Morgunblaðið - 05.08.2005, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.08.2005, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 5. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Áhugi Íslendinga áhvers kyns útivisthefur aukist hröð- um skrefum undanfarin ár, ekki síst á gönguferð- um um óbyggðir og á fjallamennsku. Kannski er ekki seinna vænna því þó að talsvert hafi verið sneitt af ósnortnum víðernum hálendisins er enn leitun að fallegra og fjölbreytt- ara göngulandi en á Ís- landi. Það vakti mikla athygli þegar um 200 manns gengu á Hvannadalshnúk (2.119 metrar þar til í gær) á einum degi í maí síðastliðnum og má kannski segja að sá atburður hafi verið táknrænn fyrir aukinn útivistar- áhuga landsmanna. Sífellt fleiri leggja stund á fjallgöngur og hjá fyrirtækjum og félögum sem skipuleggja hálendis- og óbyggða- göngur fjölgar íslenskum við- skiptavinum jafnt og þétt. Þau sem urðu fyrir svörum hjá Ferða- félagi Íslands, Útivist og Íslensk- um fjallaleiðsögumönnum sögðu öll sömu söguna; útivistarbakterí- an breiðist út með miklum hraða. Forðast hraða og stress Páll Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Ferðafélags Ís- lands, sagði að ástæðan fyrir aukn- um áhuga væri margþætt. Fólk verði t.d. fyrir áhrifum frá öðrum sem hafi prófað og þannig smiti útivistaráhuginn út frá sér. „Og þegar menn eru byrjaðir verða þeir háðir þessu, vilja halda áfram og helst fara í eina eða tvær góðar gönguferðir á ári,“ sagði hann. Til þess að koma sér í form fyrir löngu ferðirnar þurfi þeir síðan að fara í styttri ferðir til að æfa sig og þann- ig vindi útivistin upp á sig. Til marks um aukinn áhuga Íslend- inga á gönguferðum má nefna að þátttaka í svokölluðum sumarleyf- isferðum Ferðafélags Íslands, en þá er gengið í nokkra daga í senn, hefur vaxið ár frá ári og í sumar hefur verið nánast fullbókað í allar ferðir, að sögn Páls. „Hraðinn og stressið í þéttbýlinu er orðið svo mikið að fólk leitar út í friðinn og frelsið á fjöllum,“ sagði Páll. Auðveldari trússferðir Árni Jóhannsson, formaður Úti- vistar, sagði að þegar Útivist hefði byrjað að bjóða upp á svokallaðar trússferðir fyrir um áratug hefði orðið sprenging í þátttöku Íslend- inga í óbyggðagöngum. Í trúss- ferðum er farangri ekið á milli gististaða en einungis gengið með nesti og aukafatnað. Trússferðirn- ar hefðu gert „venjulegu“ fólki kleift að ganga um svæði sem að öðrum kosti hefðu reynst þeim fullerfið. „Í svona ferðum þarf fólk ekki að búa við harðræði og borða varla annað en þurrmat og þurrk- aða ávexti, heldur getur það gert vel við sig, fengið sér grillaða kótil- ettu og kannski malt í flösku,“ sagði hann. Flestir ættu auk þess búnað sem dygði í slíkar ferðir, þ.e. góða gönguskó og regngalla. Pólitískar afleiðingar? Ómögulegt er að leggja ná- kvæmt mat á þann fjölda Íslend- inga sem gengur um hálendið á einu ári en ljóst er að þeir skipta einhverjum þúsundum. Á nokk- urra ára bili má því gera ráð fyrir að tugir þúsunda Íslendinga kynn- ist hálendinu eða óbyggðum af eig- in raun og á eigin skinni. Þó að í gær hafi blaðamanni ekki hafi tek- ist að finna dæmi um rannsóknir á tengslum útivistar og afstöðu fólks til náttúruverndar má leiða líkur að því að sá sem hefur kynnst óbyggðum af eigin raun vilji síður að þeim sé sökkt undir vatn eða að þar séu grafnar borholur og reist virkjanamannvirki. Aðspurður sagðist Árni sam- mála því að útivist gæti haft póli- tískar afleiðingar. Hann nefndi sem dæmi að sumir hefðu haft augastað á að virkja jarðhita á Torfajökulssvæðinu, sem m.a. nær yfir Laugaveginn svokallaða. Svæðið væri ein helsta útivistar- paradís Íslendinga og í raun hefði verið heppni að ekki hefði þegar fengist leyfi til rannsóknaborana með tilheyrandi vega- og slóða- gerð. Kynni þeirra ótal þúsunda sem hefðu