Morgunblaðið - 05.08.2005, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 05.08.2005, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 5. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Bergur Sigur-björnsson fædd- ist í Heiðarhöfn á Langanesi 20. maí 1917. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Eir 28. júlí síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Guðný Soffía Hallsdóttir, f. 25.8. 1896, d. 24.8. 1925, og Sigurbjörn Óla- son, f. 30.4. 1889, d. 15.2. 1964. Bergur var elstur fjögurra systkina, hin eru Kristbjörg Líney, f. 4.1. 1919, d. 16.7. 1958, Hallur, f. 9.11. 1921 og Marinó, f. 3.3. 1923. Bergur átti einn uppeldisbróður, Sigurð Tryggvason, f. 11.2. 1928, d. 18.6. 1988. Bergur kvæntist Hjördísi Pét- ursdóttur, en hún lést 1. ágúst 1971. Árið 1979 kvæntist Bergur (Jóhönnu) Arnljótu Eysteinsdóttur og bjuggu þau lengst af á Egils- stöðum en síðar á Akureyri. Börn Bergs og Hjördísar eru: 1) Hjördís Guðný, „Dósla“ myndlist- armaður, myndlistakennari og sérkennari, f. 13. júlí 1945. Börn hennar eru: A) Þórey Svanfríður Þórisdóttir verslunarstjóri, f. 1963, maki Guðmundur Hrafn Grétarsson verktaki, f. 1963, sonur þeirra er Eyþór Hrafn Guðmunds- son, f. 2005. Börn Þóreyjar Svan- fríðar frá fyrra hjónabandi eru: a) Klara Rut Ólafsdóttir námsmaður, f. 1985, sambýlismaður Hilmar Már Gunnarsson námsmaður, f. 1982. b) Snævar Örn Ólafsson, námsmaður, f. 1987. c) Bergsteinn Ingi Ólafsson námsmaður, f. 1990. B) Drífa Hjördís Tryggvadóttir námsmaður, f. 19985; D) Fannar Logi námsmaður, f. 1987. Börn Bergs og Arnljótar eru 1) Arnljótur Bjarki, sjávarútvegs- fræðingur við framhaldsnám í Japan, f. 17. september 1977 og 2) Sigrún Dóra enskunemi við HÍ, f. 28. júlí 1981. Bergur nam einn vetur við Hér- aðsskólann á Laugum en fór þaðan í Menntaskólann á Akureyri og út- skrifaðist með stúdentspróf þaðan 1939. Hann fór svo í viðskipta- fræðinám í Reykjavík og útskrif- aðist frá Háskóla Íslands 1943. Ár- ið 1946 lá leið Bergs til Stokkhólms þar sem hann stund- aði þjóðhagfræðinám við Stokk- hólmsháskóla til ársins 1948. Bergur var einn af stofnendum vikublaðsins Frjálsrar þjóðar og var hann ritstjóri blaðsins frá 1952 til 1954 og öðru hverju síðar meir. Hann sat á Alþingi fyrir Þjóðvarn- arflokkinn 1953–1956 og kenndi samtímis stærðfræði við Kvenna- skólann í Reykjavík. Bergur vann hjá Kjararannsóknanefnd 1965– 1968 er hann fluttist til Egilsstaða og gerðist framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga í Austur- landskjördæmi (SSA) 1968–1971. Hann var einnig stundakennari við Iðnskólann á Egilsstöðum á því tímabili. Bergur fluttist aftur til Reykjavíkur og tók við starfi framkvæmdastjóra Framkvæmda- stofnunar ríkisins árin 1972–1974. Að því loknu fór Bergur aftur til Egilsstaða og var framkvæmda- stjóri SSA frá 1975 til 1982 er hann fór á eftirlaun. Bergur var virkur í félagslífinu á Egilsstöðum og var meðal annars stjórnarmaður í Bridsfélagi Fljótsdalshéraðs, Krabbameinsfélagi Fljótsdalshér- aðs og Tónlistarfélagi Fljótsdals- héraðs sem og í Flugfélagi Austur- lands. Bergur verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Thorstensen kennari, f. 1971. C) Jón Hnefill Jakobsson námsmað- ur, f. 1981. 