Morgunblaðið - 05.08.2005, Page 27

Morgunblaðið - 05.08.2005, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. ÁGÚST 2005 27 MINNINGAR ✝ Margrét Jónfríð-ur Björnsdóttir fæddist á Akri í A- Húnavatnssýslu 21. apríl 1927. Hún lést á Hjúkrunarheim- ilinu Eir 30. júlí síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Björn Teitsson frá Kringlu og Steinunn Jóns- dóttir frá Hnífsdal. Systur Margrétar eru Elinborg, f. 1917, og Hrefna, f. 1931. Margrét giftist árið 1952 Guðmundi Magnússyni frá Kirkjubóli, Staðardal í Stein- grímsfirði, f. 9. júní 1925. Þau eiga þau þrjá syni. Þeir eru: 1) Magnús Már, f. 1954, búsettur í Reykjavík. 2) Vignir veitingamaður, f. 1956, búsettur í Reykjavík, kvæntur Sig- urbjörgu Þráinsdóttur, þau eiga tvær dætur, a) Margréti, f. 1973, í sambúð með Magnúsi Viðari Árna- syni, sonur þeirra er Róbert, f. 2001, og b) Kristjönu, f. 1980, í sambúð með Gísla Pétri Hinrikssyni. 3) Björn Steinar húsa- smiður, f. 1960, bú- settur í Danmörku, kvæntur Laufeyju Helgu Ásmundsdótt- ur, synir þeirra eru Guðmundur, f. 1987, Brynjar, f. 1989, og Kristófer, f. 2001. Margrét stundaði nám við Héraðsskól- ann á Núpi í Dýrafirði og í Hús- mæðraskólanum í Reykjavík. Eftir að drengirnir fóru að heiman starfaði hún hjá SS í Glæsibæ við afgreiðslustörf og síðar við póst- burð í Grafarvoginum en þau voru með þeim fyrstu til að flytja í það nýja hverfi 1984. Margrét verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Hún var hæglát kona, hún tengda- móðir mín, sem við kveðjum í dag. Hæg og hljóð. Stundum um of. Vildi ekki trana sér fram. En hún var alls ekki skoðanalaus. Ónei. Það sá ég oft þegar við áttum gott spjall. Ég veit að henni þótti gaman að fá „stelpu“ í karlasamfélagið sitt og stóðum við svolítið saman, við tvær, þegar okkur þótti karlremban einum of. Í eldhús- inu í Gnoðarvoginum sátum við oft tvær einar eftir matinn og fengum okkur sterkt kaffi og spjölluðum um allt milli himins og jarðar. Þá fann ég hvað henni þótti innilega vænt um fjölskylduna sína og bar hag hennar fyrir brjósti. Það kom best í ljós þeg- ar Margret yngri fæddist, hún gat setið með hana nöfnu sína í fanginu og horft á hana, „sjáðu hún er með eyrun mín og fingurna þína“ sagði hún og velti endalaust vöngum yfir því hvort hún væri lík þessum afan- um eða hinni ömmunni. Ekki þótti henni verra þegar önnur stelpa leit dagsins ljós sjö árum síðar. Kittý átti alltaf stóran part í ömmuhjartanu. Hún var afar viljug að líta eftir prins- essunum sínum og eftir að við flutt- um í sömu götu í Grafarvoginum fannst þeim systrum mjög gott að hafa ömmu og afa í næsta húsi og geta skroppið í nýsteikta ástarpunga og ískalda mjólk. Ég sagði áðan að hún hefði verið hæglát. Eiginlega svona prúð … Hún þurfti ekki á fjölmenni að halda í kringum sig. Var afar heimakær, enda átti hún mjög fallegt heimili, prýtt alls kyns hannyrðum og göml- um munum, sem hún hélt mikið upp á. Hún var afar fróð um blómarækt og trjárækt og var ekki komið að tómum kofunum hjá henni ef ég þurfti eitthvað að vita um þau mál. Síðustu tæp tvö árin dvaldi hún á Hjúkrunarheimilinu Eir og naut þar afar góðrar aðhlynningar hjá því góða fólki sem þar starfar. Að leiðarlokum vil ég þakka Margreti fyrir allt sem hún gerði fyr- ir mig í gegnum árin. Það var heiður að fá að kynnast henni. Hún var góð móðir og góð tengdamóðir. Hafðu þökk fyrir. Hvíl í friði. Sigurbjörg. Hún