Morgunblaðið - 05.08.2005, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. ÁGÚST 2005 29
MINNINGAR
Dóru. Börn Bergs af fyrra hjóna-
bandi eru Hjördís, Fríða, Björn og
Þórunn.
Í alvarlegum veikindum Arnljóts
Bjarka þegar hann var á unga aldri
reyndist Bergur sem klettur og
studdi fólkið sitt með hlýju og alúð.
Á þeim tíma hjálpaði hann og hvatti
Arnljótu systur okkar til að ljúka
námi sínu. Bergur var þá hættur
störfum og gat helgað sig uppeldi og
umönnun barna þeirra. Hann tók
virkan þátt í lífi barnanna og hvatti
þau með ráðum og dáð í námi og
starfi.
Á seinni árum fór að bera á erf-
iðum veikindum hjá Bergi og þá
sýndi Arnljót manni sínum ómælda
ástúð og umhyggju og reyndi í
lengstu lög að annast hann heima.
Arnljótur Bjarki og Sigrún Dóra
voru vakin og sofin yfir velferð föður
síns og voru sérstaklega umhyggju-
söm og kærleiksrík við hann.
Síðasta árið dvaldi Bergur á
Hjúkrunarheimilinu Eir.
Við og fjölskyldur okkar þökkum
Bergi einlæga vináttu og skemmti-
lega samfylgd og minnumst hans
með virðingu og þökk. Við sendum
innilegar samúðarkveðjur til allra
aðstandenda.
Helga og Björg.
Rétt eins og farfuglarnir vitja átt-
haganna á vorin komu „þeir bræður“
heim til Þórshafnar í rjúpnaveiði á
haustin. „Þeir bræður“ voru Marinó,
Hallur og Bergur Sigurbjörnssynir,
fósturbræður föður okkar.
Komu þeirra var ávallt beðið með
mikilli eftirvæntingu. Pabbi leit
meira að segja upp frá skrifborðinu
og fór að hreinsa byssur.
Fremstur í flokki fór Bergur.
Hann bar með sér heimsborgaraleg-
an andblæ, hló hátt, talaði mikið, tók
bakföll og skellti sér á lær. Ósjálfrátt
fóru allir aðrir líka að tala hátt og
skella sér á lær. Bergur hafði þannig
áhrif á fólk. Hann hafði stóra nær-
veru og andrúmið í kringum hann
víbraði.
Hann var ákafamaður í öllu sem
hann tók sér fyrir hendur, hvort sem
það var barnauppeldi, matseld, veiði-
mennska eða pólitík. Fyrir honum
var það köllun að koma fólki á réttan
pólitískan stað og fóru Þórshafn-
arbúar ekki varhluta af þeim eldi-
móði. Í einhverri kosningahrinunni
dreif hann sig til Þórshafnar, lagði
undir sig litla húsið sem þeir bræður
höfðu byggt handa Laugu fóstru
sinni, og stráði auglýsingum og slag-
orðum um allt þorpið. Og skyndilega
urðu allir hápólitískir.
En það þurfti ekki kosningabar-
áttu til þess að draga Berg til Þórs-
hafnar. Lengi vel var mikill sam-
gangur á milli fjölskyldna okkar.
Minnisstæð eru ein jól og áramót
sem Bergur og Arnljót eyddu með
okkur heima á Þórshöfn. Á aðfanga-
dagskvöld var að boðið upp á rjúpur
að venju og Bergur hafði að sjálf-
sögðu skoðun á því hvernig átti að
matreiða þær. Mamma var rétt búin
að raða rjúpunum á fatið og var að
græja sósuna þegar Bergur kom að-
vífandi með rauðvínsflösku í hend-
inni og áður en nokkur fékk rönd við
reist hafði hann hellt drjúgum hluta
úr flöskunni út í sósuna. Það varð
uppi fótur og fit. Hvílík helgispjöll,
búið að menga sósuna með rauðvíni!
Mamma hafði þó líklega séð í hvað
stefndi því hún var búin að stinga
undan soðslettu sem nota átti í
rjúpnasúpuna daginn eftir og tókst
því að útbúa „ómengaða“ sósu handa
okkur hinum.
Eftir að pabbi lést og mamma
fluttist til Húsavíkur fækkaði ferð-
um bræðranna til Þórshafnar. En
þeir bræður áttu það sameiginlegt
með farfuglunum að taugarnar við
átthagana slitnuðu aldrei.
Fyrir tveimur árum var ákveðið
að efna til ættarmóts á Þórshöfn þar
sem afkomendur„strákanna frá
Staðarseli“ hittust og áttu góða
stund saman.
Og eins og hendi væri veifað brast
á sama eftirvæntingin og í gamla
daga þegar von var á bræðrunum.
