- stinn þess vegna ekki hár. Þetta var myndarleg stúlka á velli, þokkaleg og ekki ófríð sýnum, en andlitssvipurinn dálítið laumulegur. Hún bauð Unu þjónustu sína gegn mat og húsaskjóli. Una tók henni vel sem öðrum, en hafði ekkert herbergi handa henni og skaut því niður í rúmið til frænku sinnar. Þá var það algengara en nú á tímum, að tveir svæfu saman í rúmi. En frændkonan komst fljótlega á snoðir um, hvers konar sending væri komin í bólið til hennar og neitaði að deila sæng við henni og kvaðst fara úr húsinu, ef hún ætti að halda áfram að sofa hjá sér. Þarna stóð Una frammi fyrir ástandi, sem nú til dags hefði verið kallað vandamál. En Una þurfti ekki að kalla til sín sérfræðinga til þess að leysa vandann. Hennar hreina innsæi afréð að láta frændkonuna fara og fraukuna sitja eina að rúminu og her- berginu. Una hugsaði lausn vanda- málsins þannig: Frændkona mín er myndarstúlka með óspillt mannorð. Henni verður því enginn vandi á höndum að koma sér einhvers staðar fyrir. En hin er „aumingi“, sem verð- ur að hjálpa og reyna að lækna.“ Heimildir: Halldór Laxness: Skáldatími, Sjömeist- arasagan. Þórbergur Þórðarson: Í Unuhúsi. Hannes Hólmsteinn Gissurarson: Kiljan 1932– 1948, Ævisaga Halldórs Kiljans Laxness. Húsið skemmdist mikið í bruna árið 1987. Morgunblaðið/Þorkell Stigapallurinn á efstu hæðinni. Í herberginu lengst til vinstri gisti Stefán frá Hvítadal, þegar hann var í bænum. Skápurinn undir stiganum þar sem Jón sinnep átti afdrep þegar hann var drukkinn. Morgunblaðið/Þorkell Unnið við flutning hússins neðar í lóðina um miðjan áttunda ára- tug síðustu aldar. svg@mbl.is Glugginn af gamla bíslaginu, eins og skúlptúr frá horfinni öld. MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. JÚLÍ 2005 F 51

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.