gengið þar um yrðu væntanlega til þess að fólk yrði ófúsara til að leyfa þar virkjanir, a.m.k. ekki nema að undangeng- inni ítarlegri umræðu. Vilja meira Til Íslenskra fjallaleiðsögu- manna leita einkum þeir sem vilja fara í erfiðari gönguferðir eða klífa óárennileg fjöll. Elín Sigurðar- dóttir, framkvæmdastjóri fyrir- tækisins, sagði sífellt meiri ásókn í þær ferðir fyrirtækisins sem teld- ust krefjandi og jafnframt væri stóraukinn áhugi á námskeiðum í fjallamennsku að vetrarlagi og í kletta- og ísklifri. Hún sagði að margir sem byrjuðu í útivist leituð sér að sífellt meira krefjandi verk- efnum, fyrst fari þeir t.d. að skokka, svo fari þeir í óbyggða- göngur og svo endi þeir í fjalla- mennsku. Sem dæmi um þessa keðjuverkun nefnir hún að aldrei hafi fleiri farið á Hvannadalshnúk með fyrirtækinu en í sumar og þá hafi aldrei verið meiri áhugi á að komast í ferð á Mont Blanc, hæsta fjall Frakklands. Fréttaskýring | Sífellt fleiri Íslendingar leggja stund á útivist og fjallgöngur Leita í frelsið til fjalla Verður aukinn áhugi á útivist til þess að auka stuðning við náttúruvernd? Hvergi er meira frelsi en á fjöllum. Bækur um útivist njóta mikilla vinsælda  Aukinn áhugi Íslendinga á útivist er ekki einsdæmi því víð- ast í hinum vestræna heimi hafa vinsældir útivistar farið vaxandi. Samhliða hefur umfjöllum í fjöl- miðlum aukist og undanfarið hafa margar bækur um útivist verið gefnar út hérlendis. Það segir sína sögu að bókin „Íslensk fjöll – gönguleiðir á 151 tind“ sem kom út í fyrra er nú í 5. sæti á metsölulista Eymundssonar. Aðrar bækur af svipuðum toga seljast einnig vel. Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Reykjavík 3. ágúst 2005 Stjórn Össurar hf. 1. Skýrsla stjórnar um fjárhag félagsins. 2. Kynning á kaupum félagins á Royce Medical Holdings Inc. 3. Tillaga um heimild til stjórnar að auka hlutafé félagsins um allt að 77.100.000 hluti; þar af allt að 73.000.000 hluti sem verði með forgangsrétti hluthafa og allt að 4.100.000 hluti sem verði án forgangsréttar. 4. Önnur mál sem eru löglega borin fram. Dagskrá og endanlegar tillögur munu vera hluthöfum til sýnis á skrifstofu félagsins að Grjóthálsi 5, Reykjavík, viku fyrir hluthafafund og verða auk þess aðgengilegar á heimasíðu félagsins, sem er www.ossur.is og www.ossur.com Þar er einnig að finna ársreikning félagsins fyrir árið 2004 og árshlutareikning fyrir árið 2005. Aðgöngumiðar og atkvæðaseðlar verða afhentir á fundarstað. Stjórn Össurar hf. boðar til hluthafafundar í félaginu og verður hann haldinn á Nordica Hótel, Suðurlandsbraut 2, Reykjavík, föstudaginn 19. ágúst 2005 og hefst kl. 8:30, stundvíslega. Vi› hjálpum fólki a› njóta sín til fulls Hluthafafundur Össurar hf. Á dagskrá fundarins ver›a þessi mál: HÁTT á annan tug skriða féll úr fjallinu ofan beitarhús- anna Fjallshúsa skammt innan við bæinn Hjarðarhaga á Jökuldal í gær í mikilli rigningadembu sem gekk yfir af- markað svæði þar um slóðir. Rigningin stóð í um það bil klukkustund og náði yfír svæðið frá Fjallshúsum inn í Skjöldólfsstaði og hátt á annan tug skriða féll á um eins og hálfs kílómetra kafla ofan Fjallshúsa. Segja má að möl og jarðvegur hafi ruðst fram úr öllum lækjarfarvegum á þessum kafla, á annan tug að tölu, auk stóru skriðunnar út og upp af fjallshúsunum eins og sést á meðfylgjandi mynd. Skriðurnar mynda nú stóra mold- ar- og malarfláka ofan þjóðvegarins þar sem hann liggur um Hjarðarhaga neðan skriðusvæðisins. Regnið var mjög staðbundið því að aðeins 3–4 km frá þeim stað sem skriðurnar féllu var þurr vegur. Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Skriðurnar féllu úr fjallinu ofan beitarhúsanna Fjallshúsa skammt innan við bæinn Hjarðarhaga á Jökuldal. Mikil skriðuföll á Jökuldal

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.