2) Fríða Britt bókari, f. 14. febrúar 1948, giftist Kristni Gestssyni endurskoðanda. Þau skildu. Börn þeirra eru: A) Bergur, f. 22. júlí 1967, maki Íris Sigurðardóttir, f. 8. mars 1968. Börn þeirra eru Aron, f. 1988 og Sara, f. 1991. B) Hjörleifur, f. 13. apríl 1969, maki Rakel Linda Kristjánsdóttir, f. 29. júlí 1969, börn þeirra eru Sunna Dís, f. 1990 og Eydís Lena, f. 1995. C) Lilja Björk, f. 4. nóvember 1976, maki Kristmann Már Ísleifsson, f. 1. mars 1973, börn þeirra eru Birta Sif, f. 1995, Særún Embla, f. 2001 og Nökkvi Már, f. 17. febrúar 2005 d. 17. febrúar 2005. 3) Björn menntaskólakennari, f. 7. júlí 1949, kvæntur Gerði Kristinsdótt- ur fulltrúa, f. 28. mars 1950. Dóttir þeirra er Hjördís Heiða, f. 1984. Börn Gerðar af fyrra hjónabandi eru: a) Einar Friðrik Þráinsson, f. 1967, börn hans eru Sigríður Jóna og Þráinn Freyr. b) Berglind Ósk Þráinsdóttir, f. 1972, börn hennar eru Högni Hrafn Þórðarson og Tinna Björt Þórðardóttir. 4) Þór- unn Guðlaug sjúkraliði, f. 17. júlí 1957, gift Jóhanni S. Þorsteinssyni deildarstjóra, f. 21. október 1955. Börn þeirra eru; A) Þorsteinn Freyr vélamaður, f. 1977, sonur hans Sindri Steinn; B) Daníel Ingi matreiðslumaður, f. 1980 í sambúð með Árnýju Sigurðardóttur, námsmanni; C) Bergdís Júlía Nú blundar fold í blíðri ró, á brott er dagsins stríð, og líður yfir land og sjó hin ljúfa næturtíð. Allt er svo kyrrt, svo undurrótt, um alheims víðan hring. Ver og í brjósti, hjarta, hljótt, og himni kvöldljóð syng. (Jón Helgason.) Jæja, elsku pabbi minn, nú getur þú loksins hvílst í friði. Laus undan baráttu þessa erfiða sjúkdóms sem alzheimer er. Þú varst löngu búinn að fá nóg eins og þú sagðir mér fyrir ekki svo mörgum vikum, þegar þú varst af þinni umhyggjusemi að reyna að búa mig undir kveðjustund- ina. Margs er að minnast og margar minningar streyma inn í hugann á þessari stundu. Ég minnist þess þeg- ar ég, lítil stelpa, hljóp við fót, því þú stikaðir stóran á sunnudagsmorgun- göngu að heimsækja grásleppukarl- ana á Ægisíðunni. Mamma hafði klætt mig í kjól og sportsokka og samt leyfðirðu mér að leika mér í bátunum af því að mér fannst það svo gaman, ef ég bara færi varlega. Einnig minnist ég ferðanna upp í Egilsstaðaskóg rétt fyrir hádegis- mat, með þér og mömmu í glaðasól- skini. Ég minnist líka gönguferðanna með þér og Arnljótu um götur Egils- staða og við með litlu drengina okk- ar, Þorstein og Bjarka, í vögnunum sínum. Í minningunni voru stundirnar með þér oftast góðar, stundum tók- umst við á en alltaf náðum við að sættast og vera áfram vinir. Þannig var það líka þegar við bjuggum ein saman eftir fráfall mömmu. Við fór- um saman að versla í matinn. Þú tíndir allskonar góðgæti í körfuna því þú varst svo nýjungagjarn og þurftir að prufa allt nýtt. Tíndi ég þá jafnóðum upp úr körfunni og setti aftur í hillurnar því mér fannst þú vera að bruðla. Að mínu mati varstu samt mikill framfaramaður í matar- gerð og á undan þinni kynslóð í því eins og svo mörgu öðru. Þannig kenndir þú okkur hinum bæði að borða kjúkling og að grilla mat úti í garði. Þú varst og ert besti pabbi í heimi. Takk fyrir að vera pabbi minn. Hvíldu í friði. Þín Þórunn Guðlaug (Tóta). Litfríð og ljóshærð og létt undir brún, handsmá og hýreyg og heitir Sigrún. (Jón Thoroddsen.) Þetta söng afi minn fyrir mig þeg- ar ég var lítil stelpa og sagði mér að þetta lag hefði verið samið um mig. Þegar ég svo uppgötvaði að það var sungið um Sigrúnu og bar það upp við hann hvers vegna það væri, þá var hann fljótur að svara: „Nú, það var samið áður en þeir vissu að þú yrðir skírð Þórey.