amma mín var fullkomin – fyrir mig. Hún var fullkomin amma í alla staði, hún prjónaði, hún bakaði bestu mömmukökur í heimi og hún sagði sögur. Og í ofanálág hafði hún alltaf tíma fyrir mig. Það var alveg sama hvort ég var pínulítið ungabarn sem hún dáðist að í tíma og ótíma sem þurfti að líta eftir eða fullvaxta ung kona sem þurfti húsaskjól í heil- an vetur eða svo, skutl heim úr vinnunni, lánaðan bílinn, ráð í prjónaskap, lánaða saumavél eða ískyggilega fallegan pels sem keypt- ur var í París fyrir fjörutíu árum. Í mínum augum var hún alltaf sann- kölluð hefðarfrú, mér fannst alltaf eins og hún hefði fæðst til að vera uppáklædd á hverjum degi með þjóna á hverjum fingri í risastóru húsi. Þannig var mín sýn af henni. Við áttum yndislegar stundir sam- an á kvöldin þegar ég bjó hjá henni. Þá átti hún sýnar prívat stundir, þar sem hún var búin að koma sér vel fyr- ir framan sjónvarpið með sígarettur og einstaka sinnum bjór eða sherry, þá sátum við oft saman og nutum þess að vera bara við tvær saman nöfnurnar. Ef ég ætti að lýsa henni ömmu minni í fáum orðum þá væri það fág- un, einfaldleiki og glæsileiki. Hún var ekki bara fullkomin amma heldur var hún fullkomin húsmæðraskóladama í orðsins fyllstu merkingu. Það var allt eftir bókinni hvort sem það var þrif á heimili, eldamennska eða hannyrðir. Til að mynda eru laugardagarnir mér mjög minnisstæðir þar sem mat- seðillinn samanstóð af saltfiski og grjónagraut í hádeginu – alltaf. Og á eftir fylgdi svo allsherjar hreingern- ing um húsið, þó svo að ekki þyrfti mikið að þrífa því það var alltaf mjög hreint hjá henni. Og í seinni tíð lét hún nú reyndar bara grjónagrautinn nægja. Hún var mjög nægjusöm, og þótti sumum um of, og einnig mjög nýtin á allt. T.d. áttum við mæðgurn- ar samfestinga, einn bleikan og einn hvítan og þegar við vorum löngu hættar að nota þá gat hún sprangað um í þeim eins og þeir væru nýjasta nýtt og aldrei eins glæsileg. Þegar ég bjó hjá þeim fannst mér alveg yndislegt að heyra ömmu og afa tala saman. Alltaf gat amma tam- ið afa með glettni og hlýju. Amma hafði sérstakan áhuga á garðyrkju og var alltaf að reyna að koma mér inn í þessi hugðarefni sín. – Elsku amma mín, það gekk ekki og mun sennilega aldrei ganga, því manneskja með „rauðari“ putta hefur sennilega aldr- ei fundist, ef svo má að orði komast. Ég skal játa það að hárið mitt er frá þér, en sennilega væri best fyrir mig að taka einn vetur í Húsmæðraskól- anum til að geta leikið þína takta eft- ir. Svo sem eins og þrif, eldamennsku og tiltekt. Því miður fékk ég ekki þá eiginleika í vöggugjöf frá þér. En prjónaskapinn og saumaskapinn fékk ég frá þér. Takk fyrir. Ég var fyrsta ömmubarnið hennar og henni fannst hún þurfa að bíða ansi lengi eftir langömmubarninu, al- veg heil 28 ár. Ég gleymi aldrei blik- inu í augunum á henni þegar hún óskaði mér til hamingju, og sagði við mig „loksins, ég hélt ég ætlaði ekki að ná því að verða langamma“. Og brosinu á vörum hennar þegar hún dáðist að hárinu á barninu og skildi ekkert hvaðan allt þetta hár hefði komið. Elsku amma mín, takk fyrir að hafa fylgt mér alla mína ævi, hlakka til að hitta þig á ný í notalegum skýj- unum þar sem við getum haldið áfram að englast saman. Guð geymi þig og verndi allir engl- ar. Þín Músla, Margret. Elsku amma mín. Um leið og ég vissi að þú værir farin sá ég þig bros- andi fyrir mér. Loksins laus