Morgunblaðið - 05.08.2005, Side 34
34 FÖSTUDAGUR 5. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Atvinnuauglýsingar
IKEA býður upp á fjölbreytt og lifandi
starfsumhverfi. Starfsfólki gefst tækifæri til að
vaxa í starfi, axla ábyrgð og vera mikilvægur
hlekkur í kraftmiklu og ört vaxandi fyrirtæki.
Viltu sveigjanlegan
vinnutíma?
Við leitum að starfsfólki í
hlutastörf í verslun okkar í vetur,
virka daga sem og um helgar.
Einnig leitum við að starfsfólki í
fullt starf. Viðkomandi þarf að
vera samviskusamur, stundvís
og þjónustulipur. Við bjóðum
mjög sveigjanlegan vinnutíma
og fjölbreytt vinnuumhverfi.
Umsóknareyðublöð er að finna á
www.IKEA.is og þjónustuborði IKEA,
tilgreina þarf starfið sem sótt er um.
Starfsfólk óskast í
sláturhús og
kjötvinnslu
í starfsstöð okkar á Reykjavegi 36,
Mosfellsbæ.
Umsóknir sendist á steini@isfugl.is eða
í síma 566 6103 (Þorsteinn)
frá kl. 13 til 16.
Kennari
Kennara vantar að Finnbogastaðaskóla næsta
vetur. Upplýsingar hjá skólastjóra í síma
451 4026 og 861 7145.
Framtíðarstarf
AÐFÖNG óska eftir starfsmönnum í lagerstörf.
Við bjóðum upp á góða tekjumöguleika, góða
vinnuaðstöðu og mötuneyti á staðnum. Leitað
er að kraftmiklum og áreiðanlegum einstak-
lingum sem eru eldri en 18 ára og vilja framtíð-
arstarf hjá traustu og framsæknu fyrirtæki. Um-
sóknareyðublöð má fá í móttöku Aðfanga í
Skútuvogi 7, 104 Reykjavík. Einnig er hægt að
sækja um á www.adfong.is. Upplýsingar gefur
Trausti í síma 693 5602.
Nánari upplýsingar hjá
Írisi í símum 483 3214
og 848 6214.
Blaðbera vantar á
Hverfisgötu,
í Skeifuna/Mörkina,
Lundirnar í Garðabæ,
Álftanes og í afleysingar
í Hraunbæ.
Atvinna óskast
Vantar þig bílstjóra?
22 ára kvk. með leigubíla-, rútu- og vörubíl-
stjóraréttindi óskar eftir vinnu á stór-Reykjavík-
ursvæðinu.
Upplýsingar í síma 849 6346.
Raðauglýsingar 569 1100
Styrkir
SAMIK Samstarf
Íslands og
Grænlands um
ferðamál
SAMIK auglýsir hér með eftir umsóknum um
styrki til verkefna sem aukið geta samstarf
Íslands og Grænlands á sviði ferðaþjónustu.
Styrkirnir geta aldrei numið nema 50% af heild-
arkostnaði viðkomandi verkefnis.
Umsóknir skulu sendar samgönguráðuneytinu,
merktar SAMIK, fyrir 1. september nk. á eyðu-
blöðum sem þar fást. Eyðublöðin er einnig að
finna á heimasíðu ráðuneytisins. Allar upplýs-
ingar þurfa að vera á dönsku eða ensku.
Nauðsynlegt er að leggja fram kostnaðaráætl-
un þess verkefnis sem sótt er um styrk til auk
nákvæmra upplýsinga um umsækjendur, verk-
efnið og tilgang þess.
Stefnt er að því að ákvörðun um úthlutun
styrkjanna liggi fyrir í lok september.
Fyrri helmingur styrksins er að jafnaði greiddur
út þegar ákvörðun um styrkveitingu liggur fyrir
og seinni helmingur þegar viðkomandi verk-
efni er lokið.
Eldri umsóknir er nauðsynlegt að endurnýja.
