Morgunblaðið - 05.08.2005, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. ÁGÚST 2005 25
allmargir sem dvelji í sveitinni á
sumrin en hafi ekki vetursetu.
„Maður gerir það kannski líka, ef
maður lifir. Þá kemur kemur
maður og fer með farfuglunum.“
Guðmundur hefur verið hrepp-
stjóri í Árneshreppi í bráðum 35
ár. „Ég er líklega með síðustu
hreppstjórum á landinu. Þetta er
nú ekki annasamt starf. Þetta
snýst aðallega um að stjórna
kosningum því hér býr almennt
mjög löghlýðið fólk.“
Guðmundur og Sólveig eiga sex
börn. „Þau eru öll farin burtu. Við
eigum líka 13 barnabörn. Það er
orðið heilt fótboltalið og meira en
það.“
Guðmundur og Sólveig ætla að
flytja vestur í Grundarfjörð, en
þrjú af börnum hans búa þar.
Guðmundur festi kaup á húsi þar
fyrir tveimur árum. „Ég vil held-
ur fara meðan maður getur staðið
í lappirnar. Ég hef stundum sagt
að ég vil frekar fara í lóðréttu
ástandi en láréttu,“ segir Guð-
mundur og brosir, en bætir svo al-
varlegur við: „Það er ekkert grín
að taka sig upp. Það er ekkert
skemmtiverk, en maður verður að
vera raunsær.“
um
ann
for-
inn
með
gaði
um
og
inn
uð-
dur
erið
með
inn
uð-
sé
n ég
fáu
r er
hafa
ann
erði
bú-
Þær
séu
ytur burt í haust
n maður
nsær“
Ljósmynd/Jón Guðbjörn Guðjónsson
uðmundur og kona hans, Sólveig Jóns-
EF EKKI væri vegna mikilla verð-
hækkana á fasteignum – einkum á
höfuðborgarsvæðinu – þá væri engin
verðbólga hér á landi. Vísitala neyslu-
verðs hækkaði á síðustu tólf mán-
uðum um 3,5 prósent. Ef við und-
anskiljum húsnæðisliðinn úr
verðbólgunni er engin verðbólga hér
á landi. Þannig er líka hin samræmda
verðlagsvísitala í Evrópu. Húsnæð-
isliðurinn er undanskilinn og því er
verðbólga hér á landi, mæld á þennan
kvarða, ekki til staðar.
Skiptar skoðanir eru um hvort taka
eigi hækkanir á eignaverði með í
þennan verðbólgureikning. Til eru
þeir sem álíta eðlilegra að við högum
okkur eins og flestar Evrópuþjóðir og
taka burtu húsnæðisþáttinn í verð-
lagsútreikningunum. Það er ljóst að
slíkt myndi hafa mikil áhrif. Væri það
gert mældist hér ekki teljandi verð-
bólga og raunar hrein verðhjöðnun á
köflum. Seðlabankinn sem fylgir stíf-
um verðbólgumarkmiðum hlyti þá
líka að haga vaxtaákvörðunum sínum
með öðrum hætti. Þess ber þó að geta
að ESB mun ætla að taka húsnæð-
isliðinn inn í sína samræmdu vísitölu.
Aðrir telja hins vegar að eðlilegra sé
að vísitalan mæli allar eignabreyt-
ingar, en ekki bara húsnæðisliðinn.
Það gefur augaleið að slíkt gæti haft í
för með sér gríðarlega stranga pen-
ingapólitík til dæmis við þær að-
stæður sem nú ríkja hér á landi.
Er stóriðjan bölvaldurinn?
Sú skoðun heyrist víða og er ekki
síst bergmáluð í stjórnmálaumræð-
unni, að vandi okkar við hagstjórnina
sé mikið innstreymi erlends fjár-
magns vegna stóriðjuframkvæmda.
Þetta fjármagn skapi innlenda
spennu, kalli yfir okkur verðhækkanir
og leiði til þess að Seðlabankinn
hækki vexti til þess að slá á verðlags-
hækkanir. Þetta er röng lýsing á
raunveruleikanum. Hingað streymir
sannarlega inn mikið erlent fjármagn.
Það eykur efnahagslega spennu og
ýtir undir þenslu. En langminnsti
hluti þessa stafar af umsvifum við
stóriðjuframkvæmdir. Ástæðurnar
eru fyrst og fremst aðrar. Undarlegt
er hversu hljótt hefur farið um þá
staðreynd. Kannski er það vegna þess
að ýmsum hentar að skella skuldinni á
stóriðjuframkvæmdirnar og að hinar
raunverulegu ástæður þenslunnar
eru margslungnari en klisju- og upp-
hrópunarkennd umræðan leyfir. Fyr-
ir nú utan það að hin rökréttu við-
brögð kalla á að stuggað sé við
pólitískum helgimyndum, sem ekki er
ýkja hentugt að allra dómi.
