Morgunblaðið - 05.08.2005, Page 26
26 FÖSTUDAGUR 5. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
F
yrir um hálfum mán-
uði kom út í Banda-
ríkjunum ný skáld-
saga eftir John
Irving. Hún heitir
Until I Find You. Líkt og fyrri
bækur Irvings (sem er áreið-
anlega enn frægastur fyrir The
World According to Garp, sem
kom út 1978) fór hún beina leið á
metsölulista The New York Tim-
es, og á sunnudaginn sat hún þar
í fjórða sæti. Þetta ætti að gleðja
Irving því að hann hefur lýst því
yfir að sér sé mikið í mun að eiga
sér lesendahóp, og hefur farið
hörðum orðum um það hversu
illa skáldsögur seljist í Banda-
ríkjunum.
Í viðtali við NYT 1989 sagði
hann meðal annars: „Ég hef lesið
það um sjálfan mig að það sé
ekki hægt að taka mig alvarlega
vegna þess að ég sé blygð-
unarlaus skemmtikraftur, leiti
vinsælda. Ég er það svo sann-
arlega. Mér finnst að ég geti ekki
talið [lesandanum] trú um neitt
ef ég fæ hann ekki til að ljúka
bókinni.“ Það er svo kannski í
samræmi við þessi orð Irvings að
hann hefur aldrei fengið nein
bókmenntaverðlaun, en aftur á
móti fékk hann Óskarsverðlaun
fyrir ekki löngu fyrir handritið að
myndinni The Cider House Ru-
les, sem gerð var eftir sam-
nefndri skáldsögu hans. Í öðru
viðtali, í veftímaritinu Salon 1997,
sagði Irving að sér væri slétt-
sama um álit gagnrýnenda – að-
alatriðið væri að eiga lesendahóp.
„Sem rithöfundur reyni ég allt-
af að hafa í huga skoðanir og
væntingar lesandans. En flestir
gagnrýnendur virðast ekki telja
að lesendurnir skipti miklu máli,“
sagði Irving við Sunday Times
1998. Sölutölur segi sér að les-
endur séu ánægðir með bæk-
urnar.
Af viðtölum við Irving má yf-
irleitt ráða að tilgangur hans með
því að skrifa skáldsögur sé fyrst
og fremst að ná til lesenda og að
hann geri hvað hann geti til að
þóknast þeim og fá þá til að lesa
bækurnar sínar. Og þeir sem
hafa lesið þær geta borið, að
hann er lunkinn við þetta. Sjálfur
hef ég ekki heillast jafn mikið af
nokkurri skáldsögu og Garp, og
setninguna úr The Fourth Hand,
sem vitnað er til hér að ofan, hef
ég kunnað utan að frá því að ég
las hana fyrst. Það er ekki nóg
með að hún sé falleg, þeir sem
hafa eignast börn vita líka hvað
hún er sönn.
Þótt af ýmsum orðum Irvings
megi ráða að markmið hans með
ritstörfunum sé að ná til lesenda
er málið áreiðanlega ekki svo ein-
falt, og hann hefur hvergi það ég
veit beinlínis svarað þeirri spurn-
ingu til hvers hann sé að skrifa.