Þeir komu allir þrír, Marinó, Hallur
og Bergur og einnig flestir þeirra
niðjar. Bergur var aldursforsetinn.
Litla ömmuhúsið hefði ekki dugað
fyrir þann stóra hóp. Bræðurnir og
eiginkonur þeirra fengu inni hjá Lín-
ey, en afkomendurnir lögðu undir
sig allan barnaskólann og voru í
tjöldum og húsbílum. Hápunktur
ættarmótsins var þegar allir komu
saman uppi í Staðarseli, þar sem þeir
bræður slitu barnsskónum hjá föður
sínum og Laugu systur hans.
Þetta var í síðasta skipti sem við
hittum Berg nokkurn veginn heilan
heilsu. Þó var sá sjúkdómur, sem að
lokum vann á honum, farinn að setja
sitt mark á hann. Augljóst var að
hann þreyttist fljótt en samt var
hann ennþá gamli, góði Bergur sem
talaði hátt, hló mikið og skellti sér á
lær. Í sameiginlegum kvöldverði í
barnaskólanum hélt hann stutta
ræðu, sem í leiðinni hefur verið eins-
konar lokakveðja. Þá sagði hann
eitthvað á þá leið að hann gerði sér
grein fyrir því að hann væri annað
slagið „utan þjónustusvæðis“, eins
og hann orðaði það, en hann ætlaði
að nota þetta tækifæri til að kveðja
alla sína vini og ættingja.
Við systkinin söknum Bergs.
Hann skipaði stóran sess í lífi okkar.
Við vottum öllum ástvinum hans
samúðarkveðjur.
Fyrir hönd Sigurðarbarna,
Guðlaug Sigrún.
Bergur var óvenjulegur maður.
Hann var frjáls í hugsun, frjáls andi.
Hann var útkjálkamaður með heims-
sýn, heimsborgari með djúpar rætur
í heimahögum. Hann gerðist þjóð-
varnarmaður í ærlegu andófi við
veru bandarísks hers á Miðnesheiði,
enda frá Heiðarhöfn á Langanesi.
Samt var hann aldrei þjóðernissinni í
þeim skilningi, að hann vildi upp-
hefja ágæti eigin þjóðar á kostnað
annarra. Þess vegna átti hann stutta
samleið með þeim, sem byggðu and-
óf sitt gegn hersetunni á einni saman
þjóðrembunni. Hann var ekki þann-
ig maður. Samt var hann einn af
þeim.
Að loknu prófi í viðskiptafræði frá
Gylfa og Ólafi Björnssyni, hélt hann
eftir stríð til Svíþjóðar, þar sem
hann las hagfræði. Það var á þeim
tíma, þegar Stokkhólmsháskóli var
einhver besti hagfræðiháskóli í
heimi. Bergur var fínn hagfræðing-
ur. Og hafði alltaf, meðan okkar
kynni héldust, ómengaðan áhuga á
því sem máli skipti um þjóðfélagið,
sem hættir til að fara fyrir ofan garð
og neðan hjá þeim sem halda að hag-
fræði snúist um bókhald. Ekki svo að
skilja: Bergur kunni sitt bókhald og
hafði löngum atvinnu af því. Svo sem
eins og hver sá sem kann að flaka
fisk, en menn vilja fremur sjá í
brúnni en á dekkinu, af því að menn
vita, að hann kann á sjókort og
kompás. Hann var óvenjulegur mað-
ur, fullur af þversögnum. Þjóðvarn-
armaður án þess að vera þjóðern-
issinni; alþjóðasinni án þess að vera
rótlaust rekald; fínn hagfræðingur,
án þess að vera ginnkeyptur fyrir
trúboðskenningum rétttrúnaðar
samkvæmt ríkjandi tísku. Hann var
praktískur maður sem annaðist bók-
hald annarra án þess að gleyma því,
að bókmenntir skipta meira máli en
bókhald. En af því að hann var svona
flinkur hagfræðingur, kom mér á
óvart, hvað hann var lítill sósíal-
demókrat, þrátt fyrir gott innræti.
Því olli Langanesið og landsbyggð-
arþrákelknin. Ætli Bjartur í Sumar-
húsum hafi ekki staðið honum
nærri? Þrjóskan og þvergirðings-
hátturinn, þetta sem þarf til að lifa af
við kröpp kjör. Þess vegna leiddist
honum innst inni í Svíþjóð.
Við kynntumst fyrst vorið 1964,
þegar ég var nýkominn heim frá
námi – frá Svíþjóð. Bergur sat þá
uppi með vikublaðið Frjálsa þjóð, hið
gamla málgagn Þjóðvarnarflokks-
ins, sem lifði fyrir hans ræktarsemi,
þótt flestir, sem þóttust meiri þjóð-
ernissinnar, væru flúnir af hólmi,
enda fákunnandi um rekstur. Berg-
ur hélt blaðinu á floti. Það hafði enn
á 5ta þúsund áskrifendur um land
allt. Þetta var fólk, sem var á móti
amerískri hersetu, án þess að hafa
gengið í trúfélag með Stalíni. Þetta
var ærlegt fólk: Vinstri kratar og
vinstri framsóknarmenn og aðrir
munaðarleysingjar í hinu íslenska
flokkakerfi.