En skoðum nú staðreyndirnar:
Á vegum greiningardeildar Lands-
banka Íslands hefur verið unnið ákaf-
lega fróðlegt efni, sem varpar athygl-
isverðu ljósi á hina efnahagslegu
mynd hér á landi. Það sýnir að hið er-
lenda fjárstreymi hingað til lands
stafar bara að litlu leyti af stór-
iðjuframkvæmdunum. Aðrir þættir
eru gjörsamlega ráðandi. Ef við skoð-
um helstu atriðin á síðasta ári þá eru
þau þessi:
Nokkrir áhrifavaldar krón-
unnar
Lánaflæði hingað til lands
vegna samruna og yfirtaka í
fyrirtækjum 120 milljarðar kr.
Kaup útlendinga á íslenskum
skuldabréfum 75 milljarðar kr.
Stóriðja 17 milljarðar kr.
Það er ljóst að ýmsar atvinnugrein-
ar eru nú að gefa eftir, leggja upp
laupana, eða hætta tímabundið, vegna
hágengisins. Þannig tapast störf og
erfiðleikar verða í ýmsum byggðum
landsins, eins og við sjáum af dæm-
um. Af þeim tölum sem hér eru
dregnar fram er augljóst að þetta
stafar ekki af stóriðjunni. Aðrir miklu
stærri og mikilsverðari kraftar eru á
ferðinni.
Hvað veldur?
En hvað veldur þessu? Hvers
vegna streymir þetta erlenda fjár-
magn til landsins í svona miklum
ingar eru mestar og dýrastar á höf-
uðborgarsvæðinu. Þetta eykur því
enn á óréttlætið. Vaxtabæturnar eru
með öðrum orðum m.a. fjármagnaðar
af landsvæðum sem njóta þeirra lítt,
en þau bera síðan herkostnaðinn í
raun. Var það ekki álíka fyrirbrigði
sem menn kölluðu „sósíalisma and-
skotans“ í gamla daga?
Að minni beiðni tók Ríkisskatt-
stjóri saman töflu sem sýnir þetta
ástand í hnotskurn (sjá töflu).
Á töflunni sést þetta afskaplega
skýrt. Nær 80 prósent allra vaxtabót-
anna fer til Reykjavíkur og Reykja-
ness. Meðalbætur á framteljanda eru
150% hærri á höfuðborgarsvæðinu en
á Vestfjörðum og meðalbætur eru
50% hærri í Reykjavík og á Reykja-
nesi en á Vestfjörðum. Það á sér rök-
réttar skýringar. Hin dýru húsnæðis-
kaup framkalla hærri vaxtabætur, en
þar sem verðlag er lægra.
Millifærslur og
niðurgreiðslukerfi
Stóra myndin er með öðrum orðum
alveg augljós. Vaxtabótakerfið er ríf-
lega 5 milljarða niðurgreiðslu- og
millifærslukerfi, að hluta frá lands-
byggð á höfuðborgarsvæðið. Hin
gamla réttlæting kerfisins er hins
vegar algjörlega horfin, með lækk-
andi vöxtum og góðu aðgengi að
lánsfé. Það á hins vegar þátt í því að
hækka húsnæðisverðið og kemur því í
raun í bakið á húsnæðiskaupendum,
þegar upp er staðið; ekki síst á höf-
uðborgarsvæðinu. Og í ljósi þess að
það eru íbúðaverðhækkanirnar á höf-
uðborgarsvæðinu sem í raun skýra
verðbólguna og senda Seðlabank-
anum skilaboð um vaxtahækkanir er
augljóst að þarna er fullt tilefni til að-
gerða. Um þessar aðgerðir hlýtur að
vera hægt að skapa samstöðu; ekki að
vísu með þeim sem alltaf hugsa
skammt og hlaupa upp til handa og
fóta þegar þrýstihóparnir kveinka
sér. En aðrir, svo sem eins og þeir
sem krefjast aukins aðhalds í rík-
isfjármálum til þess að styðja við pen-
ingamálastefnu Seðlabankans, hljóta
að vera tilbúnir til slíkra verka.
Vel má hins vegar hugsa sér að
kerfinu sé viðhaldið í einhverri mynd
og ef til vill tímabundið fyrir mjög af-
markaðan hóp sem hefur hlutfallslega
mikla vaxtabyrði og er með lágar
tekjur. Og til þess ennfremur að
koma til móts við hin upphaflegu
markmið um vaxtabætur og styðja við
fólk í húnsæðiskaupahugleiðingum
mætti einnig hugsa sér að efna í
sparnaðarreikninga, sem bundnir
væru og leiddu ekki til efnahags-
legrar þenslu, sem nú er að rústa fyr-
irtækjum og stífla nýsköpun um land
allt.
