Morgunblaðið - 05.08.2005, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 5. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Ingimar Kr.Skjóldal lög-
reglumaður fæddist
29. mars 1937. Hann
lést 18. júlí síðastlið-
inn. Hann var sonur
hjónanna Kristínar
Gunnarsdóttur, f. á
Eyri í Skötufirði í
N-Ísafjarðarsýslu
28. september 1892,
d. á Akureyri 3.
apríl 1968 og Krist-
jáns Pálssonar
Skjóldal, f. í Möðru-
felli í Hrafnagils-
hreppi í Eyjafirði 4. maí 1882, d. á
Akureyri 15. desember 1960. Ingi-
mar var yngstur systkinanna frá
Ytra-Gili í Eyjafjarðarsveit.
Systkini hans eru: Ragnar leigu-
bílstjóri á Akureyri, f. 1914, Páll
Gunnar smiður á Akureyri, f.
1916, d. 1997, Gunnar, f. 1919, d.
1920, Guðný húsfreyja og bóndi á
Ytra-Gili í Eyjafjarðarsveit og á
Akureyri, f. 1922, d. 2005, Dýrleif
húsfreyja á Akureyri, f. 1924,
Gunnar verslunarmaður á Akur-
eyri, f. 1925, Haraldur starfsmað-
ur hjá KEA og refaskytta á Ak-
október 1957, gift Birni Austfjörð,
börn þeirra eru Heiðar Austfjörð
og Elsa Austfjörð. Elsa er gift
Snæþóri Vernharðssyni, börn
þeirra eru Snædís Lind Péturs-
dóttir, Anton Breki og Vernharð-
ur Ingi Snæþórssynir.
Ingimar ólst upp hjá foreldrum
sínum og systkinum á Ytra-Gili og
gekk í barnaskóla í Hrafnagili.
Hann var einnig einn vetur í
íþróttaskóla Sigurðar Greipsson-
ar í Haukadal. Hann útskrifaðist
frá Lögregluskóla ríkisins 1964 og
var lögreglumaður á Akureyri til
ársins 1998. Meðfram lögreglu-
störfum stundaði hann bílakaup/
sölu og viðgerðir á bílum. Hann
hélt nákvæmt bókhald um bíla
sem hann eignaðist og hugðist
eignast 1.000 bíla en þeir urðu ein-
ungis 882. Hann stofnaði fyrirtæk-
ið Aðstoð ehf. á Akureyri sem býð-
ur upp á dráttarbílaþjónustu og
opnun bifreiða. Með honum starfa
Kristján sonur hans og Heiðar
barnabarn hans. Ingimar stundaði
frjálsar íþróttir með UMSE og átti
m.a. Eyjafjarðarmet í spjótkasti í
rúm 20 ár. Hann hafði mikinn
áhuga á ýmiskonar íþróttum og
stundaði m.a. skallbolta. Hann
hafði yndi af ferðalögum og ljós-
myndun.
Ingimar verður jarðsunginn frá
Akureyrarkirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
ureyri, f. 1928, og
Óttar bóndi á Enni í
Unadal í Skagafirði,
f. 1932.
Ingimar kvæntist í
Grafarkirkju í
Skagafirði 30. maí
1963 Elsu Þórdísi
Óskarsdóttur í
Tumabrekku í Ós-
landshlíð í Skaga-
firði, f. 8. maí 1937.
Þau eignuðust þrjú
börn, þau eru: 1)
Dýrleif Skjóldal, f.
10. apríl 1963, gift
Rúnari S. Arasyni, þau eiga þrjá
syni, Sævar Inga, Steinar Loga og
Sindra Snæ. 2) Hafdís Skjóldal, f.
9. desember 1964. Hún á fjögur
börn, a) Ingimar Skjóldal Jó-
hannsson, sambýliskona Karen
Ósk Halldórsdóttir, dóttir þeirra
er Ester Eva, b) Pál, c) Guðnýju
Höllu og d) Elsu Björg Jónsbörn.
3) Kristján Skjóldal, f. 8. nóv.
1969, sambýliskona Nanna Björg
Hafliðadóttir. Börn hans eru
Steinunn Laufey, Sandra Karen
og Kristófer Leví. Fyrir átti Elsa
dótturina Eygló Jensdóttur, f. 1.
