Morgunblaðið - 05.08.2005, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 05.08.2005, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 5. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT London. AFP. AP. | Tony Blair, for- sætisráðherra Bretlands, hélt í gær tvo fundi um málefni Norður-Ír- lands, annan með Ian Paisley, leið- toga Lýðræðislega sambandsflokks- ins (DUP), og hinn með Gerry Adams, leiðtoga Sinn Féin. Fundirn- ir voru haldnir viku eftir að Írski lýð- veldisherinn (IRA) gaf út þá yfirlýs- ingu að hann hygðist láta af vopnaðri baráttu sinni. Var markmið þeirra að kanna hvort byggja mætti einhvers konar samkomulag milli andstæðra fylkinga í landinu á grunni yfirlýs- ingarinnar og er Blair sagður vilja reyna að kanna grundvöll fyrir sam- steypustjórn flokkanna tveggja. Paisley sagði í gær að flokkur sinn myndi ekki hefja viðræður um sam- vinnu með kaþólikkum við stjórn landsins fyrr en ljóst yrði að IRA stæði við yfirlýsingu sína. Sagði hann við Blair að DUP þyrfti að fá „langan aðlögunartíma“ til að ganga úr skugga um að IRA stæði við lof- orð sitt. Adams sagði að yfirlýsingar Pais- ley kæmu sér ekki á óvart. Eftir fundinn í gær sagði hann að Sinn Féin myndi ekki bíða enda- laust eftir því að Paisley ákvæði hvort hann vildi taka þátt í sam- steypustjórn. Adams sagði að Paisley stæði frammi fyrir vali: „Annaðhvort sam- einast hann okkur og öllum öðrum í að byggja upp þetta ferli, eða að hann stendur til hliðar,“ sagði hann og bætti því við að bresk og írsk stjórnvöld gætu ekki leyft DUP að „tefja, tefja og tefja enn á ný.“ Paisley vill „langan aðlögunartíma“ Blair heldur fundi með Adams og Paisley í kjölfar yf- irlýsingar IRA um endalok vopnaðrar baráttu Gerry Adams og Tony Blair. Ian Paisley Kabúl. AP. | Yfirmaður Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) í Suður-Asíu, Cecilia Lotse, greindi frá því á blaðamannafundi í gær að neyðarástand ríkti í Afganistan vegna þess hve mörg ung börn deyja þar í landi og margar konur deyja við barnsburð. Lotse sagði að eitt af hverjum fimm börnum í Afganistan deyi áður en það nái fimm ára aldri. Dánaror- sakir barnanna væru sjúkdómar af ýmsu tagi svo sem niðurgangspestir, malaría og lungnabólga. Benti hún á að koma mætti í veg fyrir fjölda þessara dauðsfalla með einföldum aðgerðum, svo sem bólusetningu, með því að útvega fólki aðgang að hreinu vatni og bæta þekkingu um almennt hreinlæti. Lotse benti einnig á að skólaganga meðal afganskra stúlkna væri ein sú minnsta sem þekkist í heiminum. „Þarna er á ferðinni gríðarleg sóun á mannauði og möguleikum fólks,“ sagði hún. Á sumum svæðum deyja 6 af 100 mæðrum við barnsburð Lotse greindi einnig frá því að af hverjum 100 þúsund mæðrum sem fæða börn í Afganistan deyi að jafn- aði 1.600 við barnsburð eða sjúk- dóma í kjölfar barnsburðar. Í sum- um landshlutum þekkist það að 6.000 mæður af hverjum 100 þúsund deyi vegna barnsburðar. Til samanburð- ar benti Lotse á að í heimalandi sínu, Svíþjóð, deyi þrjár af hverjum 100 þúsund konum vegna barnsburðar. Reuters Afgönsk móðir með barn sitt. Yfirmaður UNICEF á svæðinu segir neyðar- ástand ríkja í Afganistan vegna barnadauða og dauða mæðra við barnsburð. Fimmtungur nær ekki 5 ára aldri Yfirmaður hjá UNICEF segir neyðarástand ríkja í Afganistan Toronto. AP. | Er skelfingu lostnir farþegar flúðu brennandi flak Air France-þotunnar, sem rann út af flugbrautinni í Toronto í Kan- ada á þriðjudag, stóð Guy Ledez í forugu gilinu og hjálpaði far- þegunum að komast úr flug- vélinni. Þetta hófst allt saman þegar Ledez ók bifreið sinni eftir vegi sem liggur sam- hliða flugbrautinni. Hann tók fljótt eftir að ekki var allt eins og það átti að vera. „Eldingu sló í vélina og svo sá ég mikinn reyk. Flug- vélin hvarf skyndilega í skógi vaxið gil við flugbrautina,“ segir hann. Margir sneru við Fjölmargar aðrar bifreiðar óku sama veg og Ledez, en ökumenn þeirra sneru flestir við til að forða sjálfum sér frá mögulegum skaða. Ledez hélt ótrauður áfram og stóð brátt á gilskorningnum, sem var háll eftir miklar rigningar. „Ég leit niður og sá allt fólkið sem var að reyna að komast út,“ segir hann. „Mér voru færð tvö ungbörn í hendur.