“ Fljótur að redda sér út úr mál- unum og ég trúði því að sjálfsögðu. „Þú ert nú meiri grallarinn,“ sagði hann oft, „og algjör refur, Þórey mín,“ þegar ég hafði gert eitthvað af mér og hló jafnan mikið að uppá- tækjunum mínum. En afi minn var nú mesti grall- arinn sjálfur. Þau eru ófá uppátækin hans og væri eflaust hægt að fylla út margar blaðsíður til að segja frá þeim. Hann brallaði ýmislegt og þeg- ar hann sagði okkur frá þeim þá kút- veltumst við um af hlátri. Skemmti- legust fannst mér sagan þegar hann þóttist hafa skotið á rollurnar í grænmetisgarðinum sínum og allir trúðu því að hann hefði í raun gert það og urðað í garðinum. Ég man fyrst eftir mér heima hjá ömmu og afa á Hofsvallagötunni. Þar bjó ég ásamt móður minni og systkinum hennar. Ég var eina barnabarnið um tíma og var svona hálfgert örverpi á heimilinu og fannst ég vera ríkasta barn í heimi. Þó að afi hafi unnið mikið frá heimilinu þá hafði hann oft tíma til að lesa fyrir litla ljósálfinn sinn, eins og hann kallaði mig. Ekki var alltaf tími fyrir ævintýrabækurnar og dró hann stundum upp Moggann, þar sem hann vildi eflaust nýta tímann vel , las fyrir mig forystugreinar Morgunblaðsins og allskonar fréttir. Það virkaði vel fyrir litla stelpu sem hafði beðið óþreyjufull eftir ein- hverjum til að lesa fyrir sig og sofn- aði með það sama. Seinna var mikið hlegið að þessu og afi sagði á sinn skemmtilega hátt að þær hefðu nú ekki verið góðar for- ystugreinarnar á þessum tíma fyrst hún sofnaði strax. Um fjögurra ára aldurinn fluttist móðir mín til Þýskalands í nám með stjúpföður mínum og var ákveðið að ég byggi hjá ömmu, afa og Þórunni frænku minni um tíma. Afi var að taka við stöðu sem framkvæmdarstjóri Sambands sveitarfélaga Austurlands og við fluttum því til Egilsstaða. Við það tilefni keypti hann bíl, Ford Cortínu, til að keyra austur. Sá bíll er mér ógleymanlegur því hann fékk nafnið Litli Rauður og varð eins og einn af fjölskyldunni. Hann var hvattur áfram yfir fjöll og firnindi þar sem vegir landsins voru jú langt frá því vera eins og þeir eru í dag. Það var mikið sungið á leiðinni þar sem afi og amma voru mjög söngelskt fólk. Það er óhætt að segja að þetta voru bestu ár ævi minnar. Að fá að alast upp hjá afa mínum og ömmu er ómetanlegt í mínum huga. Ég leit mjög upp til afa míns, í mínum huga var hann besti afi í öll- um heimi, hann gat bókstaflega allt. Hann átti það til að valhoppa á eftir mér þar sem ég hafði mikla þörf fyr- ir að valhoppa út um allt. Það gerði hann til að kenna mér, að það væri allt í lagi að vera öðruvísi og maður ætti að standa á sínu og aldrei að gefast upp. Afi hafði svo skemmtilegan frá- sagnarstíl, sagði að það yrði alltaf að færa í stílinn og skreyta frásagnir aðeins, rétt svona til að kæta hlust- endur, enda gerði hann það á svo skemmtilegan hátt. Það var alltaf mikill hlátur hvar sem hann var. Fjölskyldan skipaði stóra sess hjá honum og fylgdist hann með því hvað við barnabörnin og langafa- börnin vorum að gera. Hann hafði ánægju af því og sagði með stolti frægðarsögur af okkur sem hann að sjálfsögðu sagði af sinni einskæru