En það hefur annar metsöluhöf-
undur, George Orwell, gert. Ein
af skemmtilegustu greinunum
eftir hann, frá 1947, ber einmitt
þennan titil: Af hverju ég er að
skrifa (Why I Write). Og eins og
við er að búast af Orwell eru
silkihanskarnir víðsfjarri. Undir
lok greinarinnar segir hann: „All-
ir rithöfundar eru hégómagjarn-
ir, sjálfselskir og latir, og hvað
fyrir þeim vakir er, þegar öllu er
á botninn hvolft, ráðgáta. […]
Maður myndi aldrei [skrifa bók]
nema maður sé knúinn áfram af
einhverjum skolla sem maður
hvorki fær staðist snúning né
skilið. Og það er ekki að vita
nema þessi skolli sé einfaldlega
sama hvötin og fær ungbörn til
að góla á athygli.“
Annars segist Orwell í grein-
inni telja að markmiðum rithöf-
unda megi skipta í fjóra meg-
inflokka. Fyrsta markmiðið sem
hann nefnir er „hreinn egóismi“,
þ.e., „löngun til að sýnast klár,
hljóta umtal og geta sér góðan
orðstír“. Það sé út í hött að neita
því að þetta geti verið markmið
rithöfunda, þvert á móti sé þetta
ríkt markmið. „Ég myndi segja
að alvarlegir rithöfundar séu yf-
irleitt hégómagjarnari og sjálf-
hverfari en blaðamenn, þótt þeir
hafi minni áhuga á peningum.“
Annað markmið sem Orwell
nefnir er fegurðarþrá. „Skynjun
á því fagra í umhverfinu, eða í
orðum og samröðun þeirra.
Ánægjan af samhljóm, afdrátt-
arleysi góðs texta eða hrynjand-
innar í góðri sögu.“ Fegurð-
armarkmiðið segir Orwell
reyndar hafa lítil áhrif á mjög
marga rithöfunda.
Þriðja markmiðið á rætur að
rekja til sagnfræðilegra hvata,
segir Orwell. „Löngun til að sjá
hlutina eins og þeir eru, komast
að staðreyndum og halda þeim til
haga.“ (Um þetta markmið hefur
Orwell ekki fleiri orð.)
Fjórða markmiðið er svo póli-
tískur tilgangur. „Löngunin til að
breyta heiminum og hafa áhrif á
hugmyndir fólks um það í hvern-
ig samfélagi það vilji lifa.“
Þrátt fyrir að líklega hafi aldr-
ei verið uppi jafn pólitískur rit-
höfundur og Orwell segir hann
sjálfur að að upplagi hafi hann
verið þannig gerður að þrjú
fyrstu markmiðin hafi verið
ríkjandi hjá sér. Aftur á móti hafi
hann lifað á þannig tímum að
pólitíkin hafi orðið ríkjandi.
Raunar telur hann að þótt upplag
ráði miklu um hvaða markmið
séu ríkjandi hjá rithöfundum séu
það þó á endanum tímarnir sem
þeir lifi á sem ráði úrslitum.
En hvað sem öðru líði hafi þó
alltaf vakað fyrst fyrir sér að ná
eyrum fólks: „Þegar ég sest nið-
ur til að skrifa bók segi ég ekki
við sjálfan mig: „Ég ætla að
skapa listaverk.“ Ég skrifa vegna
þess að það þarf að afhjúpa til-
tekna lygi, mig langar að vekja
athygli á tiltekinni staðreynd, og
til að byrja með er mér umhugað
um að ná eyrum fólks.“ Engu að
síður segir Orwell upprunann
sterkan í sér, og óhugsandi væri
að hann gæti skrifað bók eða
stutta grein ef það svalaði ekki
um leið fegurðarþránni í sér.
Niðurstaða Orwells er þó
þessi: „Og þegar ég lít til baka
yfir verk mín sé ég, að það var
iðulega þar sem mig skorti póli-
tískt markmið að ég skrifaði líf-
lausar bækur og lét freistast til
flúraðra málsgreina, merking-
arlausra setninga, nota lýsing-
arorð til skrauts og almenns
húmbúkks.“
Skálda-
tímar
„Það er fátt sem virðist jafn
ósnortið af bláköldum veruleikanum
og sofandi barn.“
VIÐHORF
Kristján G. Arngrímsson
kga@mbl.is
John Irving: The Fourth Hand.
