Morgunblaðið - 05.08.2005, Page 20
20 FÖSTUDAGUR 5. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNSTAÐUR
AUSTURLAND
LANDIÐ
Stöðvarfjörður | Loðnuvinnslan á
Fáskrúðsfirði hefur keypt 500 tonna
kvóta af Samherja, en Samherji hætt-
ir allri starfsemi á Stöðvarfirði 1.
október nk. Samherji hefur ennfrem-
ur boðist til að taka þátt í akstri fyrir
fyrrverandi starfsmenn félagsins á
Stöðvarfirði sem vilja vinna á Fá-
skrúðsfirði. Þá hefur Samherji boðist
til að leggja fram allt að 20 milljónum
króna til uppbyggingar smærri fyr-
irtækja á Stöðvarfirði.
Fiskvinnslu hætt hjá
Samherja 1. október
Samherji tilkynnti í vor að fyrir-
tækið ætlaði að gera breytingar á
landvinnslu Samherja á Stöðvarfirði
sem jafnvel gætu falið í sér brotthvarf
fyrirtækisins úr byggðarlaginu. Nið-
urstaðan varð sú að fyrirtækið hættir
allri starfsemi á Stöðvarfirði 1. októ-
ber. Engin vinnsla hefur verið í fisk-
vinnsluhúsinu frá því í lok júní og seg-
ir Hrafnhildur Ír Víglundsdóttir,
upplýsinga- og kynningarstjóri hjá
Austurbyggð, að óljóst sé hvort ein-
hver starfsemi hefjist aftur að loknu
sumarleyfi. Það ráðist m.a. af afla-
brögðum.
Um 40 manns hafa starfað hjá
Samherja á Stöðvarfirði, meirihluti
konur. Hrafnhildur sagði að sumir
væru búnir að fá vinnu hjá Loðnu-
vinnslunni á Fáskrúðsfirði og ein-
hverjir hefðu fengið vinnu á Reyðar-
firði.
Sveitarstjórn Austurbyggðar fól
Þróunarfélagi Austurlands að fara yf-
ir atvinnumál Stöðfirðinga og gera til-
lögur að nauðsynlegum aðgerðum.
Félaginu var einnig falið að kanna
hvort aðkoma Byggðastofnunar og
annarra opinberra stofnana að málinu
kæmi til greina. Auk þessa skipaði
sveitarstjórn samráðshóp til ráðgjaf-
ar þeim sem að málinu koma og ósk-
aði sérstaklega eftir því við Samherja
að þeir myndu leggja til vinnu og fjár-
magn til verkefnisins.
Ekkert fast í hendi
Hrafnhildur sagði að unnið væri að
því að fjölga atvinnutækifærum á
Stöðvarfirði. Öll verkefni og hug-
myndir færu til skoðunar hjá Rekstr-
arráðgjöf Norðurlands sem mæti
hvort um raunhæfar hugmyndir væri
að ræða. Hún sagði að meðal þess
sem væri verið að skoða væri þjón-
usta við álverið sem hægt væri að
vinna frá Stöðvarfirði og ýmiskonar
smáiðnaður og handverk. „Við erum
ekki með neitt fast í hendi, enn sem
komið er,“ sagði Hrafnhildur.
Hrafnhildur sagði að til skoðunar
væru hugmyndir um nýtingu á fisk-
vinnsluhúsinu á Stöðvarfirði, en ef
þar ætti að vinna fisk yrði að vera
kvóti til staðar. Hins vegar hefði
Loðnuvinnslan á Fáskrúðsfirði keypt
500 tonna kvóta, í þorskígildum talið,
af Samherja. Hann færi hins vegar
nær örugglega til vinnslu á Fáskrúðs-
firði en ekki Stöðvarfirði. Þá hefði
Samherji lofað að leggja fram allt að
20 milljónir til að styrkja atvinnulíf á
Stöðvarfirði. Þar væri verið að tala
um að hlutafé eða húsnæði. Þátttaka
Samherja væri bundin því skilyrði að
um lífvænlegan rekstur væri að ræða,
en ekki er skilyrði að um fiskvinnslu
sé að ræða.
