Morgunblaðið - 05.08.2005, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 05.08.2005, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. ÁGÚST 2005 21 MENNING ÚTI fyrir ónefndri eyju á Breiðafirð- inum er blaðamaður Morgunblaðsins staddur um borð í Hafrúnu I með ekki ómerkari manni en Guðmundi Páli Ólafssyni, rithöfundi, nátt- úrufræðingi, ljósmyndara og nátt- úruverndara. Við fylgjumst með haf- erni sem situr makindalega á klettsbrún og kippir sér ekkert upp við mannfólkið sem starir á hann. Seinna siglum við upp að annarri ónefndri eyju þar sem hópur lunda hefur komið sér vel fyrir. „Ég held að fuglar hafi fegurð- arskyn, því þeir velja sér alltaf svo fallega staði,“ segir Guðmundur. Blaðamaður kinkar kolli og svo er haldið áfram að dást að lundunum. Guðmundur hefur búið ásamt eig- inkonu sinni, Ingunni K. Jak- obsdóttur, í Stykkishólmi síðastliðin fjórtán ár en einnig eiga þau gamla kaupfélagshúsið í Flatey þar sem þau dvelja á sumrin. Blaðamaður heimsótti Guðmund í Flatey í vikunni, sigldi með honum um Breiðafjörðinn og ræddi við hann um nýútkomna bók hans, Fuglar í náttúru Íslands. Síðustu tvö árin hefur Guðmundur unnið að bókinni en fyrir átján árum kom út annað svipað rit með sama titli. Að sögn Guðmundar er nýja bókin allt önnur bók sem þó er unnin út frá hugsun og aðferðafræði þeirr- ar eldri. Inn í fróðleik um íslenska varp- fugla eru fléttuð ljóð og þjóðsögur á fræðandi, athyglisverðan og aðgengi- legan máta fyrir almenning. Ef söngurinn þagnar Í bókinni er að finna lýsingu á öll- um 74 tegundum íslenskra varpfugla í máli og myndum í stafrófsröð. Fjölda fallegra ljósmynda, eftir Guð- mund og fleiri, af fuglum að störfum og í djúpum samskiptum er að finna í ritinu ásamt fuglateikningum, heim- skortum sem sýna útbreiðslu teg- undar og skýringarmyndum er nefn- ast árhringir en þar eru öll helstu störf tegundarinnar, til dæmis: varp, farflug og fjaðraskipti, tímasett. Þá eru ítarlegir kaflar um fargesti, flæk- inga og umhverfi fuglanna ásamt kafla, sem nefnist Ef söngurinn þagnar, þar sem Guðmundur fjallar um þær hættur sem steðjað geta að fuglalífi landsins. Sömu ritröð og Fuglar í náttúru Íslands tilheyra fyrri bækur Guð- mundar; Perlur í náttúru Íslands, Ströndin í náttúru Íslands og Há- lendið í náttúru Íslands. Hefurðu áhuga á að skrifa um flestallt sem náttúrunni viðkemur, þessar bækur spanna mjög vítt svið? „Já, sviðið er vítt en samt sem áður afmarkað. Verkin eru heillandi meðal annars vegna þess hvað þau eru yf- irgripsmikil og til að ná utan um efn- ið þarf gríðarlega vinnu og búa yfir þekkingu á náttúrunni og mannkyns- sögu,“ útskýrir Guðmundur. „Ég veit ekki til að fuglabækur hafi verið unn- ar á þennan hátt áður, alla vega ekki hér á landi. Markmiðið er að sýna heilsteypta mynd af fuglum. Hvað vil ég vita um þá, hvaða áhrif hafa þeir á fólk og menningu? Hvernig lifa þeir og hver er saga þeirra? Þessu reyni ég að svara og ég hef valið þann frá- sagnarmáta að sýna fram á tengsl milli mannlegra kennda og fugla. Það er ekki hægt að setja samasemmerki þarna á milli en það er hægt að skynja væntumþykju á milli foreldra og ungviðis, á milli hjóna og einnig er hægt að skynja rifrildi.