Morgunblaðið - 05.08.2005, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 05.08.2005, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. ÁGÚST 2005 17 ERLENT LIÐSFORINGI Osama bin Ladens, Ayman al-Zawahri, segir Breta mega búast við fleiri árásum á London vegna þeirrar utanríkisstefnu sem forsætisráðherrann, Tony Blair, reki og pólitískra ákvarðana hans. Þetta sagði hann á myndbandi sem sjón- varpsstöðin al-Jazeera birti í gær. „Blair hefur leitt mikla eyðileggingu yfir miðborg London og ef Guð lofar mun hann kalla meira af slíku yfir ykkur,“ sagði hann. Blair hefur ítrekað neitað því að ut- anríkisstefna sín hafi nokkuð að gera með árásirnar 7. júlí síðastliðinn, sem urðu 56 manns að bana. Segir hann hryðjuverkamenn nota innrásina á Írak sem átyllu til að réttlæta árásir sínar. Í síðustu myndskilaboðum sem al- Zawahri sendi frá sér sagði hann múslíma ekki geta treyst á friðsamleg mótmæli, heldur þurfi þeir einnig að beita ofbeldi. Viðkvæmar upplýsingar Ray Kelly, lögreglustjóri New York borgar, kynnti í gær niðurstöð- ur rannsóknar sinna manna í London á árásunum 7. júlí. Sagði hann árásarmennina hafa notast við sprengiefni sem kallist HMDT, en þar er peroxíð grunnefnið. Kelly segir að hægt sé að búa til slíkt sprengiefni úr hversdagslegum hlut- um á borð við hárbleikiefni, rotvarn- arefni og hitatöflum sem notaðar séu til að hita mat í hernaði. „Uppskrift að sprengju er því mið- Al-Qaeda segir Breta mega búast við fleiri árásum Mestu örygg- isráðstafanir frá lokum síðari heimsstyrjaldar í London AP Þeim hefur fækkað nokkuð sem ferðast með jarðlestakerfinu í London frá því að sprengiárásirnar voru gerðar þar í júlí. Þeir sem þó notast við lestarnar voru margir kvíðnir er þeir stigu um borð í þær í gær. reglulið. „Allar sveitirnar unnu sam- an og voru lögreglumenn í eftirlits- ferðum við lestastöðvarnar og í jarðlestunum sjálfum.“ Færri ferðast með lestum Fjöldi farþega í jarðlestakerfi Lundúna hefur minnkað um liðlega þriðjung um helgar frá því að árás- irnar voru gerðar í síðasta mánuði. Um 5-15% færri farþegar ferðast með lestunum á virkum dögum. Fækk- unina má þó líklega að einhverju leyti rekja til þess að samgöngur hafa ekki verið með eðlilegum hætti og var það fyrst í gær sem allar jarðlestarstöðv- arnar voru opnar frá því árásirnar 7. júlí voru gerðar. Eftir Jóhönnu Sesselju Erludóttur jse@mbl.is ur jafnaðgengileg á Netinu og upp- skrift að kjötbúðingi,“ sagði hann. Lögregluyfirvöld í London voru óhress með að Kelly skyldi opinbera þessar upplýsingar því þau vildu halda þeim leyndum þar til rannsókn málsins væri á lokastigi. Í fyrstu var talið að sprengiefnið hefði verið fengið frá hernum en Kelly segir öllu líklegra að „hryðjuverka- mennirnir hafi fengið hráefnin í sprengjurnar í næstu járnvöru- eða snyrtivöruverslun“. Allir á vaktinni Þeir sem ferðuðust með strætis- vögnum og jarðlestum í London í gær bitu á jaxlinn, ríghéldu í töskur sínar og vonuðu að hryðjuverkamenn létu vera að ráðast á borgina. Í gær voru fjórar vikur frá árásunum 7. júlí og tvær vikur frá misheppnaðri sprengjuárás 21. júlí. Fjölmennt lögreglulið var á ferð um borgina, sumir lögreglumenn voru vopnaðir og margir í skærlitum jökkum, til að róa borgarbúa og aftra hryðjuverkamönnum frá því að end- urtaka hörmungar síðastliðinna vikna. Um sex þúsund lögregluþjónar voru á vakt og er þetta mesta örygg- isráðstöfun í London frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Andy Trotter, að- stoðarlögreglustjóri í London, sagði þetta stóran dag fyrir breskt lög- London. AFP. | Bretar verða að draga herlið sitt frá Írak til þess að koma í veg fyrir fleiri hryðju- verka- árásir. Þetta kem- ur fram í pistli sem Ken Liv- ingstone, borg- arstjóri í London, ritaði í breskt dagblað í gær. Kom fram í máli hans að Bretar þyrftu að styðja við bakið á lögreglunni, koma fram við múslíma af virðingu og hætta hernaði í Írak til að „gera okkur öll öruggari“. „Þetta er allt saman tengt,“ skrifar hann. „Lík- urnar á því að hryðjuverka- árásirnar í London séu í beinum tengslum við hersetu okkar í Írak eru nú hafnar yfir allan grun. Hefði inn- rásin í Írak verið réttlæt- anleg væri hægt að halda því fram að við þyrftum að bera þennan fórnarkostnað til að ná fram markmiðum okkar þar.“ Borgarstjórinn hefur staðfastlega mótmælt innrás- inni í Írak frá því hún var gerð í mars 2003 undir for- ystu Bandaríkjamanna. Einnig brýndi Livingstone fyrir löndum sínum mik- ilvægi þess að allir nytu sömu virðingar innan bresks samfélags, hvaða þjóðfélags- hópi sem þeir tilheyri. Öðru- vísi nái Bretar aldrei sam- stöðu í baráttunni gegn hryðjuverkum. Bretar dragi herlið frá Írak Ken Livingstone

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.