Morgunblaðið - 05.08.2005, Qupperneq 2
2 FÖSTUDAGUR 5. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
FÖGNUÐUR Á GAZA
Palestínumenn fögnuðu því á Gaza
í gær, að brottflutningur Ísraela frá
svæðinu á að hefjast síðar í mán-
uðinum. Lögðu þeir áherslu á, að að-
eins væri um að ræða fyrsta skrefið
að því að Ísraelar yrðu að hverfa af
öllu palestínsku landi, einnig frá
Vesturbakkanum og Austur-
Jerúsalem. Ísraelar eru hins vegar
að treysta tök sín á Vesturbakk-
anum þvert ofan í Vegvísinn svokall-
aða og leyfðu í gær byggingu 72
íbúða í einni gyðingabyggðinni þar.
Mikið mannfall
Á síðustu 10 dögum hafa 38
Bandaríkjamenn fallið í Írak og er
það farið að valda miklum áhyggjum
í Bandaríkjunum, ekki síst meðal
þingmanna repúblikana en kosið
verður um mörg þingsæti á næsta
ári. Ný skoðanakönnun sýnir, að
stuðningur við stefnu stjórnarinnar í
Írak er nú aðeins 38%.
Klifruðu upp í krana
13 mótmælendur fóru í gær inn á
byggingarsvæði Alcoa í Reyðarfirði
og þrír þeirra klifruðu upp í bygg-
ingarkrana. Markmiðið var að
stöðva vinnu á svæðinu, en á annað
hundrað manns lögðu niður vinnu í
fjórar stundir.
Meiri byggðakvóti
Á næsta fiskveiðiári verður
byggðakvóti aukinn um 800 lestir í
4.010 en kvótanum er úthlutað til
minni byggðarlaga sem lent hafa í
vandræðum vegna samdráttar í
veiðum og til sveitarfélaga sem hafa
orðið fyrir óvæntri skerðingu á
heildaraflaheimildum.
Þriðju mestu viðskiptin
Mikil velta var á viðskiptum í
Kauphöllinni í gær, þriðja mesta á
einum degi frá upphafi. Mest munaði
um viðskipti með bréf í Íslands-
banka.
Y f i r l i t
Í dag
Sigmund 8 Viðhorf 26
Fréttaskýring 8 Minningar 27/33
Viðskipti 14 Skák 37
Erlent 16/17 Brids 36
Minn staður 18 Myndasögur 36
Höfuðborgin 19 Dagbók 36/38
Akureyri 19 Staður og stund 37
Suðurnes 20 Af listum 39
Landið 20 Leikhús 40
Menning 21, 39/40 Bíó 42/45
Umræðan 26 Ljósvakamiðlar 46
Bréf 26 Veður 47
Forystugrein 24 Staksteinar 47
* * *
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri,
asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi,
orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju-
starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
!
"
#
$
%
&
'() *
+,,,
STEINGRÍMUR J. Sigfússon, alþing-
ismaður og formaður Vinstrihreyfing-
arinnar – græns framboðs, efndi til mik-
illar veislu í tilefni af fimmtugsafmæli
sínu og þrettán ára afmæli sonar síns,
Bjarts Steingrímssonar, í gær. Hátt í
þrjú hundruð manns sóttu veisluna sem
fór fram á Gunnarsstöðum í Þistilfirði, á
æskuslóðum Steingríms.
Þrátt fyrir vonskuveður skemmtu
gestir sér með besta móti enda var búið
að koma fyrir þremur tjöldum á svæð-
inu og þrír björgunarsveitarmenn voru
til taks ef einhver þyrfti á aðstoð að
halda.
Steingrímur fékk margt góðra gjafa
og fjöldi gesta heiðraði hann með ræð-
um. Þannig fékk hann hestinn Viljar að
gjöf frá góðvinum sínum í Vinstrihreyf-
ingunni – grænu framboði og folald frá
félögum sínum.
