Morgunblaðið - 05.08.2005, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 05.08.2005, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. ÁGÚST 2005 23 DAGLEGT LÍF | MATARKISTAN          Sjávarréttasmakk var hápunktur brygg-juhátíðarinnar á Drangsnesi sem hald-in var nýlega. Það myndaðist fljótt bið- röð við borðið sem íbúar á Drangsnesi kepptust við að gera sem myndarlegast úr garði. Þarna voru ýmsir réttir sem ekki sjást dag- lega á borðum. Það eru líklega fáir sem grilla signa grásleppu á góðum sumardegi eða gæða sér á selabollum og súrum eggjum. Hinsvegar var ekki að sjá annað en gestir hátíðarinnar kynnu vel að meta kræsingarnar, margir fóru nokkrum sinnum í röðina til að næla sér í góðgæti og þó að börnin veigruðu sér við sumum réttunum þá kunni eldra fólkið svo sannarlega að meta þessa eldamennsku. Jenný Jensdóttir, oddviti á Drangsnesi, segir að það hafi verið fastur liður á Brygg- juhátíðinni að bjóða upp á sjávarréttasmakk en hugmyndin er upphaflega komin frá henni. „Fyrstu árin sáu Ingólfur Andrésson og fleiri um smakkið en hin síðari ár hefur Kven- félagið Snót séð um veisluhöldin. Hráefnið fáum við gefins frá sjómönnunum sem oftar en ekki eru eiginmenn kvenfélagskvenna. Grásleppuna verka sumar kvenfélagskonur sjálfar og taka frá á vorin til að eiga fyrir Bryggjuhátíðina. Selinn höfum við orðið að sækja að og nú í ár fengum við hann frá Broddanesi.“ Jenný segir að sjávarréttasmakkið hafi allt- af verið mjög vinsælt og sé aðalsmerki brygg- juhátíðarinnar. „Ef litið er til annarra sam- svarandi hátíða þá skerum við okkur úr með þessu uppátæki. Þessu fylgir að sjálfsögðu mikil vinna og vaxandi en þetta er gaman.“ Selabollurnar gerði Jenný en ár frá ári tek- ur uppskriftin breytingum og Jenný segir að aðferðin sé svipuð og þegar verið er að gera venjulegar kjötbollur. Hér koma svo uppskriftir að nokkrum rétt- um sem prýddu veisluborðið að þessu sinni. Ufsabollur Kristín Árnadóttir og fleiri gerðu bollur úr 20 kílóum af hakki. 1 kíló ufsahakk 1 laukur 4 msk hveiti 4 msk kartöflumjöl 2 egg mjólk eftir þörfum salt, pipar og aromat Steikt í olíu. Öllum hráefnum blandað saman og mótaðar litlar fiskibollur. Þær eru steiktar í olíu. Boll- urnar má frysta. Djúpsteikt keila Sigurmunda Ásbjörnsdóttir á heiðurinn að þessum rétti úr keilu sem borinn var á borð í sjávarréttasmakkinu. Keilan er flökuð, roðrifin og beinhreinsuð. Flökin eru krydduð með sítrónupipar og látin bíða einn sólarhring í kæli. Þá eru flök- in skorin í litla strimla sem dýft er í orlydeig og síðan í kryddaðan brauðrasp og að lokum eru flökin djúpsteikt. Orlydeig 3 dl pilsner 3 msk sykur 1 msk salt 1 tsk olía 1 egg 400 gr hveiti sítrónupipar hvítlaukskrydd Grafin keila Sigurmunda Ásbjörnsdóttir bauð gestum há- tíðarinnar upp á grafna keilu. Keilan er flökuð, og beinhreinsuð að mestu 4 msk sykur 1 msk salt 1 tsk pipar dill Sykri, pipar og salti blandað saman og síð- an stráð vel yfir flökin og síðan er flakið þakið með dilli.  HÁTÍÐ | Grilluð sigin grásleppa, selabollur, saltað selspik og súr egg Ufsabollur og keila Morgunblaðið/GRGKvenfélagskonurnar á Drangsnesi báru fram hinar ýmsu kræsingar. Borgarbörnin sem alin eru upp við pítsur og pítur ranghvolfdu í sér augunum þegar þau horfðu yfir girnilegt veisluborðið á bryggjuhátíðinni á Drangsnesi. Signi fiskurinn rann ljúflega of- an í Guðbjörgu R. Guðmundsdóttur og ufsabollurnar virtust gera stormandi lukku hjá smáfólkinu. Ufsabollur runnu ljúflega niður í ungviðið. Á fyrstihúsaplaninu ómaði harmonikkuleikur á meðan gestir gæddu sér á sjávarréttunum. gudbjorg@mbl.is „Grilluð grásleppa er hreinasta lostæti,“ sagði einn gesturinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.