DAPURLEGAR fréttir hafa bor-
ist þess efnis, að sum íslensk ung-
menni, sem áhuga hafi á námi í fram-
haldsskólum, fái ekki að læra. Í
fréttum Morgunblaðsins 30. júní sl.
kom fram, að stjórn-
völd leggi áherslu á „að
tryggja öllum nýnem-
um skólavist“ og það
hafi tekist að þessu
sinni. En hvað um þá
nemendur, sem hafa
ekki staðist próf, eða
vilja e.t.v. skipta um
skóla, og hvað um þá,
sem hafa hætt námi um
skeið, en vilja nú hefja
nám að nýju? Um mál-
efni þeirra verður
fjallað hér.
Ýmsir hafa bent á
brottfall nemenda í framhaldsskólum
og að nauðsynlegt sé að bregðast við
þeim vanda. Undir það skal tekið, en
um leið bent á, að til skamms tíma
hafa þeir getað hafið nám að nýju,
sem hætt hafa námi um skeið, m.a. af
fjárhagsástæðum, eftir því sem rann-
sóknir sýna. Ég þekki mörg dæmi
þess, að ungmenni, sem hafa skipt
um skóla, hafa náð betri tökum á eig-
in námi og lífi og lokið farsællega
námi í hinum nýja skóla. – Það er erf-
itt að vera ungur námsmaður. Kröf-
urnar verða meiri en áður, og stund-
um getur verið erfitt að fullnægja
þeim. Unglingurinn er að þróast í
fulltíða manneskju með öllu sem því
fylgir. Hormónastarfsemin er í mikl-
um blóma með tilheyrandi ólgu-
skeiði, og oft eru einkamálin erfið.
Og hver eru svo viðbrögðin, er ungt
fólk vill skipta um skóla eða hefja
nám að nýju? Það fer á biðlista og á
jafnvel von á synjun um skólavist!
Þetta er nú því miður kaldur raun-
veruleikinn, mitt í öllu góðærinu!
Yfirvöld menntamála hafa sam-
kvæmt þessum fréttum „enga yf-
irsýn yfir það hversu stór sá hópur
umsækjenda [um skólavist] er sem
ekki telst til nýnema“. Hætta er á, að
hluti þessa hóps fái ekki skólavist.
Bent hefur verið á, að sá nem-
endafjöldi, sem gert sé ráð fyrir í
fjárlögum, „sé ekki í samræmi við
raunverulegan fjölda nemenda“. –
Þetta eru dapurleg tíðindi, og hér
skortir töluvert á æskilega „heildar-
yfirsýn“ í þessum efnum.
Þorsteinn Þor-
steinsson, formaður
Skólameistarafélags Ís-
lands, segir m.a. í við-
tali, er tengist fyrr-
nefndri frétt, að sig
gruni, að stór sé hópur
umsækjenda, sem ekki
séu nýnemar, og hætta
sé á, að sumir þeirra fái
ekki skólavist. Þetta
muni ekki skýrast fyrr
en í ágúst „og biðlist-
arnir eru því margir og
þá sérstaklega á höf-
uðborgarsvæðinu“.
Eðlilegt sé, að fólk á þessum aldri
geti stundað nám, enda sé hér um
grunnmenntun að ræða. Spurningin
sé, hvað samfélagið vilji gera í þess-
um efnum. Og Þorsteinn segir einn-
ig: „Við eigum ekki að setja þreng-
ingar á ungt fólk sem er að fara í
nám. Við eigum að opna dyrnar
meira. Það er tilhneiging til þess á
Vesturlöndum að fagna ungu fólki
sem vill fara í nám en við erum svolít-
ið gamaldags í þessu.“ – Þetta eru at-
hyglisverð orð. Við eigum rétt eins
og aðrir Vesturlandabúar að fagna
því, að ungt fólk hafi áhuga á stunda
nám. Það er til mikilla hagsbóta fyrir
það sjálft og einnig samfélagið í
heild.
