Morgunblaðið - 05.08.2005, Síða 40

Morgunblaðið - 05.08.2005, Síða 40
40 FÖSTUDAGUR 5. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ MENNING www.kringlukrain.is sími 568 0878 Dans á rósum frá Vestmannaeyjum í kvöld Sumarkvöld við orgelið í Hallgrímskirkju 6. ágúst kl. 12.00: Zygmunt Strzep, orgel 7. ágúst kl. 20.00: Pólski orgelsnillingurinn Zygmunt Strzep leikur pólska orgeltónlist og verk eftir Bach og Eben. 5. sýn. lau. 6/8 kl. 14 sæti laus 6. sýn. sun. 7/8 kl. 14 sæti laus 7. sýn. fim. 11/8 kl. 19 sæti laus Sumartónleikar í Skálholtskirkju 31. starfsár, 2. júlí - 7. ágúst 2005 www.sumartonleikar.is LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST Kl. 14:00 Erindi í Skálholtsskóla Jaap Schröder fjallar um tilurð strengjakvartetta klassíska tímans. Kl. 14:55 Tónlistarsmiðja unga fólksins Kl. 15:00 Skálholtskvartettinn Haydn og svanasöngur Boccherinis Kl. 17:00 Djúpstrengjahópurinn Lilja Stjórnandi: Snorri Sigfús Birgisson Verk e. Önnu S. Þorvaldsd., Gunnar A. Kristinss. og Huga Guðmundss. frumfl utt Einnig L’Eternal retour e. Doinu Rotaru og Lilja e. Snorra S. Birgisson SUNNUDAGUR 7. ÁGÚST Kl. 15:00 Djúpstrengjahópurinn Lilja Efnisskrá laugardags endurfl utt Kl. 17:00 Guðsþjónusta Upp líttu sál mín og um sjá þig vel í úts. Þóru Marteinsdóttur fyrir strengjakvartett frumfl utt. Einnig fl utt tónlist af tónleikum helgarinnar. Kabarett í Íslensku óperunni Næstu sýningar Laugardaginn 6. ágúst Föstudaginn 12. ágúst Laugardaginn 13. ágúst Sunnudaginn 14. ágúst Miðar í síma 511 4200, og á www.kabarett.is Leikhópurinn Á senunni í samstarfi við SPRON Það var alveg sama um hvaðahandbragð var að ræða, húnnáði valdi á því öllu. Svo mælist Þorbergi Þorbergssyni verkfræðingi um verk Unnar Briem teiknikennara. Undirrituð er stödd á heimili Þorbergs og konu hans Hildar Bjarnadóttur fréttamanns, en Hildur er syst- urdóttir Unnar. Á borðstofuborð- inu liggja teikningar og skissur, forláta leirvasi, kjörgripir úr leðri og tveir stórir bakkar fullir af skarti. Á stólum og veggjum um- hverfis borðið eru málverk Unnar. „Þetta er nú bara hluti þess sem hún skildi eftir sig,“ segir Hildur; „…það er annað eins heima hjá Kristínu systur.“ Tilefni þess að Hildur og systir hennar eru að tína saman verk Unnar móðursystur þeirra, er það, að um þessar mundir minnist fjöl- skyldan aldarafmælis Unnar. Ákveðið var að efna til sýningar og gefa almenningi kost á að kynna sér verk hennar, áhugamál og þekkingarleit. Sýningin stendur í listmunasölunni Smíðum og skarti á Skólavörðustíg 16 frá og með deginum í dag.    En hver var Unnur Briem?Af sögunum sem Hildur og Þorbergur segja, hlýtur hún að hafa verið einstök, stórmerkileg og kannski svolítið á skjön við sína samtíð. „Það var svo merkilegt við Unni,“ segir Hildur, „…að hún var alla tíð að reyna að vera normal og passa inn í það hlutverk að vera prestsdóttirin góða af Staðastað. Henni tókst það bara ekki því hún var svo spes. Á sínum tíma kenndi hún nánast öllum börnum í Reykja- vík – á þeim árum, sem bærinn var allur innan Hringbrautar og Snorrabrautar. Frænka hennar Valgerður Briem kenndi í Austur- bæjarskólanum, þær voru miklir mátar, og frændinn Jóhann Briem kenndi í Gaggó Vest. Það er ein- hver hrikalegasta meðferð á lista- manni sem um getur, en þannig voru tímarnir. Sjálf leit Unnur ekki á sig sem listamann, og sóttist ekk- ert sérstaklega eftir viðurkenn- ingu, eins og systkini hennar hvöttu hana til.“ Unnur Briem teiknikennari fæddist 6. ágúst 1905 á Staðastað á Snæfellsnesi. Hún lauk prófi frá Kvennaskólanum í Reykjavík, 1927. Hún sótti Teikniskóla Rík- harðs Jónssonar, og lauk teikni- kennaraprófi í Kaupmannahöfn 1929. Hún var kennari í Austurbæj- arskólanum 1930 til 33 og Miðbæj- arskólanum frá 1933 til 59. Hún kenndi líka við aðra skóla, aðallega Handíðaskólann gamla, undanfara Listaháskólans. Árið 1934 tók hún saman leiðbeiningar um kennslu í teikningu fyrir barnakennara. Hildur segi Unni hafa verið mikla íþróttakonu, og ljósmyndir af henni með verðlaunapeninga eru til vitnis um það. Hún var útivist- armanneskja og náttúruunnandi, og Guðmundur í Miðdal var meðal ferðafélaga hennar, en hann var líka sem kunnugt er listamaður á margvíslegan efnivið. „Já, hún ferðaðist út um allt, og vílaði ekkert fyrir sér. En það var svo merkilegt, að þótt hún lenti oft í vanda, þegar bíllinn bilaði, eða eitthvað kom upp á, þá bjargaðist alltaf allt. Hún sagði bara „asskot- inn!