Í veislunni var mikið sungið og tóku
meðal annars hinir kunnu Álftagerð-
isbræður lagið. Þá var slegið upp dans-
leik í hlöðunni og að lokum tendraður
varðeldur.
Fjölmenni í fimmtugsafmæli Steingríms J. Sigfússonar
Fékk
hest og
folald að
gjöf
Ljósmynd/Gréta Bergrún Jóhannesdóttir
Ögmundur Jónasson, þingflokksformaður Vinstri grænna, og Guðjón
Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, spjalla saman í
afmælisfögnuðinum fyrir utan vélahúsið á Gunnarsstöðum.
Þórarinn Ragnarsson, bróðursonur Steingríms, kom ríðandi á Viljari
og afhenti hann afmælisbarninu. Hesturinn var gjöf frá félögum í VG.
SAMANLAGÐAR eignir einstak-
linga hérlendis nema nú 1.926
milljörðum króna og af þeim eru
fasteignir 1.364 milljarðar króna.
Þetta kemur fram í tölum sem
Ríkisskattstjóraembættið hefur
unnið úr skattframtölum einstak-
linga fyrir síðasta ár.
Langstærstur hluti eigna ein-
staklinga, eða rúm 70%, er því
bundinn í húsnæði. Fasteignamat
hækkaði um 16,4% frá árinu 2004
til ársins 2005, eða um rúma 192
milljarða króna, og hefur hækkað
um tæp 32% frá árinu 2003.
Skv. upplýsingum frá embætti
Ríkisskattstjóra ber að hafa í huga
að þegar fasteignamat hækkar
mjög mikið, eins og raunin hefur
verið á undanförnum árum, aukast
eignir einnig mikið. Eignarskatt-
stofninn hækkar því þrátt fyrir að
lítill hluti fasteignaeigenda kaupi
og selji eignir sínar. Eignarskatt-
stofn jókst um 17% á milli ára og
er nú nær 1.100 milljarðar. Inni-
stæður einstaklinga í erlendum
bönkum hafa lækkað um 13,6%
milli ára og hlutabréf í erlendum
félögum standa í stað.
Hlutabréfaeign að nafnvirði
dróst saman um tæp 8%
Verðbréf og útistandandi skuldir
hafa aukist um rúm 30% á milli
ára og er talið hugsanlegt að það
skýrist af sölu húsnæðis, háu fast-
eignaverði og háu verði hlutabréfa.
Eignir einstaklinga í hlutabréf-
um hafa hins vegar lækkað um
tæp 8% frá því í fyrra, en það
skýrist mögulega af samþjöppun í
eignarhaldi. Hugsanleg skýring er
talin sú að fyrirtæki séu að kaupa
hlutabréf af einstaklingum, þrátt
fyrir aukningu einkahlutafélaga,
og hlutafé hafi þannig verið fært
inn á framtöl lögaðila. Það að
hlutabréf hafi lækkað á milli ára
segir þó ekki alla söguna þar sem
þau eru talin fram á nafnvirði sem
kann að vera talsvert annað en
markaðsvirði bréfanna.
Eignir Íslendinga
tæpir tvö þúsund
milljarðar króna
Innistæður einstaklinga í erlendum
bönkum hafa minnkað um 13,6%
!
"!
#$ #
$ $
$ $
#
$ # !"#
$
%&' (
) *+
)*,-
$ $
$ $ Eftir Hrund Þórsdóttur
hrund@mbl.is
BANKAR á Indlandi gætu lært
sitthvað af íslensku bönkunum, að
mati breska tímaritsins The Bank-
er. Sex indverskir bankar voru á
nýlegum lista tímaritsins yfir eitt
þúsund stærstu banka heims en á
sama lista voru þrír íslenskir
bankar, eins og fram hefur komið í
Morgunblaðinu.
Í ágústhefti The Banker er bent
á að Indverjar séu þrjú þúsund
sinnum fleiri en Íslendingar og að
starfsmenn stærsta banka Ind-
lands séu fleiri en öll íslenska
þjóðin. Þess vegna veki það furðu
að indversku bankarnir séu ein-
ungis sex á listanum á meðan ís-
lensku bankarnir séu þrír.