við sjúk- dóminn sem hefur heft þig í nokkur ár. Loksins hefur þú fengið frelsi á ný. Þetta er búin að vera löng og ströng ganga sem bæði þú og afi haf- ið gengið saman. Yfirleitt er ég kom í heimsókn til afa þá var hann hjá þér. Ein af mínum fyrstu minningum um þig var í Gnoðarvoginum þegar þú laumaðir til mín rúsínum í litla skál og ég fékk að borða þær alveg ein. Alltaf var ég velkomin heim til þín og yfirleitt voru aðrir gestir fyrir. Ég var svo heppin að fá að búa hjá ykkur afa þegar ég var á öðru ári í MS. Og það sem þú hugsaðir vel um mig, alltaf heitur matur sem beið mín þegar ég kom heim og fötin mín alltaf hrein og pressuð. Það var yndislegt að vera í kringum þig, alltaf rólegheit og notalegt. Og yfirleitt áttir þú eitt- hvert góðgæti sem þú annaðhvort hafðir bakað sjálf af þinni alkunnu snilld og kærleik eða eitthvað sem afi hafði keypt til að fá með kaffinu. Það var alltaf fastur liður heima hjá ykk- ur að afi kæmi heim um fjögurleytið og þá varst þú búin að hita kaffi og setja á borð fyrir hann. Mikið ynd- islega hugsaðir þú vel um hann afa minn þegar þú hafðir enn krafta til. Ástarpungarnir þínir eru frægir og vonandi getum við fjölskyldan haldið þeirri hefð áfram. Ég man eftir því sem lítil stelpa þegar við fórum norð- ur á Strandir, þá var alltaf stoppað á leiðinni og drukkið kaffi og með því úr fallegu boxunum þínum. Það er svo margt sem minnir mig á þig, þó svo að ekki hafi mikið farið fyrir þér. Bara koddaverið sem ég sef með er verk eftir þig, bróderað með stafnum mínum og blómamynstri og fallegri blúndu. Allt sem þú gerðir eða snert- ir var gert af þvílíkri vandvirkni að fáir gætu hermt eftir. Ég hlakka svo til að fá að nota brúðarsængurverið sem þú heklaðir í milliverk bæði fyrir mig og hana Margreti systur mína. Ég veit að þú verður við hliðina á mér á þeim stóra degi er ég játast manni mínum frammi fyrir Guði. Elsku amma mín, mér líður eins og ég geti á ný talað við þig, og ég veit að þú heyrir í mér og okkur hinum sem sakna þín sárt. En við vitum að núna líður þér vel og þú vakir yfir okkur. Ég skal passa hann afa fyrir þig og knúsa hann og kyssa líka fyrir þig, því ég veit að þér þótti svo notalegt að fá smá knús. Takk fyrir allt sem þú hefur gefið okkur, þína hlýju og öll verkin þín sem þú skilur eftir þig. Þau eru fjársjóður sem eiga eftir að fylgja okkur alla tíð. Og vonandi á ég eftir að geta fetað í þín fótspor og skilið eftir mig svona falleg verk sem lifa áfram. Mig langar til að kveðja þig, þó að það nísti mig inn í hjarta, með bæn- inni sem þú kenndir okkur öllum. Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgrímur Pétursson.) Einnig langar mig að þakka öllu því fólki sem hugsaði af alúð og kær- leik um þig í þínum veikindum á Hjúkrunarheimilinu Eir. Þín Kristjana (Kittý). MARGRÉT J. BJÖRNSDÓTTIR ✝ Jóhanna Guðna-dóttir fæddist í Hlíð í Hrunamanna- hreppi 1. júní 1925. Hún lést á hjúkrun- arheimilinu Skjóli 24. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Kristín Jónsdóttir, f. á Dynj- anda í Arnarfirði 2. apríl 1892, d. í Reykjavík 3. júní 1988, og Guðni Jóns- son, f. í Auðsholti í Biskupstungum 20. apríl 1895, d. í Reykjavík 7. nóv- ember 1982. Systkini Jóhönnu eru: Sigurjón, f. 7. nóvember 1917, Jón, f. 31. október 1920, Davíð Brynj- ólfur, f. 14. desember 1922, d. 30. mars 2003, Guðbergur, f. 5. mars ur, f. 20. desember 1967. Dóttir þeirra Íris Birna, f. 28. apríl 2002. 