“ og fyrr en varði var komið fólk til að hjálpa henni, hvort sem það var að skipta um dekk eða ann- að. Þegar hún var að bjóða borgun fyrir greiðann, þá var oftar en ekki að þetta voru gamlir nemendur sem tóku auðvitað ekki í mál að þiggja greiðslu fyrir viðvikið; jafn- vel sköllóttir karlar sem hún hafði kennt þegar þeir voru börn. Það voru svo margir sem þekktu hana. En hún var alltaf að,“ bætir Hild- ur við. „Hún var auðvitað kennari og þurfti ekkert á listamannsvið- urkenningunni að halda. Hún gerði bara það sem henni sýndist og var stöðugt að þróa sína list og leita að nýjum viðfangsefnum. Það var ekki farið að tala um símenntun í þá daga, en hún hélt stöðugt áfram að mennta sig. Þegar hún sótti nám- skeið, gerðist það iðulega að hún var farin að kenna kúnstina um leið. Hún var svo vel að sér.“ Unnur hélt áfram að mennta sigí myndlist fram á eftirlauna- aldur. Hún sótti námskeið heima og heiman, síðast á sjöunda áratugn- um í Bandaríkjunum. Hún var þá komin á eftirlaun og þar hófst í raun nýtt blómaskeið í lífi hennar. Mörg af bestu myndverkunum eru frá Bandaríkjatímanum, upp úr 1960. Megináherslu lagði hún á að læra smelti og helgaði síðustu krafta sína þeirri listgrein. Á borð- stofuborðinu hjá Hildi eru und- urfagrir smeltisgripir sem bera listfengi Unnar vitni, öskubakkar, eyrnalokkar, men og annað skart. En hún var aldrei við eina fjölina felld, þannig að eftir hana liggja myndverk og munir úr gleri, leir, tré, leðri og kopar. Hún virtist jafn- víg á olíu, túss og vatnsliti, postu- línsmálun lærði hún á sínum tíma í Kaupmannahöfn, hún bjó til leik- föng úr pappírsmassa og myndir úr rifnum pappír. Að sögn Hildar áttu systkini Unnar það til að segja að hún missti alltaf áhugann á þeirri tækni sem hún hefði náð verulegri leikni í, og sneri sér að öðru, í stað þess að koma verkunum á framfæri og geta sér orð sem listamaður. Þessi leit Unnar, eftir að full- komnun var náð á einu sviði, sýnir hve ung hún var í anda alla tíð, og hafði brennandi áhuga á meiri þekkingu. En listin varð aldrei upp- spretta að tekjum, enda þurfti hún ekki á þeim að halda, þar sem hún vann alltaf við kennslu. Hún lést í Reykjavík eftir erfið veikindi, 13. júlí 1969. Hún sagði bara „asskotinn“ ’Hún var kennari ogþurfti ekkert á lista- mannsviðurkenningunni að halda. Hún gerði það sem henni sýndist og var stöðugt að þróa sína list og leita að nýjum viðfangsefnum.‘ AF LISTUM Bergþóra Jónsdóttir Morgunblaðið/Árni Sæberg begga@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Morgunblaðið/Árni Sæberg Tvö málverka Unnar Briem og leð- urklæddir skrifborðsgripir. Unnur Briem teiknikennari. „... hún var alla tíð að reyna að vera normal, og passa inn í það hlutverk að vera prestsdóttirin góða af Staðastað. Henni tókst það bara ekki því hún var svo spes.“ Bókin Þríhyrnur og langsjöl eftir Sigríði Halldórsdóttur vefn- aðarkennara er nú gefin út öðru sinni. Bókin hefur verið ófáanleg um árabil en hún inniheldur 27 prjónauppskriftir að íslenskum sjölum og hyrnum auk grein- argóðra leiðbeininga og skýring- armynda af prjónaaðferðum. Loks má finna í bókinni söguleg korn um prjón á Íslandi og notkun hyrna og sjala. Í tilkynningu segir að uppskrift- irnar séu flestar unnar eftir göml- um sjölum og hyrnum og uppruni þeirra rakinn eftir megni enda margar þeirra kenndar við hann- yrðakonur 19. og 20. aldar. Stór hluti fyrstu útgáfu seldist til Bandaríkjanna ásamt hefti með þýðingum á prjónauppskriftunum. Ljósmyndir tók Rut Hallgríms- dóttir. Bókin er 78. blaðsíður og er 2. útgáfa gefin út af höfundi. Nánari upplýsingar á www.handid- ir.is. Nýjar bækur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.