“ Ef ég væri músarrindill Guðmundur segir greinilegt að samskiptamáti fugla sé flókinn. Þeir tjái sig þó stöðugt líkt og mannfólkið og séu tilfinningaverur. „Tilvera fugla byggist á tilfinn- ingum og tilfinning er skynjun. Fugl hefur tilfinningu fyrir því að hætta sé á ferðum á meðan við höfum rök- hyggju og þykjumst vera djúphygð. Það skiptir okkur máli að vita hvað fuglar hafast að og bókin segir frá því.“ Hefurðu náð tengslum við fuglana? „Ekki persónulegum tengslum en samt sem áður tengslum. Það fer eft- ir hverjum og einum hvernig hann skynjar fugla,“ segir Guðmundur. „Helstu tengslin sem ég næ við villta fugla er þegar ég ljósmynda þá. Í fyrra fór ég í Ásbyrgi því ég hafði frétt af músarrindlum sem þar voru. Ég gekk að tjörninni á staðnum og hugsaði með mér að ef ég væri mús- arrindill þá myndi ég velja mér stað þar til að dvelja á. Ég settist niður og beið í hálftíma en sá enga músar- rindla. Þá sagði ég sem svo við sjálf- an mig að nú hefði bogalistin brugð- ist. En eftir stutta stund kemur músarrindill og flestir voru þeir fjór- ir í kringum mig í einu.“ Guðmundur segir áhuga fólks á fuglaskoðun hafa aukist og hann tel- ur skipta verulegu máli að upplýsa og fræða almenning. Þar vonar hann að bækurnar hjálpi til og sýni fólki hversu spennandi fuglaskoðun í raun sé. „Hún er allt að því íþrótt og ég held að það væri stórkostlegt fyrir Íslendinga að verða fremstir þar í flokki því það er mannbætandi iðja að fylgjast með fuglum og spá í þeirra líf,“ lýsir hann. „Fuglaljósmyndurum hefur einnig fjölgað hér á landi og sú tegund ljós- mynda orðin að listgrein.“ Nú eru fuglaveiðar einnig vinsælar á Íslandi. „Já veiðar hafa sennilega aukist líka og ég held að margir veiðimenn gætu orðið góðir fuglaljósmyndarar. Svipuðum aðferðum er beitt í fugla- skoðun og á fuglaveiðum. Í báðum til- fellum er hægt að éta bráðina. Ljós- myndir verða þó að listaverkum sem lifa en það gerir bráðin aldrei. Ég held að það sé ekkert jafn spennandi og að fanga gott augnablik og eiga það, það er stórkostlegt,“ segir Guðmundur. Friðun fugla og náttúruvernd Íslendingar eru aftarlega á mer- inni þegar kemur að náttúruvernd að mati Guðmundar og telur hann að okkur hafi hrakað mikið á und- anförnum árum á meðan aðrar þjóðir heims auki verndina og stuðli að náttúruvakningu á meðal almenn- ings. „Við höfum því miður tekið úr sambandi allar helstu stofnanir landsins sem sinntu náttúruvernd og nú er ekki lengur til stofnun sem stendur undir því nafni og það er mikil niðurlæging,“ útskýrir hann. Hverjar eru hætturnar að þínu mati? „Í fyrsta lagi er það þessi gríð- arlega árátta í virkjanir og uppi- stöðulón, að sökkva grónu landi og breyta eðli fallvatna. Í öðru lagi er það gamla skurð- gröfuæðið, að framræsa mýrar og votlendi. Það er ekki aðeins skaðlegt fyrir fuglalíf heldur líka fyrir silungs- og laxár. Í þriðja lagi er það skógrækt sem er hömlulaus um þessar mundir og hefur því miður aldrei farið í um- hverfismat. Skógrækt gjörbreytir ís- lensku landslagi