2) Björg, f. 21. nóvember 1945, fað- ir Sveinbjörn Sveinbjörnsson pró- fastur í Hruna, f. 9. desember 1916, d. 22. nóvember 1996. Björg var gift Jóni Kristjánssyni, f. 22. sept- ember 1943. Þau skildu. Börn þeirra eru: a) Kristján Valur, f. 8. nóvember 1970, kvæntur Erlu Ósk- arsdóttur, f. 29. október 1971. b) Steinvör, f. 12. mars 1976, í sambúð með Finni Inga Einarssyni, f. 3. október 1973. Dóttir þeirra Ylfa Björg, f. 25. mars 1998. Eiginmað- ur Bjargar er Þórhallur Valgarð Aðalsteinsson, f. 9. janúar 1947. Börn hans af fyrra hjónabandi eru Margrét, f. 17. janúar 1964, Elín, f. 6. maí 1967, og Ríkarður, f. 7. jan- úar 1973. Minningarathöfn um Jóhönnu verður í Bústaðakirkju í dag og hefst hún klukkan 13. Útför Jóhönnu verður gerð frá Höfðakapellu á Akureyri mánu- daginn 8. ágúst og hefst athöfnin klukkan 11. 1924, Guðmundur, f. 24. janúar 1931, og Guðrún, f. 24. janúar 1931. Hinn 5. júlí 1958 giftist Jóhanna Garðari Hvitfeld Jó- hannessyni bónda, f. 19. júlí 1924, d. 2. október 1992. Sonur þeirra f. 1. október 1959, d. 2. október 1959. Fyrir átti Jó- hanna tvær dætur, þær eru: 1) Lilja, f. 28. mars 1943, faðir Ólaf- ur Hólmgeir Pálsson múrarameist- ari í Reykjavík, f. 7. júlí 1926, d. 4. janúar 2002. Lilja er gift Gunnari Sigurðssyni, f. 12. apríl 1939. Son- ur þeirra Gaukur, f. 29. mars 1964, í sambúð með Helenu Kristinsdótt- Mamma var fimmta barn foreldra sinna sem áttu fjóra drengi fyrir, sá yngsti þá ársgamall en sá elsti á átt- unda ári. Litla telpan var áreiðanlega velkomin þótt þessi sjö manna fjöl- skylda þyrfti að deila baðstofunni, eina íveruherberginu, með eldri hjón- um sem nytjuðu hálfa jörðina á móti Kristínu og Guðna. Réttu ári síðar, á afmælisdegi mömmu, flutti fjölskyld- an að Jaðri í sömu sveit og þar átti mamma eftir að eiga heima næstu 30 árin. Amma og afi sögðu mömmu hafa verið afar bráðþroska og efnilega. Hún var altalandi tveggja ára og skýr eftir aldri en þegar hún var á þriðja ári fékk hún kíghósta og upp úr hon- um veiktist hún svo alvarlega að henni var vart hugað líf. Hún náði aft- ur heilsu en veikindin skildu eftir spor. Mamma ólst upp við sveitastörf og þau voru henni að skapi. Hún hafði gaman af hestum og var ekki há í loft- inu þegar farið var senda hana lang- an veg til að leita hrossa sem gengu laus á heiðum. Skepnur og útivera voru hennar líf og yndi. Á yngri árum fékkst hún dálítið við hannyrðir og hún hafði yndi af söng. Hún var heið- arleg, orðheldin og þagmælsk um það sem henni var trúað fyrir. Vorið 1956 fluttist mamma að Nesi í Saurbæjarhreppi í Eyjafirði. Þar bjó Garðar H. Jóhannesson með móður sinni, Margréti, sem farin var að reskjast. Þau Garðar gengu í hjónaband tveim árum síðar og bjuggu í Nesi í um aldarfjórðung. Þegar Margrét gerðist ellimóð hjúkr- aði mamma henni heima meðan kost- ur var. Í Nesi voru jafnan krakkar til snúninga á sumrin, aðallega strákar. Ófáir unglingar vörðu sumrum í Nesi og margir þeirra mynduðu varanleg tengsl við Garðar og mömmu. Eyjafjörður er þéttbýl og búsæld- arleg sveit. Á þeim árum sem mamma og Garðar bjuggu þar var blómlegt bú á hverjum bæ, mikil mjólkurframleiðsla en einnig sauð- fjárrækt. Félagslíf var gott í sveitinni og gestkvæmt í Nesi. Oft var glatt á hjalla því Eyfirðingar kunnu að leggja frá sér amboðin í amstri hvers- dagsins og gera sér dagamun. Þetta voru hamingjurík ár í