Elsku hjartans pabbi minn. Það
eru bara endalaus tár sem renna frá
mér er ég hugsa um þig. Orð sem
mér hefur alltaf veist auðvelt að ná í
eru týnd. Orðin sem hjálpa mér að
sættast við þetta eru á reiki. En ég
hugga mig við það að þú fékkst að
fara á þann hátt sem þú óskaðir þér
þó að mér finnist það alltof snemmt.
En það hlýtur að ganga eitthvað
mikið á þarna hinumegin fyrst þið
Guðný systir þín eru bæði kölluð á
brott í skyndi með 6 vikna millibili
upp á dag. Og það vita allir sem ykk-
ur hafa þekkt að þið voruð vön að
taka til hendinni og hafa stjórn á
hlutunum. Að vera pabbastelpa var
auðvelt í þínu tilviki. Og einhvern
veginn var það svo að mér hefur allt-
af fundist ég tilheyra þinni fjöl-
skyldu meira en mömmu. Kannski
voru það áhrif frá ömmu úr Rauðu-
mýrinni. En ég held að það sé bara
vegna þess hve auðvelt er að elska
ykkur systkinin. Öll þín hægláta, allt
um vefjandi ást var svo skilyrðislaus
að enginn gat verið ósnortinn af
henni. Þú ólst upp í ást og kærleik og
þú ólst okkur upp við það sama.
Þessi hægláta ást og virðing sem þú
gafst frá þér laðaði til sín börn og
málleysingja. Ég minnist allra
krakkanna sem leið svo vel í návist
þinni að þau ýmist spurðu hvort þú
vildir vera með eða sögðust ætla að
giftast þér þegar þau yrðu stór. Með
sama hugarfari gastu stundað þitt
erfiða starf sem lögregla. Þau eru
ófá slagsmálin, slysin, heimiliserj-
urnar, sjálfsmorðin, fólk, börn og
dýr í neyð sem þú hefur komið að.
Lögreglustarfið er mjög svo van-
metið starf. Það er kannski engin
furða þótt hjartað þitt hafi verið orð-
ið yfirfullt og gefist upp. Kærleikur
þinn var langlyndur og góðviljaður,
hann öfundaði ekki, og var ekki
raupsamur né hreykti sér upp. Kær-
leikur þinn breiddi yfir allt, trúði
öllu, vonaði allt og umbar allt. Slík-
um kærleika mun ég leitast við að
koma áfram. En ég kveð þig nú eins
og ég hef svo oft gert áður, viss um
að við munum hittast aftur.
Þín
Dýrleif.
Það voru ótrúlegar fréttir sem
biðu okkar þegar heim kom mánu-
daginn 18. júlí. Að Ingimar afi væri
dáinn.
Hann sem alltaf var svo glaður og
hress. Alltaf til í að gera prakkara-
strik með okkur eins og til dæmis
þegar hann henti egginu í gólfið á
gamlárskvöld eftir að Steinar var
búinn að fíflast með gervieggið. Já
það var kvöldið þitt. Þá kveiktir þú í
rakettum og blysum af miklum móð
og Bóbó var sama sinnis og þú, ekk-
ert þykir honum meira gaman. Það
var líka svo gaman þegar við fórum
Eyjafjarðarhringinn einn sunnudag
með ykkur ömmu á húsbílnum. Og
þegar við mættum í graut í Hlíðar-
götuna vissum við aldrei hvað tæki á
móti okkur. Einu sinni varstu með
apagrímu. Einu sinni varstu búinn
að binda hurðasprengjur við dyrnar
og milli stólanna og borðsins. Í
skápnum þínum leyndist líka oft
nammi sem þú gafst okkur hvort
sem það var í Hlíðargötunni, á Að-
stoð eða á Lögreglustöðinni. Og allt-
af tókst þér að finna eitthvert snið-
ugt dót á ferðum þínum út um heim.
Þú skemmtir þér alltaf best þegar þú
gast platað okkur eitthvað.
En nú er komið að leiðarlokum,
elsku afi.
Takk fyrir allt.
Sævar Ingi, Steinar Logi og
Sindri Snær Rúnarssynir.