“ Annar vegfarandi kom brátt að og hjálpuðust þeir Ledez að við að toga farþegana upp úr flakinu og aðstoða nokkra aldraða við að komast upp úr gilinu. Til að vera vissir um að allir væru komnir út úr flugvélinni klöngruðust fé- lagarnir upp rennibrautina við neyðarútganginn inn í flugvélina og hlupu hvor um sinn ganginn í leit að fólki. Á þeirri stundu er Ledez stefndi að útgöngudyrunum segist hann hafa heyrt sprengingu og að flugvélin hafi síðan rifnað í sundur. Ledez stökk út og hljóp sem fætur toguðu. Það var fyrst þá sem hann segist hafa áttað sig á hvílíkum háska hann hafði komist undan. „Það liggur engin djúp hugsun að baki, bara: „Ég þarf að hjálpa“ og svo – búmm – gerir maður það,“ segir Ledez þegar hann rifj- ar upp atburði þessa örlagaríka kvölds. Hann er þó ekki viss um að hann verðskuldi að vera kallaður hetja. Allir 297 farþegar flugvél- arinnar, auk áhafnar, sluppu nær ómeiddir úr slysinu á þriðjudag og allir voru komnir út úr flugvélinni á innan við tveimur mínútum. Hef- ur þetta verið talið kraftaverki lík- ast og áhöfn vélarinnar hlotið mik- ið hrós fyrir skjót viðbrögð. Svörtu kassarnir fundnir Hinir svokölluðu „svörtu kassar“ flugvélarinnar fundust í gær, en þeir hafa að geyma upplýsingar um hvað varð þess valdandi að vél- in rann út af flugbrautinni. Segjast sérfræðingar ekki vissir um að eld- ingu sé um að kenna, því eldingar hafi yfirleitt ekki áhrif á flugvélar. Hvunndagshetja bjargar flugfarþegum Guy Ledez Kuala Lumpur. AFP. | Fyrrver- andi aðstoðarforsætisráðherra Malasíu, Anwar Ibrahim, fagn- aði afsökunarbeiðni sem hann fékk í vikunni og segir hana vera mannréttindasigur. Anwar var á miðvikudag op- inberlega beðinn afsökunar og hlaut ótilgreindar skaðabætur fyrir barsmíðar og þjáningar sem hann varð fyrir af hendi þá- verandi lögreglustjóra eftir að hafa verið handtekinn árið 1998 vegna ásakanna um spillingu. Anwar hóf á mánudag einka- mál fyrir rétti þar sem hann krafðist afsökunarbeiðni og bóta frá ríkisstjórninni, fyrrum forsætisráðherranum Mahathir Mohamad og lögreglustjóran- um Abdul Rahim. Dómssátt varð milli Anwars og Rahim sem baðst afsökunar á framferði sínu. Anwar segist taka afsökunarbeiðninni og vonar að málið verði öðrum víti til varnaðar. Rahim sagði starfi sínu lausu árið 1999 eftir að hann játaði að hafa misst stjórn á skapi sínu og gengið í skrokk á Anwar og sat auk þess í fangelsi í tvo mánuði fyrir verknaðinn. Anwar barst hvorki afsökun- arbeiðni frá ríkisstjórninni né Mahathir en sagðist ánægður með þá sem hann fékk frá Ra- him. Hún hafi verið einlæg og sterk. Skilaboð hans til malas- ískra yfirvalda voru þessi: „Þetta land verður að virða og hlíta settum lögum, ekki lögum frumskógarins.“ Fagnar afsökun- arbeiðni KÍNVERSK börn sjást hér við fimleikaæfingar í íþróttaskóla í Anhui-héraði í austurhluta lands- ins. Nemendur skólans eru á aldr- inum fimm til ellefu ára og stunda æfingar í að minnsta kosti átta klukkustundir ádag. Að sögn skólans er ætlunin sú að börnin verði atvinnuíþróttamenn í fram- tíðinni. Reuters Íþróttamenn framtíðarinnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.