Bolli Thoroddsen, formaður Heim-
dallar, fjallaði um þessi mál í fróð-
legri grein í Morgunblaðinu 24. júlí
sl.: „Allir eigi kost á skólavist í fram-
halds- og háskólum.“ Hann bendir
m.a. á, að menntun sé lykill að jöfn-
um tækifærum. Tengsl séu og milli
menntunar og heilsufars og einnig
þátttöku í margs konar félagsstarfi
og -tengslum. En þetta sé fé-
lagsauður samfélaga og sé sett á
bekk með efnislegum auði og mann-
auði vegna margvíslegra jákvæðra
áhrifa á traust í samfélögum og al-
menna hagsæld. Og Bolli bætir við:
„Öll þessi atriði varða því bæði ein-
staklinginn sjálfan, en ekki síður það
samfélag sem hann býr í, auk vel-
þekktra áhrifa menntunarstigs í
samfélögum á efnahags- og at-
vinnuþróun þeirra.“ – Þetta eru orð í
tíma töluð, og tekið skal hér undir
óskir Bolla í þessum efnum.
Og hvernig mun æskufólkinu líða,
er það veit, að það fær ekki skólavist?
Þetta hlýtur að vera raunaleg tilfinn-
ing. Í íslenskri bókmenntasögu er
glöggt dæmi um þetta. – Í æsku
þráði Stephan G. Stephansson skáld
(1853–1927) mjög heitt að fá að
sækja skóla. Vegna fátæktar for-
eldra hans og samfélagsins gat þetta
ekki ræst. Eitt haustið sá hann skóla-
pilta ríða upp Vatnsskarð á leið suður
til að stunda nám í Lærða skólanum.
Um þessa lífsreynslu sagði Stephan
G. sjálfur: „Mig greip raun, ekki öf-
und. Fór að kjökra. Þaut út í þúfur,
lagðist niður í laut. Mamma hafði
saknað mín. Kom út og kallaði, ég
svaraði ekki. Vildi ekki láta hana sjá
mig svo á mig kominn, en hún gekk
fram á mig. Spurði mig, hvað að
gengi, ég vildi verjast frétta, en varð
um síðir að segja sem var. Eftir
þessu sá ég seinna. Mörgum árum á
eftir heyrði ég mömmu segja frá
þessu, en ég hélt hún hefði löngu
gleymt því. Hún bætti því við, að í
það sinn hefði sér fallið þyngst fá-
tæktin.“
Þetta er átakanleg saga um fátækt
í menntamálum á fyrri tíð. Hún á að
vera okkur áminning um, að slíkt
megi ekki gerast í voru samfélagi.
Við erum vissulega rík þjóð í efna-
legu tilliti, og margt hefur áunnist á
þessu sviði. En ef áhugasömum ung-
mennum verður nú síðsumars synjað
um skólavist verður það íslensku
samfélagi til harla lítils sóma. Mitt í
öllu ríkidæminu yrði það skýrt dæmi
um fátækt í menntamálum.
Fá sum ungmenni
ekki að læra?
Ólafur Oddsson
fjallar um menntamál
’En ef áhugasömumungmennum verður nú
síðsumars synjað um
skólavist verður það ís-
lensku samfélagi til
harla lítils sóma. ‘
Ólafur Oddsson
Höfundur er kennari.
HÉR á landi er brjóstagjöf talin
hafa farið vel af stað og hátt hlut-
fall mæðra er með barn á brjósti.
Mikilvægt er að styðja og fræða
mæðurnar alveg frá upphafi með-
göngunnar.
Áberandi er að
mæður kvarti undan
ömmum, vinkonum og
öðrum aðstandendum
sem skipta sér af
brjóstagjöfinni. Al-
gengt er að þessir að-
ilar reyni að koma
sínum skoðunum á
framfæri án þess að
móðir sé sérstaklega
að leita eftir upplýs-
ingum. Upplýsingar
sem geta verið rangar
og ekki í takt við tím-
ann. Getur það stuðlað að óöryggi
hjá mæðrum. Brjóstagjafaráð-
gjafar eru sérfræðingar á sínu
sviði og fylgjast stöðugt með fram-
förum og niðurstöðum nýrra rann-
sókna. Ráðgjafarnir eru staðsettir
víða um land og ætti að nýta þá
eftir bestu getu, bæði almenningur
og læknar.