Genginn er gamall vinur og góður
drengur, Ingimar Kr. Skjóldal. Þó
dagarnir hvelfist í móðu tímans lifa
sumir sjálfstæðu lífi í hugum okkar
sem enn lifum og við minnumst
þeirra sem hluta af tilvist okkar og
þroska.
Slíkra daga minnist ég, þegar ég
hugsa um þennan vin minn og félaga
sem nú er allur. Við vorum sveitung-
ar og nágrannar í æsku.
Ingimar var yngstur systkinanna
á Ytra-Gili í Hrafnagilshreppi og 6 ár
skildu okkur að í aldri. Það kom þó
ekki í veg fyrir að Ingimar og fjöl-
skyldan á Gili tækju ungum dreng
sem jafningja og greiddu veg hans á
ýmsa lund. Að Gili var jafnan gott að
koma. Þar bjó gott fólk með stór
hjörtu.
Ingimar var þrekmaður og
snemma afreksmaður í frjálsum
íþróttum, einkum spjótkasti og náði
þar langt á þeirra tíma mælikvarða.
En hann var þó fyrst og fremst hinn
sanni ungmennafélagi, traustur,
drenglundaður og fyrirmynd okkar
ungu strákanna; leiðtogi sem við lit-
um upp til.
En dagarnir hverfast í ár og lífs-
hlaupið liggur um ýmsa refilstigu og
leiðir skilja á langri vegferð.
Þrátt fyrir að lífsferill okkar yrði
um flest býsna ólíkur og fundir yrðu
strjálir, slitnaði þessi gamli vináttu-
þráður aldrei. Íþróttaæfingarnar
urðu að veiðiferðum, einkum í
Vopnafjörðinn, þar sem Ingimar var
mér jafnan fremri. Stundum urðu
þær nokkuð ævintýralegar en á þeim
tíma státuðu vopnfirsku heiðarnar
hvorki af malbiki né uppbyggðum
vegum og skirrtust ekki við að krefj-
ast veggjalda í formi hljóðkúta,
dekkja, öxla, o.fl. smáhluta. Þeim
tókst þó sjaldnast að koma Ingimar
úr jafnvægi enda við kunnáttumann
að etja. Tækist ekki að skipta þessu
smáræði út og lagfæra var alltént
þrautalendingin að skipta um farar-
skjóta. Á þá var hvorugur okkar
fastheldinn hér fyrr á tíð.
Þessar ferðir verða ekki fleiri og
Ingimar hefur nú lagt upp í þá ferð
sem bíður okkar allra, ferðina sem
enginn veit skil á, síst af öllum ég. Ég
læt mér því nægja að þakka sam-
verustundirnar á þeirri vegferð sem
við áttum.
Ég votta Elsu og fjölskyldu ykkar
samúð mína.
Viktor A. Guðlaugsson.
Í dag er kvaddur kær föðurbróðir
minn Ingimar Skjóldal; yngstur níu
systkina frá Ytra-Gili. Tveggja ára
var hann skírður en daginn áður
voru Ragnar bróðir hans og Ása
pússuð saman. Til hátíðabrigða var
veisla hjá Kristínu húsfreyju á Ytra-
Gili; dýrindis „bakkelsi“ og súkku-
laði með „flödeskum“. Frá þeim tíma
er til mynd af snáðanum með sítt
passíuhár og á annarri mynd um-
vefja þrír bræður þennan litla bróð-
ur. Oft voru líflegar umræður á Gili
og fólk sjaldan sammála. Flestir töl-
uðu hátt en færri voru lágróma og
allir höfðu rétt fyrir sér.
Ingimar var mikill dýravinur og
dýr sem löðuðust að honum sáust
ósjaldan í fangi hans. Hann var barn-
góður og nutum við systkinabörnin
þess að eiga svona skemmtilegan
frænda sem lék við okkur og stríddi.