snilld. Afi kenndi mér mörg góð gildi í lífinu. Hann kenndi mér að vera sjálfstæð, hann hvatti mig áfram í öllu sem ég tók mér fyrir hendur og stappaði í mig stálinu þeg- ar hann fann að ég var að gefast upp. Uppgjöf var ekki til í hans orðabók. „Þú getur þetta stelpa,“ var það sem hann sagði, enda hljóma þessi orð hans enn í eyrum mér. Seinna þegar ég var sjálf farin að eignast börn var svo gaman að koma með þau til afa. Það var alltaf gleði í kringum hann og hann tók alltaf svo fagnandi á móti okkur. Hann gat set- ið tímunum saman með sonum mín- um Snævari Erni og Bergsteini Inga og kennt þeim mannganginn og leyfði þeim stundum að vinna eina og eina skák. Hann spjallaði um heima og geima við hana Klöru Rut, elstu dóttur mína, sem sá ekki sólina fyrir honum frekar en móðir hennar. Eins þótti mér svo vænt um að geta heimsótt hann upp á Eir með yngsta fjöl- skyldumeðliminn núna í vor. Og þrátt fyrir sinn sjúkdóm þá vildi hann fá að halda á þeim litla. Þegar hann var sem hressastur þá sat hann með okkur og hló og spjall- aði um liðna tíma, um Austurlandið sem var honum svo kært og spurði þá gjarnan hvort ég ætlaði ekki að fara þangað reglulega. Mig langar svo að þakka þér, afi minn, fyrir þær stundir, sem við áttum saman. Þær eru mér ómetanlegar í dag. Uppáhaldsstundir mínar með afa mínum sem barn var að leggja höfuð mitt við hans og „hugsa“ með hon- um. Við lágum með skallana saman eins og við kölluðum það því hann var með skalla en ég með allt hvíta hárið sem hann hafði misst og við hugsuðum saman. Stundum settum við tærnar út í stofugluggann og góndum upp í skýin og bjuggum okkur til heilu skýjaborgirnar. Þessa stund átti ég með honum nú aftur síðustu dagana hans, að geta lagt höfuð mitt á koddann hans og hvíslað til hans. Elsku besti afi minn, nú kveð ég þig með söknuði. Ég veit að þín bíða betri dagar þar sem þú ert nú í góðra vina hópi í músík og söng. Ég bið góðan guð að blessa þig og varðveita. Eins bið ég góðan guð að styrkja Arnljótu og nánustu ættingja og vini hans á þessari stundu. Ég kveð þig, afi minn, með bæn sem þú og amma kennduð mér: Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgrímur Pétursson.) Þinn ljósálfur, Þórey Svanfríður. Sandkorn í hafsjónum sandkorn er ég aðeins í vindinum fýk ég á vit hins óþekkta annars sit ég í fjöru minni og horfi á hin sandkornin þau eru grá og föl eins og ég öll erum við að bíða eftir næstu vindhviðu (Birgitta Jónsdóttir.) Jæja afi, nú ertu farinn frá okkur á óþekktar slóðir. Á þessum stundum streyma minn- ingarnar til okkar. Minningar sem við munum ávallt varðveita í hjörtum okkar. Þó að stundirnar sem við öll áttum saman hafi ekki verið margar þá eru þær alltaf minnisstæðar. Sem barn er maður alltaf svo stolt/ ur af öfum sínum og ömmum, pöbb- um og mömmum. Oft var maður að metast við vini sína um hver ætti flottasta eða skemmtilegasta afann eða ömmuna, pabbann eða mömmu- na. Fyrir okkur varstu alltaf einstak- ur. Þú varst aldrei eins og afarnir sem hinir krakkarnir áttu. Þú varst merkilegri. Þú gekkst um götur bæj- arins í frakkanum þínum með hatt- inn og stafinn eins og þær væru þín- ar. Þú tókst alltaf á móti okkur, hvort sem það var á Egilsstöðum eða á Akureyri, úti í dyrum með bros á vör og mikilli gleði. Það var alltaf svo gaman að koma til þín. Matur