Ör vöxtur annars stærsta banka
Indlands er sagður sönnun þess að
indverskar fjármálastofnanir geti
gert betur þrátt fyrir hindranir
vegna skrifræðis og ríkisrekstrar.
Kaupþingi banka, sem gæti verið
þriðji stærsti banki Indlands, hafi
tekist að forðast slíkar hindranir
og ná fram óviðjafnanlegum vexti
á öllum sviðum. En ólíkt því sem
gerist á Indlandi þá sé heima-
markaður Kaupþings banka á Ís-
landi svo lítill að 80% tekna hans
muni koma erlendis frá á þessu
ári.
Dugandi og einbeitt stjórnun
ásamt litlu skrifræði og einka-
framtaki er að mati tímaritsins
meðal þess sem skilur að ind-
versku og íslensku bankana og er
það sem gerir íslensku bönkunum
kleift að vaxa svo hratt sem raun
ber vitni. „Ísland hefur sýnt að
land þarf ekki að vera stórt til að
geta af sér stóra og farsæla banka.
Nú er bara að sjá hvort hinir „þrír
stóru“ geti haldið áfram giftusam-
legum vexti sínum í útlöndum eða
hvort þeir verði gleyptir,“ segir í
greininni.
Indverskir bankar
læri af þeim íslensku
ÞESSIR myndarlegu hákarlar rötuðu
nýverið í trollið hjá Kaldbak EA-1 frá
Akureyri, 100 sjómílur suðvestur af
Reykjanesi á 450 metra dýpi.
Kaldbakur var þar á djúp-
karfaveiðum fyrir Þýskalandsmarkað
og segir Víðir Benediktsson skipstjóri
að ekki sé óalgengt að hákarl fáist á
þessum slóðum, en þessir hafi þó verið í
stærri kantinum.
Verkaðir til manneldis
Gert var að hákarlinum um borð og
hann svo seldur til Hildibrands í Bjarn-
arhöfn á Snæfellsnesi sem verkar þá til
manneldis.
Andvirðið rennur í starfsmannasjóð
áhafnarinnar og mun eflaust koma að
góðum notum á næstu árshátíð.
Hákörlum landað
úr Kaldbak
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Hákörlunum var landað upp úr
Kaldbak í Reykjavíkurhöfn.
MUNAÐARNES, nyrsti sveitabær á
Ströndum, fer í eyði í haust þegar
Guðmundur Jónsson, bóndi og hrepp-
stjóri í Munaðarnesi, og Sólveig Jóns-
dóttir, kona hans, flytja af jörð sinni.
Þau hafa búið í Munaðarnesi síðan um
1960.
Guðmundur er fæddur og uppalinn
á Munaðarnesi, en fólki hefur fækkað
þar mikið á seinni árum. „Þegar ég
var að alast upp var búið á sex bæjum
í Munaðarnesi og á þeim bjuggu 30
manns. Nú erum við bara tvö eftir.“
Munaðarnes er á snjóþungu svæði
og mikil snjóflóðahætta er á veginum
að bænum. „Maður er oft lokaður inni
í fleiri mánuði ef því er að skipta.
Maður gat tekist á við þetta á yngri
árum en ég treysti mér ekki til þess
lengur.“
Guðmundur segist kveðja Munað-
arnes með söknuði. „Það er ekkert
grín að taka sig upp. Það er ekkert
skemmtiverk, en maður verður að
vera raunsær.“ | 25
Nyrsti bær
á Ströndum
í eyði
BÍLL valt á Vatnsfjarðarnesi, á milli
Vatnsfjarðar og Mjóafjarðar, um
klukkan hálfþrjú í gærdag. Tveir er-
lendir ferðamenn voru í bílnum og
slösuðust þeir lítið. Þeir voru fluttir á
sjúkrahúsið á Ísafirði, en hafa verið
útskrifaðir.
Bílvelta á Vatns-
fjarðarnesi
♦♦♦