Það var víst Bergur, sem bað mig
að tala á fundi herstöðvaandstæð-
inga í Stjörnubíói síðla vors 1964.
Kannski vissi hann ekki, hvað beið
hans. Ég var nýkominn heim frá
námi. Ég hafði aflært marxismann;
ég fyrirleit fordæðuskap Stalínism-
ans og þóttist hafa lært það af harm-
kvælasögu millistríðsáranna, að lýð-
ræðið ætti að verja sig: Láta hart
mæta hörðu. Þessi ræða fékk dræm-
ar undirtektir í Stjörnubíói vorið
1964. En Bergur var kjarkmaður.
Hann hafði blað og áskrifendur, en
vantaði mann með boðskap eftir að
upphaflegir aðstandendur blaðsins
voru flúnir af vettvangi. Hann bauð
mér Frjálsa þjóð, og ég þáði með
þökkum. Þar með byrjaði mitt póli-
tíska heimatrúboð, sem stóð næstu
þrjá áratugina eða rúmlega það.
Fyrst í stað sá Bergur um bókhaldið,
og þar stóð allt eins og stafur á bók.
Hann var ekki endilega sammála
því, sem stóð í blaðinu. Enda fremur
Langnesingur en sósíaldemókrat.
En hann rengdi ekki, að það sem í
blaðinu stóð, væri þess virði, að það
væri sagt. Og svo sneri hann sér að
öðrum málum, þar sem hagfræðing-
urinn Bergur fékk að njóta sín: Í
kjararannsóknarnefnd, í Fram-
kvæmdastofnun ríkisins og hjá Sam-
bandi sveitarfélaga á Austurlandi
eftir að hann var snúinn heim með
Arnljótu.
Ég fór vestur, hann fór austur.
Lengi vel var fátt með vinum. Eftir
að ég var tekinn við forystu Alþýðu-
flokksins og fór hundrað fundi um
byggðir Íslands að boða fagnaðar-
erindið, gisti ég stundum að Bergi og
Arnljótu. Það urðu ævinlega fagn-
aðarfundir. En mér duldist ekki, að
Austfirðingurinn – eða var það
Langnesingurinn – átti ekki lengur
samleið með Vestfirðingnum og
krataleiðtoganum. En við óskuðum
hvor öðrum góðs í torfærum tilver-
unnar, þótt hvor kysi að fara sína
leið.
Bergur var alla tíð trúr uppruna
sínum sem frjáls maður. Hann var
einskis manns taglhnýtingur eða
trússberi. Á yngri árum ekki aðeins
sjálfstæður í skoðunum heldur frum-
legur, áræðinn, kjarkmikill og æðru-
laus. Margur hefur komist af með
minna. Mér þótti vænt um þennan
áræðna andófsmann, sem ævinlega
fór sínar eigin leiðir. Fari hann í
friði.
Jón Baldvin Hannibalsson.
Kynni okkar Bergs Sigurbjörns-
sonar hófust þegar hann fluttist
austur í Egilsstaði árið 1968 ásamt
fyrri konu sinni Hjördísi Pétursdótt-
ur, tveimur yngstu börnunum þeirra
og dótturdóttur. Hjördís var tón-
skáld og góður píanóleikari og tón-
list í hávegum höfð á fallegu heimili
þeirra. Á þeim stutta tíma sem hún
bjó eystra tók hún virkan þátt í bæj-
arlífinu og eignaðist góðar kunn-
ingjakonur sem kunnu vel að meta
þessa hæfileikaríku konu.
Vinátta sem skapast hafði milli
heimilanna hélst áfram eftir að Arn-
ljót seinni koma Bergs kom í Egils-
staði og hefur haldist æ síðan þótt
báðar fjölskyldurnar flyttu frá Aust-
urlandi, hvor í sinn landshlutann.
Með Addó hófst nýr kafli í ævi
Bergs, eldri börnin voru þá uppkom-
in og farin að heiman. Þau Addó
eignuðust tvö mannvænleg börn og
ánægjulegt var að fylgjast með
Bergi í hlutverki hins umhyggju-
sama föður sem vakti yfir velferð
þeirra.
Sameiginlegur áhugi okkar Bergs
á landsins gagni og nauðsynjum hef-
ur eflaust orðið til þess að náinn
kunningsskapur tókst með okkur.