var alltaf lagður á borð og þú passaðir ávallt upp á að maður borðaði nóg. Frá þér fór maður aldrei svangur. Hollustan var auðvitað í fyrirrúmi þó að við værum nú ekki alltaf ánægð með það. Okkur fannst alltaf svo ótrúlegt að þú, gamli maðurinn, fær- ir í sund með bróður þínum og í göngutúr á hverjum einasta morgni. Mörgum sinnum montuðum við okk- ur af því við vinina en veltum okkur jafnframt mikið upp úr því hvernig þú færir eiginlega að því, þú værir orðinn svo gamall. Þegar við urðum eldri fórum við að forvitnast meira um líf þitt. Okkur langaði til að vita hvað afi okkar hafði gert í sínu lífi. Ekki var það neitt ómerkilegt og varst þú enn meiri og merkilegri maður í okkar augum fyrir vikið. Við erum rosalega stolt og ánægð að hafa fengið að kynnast þér, afi. Þakka þér fyrir all- ar góðu stundirnar. Hvíldu í friði. Þín barnabörn Bergdís Júlía Jóhannsdóttir, Daníel Ingi Jóhannsson, Þorsteinn Freyr Jóhannsson og Fannar Logi Jóhannsson. Elsku langafi. Okkur langar til þess að kveðja þig með þessu ljóði. Og þakka þér samfylgdina og allar þær góðu stundir sem við áttum með þér. Svanir fljúga hratt til heiða, huga minn til fjalla seiða. Vill mér nokkur götu greiða? Glóir sól um höf og lönd. Viltu ekki, löngun, leiða litla barnið þér við hönd? Nú finn ég vorsins heiði í hjarta. Horfin, dáin nóttin svarta. Ótal drauma blíða, bjarta barstu, vorsól, inn til mín. Það er engin þörf að kvarta, þegar blessuð sólin skín. Í vetur gat ég sagt með sanni: Svart er yfir þessu ranni. Sérhvert gleðibros í banni, blasir næturauðnin við. – Drottinn, þá er döprum manni dýrsta gjöfin sólskinið! Nú er hafinn annar óður. Angar lífsins Berurjóður. Innra hjá mér æskugróður. Óði mínum létt um spor. Ég þakka af hjarta, guð minn góður, gjafir þínar, sól og vor. Hillir uppi öldufalda. Austurleiðir vil ég halda. Sestu, æskuvon, til valda, vorsins bláa himni lík. Ég á öllum gott að gjalda, gleði mín er djúp og rík. (Stefán frá Hvítadal.) Við biðjum góðan guð að blessa þig og varðveita, elsku langafi. Klara Rut, Snævar Örn, Bergsteinn Ingi og Eyþór Hrafn. Sumur í sól. Glaðværð, gestrisni og söngur. Í minningunni var nær alltaf sól á Egilsstöðum. Bergur mágur okkar kom sem ferskur andblær inn í okkar rólynd- isfjölskyldu. Þótt hann væri kominn vel yfir miðjan aldur er hann kvænt- ist yngri systur okkar og mikill ald- ursmunur væri á þeim hjónum þótti okkur oft að Bergur væri hinn ung- æðislegasti í hópnum. Við minnumst margra skemmti- legra heimsókna til Bergs og Arn- ljótar. Trúlega voru árin á Egilsstöð- um þeirra bestu ár. Þau hjónin voru afar gestrisin og veitt var af örlæti hjartans. Þar var oft glatt á hjalla og fjörugar umræð- ur. Bergur var söngelskur, skemmti- legur, skarpgreindur, margfróður og með brennandi áhuga á málefnum líðandi stundar. Bergur var barngóður, lífsglaður og gæddur góðri kímnigáfu. Hann var fastur fyrir og oft stjórnsamur en ávallt réttsýnn og strangheiðar- legur. Bergur og Arnljót voru mjög sam- heldin, þótt ólík væru. Þau ferðuðust mikið innanlands og voru þau skemmtilegir ferðafélagar. Bergur hafði gaman af rjúpna- og stangveið- um og var mikill matgæðingur og matmaður. Arnljót og Bergur eignuðust tvö börn, Arnljót Bjarka og Sigrúnu BERGUR SIGURBJÖRNSSON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.