Upplýsingar um atvinnurekstur á
Stöðvarfirði er að finna á heimasíðu
Austurbyggðar. Fyrirtæki eru hvött
til að kynna sér það sem Stöðvarfjörð-
ur hefur upp á að bjóða. „Kannanir
hafa sýnt að á Stöðvarfirði er traust
og gott vinnuafl sem mikill ávinning-
ur er fyrir fyrirtæki að hafa aðgang
að. Þar er einnig talsvert af atvinnu-
húsnæði til sölu eða leigu á hagstæð-
um kjörum,“ segir á heimasíðunni.
Loðnuvinnslan hef-
ur keypt 500 tonna
kvóta af Samherja
Áfram óvissa í atvinnumálum Stöð-
firðinga, en frystihúsinu lokað 1. okt.
Eftir Egil Ólafsson
egol@mbl.is
TENGLAR
..............................................
www.austurbyggd.is
STERKUSTU menn landsins keppa
um titilinn Austfjarðatröllið þessa
dagana víðs vegar um Austurland, en
keppninni lýkur á morgun. Magnús
Ver Magnússon, sem fjórum sinnum
hefur sigrað keppnina um sterkasta
mann heims, sér að mestu um skipu-
lagningu keppninnar í ár og ætlar
hann að stækka hana og gera að
meiri viðburði en verið hefur. Magn-
ús hefur verið annar mótshaldara
Vestfjarðavíkingsins og aðspurður
segir hann fyrirmyndina fengna það-
an.
Sjö keppendur eru skráðir til leiks
og segir Magnús að flestir sterkustu
kappar landsins verði með. Hann
nefnir þó að tveir af þeim bestu,
Magnús H. Magnússon og Georg Ög-
mundsson, verði í Noregi um helgina
í keppninni um sterkasta mann Norð-
urlanda. „Þessi mannskapur hefur
ekki verið í þessu móti áður,“ segir
Magnús. „Þetta hefur verið annarrar
deildar mót hingað til en nú erum við
búnir að færa þetta upp um flokk.
Þetta verður eitt af aðalmótunum.“
Magnús segir að í hópnum sé mjög
efnilegur 19 ára kappi, Stefán Sölvi
Pétursson, en Magnús er líka sjálfur
með. Aðspurður segir hann að auðvit-
að sé alltaf stefnt að sigri. Magnús
hefur verið lengst í greininni af þátt-
takendum og kveðst stundum verða
þreyttur á þessu. „En maður hefur
ennþá gaman af þessu, það skiptir
öllu máli,“ segir hann. „Ég hef samt
ekki náð að undirbúa mig sem skyldi
fyrir þetta. Eftir Vestfjarðavíkinginn
hef ég aðallega verið erlendis.“
Súluglíma meðal keppnisgreina
Magnús segir að góð stemmning
hafi verið fyrir mótið og að sveit-
arfélögin fyrir austan hafi verið mjög
jákvæð. Keppnin hófst á Vopnafirði í
gær en lýkur á Breiðdalsvík á morg-
un. Aðrir keppnisstaðir eru Egils-
staðir, Seyðisfjörður, Fárskrúðs-
fjörður og Stöðvarfjörður.
Fyrirtæki hafa í gegnum tíðina
styrkt keppnir af þessu tagi og í ár er
auglýsingum hagað þannig að auglýs-
endur kaupa vissar keppnisgreinar.
Súludansstaðurinn Goldfinger styrk-
ir að þessu sinni eina grein. Hún
nefnist súluglíma og felst í því að
keppendur hafa súlu á milli sín og
reyna að ýta hver öðrum út úr hring.
Aðrar greinar eru til að mynda
trukkadráttur, silfurdollararétt-
stöðulyfta og Herkúleshald, sem
keppt verður í á nýja snjóflóðavarn-
argarðinum á Seyðisfirði. Fyrirmynd
þeirrar greinar er sagan af Herkú-
lesi, þar sem hann stóð milli tveggja
hesta og hélt aftur af þeim.
Verðlaunin eru verðlaunagripir frá
Álfasteini auk peningaverðlauna.
Mesti heiðurinn hlýtur þó að felast í
titlinum sjálfum og búast má við að
íslensku tröllin gefi Herkúlesi eða
öðrum kraftajötnum ekkert eftir.
Keppninni um Austfjarðatröllið lýkur á morgun
Viðameiri og sterkari
keppni en áður
Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson
Árið 2002 var meðal annars keppt í víkingaglímu.
Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson
Keppendur takast á við ýmsar greinar, sem ekki eru á færi allra.
Eftir Hrund Þórsdóttur
hrund@mbl.is
Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson
Sigldu um á fyndnasta bátnum
Flúðir | Báturinn „Síðasta sauð-
kindin úr hreppnum“ vann sæmd-
arheitið Fyndnasti báturinn á Ið-
andi dögum sem haldnir voru um
síðustu helgi. Það voru Einar,
Daði og Hjörleifur sem sigldu á
bátnum og eins og sjá má
skemmtu þeir sér vel á sigling-
unni. Þetta var í 17. skiptið sem
furðubátakeppnin fór fram.
Keppnin var hluti af dagskrár-
atriðum á Iðandi dögum á Flúð-
um, en talið er að á milli þrjú til
fjögur þúsund manns hafi sótt
staðinn heim þegar flest var. Að
sögn Árna Þórs Hilmarssonar
framkvæmdastjóra samkomunnar
tókst vel til og naut fólk góðviðris
þó stöku sinnum rigndi lítillega í
logni.
Grundarfjörður |
Það var Hildur
Sæmundsdóttir
ljósmóðir við
Heilsugæslustöð-
ina sem brá sér í
gær upp í stór-
eflis vélskóflu til
þess að taka
fyrstu skóflu-
stungan að 170
fermetra stækk-
un leikskólans í
Grundarfirði.
Auk þess að
koma við sögu
allra nýfæddra
barna í Grund-
arfirði var Hildur
á sínum tíma
hvatamaður að
því að leikskóli reis í Grundarfirði
en það var árið 1979 sem leikskól-
inn Sólvellir tók til starfa. Einu
sinni áður hefur verið byggt við
leikskólann, það var 1992 sem sú
viðbygging var tekin í notkun. Að
loknum þeim framkvæmdum sem
nú eru að hefjast verður leikskól-
inn 440 fermetrar að stærð. Að
sögn Sigríðar Pálsdóttur leik-
skólastjóra mun þessar fram-
kvæmdir koma til með valda nokk-
urri röskun á starfseminni næsta
vetur, en vonaðist hún til þess að
því yrði mætt með skilningi þar sem
miklar úrbætur væru í vændum. Að
sögn Sigríðar voru 54 börn í leik-
skólanum sl. vetur.
Það er Trésmiðja Guðmundar
Friðrikssonar hf. í Grundarfirði sem
annast framkvæmdir við stækkun
leikskólans og hljóðaði tilboð í verk-
ið upp á rúmlega 51 milljón króna.
Auk viðbyggingar verður gerð
breyting á elsta hluta leikskólans á
eldhúsi, starfsmannaaðstöðu og rými
yngri deildar. Framkvæmdum á að
vera lokið í júní 2006.
Morgunblaðið/Gunnar Kristjánsson
Hildur Sæmundsdóttir tekur sig fagmannlega út á gröfu.
Ljósmóðir á gröfu
Strandir | Fulltrúum Stranda-
galdurs hefur verið boðið að taka
þátt í galdraráðstefnu í Finn-
mörku í Noregi síðar í mánuðinum.
Ráðstefnan verður haldin í bænum
Vardö sem er austasti bær Nor-
egs. Heimamenn hafa áhuga á að
kynna sér verkefni Strandagald-
urs og koma upp svipuðu verkefni
þar um slóðir og unnið hefur verið
að á Ströndum undanfarin ár.
Sigurður Atlason og Ólafur
Ingimundarson fara út og kynna
verkefnið. Haft er eftir þeim fé-
lögum á vefnum www.strandir.is
að á sínum tíma hafi íbúar Vardö
og nágrennis orðið harkalega fyrir
galdraofsóknum, en um 30 manns
voru brenndir þar á báli á 17. öld.
Íbúar voru þá einungis á milli 200
og 300, svo það hefur verið veruleg
blóðtaka fyrir ekki stærra sam-
félag.
Undanfarin ár hefur Hexeria as
sem er ferðaskrifstofa í Vardö og
hefur sérhæft sig í ævintýraferð-
um um héraðið skipulagt ráðstefnu
um galdra hvert haust með full-
tingi kunnra fræðimanna á því
sviði í Noregi.
Galdramönnum boðið á ráðstefnu