Þótt stjórnmálaskoðanir okkar færu
ekki saman var áhuginn fyrir fram-
förum á Austurlandi sameiginlegur
og umræðuefnin óþrjótandi. Á þessu
tímabili var mikill uppgangur á Eg-
ilsstöðum, fjöldi fólks fluttist þangað
og opinberar framkvæmdir voru
áberandi á Héraði.
Bergur var eldhugi með ákveðnar
skoðanir á mönnum og málefnum og
fylginn sér. Slíkir menn eru jafnan
umdeildir en Bergi tókst að sigla
lygnan sjó framhjá boðaföllum.
Mannkostir og skörp greind voru
hans aðalsmerki og komu sér vel í
starfi hans sem kanslari Austurlands
en þá nafnbót gáfu Austfirðingar
honum þegar hann var fram-
kvæmdastjóri Sambands sveitarfé-
laga á Austurlandi.
Að lokum vil ég minnast gestgjaf-
ans Bergs Sigurbjörnssonar. Kátur
og fullur af lífsþrótti tekur hann á
móti gestum. Fjölmargar minningar
eru tengdar ógleymanlegum kvöld-
stundum á heimili þeirra Addó.
Höfðinglegar veitingar á borðum og
Bergur í hlutverki söngstjórans.
Bergur syngur „Ljósbrá“ með sinni
þróttmiklu rödd og gestirnir taka
undir. Þessi kvöld og aðrar samveru-
stundir með þeim hjónum ylja manni
um hjartræturnar þegar horft er til
baka.
Síðastliðið haust bönkuðum við
upp á hjá þeim Addó á Akureyri.
Bergur var þá að hluta til horfinn inn
í heim sem við höfðum ekki aðgang
að en þekkti okkur og fagnaði okkur
vel. Nú er hann allur þessi lífskúnst-
ner sem lífgaði upp tilveruna í kring-
um sig. Við hjónin og börnin okkar
sendum Addó, börnum Bergs og fjöl-
skyldum þeirra innilegar samúðar-
kveðjur.
Páll Halldórsson.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir
og amma,
ÞÓRHALLA EGGERTSDÓTTIR,
Eyjabakka 10,
Reykjavík,
lést þriðjudaginn 2. ágúst á krabbameinsdeild
Landspítalans við Hringbraut.
Jarðarför auglýst síðar.
Elinór Hörður Mar,
Árni Eggert Harðarson,
Elinóra Ósk Harðardóttir, Gunnar Valgeirsson,
Halldór Þór Harðarson,
og barnabörn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
KRISTÍN SIGURÐARDÓTTIR,
Álfaskeiði 100,
Hafnarfirði,
lést á St. Jósepsspítala, Hafnarfirði, miðviku-
daginn 3. ágúst. Útförin fer fram frá Hafnar-
fjarðarkirkju þriðjudaginn 9. ágúst kl. 15.00.
Sigríður V. Jóhannesdóttir,
Sigfús Jóhannesson, Guðbjörg Árnadóttir,
Sigurlaug J. Jóhannesdóttir, Sigurður Þ. Karlsson,
Sigþór Ö. Jóhannesson, Gíslína G. Hinriksdóttir,
Sigrún Ó. Jóhannesdóttir, Ólafur Kr. Sigurðsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, dóttir, systir,
mágkona og frænka,
GRÉTA MJÖLL STORM JAKOBSEN,
Ærtebjerggårdvej 62,
Odense,
Danmörku,
lést þann 15. júlí á Odense Sygehus og var
jarðsett 22. júlí í Broby Kirke, Odense.
Minningarathöfn verður haldin laugardaginn 20. ágúst í Grundarkirkju,
Eyjafjarðarsveit kl. 14.00.
Henning Storm Jakobsen,
Patrick Storm Jakobsen,
Alexander Storm Jakobsen,
Steinþór Oddsson, Gréta Guðvarðardóttir,
Harpa Jónsdóttir, Guðjón Eiríksson,
Hallur Reykdal, Kirsten Reykdal,
Oddur Steinþórsson, Medha Steinþórsson,
Guðvarður Steinþórsson, Saichon Khlaiput,
Heiðbrá Steinþórsdóttir, Rúnar Eiríksson,
og systkinabörn.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
HÖSKULDUR STEFÁNSSON,
Ranavaði 3,
Egilsstöðum,
sem lést á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað
föstudaginn 29. júlí verður jarðsunginn frá
Norðfjarðarkirkju laugardaginn 6. ágúst kl. 14.00.
Halla Valgerður Stefánsdóttir,
Harpa Sigríður Höskuldsdóttir, Jón Ingi Sigurbjörnsson,
Sólveig Höskuldsdóttir, Hafþór Magnússon,
Halla Höskuldsdóttir,
Inga Höskuldsdóttir,
Stefán Ragnar Höskuldsson, Elizaveta Kopelman,
barnabörn og barnabarnabörn.