Morgunblaðið - 05.08.2005, Síða 10
10 FÖSTUDAGUR 5. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
á morgun
Kemur
innblásturinn af
himnum ofan?
Töfrar, tónlist
og hið yfirskilvitlega
HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest
gæsluvarðhaldsúrskurð yfir
manni sem kærður var fyrir lík-
amsárás í apríl sl. en markaði
gæsluvarðhaldinu styttri tíma en
héraðsdómur. Í héraði hafði mað-
urinn verið úrskurðaður í gæslu-
varðhald til 23. september en
Hæstiréttur stytti þann tíma til 5.
september.
Hinn kærði réðst á mann fyrir
utan heimili hins síðarnefnda
þann 22. apríl sl. eftir að hafa haft
í hótunum við hann í nokkurn tíma
og var í kjölfarið úrskurðaður í
gæsluvarðhald á grundvelli d-lið-
ar 103. gr. laga um meðferð op-
inberra mála. Þar er kveðið á um
að úrskurða megi í gæsluvarðhald
ef telja megi það nauðsynlegt til
að verja aðra fyrir árásum sak-
bornings eða hann sjálfan fyrir
árásum eða áhrifum annarra
manna.
Nú var krafist framlengingar á
gæsluvarðhaldi yfir manninum í
annað sinn. Í dómi Hæstaréttar
kom fram að hinn kærði hefði nú
þegar setið í gæsluvarðhaldi í
rúma þrjá mánuði og að krafa
sóknaraðila í málinu gerði ráð fyr-
ir að gæsluvarðhaldið yrði fram-
lengt upp í rúma fimm mánuði.
„Ekki er unnt að fallast á að
meðferð á máli varnaraðila þurfi
að taka svo langan tíma. Verður
gæsluvarðhaldstíma varnaraðila
markaður sá tími sem í dómsorði
greinir,“ segir Hæstiréttur í lok
dómsins.
Gunnlaugur Claessen, Jón
Steinar Gunnlaugsson og Ólafur
Börkur Þorvaldsson dæmdu mál-
ið.
Hæstiréttur styttir
gæsluvarðhaldstíma
SLYS eru alvarlegt heilsufarsvanda-
mál hjá öldruðum, en slys á eldri
borgurum verða flest á eða við heimili
þeirra. Slysavarnir aldraðra þurfa því
að verulegu leyti að snúa að heimili og
nánasta umhverfi þeirra. Þetta er
meðal þess sem fram kemur í nýrri
skýrslu á vef Landlæknisembættis-
ins, Slys á öldruðum 2003. Skýrslan
er byggð á gögnum Slysaskrár Ís-
lands og slysadeildar Landspítala –
háskólasjúkrahúss, en Hildur Sigur-
björnsdóttir, verkefnisstjóri hjá
Landlæknisembættinu, tók hana
saman.
Fall algengasta orsök áverka
Matthías Halldórsson, aðstoðar-
landlæknir, segir að markmiðið sé að
leita orsaka slysa á eldri borgurum
svo koma megi í veg fyrir þau. Þá hef-
ur rannsóknin tengsl við heilbrigð-
isáætlun til ársins 2010, þar sem
stefnt er að því að fækka mjaðm-
abrotum aldraðra um fjórðung og
gera 75 prósent af einstaklingum 80
ára og eldri kleift að búa í heimahús-
um. Rannsókn sem þessi hefur ekki
verið unnin áður en Matthías telur
ekki ástæðu til að ætla að mikill mun-
ur sé á milli ára. Hann segir jafnframt
erfitt að bera niðurstöðurnar saman
við önnur lönd þar sem þær miðist við
komur á slysadeild en þröskuldur á
því að leita á slysadeild geti verið mis-
hár eftir löndum. Árið 2003 leituðu
1.835 einstaklingar 65 ára og eldri til
slysadeildar Landspítala – háskóla-
sjúkrahúss, eða 47 karlar og 59 konur
af hverjum 1.000 einstaklingum af
hvoru kyni. Slysum fjölgaði mark-
tækt með hækkandi aldri, sem og
endurkomum á slysadeild. Tæplega 7
prósent aldraðra leituðu tvisvar eða
oftar til slysadeildar þetta ár. Með-
alaldur karla í aldurshópnum 65 ára
og eldri sem komu á slysadeild var 75
ár, en 77 ár hjá konunum.
Slys á öldruðum eru algengari en
hjá öðrum hópum fullorðinna og á
þetta einkum við um algengustu teg-
und slysa, heima- og frítímaslys. Inn-
an veggja heimilisins urðu flest slysin
árið 2003 í stofu og svefnherbergi.
Fall var algengasta orsök áverka, en
hvers konar árekstrar komu næstir.