Eitt sinn bauð Ingimar mér í
ógleymanlega sleðaferð, ásamt vin-
konu minni og tíkinni Erlu. Við
skelltum okkur fram af hlaðinu á Gili
á ofsahraða, niður bratt túnið, flug-
um yfir þjóðveginn og stoppuðum á
árbakkanum. Þetta var reyndar áður
en Ingimar varð „lögga“. Í starfi var
hann farsæll lögreglumaður og síðar
varðstjóri. Seinustu árin rak hann
eigið fyrirtæki. Ingimar var íþrótta-
maður og sótti Íþróttaskólann í
Haukadal. Hann átti í áratugi Eyja-
fjarðarmet í spjótkasti. Áhugamálin
voru m.a. ljósmyndun, söfnun og
ferðamennska. Svo voru það bílavið-
skiptin sem gengu oft hratt. Eitt
sinn leitaði hann t.d. eiganda bíls og
komst að því að hann átti bílinn sjálf-
ur.
Ingimar var gamansamur og sagði
skemmtilega frá en gat líka verið
fastur fyrir. Dóttir mín sagði heimili
þeirra Elsu hafa verið skemmtileg-
asta heimili sem hún kom á. Margt
að sjá, sem ekki var annars staðar,
og mörg dýr og kát börn sem aldrei
var amast við.
Frændi minn var gæfumaður og
átti hamingjuríka ævi með Elsu
sinni. Dugmikil börn, tengda-,
barna- og langafabörn eru afsprengi
þeirra. Við hugsum til ykkar og Dillu
frænku, sem var honum sem önnur
móðir.
Enginn á eins stóran þátt og þú
elsku Elsa hvað okkur auðnaðist að
eiga margar ljúfar samverustundir
með kærum frænda. Fyrir það allt
þökkum við Jakob og börnin okkar.
Kristín Sigríður Ragnarsdóttir.
Þegar ég var lítill drengur hér á
Akureyri hafði ég mikinn áhuga á
íþróttum og fylgdist vel með á þeim
vettvangi.
Ég man eftir því að þá var í liði
Eyfirðinga stór og stæðilegur piltur
sem aðallega keppti í spjótkasti og
hét Ingimar Skjóldal. Ég þekkti
hann ekki þá en átti eftir að kynnast
honum vel og við að vera samstarfs-
menn hjá lögreglunni og ekki síst
mjög góðir vinir. Vorið 1964 hóf ég
störf hjá lögreglunni sem ungur ný-
liði, en þá útskrifaðist Ingimar frá
lögregluskólanum.
Áður hafði Ingimar verið héraðs-
lögreglumaður hér í Eyjafirði og þá
aðallega starfað við dansleiki í Laug-
arborg og Freyvangi. Við urðum
strax góðir vinir og samstarfsmenn
og áttum eftir að bralla margt sam-
an. Strax á fyrsta sumri eignuðumst
við trillu saman ásamt fleiri lög-
reglumönnum, og síðan áttu trillurn-
ar eftir að verða margar og sjóferð-
irnar einnig sem alltaf voru
skemmtilegar jafnvel þótt lítið fisk-
aðist.
Starf lögreglumannsins er erfitt
og það áttum við báðir eftir að reyna.
Það að koma á vettvang þar sem
mannlegur harmleikur hefur átt sér
stað tekur á sálartetrið. Ingimar
kom á marga slíka vettvanga. Hann
var það mörgum árum eldri en ég að
hann var leiðtoginn fyrstu árin og
var gott að feta í fótspor hans við erf-
iðar aðstæður. Ingimar átti auðvelt
með að tala við fólk og hann var
mannasættir þar sem þess þurfti við.
Hins vegar var stutt í kímnina og
hann átti einstaklega auðvelt með að
sjá spaugilegu hliðar lífsins. Hann
sagði skemmtilegar sögur og átti
auðvelt með að snúa frásögnum til
skemmtilegri vegar. Þá var hann
góður hagyrðingur og orti skemmti-
legar vísur og ljóð.
Bílar voru eitt af aðaláhugamálum
Ingimars og átti hann þá marga um
ævina. Hann kunni að dytta að þeim
og gera þá sölulegri eins og hann
sagði stundum. Í bílaviðskiptum var
hann í essinu sínu. Þar var hann
tilbúinn að gera ýmis viðskipti.
Gjarnan vildi hann taka annan bíl
upp í þann dýrari og einnig var hann
þekktur af því að taka ýmsar vörur,
svo sem varahluti, föt eða annað, sem
greiðslu.