og landið verður nær óþekkjanlegt eftir 50 ár ef held- ur fram sem horfir. Hún breytir bú- svæðum mófugla verulega þó svo við fáum auðvitað einhverja skógarfugla í staðinn. Ástandið er reyndar mun skárra í laufskógum en í barr- skógum, meðal annars vegna þess að undirgróður er enginn í barrskógum. Í fjórða og síðasta lagi er það stíflugerð við sjóinn. Nú er í tísku að færa vegi niður í sjávarmál og stífla firði. Þetta eyðileggur mikilvægustu búsvæði fjölmargra vaðfugla og tug- ef ekki hundraða þúsunda fargesta.“ Hvað með friðun fugla í útrýming- arhættu, hvernig stöndum við okkur á því sviði? „Friðun fugla í útrýmingarhættu hefur batnað mikið. Sem dæmi hefur orðið mikil vakning vegna hafarn- arins og þar hefur almenningsálitið bjargað miklu. Fólk vill eiga þennan stórkostlega fugl, fá að sjá hann og fylgjast með honum dafna í friði. Al- þingi hefur bæði tekið virkan þátt í herferð gegn haferni og fálka svo að legið hefur við útrýmingu og Alþingi hefur því miður aldrei staðið undir því nafni að vernda íslenska náttúru. Þar hefur miklu fleira gerst til að spilla íslenskum náttúruauðæfum. Við höfum því miður átt mjög fáa talsmenn náttúruverndar. Menn tala stöðugt um nytjar en gleyma því að verndun er líka nýting. Við getum ekki talað um fuglavernd nema vernda landið og það er einnig nauð- synlegt að gera fleiri rannsóknir á þessu sviði, ekki bara á fuglum held- ur líka á hafinu í kringum okkur.“ Ekki hættur enn Guðmundur er ánægður með bók- ina og þegar blaðamann bar að garði í vikunni var hann að sjá verkið í fyrsta sinn í lokaútgáfu. Hann ákvað að láta ritið ekki frá sér fyrr en hann væri sáttur við það og segist hafa rembst eins og rjúpan við staurinn síðustu tvö árin til að búa til verk sem vonandi muni lifa um nokkurt skeið. „Ég vona að fólk sjái hana eins og ég, fjölbreytta og áhugaverða frá fyrstu til síðustu síðu,“ segir hann. Eftir að hafa dvalið hluta úr degi í Flatey og á siglingu um Breiðafjörð- inn er kominn tími til að snúa heim á leið. Fuglalífið, fegurðin og skemmti- legt mannlífið í eynni bíður næstu heimsóknar. Guðmundur er langt frá því að vera hættur ritstörfum og nú þegar er hann byrjaður á næstu bók um vatnið í náttúru Íslands. Vatnið er jú allt um kring í Flatey og ekki úr vegi að heimsækja þúsundþjalasmiðinn Guðmund þangað aftur þegar sú bók lítur dagsins ljós og hlusta á hann segja frá vatninu á eins skemmti- legan og fræðandi hátt og hann segir frá vinum sínum varpfuglunum. Bækur | Fuglar í náttúru Íslands komin út hjá Máli og menningu Haninn Ófeigur „stígur í væng“ við hænu. Orðtakið er tengt þessu háterni hana. Haförninn er í útrýmingahættu á Íslandi og er stofninn aðeins um 60 pör. „Ég held að fuglar hafi fegurðarskyn, því þeir velja sér alltaf svo fallega staði“ Eftir Völu Ósk Bergsveinsdóttur valaosk@mbl.is Morgunblaðið/Vala Ósk Guðmundur Páll Ólafsson í Flatey, þar sem fjölmargar af myndum bók- arinnar eru teknar. Fuglar í náttúru Íslands er fræð- andi og skemmtileg bók sem leyfir lesandanum að skyggnast inn í heim varpfugla landsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.