Á fyrstu ævidögum barns þarfn-
ast það tengslamyndunar móður
og að fara oft á brjóst. Margir
halda að það leiði til óþekktar og
ofdekrunar. Vitaskuld er þessi full-
yrðing röng þar sem ekki er hægt
að ofdekra nýfætt barn. Þvert á
móti er þessi tengslamyndun bráð-
nauðsynleg bæði móður og barni.
Barnalæknirinn Nils Bergmann
hefur innleitt kengúruaðferð (húð
við húð) fyrir fullburða barn og
fyrirbura víða um heim. Skilgreinir
hann að þetta sé líffræðileg og til-
tæk aðferð er veitir
umhyggju til allra ný-
fæddra barna og er
einnig gagnleg fyr-
irburum í þrem þátt-
um:
1. Hún er húð við
húð nærvera
2. Hún er eingöngu
brjóstagjöf
3. Hún er stuðn-
ingur við móður og
föður nýfædda barns-
ins.
Ráðleggur hann að
aldrei eigi að aðskilja
móður og barn sé þess kostur.
Kengúruaðferð er frábær tengsla-
myndun fyrir móður og barn í
upphafi og á fyrstu ævidögum. Við
fæðingu barns þarfnast það hlýju,
fæðu og verndar. Sé barn sett húð
við húð móður strax eftir fæðingu
heldur barn betur á sér hita, hefur
stöðugri hjartslátt, er værara og
nærist betur. Það nær að sjúga
brjóst er það sýnir áhuga. Merki-
legt er að ef barn kólnar þá hækk-
ar hitastig móður til að hlýja barni
sínu og einnig á hinn veginn ef
barni er heitt.
Aðferðin hefur sýnt og sannað
sig t.d. í Suður-Afríku og nú síðast
í Uppsölum hefur kengúruaðferð
verið beitt á fyrirbura með frábær-
um árangri. Þar eru börn sett húð
við húð hjá mæðrum eða feðrum
nánast allan sólarhringinn. Engir
hitakassar eru notaðir og börn út-
skrifast fyrr þar sem þau nærast
betur, þyngjast betur og eru stöð-
ugri í lífsmörkum. Rannsóknir
hafa sýnt að barn sem haft er húð
við húð dafnar mun betur en börn
sem voru í hitakassa. Þetta er and-
stæðan við það sem haldið var. Á
ljosmodir.is má finna grein um
kengúruaðferðina. Einnig er grein
í tímaritinu Uppeldi, 3. tbl. 17. árg.
2004.
Brjóstagjafaráðgjafar eru starf-
andi víða um landið og ættu því
verðandi og nýorðnar mæður að
geta fengið upplýsingar um
brjóstagjöf og leiðbeiningar ef upp
koma vandamál tengd henni.
Þeir geta svarað flestöllum
spurningum sem kunna að koma
upp, frætt um bestu aðferðirnar og
aðstoðað ef vandamál eru. Á ljos-
modir.is er spurningum svarað af
brjóstagjafaráðgjafa og þar er að
finna töluvert af fræðsluefni um
brjóstagjöf. Rétt fræðsla er ómet-
anleg bæði fyrir móður og barn.
Brjóstagjöf og
kengúruaðferð
Björk Tryggvadóttir skrifar í
tilefni brjóstagjafaviku 2005
’Kengúruaðferð er frá-bær tengslamyndun
fyrir móður og barn í
upphafi og á fyrstu ævi-
dögum.‘
Björk Tryggvadóttir
Höfundur er ljósmóðir og formaður
Félags brjóstagjafaráðgjafa á Íslandi.