lífi mömmu. Eftir að Garðar og mamma hættu búskap bjuggu þau í nokkur ár í Reykjavík en fluttust svo til Akureyr- ar þar sem þau áttu heimili þar til Garðar lést eftir erfið veikindi. Eftir það bjó mamma í Reykjavík. Hún vann aðallega við umönnun aldraðra bæði fyrir sunnan og norðan. Sam- skipti okkar mömmu voru mjög náin eftir að hún flutti suður og ég er þakklát fyrir þau ár sem við áttum saman. Það er þroskandi að fá tæki- færi til að endurnýja samband við foreldra sína á fullorðinsárum, átta sig á því hvernig líf móður og dóttur tengist og vinna sig út úr þeim smá- munum sem oft skyggja á það sem mestu máli skiptir, en það er kærleik- urinn. Síðustu æviár sín dvaldi mamma á hjúkrunarheimilinu Skjóli í Reykja- vík. Ekki er hægt að hugsa sér betra hlutskipti þeim sem heilsu sinnar vegna er háður stöðugri hjúkrun og umönnun en að fá að vera á þeim stað. Starfsfólkið hefði vart getað sýnt henni meiri nærgætni og um- hyggjusemi þótt þar færi þeirra eigin ættingi og mamma fann öryggi og skjól í faðmi þeirra. Starfsmenn á Skjóli höfðu sérstaklega á orði hversu jákvæð hún væri og hve góða kímnigáfu hún hefði. Gott viðmót samferðafólks laðar fram það besta í hverjum manni. Ég minnist móður minnar með kærleika í huga og bið Guð að varð- veita hana. Lilja. Jóhanna móðursystir mín bjó fyrir norðan og ég þekkti hana ekkert þeg- ar ég fór þangað fyrst í sveit, þá 7 ára gamall. Kynni okkar áttu þó eftir að verða náin því ég var þar ásamt Guðna bróður mínum á hverju sumri til 15 ára aldurs. Það var mikið til- hlökkunarefni að komast í sveitina á vorin. Jóhanna og Garðar bjuggu myndarlegu búi að Nesi í Saurbæj- arhrepp sem er í framanverðri Eyja- fjarðarsveit. Mikið var að gera á sumrin og allir tóku þátt í vinnunni. Frá fyrsta sumri áttum við okkar ákveðnu verkefni. Alltaf var þó séð til þess að við ofgerðum okkur ekki í vinnu, fengjum nægan frítíma og svefn og vel að borða. Jóhanna frænka var góð kona og vildi öðrum vel. Sveitavistin var ekki alltaf dans á rósum. Við vorum fjarri foreldrum og stálpaðir vinnumenn neyttu stundum aflsmunar gegn yngri mönnum á bænum. Á erfiðum stundum var gott að halla sér að Jóhönnu frænku. Oft var slegið á létta strengi og mörg voru uppátækin. Minnisstæðir eru skemmtilegir sunnudagsbíltúrar eða þegar við smíðuðum kassabíl og ók- um með Jóhönnu frænku í hringi kringum bæinn. Henni þótti það hin mesta skemmtun og rifjaði oft upp síðar á góðum stundum. Eftir að Jó- hanna og Garðar brugðu búi bjuggu þau lengst af á Akureyri. Oft heim- sóttum við þau norður og fengum æv- inlega höfðinglegar móttökur. Börnin okkar nutu virðingar þeirra hjóna sem væru þau þeirra eigin. Mér og fjölskyldu minni var það mikill heiður að í fyrsta og eina skiptið sem Jó- hanna fór út fyrir landsteinana var hún að koma í heimsókn til okkar þegar við bjuggum í Hollandi. Þá var hún um sjötugt. Jóhanna þjáðist af parkinsonsveiki í mörg ár. Á áttræð- isafmælinu hennar var hún orðin svo langt leidd af sjúkdómnum að hún gat lítil samskipti haft við annað fólk. Þó var auðséð á henni að hún vissi hvað var að gerast og að henni líkaði vel að hafa ættingja og vini hjá sér þennan dag. Ég kveð Jóhönnu frænku með söknuði en jafnframt miklu þakklæti. Gott er að trúa því að nú er hún komin á betri stað. Megi hún hvíla í friði. Snorri Ingimarsson. JÓHANNA GUÐNADÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.