Hann sagðist einu sinni hafa skipt
á bíl og kartöflugarði austur á
Langanesi og hafi þau viðskipti verið
góð og að sjálfsögðu honum í hag, en
þannig vildi hann að sjálfsögðu hafa
viðskiptin.
Daginn áður en hann varð allur
sýndi hann mér forláta gamlan Volvo
sem hann hafði eignast og var mjög
stoltur með af fáknum, þótt að heima
í bílastæði stæði nýlegur Cádiljákur.
Ingimar lék knattspyrnu með
fræknu liði lögreglunnar til margra
ára og þar var hann þekktur af sín-
um föstu utanfótarskotum. Skalla-
bolta iðkaði hann einnig um áratuga-
skeið. Í fjörutíu ár var hann í
þriðjudagstímanum með góðum vin-
um, á föstudögum var hann í tímum
sem aðallega voru skipuð læknum og
kennurum, og á sunnudögum lék
hann skallabolta með góðum vinum.
Allir samferðamenn og vinir í skalla-
boltanum þakka honum fyrir góðan
leik sem nú er á enda.
Til margra ára var Ingimar varð-
stjóri á B-vakt lögreglunnar á Ak-
ureyri og á langri starfsævi hafði
hann starfað með miklum fjölda lög-
reglumanna. Hann tók nýjum mönn-
um vel og sagði þeim á sinn hátt
hvernig starfið gengi fyrir sig. Þar
blandaði hann gjarnan saman glettni
og alvöru. Hann var mjög virkur í fé-
lagsstörfum lögreglunnar og sat
lengi í stjórn Landssambands Lög-
reglumanna.
Að leiðalokum kveðjum við lög-
reglumenn góðan vin og samstarfs-
mann og biðjum fjölskyldu hans alls
hins besta í framtíðinni.
Ég og fjölskylda mín þökkum ára-
tugakynni og vináttu og sendum
Elsu, börnum og fjölskyldum þeirra
samúðarkveðjur.
Ólafur Ásgeirsson.
Í dag kveð ég heiðursmanninn og
vin minn, Ingimar Skjóldal. Sumarið
1963 hitti ég hann í fyrsta sinn er
hann kom heim í Þúfur að giftast
Elsu sinni. Ég var stelpuvillingur í
sveit og reyndi allt til að stríða hon-
um og hrekkja. Hann tók því með
jafnaðargeði en upp frá því urðum
við perluvinir og vorum enn þegar
hann skildi við. Heimili hans og Elsu
var alla tíð eins og annað heimili
mitt.
Margt er í minninga heimi
mun þar ljósið þitt skína,
englar hjá guði þig geymi
við geymum svo minningu þína.
(Höf. ók.)
Elsku Elsa, Eygló, Dilla, Haddý,
Stjáni og fjölskyldur, Guð styrki
ykkur. Ég kveð þig, kæri vinur, og
þakka fyrir allt.
Jóhanna Jónsdóttir (Nanna).
INGIMAR KR.
SKJÓLDAL
Elskulegur maðurinn minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
MATTHÍAS ANDRÉSSON
útskurðarkennari og fv. tollvörður,
Lækjasmára 6,
Kópavogi,
verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju föstudag-
inn 5. ágúst kl. 13.00.
Kristín Eggertsdóttir,
Ásrún Matthíasdóttir, Jón Friðrik Sigurðsson,
Marta Matthíasdóttir,
Eggert Matthíasson, Nanna Pálsdóttir,
Þórhallur Matthíasson, Elsa María Davíðsdóttir
og barnabörn.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
KRISTJÁN GUÐMUNDSSON,
Gullsmára 11,
sem lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
föstudaginn 29. júlí, verður jarðsunginn frá Foss-
vogskirkju þriðjudaginn 9. ágúst kl. 13.00.
Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hans er bent á líknardeildina í Kópavogi.
Guðrún Danelíusdóttir,
Friðleifur Kristjánsson, Borghildur Jónsdóttir,
Daði Kristjánsson, Brynja Harðardóttir,
Víðir Kristjánsson, Sirpa Niskanen,
barnabörn og barnabarnabön.