Þolir ekki bið
Þetta er brýnt mál og þolir ekki bið.
Stöðugar fréttir af uppsögnum í út-
flutningsgreinum sýna okkur alvöru
málsins. Við eigum að taka þá á orð-
inu sem krefjast aukins aðhalds í rík-
isfjármálum, afnema þá tímaskekkju
sem 5 milljarða niðurgreiðsla á lánsfé
er og stuðla þannig að betra rekstr-
arumhverfi fyrir útflutningsgrein-
arnar okkar og atvinnulífið allt til
lengri tíma.
ar fólki svigrúm til þess að kaupa
stærri og meiri eignir en áður og geta
greitt fyrir þær hærra verð. Fyrir
vikið verður umframeftirspurn. Það
eru nógir um að taka lánin og til þess
að koma á viðskiptum og eignast hús-
næði að vild, hækka menn einfaldlega
verðið. Svona gerast kaupin á þessari
eyri. Og þannig virkar markaðurinn,
uns hann leitar aftur jafnvægis.
39% hækkun fasteignaverðs
á höfuðborgarsvæðinu
Afleiðinguna sjáum við síðan. Hús-
næðisverðið – einkum á höfuðborg-
arsvæðinu – hefur þotið upp. Verð á
húseignum þar hefur hækkað um 39
prósent á síðustu 12 mánuðum. Sem
betur fer hefur húsnæðisverð einnig
hækkað úti á landi; mismikið þó, en
víðast hvar eitthvað. Ætli ekki láti
nærri að verðmætisaukningin ein í
húsnæði á einu ári nemi upphæð sem
stappar nærri landsframleiðslunni.
Þetta skapar mikil
auðsáhrif, býr til nýtt
veðrými og gefur tæki-
færi til aukinnar
skuldasöfnunar, sem
með einum eða öðrum
hætti endar úti í neysl-
unni og knýr upp verð-
bólgu og viðskiptahalla.
Á sama tíma og þetta
ástand varir, við-
höldum við vaxtabóta-
kerfi, sem í raun bætir
gráu ofan á svart. Eitt
og sér veldur það ekki
ójafnvæginu, en það ýt-
ir undir það og vinnur
því gegn efnahags-
stjórninni og mark-
miðum hennar. Við er-
um nefnilega að niðurgreiða
lánsfjármagnið með vaxtabótum frá
ríkinu. Til þess arna verjum við rífum
5 milljörðum króna af skattfé almenn-
ings. Með þessu ýtum við undir lán-
tökur, stuðlum að neyslukapphlaup-
inu og eigum þannig beinan þátt í
vaxtahækkunum Seðlabankans, sem
aftur valda gengishækkunum með til-
heyrandi vandræðum hjá útflutnings-
greinunum; burðarásum atvinnulífs-
ins úti á landsbyggðinni. Þetta er
auðvitað gjörsamlega galið fyr-
irkomulag og stríðir gegn heilbrigðri
skynsemi við þær efnahagsaðstæður
sem nú ríkja.
Það má í raun segja að landsbyggð-
arfólkið fái á lúðurinn í tvennum
skilningi. Í fyrsta lagi með því að fá
ekki almennt notið þeirrar miklu
verðmætis- og eignaaukningar sem
húsnæðishækkunin er og í annan stað
með því að peningamálaaðgerðirnar
eiga rætur að rekja til húsnæðis-
verðþróunar á höfuðborgarsvæðinu,
en bitna hins vegar á landsbyggð-
arfólkinu meir og beinskeyttar en
öðrum.
Tilfærsla fjármagns
frá landsbyggðinni til
höfuðborgarsvæðisins
Og enn verður málið nöturlegra
þegar við skoðum hvernig þessar
vaxtabætur skiptast, eftir land-
svæðum. Ekkert þarf að koma þar á
óvart. Þetta eru bætur, sem borgaðar
eru af skattborgurum um land allt, en
koma fyrst og fremst til góða á höf-
uðborgarsvæðinu. Skýrist það meðal
annars af því að fasteignafjárfest-
mæli? Svarið getur verið margþætt,
en aðalatriðið liggur í augum uppi.
Seðlabankinn er að reyna að bregðast
við þenslu og verðbólguhættu, með
því að beita þeim einu tækjum sem
honum eru tiltæk. Hann hækkar
vexti, til þess að þrengja að neyslu og
draga úr eftirspurn hér á landi. Þetta
er gríðarlega sársaukafull aðgerð og
hefur miklar afleiðingar í för með sér.