Nánari upplýsingar veitir Birgir Þorgilsson,
stjórnarmaður SAMIK, í síma 553 9799.
SAMIK
Samgönguráðuneytinu
Hafnarhúsinu v. Tryggvagötu
150 Reykjavík
www.samgonguraduneyti.is
Uppboð
Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á henni
sjálfri, sem hér segir:
Lyngás 1b, Rangárþing ytra, fnr. 165114, þingl. eig. Bára Guðnadóttir,
gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Tryggingamiðstöðin hf., þriðju-
daginn 9. ágúst 2005 kl. 13:30.
Sýslumaðurinn á Hvolsvelli,
4. ágúst 2005.
Uppboð
FRÉTTIR
HEIMSFERÐIR bjóða í mars og
apríl á næsta ári beint leiguflug til
Kúbu. Bjarni Hrafn Ingólfsson
markaðsstjóri segir að með þessu
fyrirkomulagi verði unnt að bjóða
betra verð og meiri sveigjanleika í
lengd ferða. Fyrsta ferðin verður 7.
mars.
Aðalferðamannatíminn á Kúbu er
að sögn Bjarna mánuðina janúar til
apríl og segir hann veðrið þá einna
best, hitinn sé þá 27 til 30 gráður.
Sem dæmi um verð nefnir Bjarni að
flugsæti með sköttum kosti 59.490
krónur en sé gisting tekin með, t.d. í
viku, sé verðið alls 69.990 kr. og er
þar miðað við gott hótel við strönd-
ina. Flogið er með þotu af gerðinni
Boeing 737-800, sömu gerð og
Heimsferðir hafa notað í flugi sínu
til sólarlanda og víðar.
Bjarni segir viðtökur við þessum
nýja áfangastað Heimsferða
ánægjulegar og undirtektir mun
betri en ætlað hafi verið. Segir hann
að síminn hafi nánast ekki stoppað
og fjöldi fólks komið á skrifstofuna.
Greinlegt sé að farþegar kunni að
meta möguleika á sveigjanleika í
ferðatilhögun, að geta dvalið á
Kúbu í eina viku, tvær eða þrjár og
hann segir einnig mikinn áhuga á
fjölbreyttu úrvali skoðunarferða
sem í boði eru.
Þá skipuleggja Heimsferðir til
dæmis tveggja vikna ferð frá 7. til
21. mars þar sem gist verður í Hav-
ana í nokkrar nætur og síðan farið í
fimm daga ferð um eyna og endað á
fjögurra daga dvöl á ströndinni á
Varadero. Kostar slík ferð 139.900
kr.
Heimsferðir bjóða Kúbuferðir í leiguflugi
NÚ um helgina 6.–7. ágúst halda
hestamannafélögin Þjálfi og Grani
stórmót sitt á Einarsstaðavelli í
Reykjadal. Keppt verður í B-flokki,
barna-, unglinga- og ungmenna-
flokki, A-flokki, tölti og skeiði. Sér-
stakur gestur mótsins er Hans
Kjerulf. Það er meðal einkenna
þessa móts að nokkrir hestar eru í
keppni inni á vellinum í einu.
Dagskrá hefst kl. 9.30 á laug-
ardag og kl. 19 verður grillveisla.
Þá verður brekkusöngur og kl. 23
verður opið hús í Breiðumýri þar
sem trúbadorinn Sigurður Illuga-
son skemmtir. Á sunnudag hefst
dagskrá kl. 10.30.
Stórmót Þjálfa
og Grana á
Einarsstöðum
Í frétt í Morgunblaðinu í gær af
komu gamanleikarans Rob Schneider
hingað til lands var rangt með farið
hvenær hann væri væntanlegur hing-
að. Schneider kemur hingað til lands
þriðjudaginn 23. ágúst næstkomandi
en ekki þriðjudaginn í næstu viku.
Beðist er velvirðingar á mistökunum.
Röng dagsetning
LEIÐRÉTT