Bæta þarf forvarnir
Tíðni slysa meðal kvenna eftir 65
ára aldur er hærri en hjá körlum og
segir Matthías það vafalaust aðallega
stafa af því að þær hafi meiri bein-
þynningu en karlar og brotni því frek-
ar en þeir. Karlar lenda hins vegar
frekar í vinnuslysum en konur.
Beinbrot hjá öldruðum geta verið
afar sársaukafull og haft neikvæð
áhrif á lífsgæði, en þau voru fyrsta
greining í þriðjungi tilfella þar sem
greining var skráð þetta ár. Brot á
framhandlegg og lærlegg voru al-
gengust.
Matthías segir að hingað til hafi
ekki farið fram skipulagðar slysa-
varnir fyrir aldraða hér á landi, en
margt sé hægt að gera til að koma í
veg fyrir slys án þess að það sé flókið
eða kostnaðarsamt.
„Annars vegar eru það þættir sem
snúa að umhverfinu. Það er til dæmis
mikilvægt að ekki séu miklar hindr-
anir í vegi aldraðra. Einföld atriði eins
og að gleraugu og lýsing séu í lagi
geta líka gert mikið,“ segir Matthías.
„Hins vegar eru það atriði sem snúa
að einstaklingunum sjálfum. Margir
aldraðir eru til dæmis á svefnlyfjum
eða róandi lyfjum og það er ástæða til
að kanna hvort þörf sé á þeim í öllum
tilvikum. Svo eru margir á mörgum
lyfjum og oft mætti endurskoða lyfja-
samsetningu svo lyfin valdi ekki
svima og falli í framhaldi af því. Síðan
er mikilvægt að halda líkamanum í
þjálfun með léttri áreynslu eins og
göngu.“
Matthías segir aldraða almennt
duglega að nota hjálpartæki eins og
stafi, mannbrodda, göngugrindur og
hækjur. Þetta megi þó bæta, eins og
svo margt annað.
Breytingar á aldurssamsetningu
íslensku þjóðarinnar eru fyrirsjáan-
legar. Meðalaldur mun hækka, öldr-
uðum fjölga og hlutfall aldraðra af
íbúafjölda hækka. Í skýrslunni segir
að því bendi allt til þess að slysum í
elstu aldurshópum muni fjölga á
næstu áratugum nema gripið verði til
markvissra aðgerða í forvörnum gegn
slysum aldraðra.
Landlæknir birtir skýrslu um slys á öldruðum
Morgunblaðið/Ásdís
Mikilvægt er að stuðla að líkamshreysti alla ævi. Slys eru alvarlegt heilsufarsvandamál hjá öldruðum,
Flest slysin verða inn-
an veggja heimilanna
Eftir Hrund Þórsdóttur
hrund@mbl.is
VEGAGERÐIN hefur auglýst út-
boð á rekstri Vestmannaeyjaferj-
unnar Herjólfs á árunum 2006 til
2010.
Óska tilboða í 13 ferðir í viku
Óskað er eftir tilboðum í 13
ferðir á viku allt árið eins og nú-
gildandi sumaráætlun gerir ráð
fyrir sem er tvær ferðir á dag alla
daga vikunnar nema á laugardög-
um en þá er farin ein ferð. Einnig
er óskað eftir tilboðum í 14 ferðir
á viku, þ.e. tvær ferðir á dag.
Vegagerðin samdi við Samskip
hf. um rekstur Herjólfs árið 2000
til þriggja ára með heimild til
framlengingar í tvö ár til viðbótar,
sem var nýtt og rennur samning-
urinn því út um næstu áramót,
skv. upplýsingum Gunnars Gunn-
arssonar aðstoðarvegamálastjóra.
Heimild til framlengingar
um tvö ár til viðbótar
Samkvæmt frétt í framkvæmda-
fréttum Vegagerðarinnar hafa
heildarflutningar með ferju til og
frá Vestmannaeyjum og Þorláks-
höfn verið á bilinu 80 til 120 þús-
und farþegar á ári, 20 til 32 þús-
und fólksbifreiðar og 2.700 til
3.000 flutningabílar.
Gert er ráð fyrir að samnings-
tíminn verði fimm ár með heimild
til framlengingar í tvö ár til við-
bótar ef aðilar ná um það sam-
komulagi.
Tekið er fram að ef ákveðið
verður fyrir mitt ár 2006, að smíða
eða kaupa nýtt skip í stað m/s
Herjólfs eða leysa samgöngur til
Vestmannaeyja með öðrum hætti
verði heimilt að segja samningnum
upp með tveggja ára fyrirvara, þó
með gildistíma í fyrsta lagi frá 1.
janúar 2009.
Fyrsta ferð samkvæmt samningi
um rekstur Herjólfs næstu fimm
árin er áætluð 2. janúar á næsta
ári.
Rekstur Herjólfs boðinn
út til næstu fimm ára
Fyrirvari vegna hugsanlegra kaupa eða smíði nýs skips