Hærri vextir þrýsta upp genginu. Það
er mikil freisting til þess að komast
framhjá áhrifunum með því að sækja
sér lánsfjármagn erlendis á lágum
vöxtum og flytja það inn í
landið. Menn verða sér
úti um góða ávöxtun,
með kaupum á íslenskum
skuldabréfum, sem bera
tiltölulega háa vexti og
eru þess utan vel tryggð;
mörg jafnvel ríkistryggð.
Sömu sögu er að segja
um fjármögnun á fjár-
festingum í atvinnulífinu.
Erlent lánsfé er ódýrara
en innlent og menn leita
ávöxtunar á því með fjár-
festingum í atvinnulífinu,
sem hefur verið sérlega
ábatasamt á mörgum
sviðum, eins og kunnugt
er.
Þannig vegast þessir
kraftar á. Seðlabankanum er gert
með lögum að fylgja tilteknu mark-
miði um verðbólgu. Við þær aðstæður
sem nú ríkja hafa þessar aðgerðir
mjög alvarlegar afleiðingar í för með
sér. Störfum í útflutnings- og sam-
keppnisgreinum fækkar og þau land-
svæði, sem til að mynda byggja af-
komu sína á sjávarútvegi, blæða og
bera herkostnaðinn.
Hvað ber að gera?
En er eitthvað til ráða? – Svarið er
já. Við getum beitt aðgerðum sem
lækka verðbólgu, gera þar með hinar
miklu vaxtahækkanir Seðlabankans
óþarfar og mæta jafnframt þeirri
kröfu sem hljómar nú um allt, frá fjár-
málastofnunum til Alþýðusambands-
ins (ASÍ), um aukið aðhald í ríkisfjár-
málum. Þetta skal nú rökstutt frekar.
Ástæða þess að Seðlabankinn neyð-
ist til svo harkalegra aðhaldsaðgerða
sem raun ber vitni um, er verðbólgan
eins og hún mælist núna. Hún hefur
verið umfram þau markmið sem við
höfum sett okkur og kjarasamningar
eru meðal annars reistir á. En verð-
bólgan er núna nær algjörlega borin
uppi af hækkandi húsnæðiskostnaði.
Hefur Seðlabankinn fært sannfær-
andi rök fyrir því að hækkun húsnæð-
isverðs sé leiðandi vísbending um
verðbólgu. Vaxandi spurn eftir vinnu-
afli til byggingarstarfsemi og hreinn
skortur á fólki styður þetta ótvírætt.
Ástæður verðhækkananna rekja sér-
fróðir fyrst og fremst til þess að að-
gengi manna að fjármagni hefur batn-
að mikið. Menn fá meiri lán en áður
og á miklu lægri vöxtum. Þetta skap-
Afnemum vaxtabótakerfið í
þágu atvinnuöryggis
Eftir Einar K.
Guðfinnsson
’Vaxtabótakerfið erríflega 5 milljarða nið-
urgreiðslu- og milli-
færslukerfi, að hluta
frá landsbyggð á höf-
uðborgarsvæðið.‘
Höfundur er þingflokksformaður
Sjálfstæðisflokksins.
Einar K.
Guðfinnsson
dag frá degi. Í fyrradag höfðu verið
r um 17.000 aðgöngumiðar. Mótshald-
búast við að á sunnudaginn verði gestir
0.000.
gskráin í dag hefst með undankeppni í
angi kl. 8 og yfirlitssýning kynbóta-
a hefst á hádegi. Dagskránni lýkur með
m fljúgandi skeiði.
r sem keppa til úrslita í fimmgangi eru:
slit: 1. Styrmir Árnason, Íslandi, á Hlyni
Kjarnholtum, 7,43 2. Julie Christiansen,
mörku, á Ljósvaka frá Akureyri, 7,40.
4. Vignir Jónasson, Íslandi á Hrannari
Svada-Kol-Kir, 7,10.
4. Vicky Eggertsson, Þýskalandi, á Kvik
Barghof, 7,10.
Nils C. Larsen, Noregi, á Ási frá Jor,
B-úrslit: 6. Frauke Schenzel, Þýska-
á Næpu vom Kronshof, 6,90. 7. Fre-
Rydström, Svíþjóð, á Gesti frá Stallg-
n, 6,80. 8. Jaap Groven, Hollandi, á
teini frá Skáney, 6,73. 9. Nicola Berg-
Kankaala, Finnlandi, á Bruna frá Súlu-
6,70. 10. Elke Schäfer, Austurríki, á
frá Minni-Borg, 6,67. 10. Elin Joh-
n, Noregi, á Hug frá Stóra-Hofi, 6,67.
éttir af HM 2005 birtast einnig á
mbl.is/mm/sport/hestar og öll úrslit má
á vefsíðu mótsins á www.icelandic-
2005.se .
ftir for-
og tölti