Morgunblaðið - 05.08.2005, Síða 42
42 FÖSTUDAGUR 5. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ
SKEMMTILEGASTA STÓRMYND SUMARSINS.
FÓR BEINT Á TOPPINN Í BANDARÍKJUNUM!
400 kr. í bíó!*
Sýnd kl. 10.20 B.i 16 ára
Miðasala opnar kl. 14.45
Sími 564 0000
Sýnd í Smárabíói kl. 2.40, 5.20, 8 og 10.30
Sýnd kl. 8
Nú eru það fangarnir gegn vörðunum!
„…mynd sem hægt er að líkja við
Die Hard, spennandi og skemmtileg…”
ÓÖH DV
„þrusuvel heppnuð
spennumynd”K & F
Sýnd kl. 6 Í þrívídd
kl. 2.40, 5.20, 8 og 10.30
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 B.i 16 ára Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.30 Sýnd kl. 10.15 B.i 16 ára Sýnd kl. 3 B.i 10 ára
Sýnd kl. 3.40, 5.50 og 8 Í þrívídd
„…mynd sem hægt er að líkja við
Die Hard, spennandi og skemmtileg…”
ÓÖH DV
GEGGJAÐASTA GRÍNMYND ÁRSINS
Sýnd í Borgarbíói kl. 5.45, 8 og 10.20
VINCE VAUGHN
TILBOÐ400 KR.
REGLA #
27:
EKKI DRE
KKA YFIR
ÞIG,
TÓLIN VE
RÐA AÐ V
IRKA
REGLA #10:BOÐSKORT ERUFYRIR AUMINGJA!
VERIÐ er að leggja lokahönd á und-
irbúning hátíðargöngu Gay Pride –
Hinsegin daga. Allt er á iði á verk-
stæði göngunnar í húsnæði Klink og
Bank en eins og við er að búast hef-
ur mikil vinna og tími farið í und-
irbúning atriðanna. Allt stefnir í að
gangan í ár verði glæsilegri en
nokkru sinni fyrr og atriðunum í
göngunni hefur fjölgað frá í fyrra.
Þegar blaðamann og ljósmyndara
bar að garði voru ungliðar Samtak-
anna ’78 að skrúfa síðustu skrúf-
urnar í vagninn sinn: „Þetta hefur
gengið æðislega vel,“ sagði Haf-
steinn , einn af forsprökkum hóps-
ins, þegar hann var spurður um
hvernig verkið gengi. Hann bætti
við, og ekki laust við að hann væri
örlítið kotroskinn: „Þetta hafa verið
annasamar tvær vikur en núna er
allt tilbúið hjá okkur ungliðunum á
meðan margir aðrir virðast rétt vera
að byrja.“
Leynd hvílir annars yfir atriði
ungliðanna og fæst ekki meira út úr
Hafsteini enda skiptir öllu að koma
áhorfendum göngunnar á laugardag
á óvart.
Margslungin hugmyndafræði
Unnið var hörðum höndum ann-
ars staðar í húsinu og augljóslega er
djúp hugmyndafræði á bak við mörg
atriðin. Eitt þeirra fjallar um hring-
rás lífsins: „Á vagninum verður
ófrískur karlmaður, skeggjuð kona,
lítil börn, magadansmær og salsa-
drottning. Við verðum með engla,
spákonu, lífverði, trommur og dauð-
ann,“ útskýrði Beggi. „Hér verða
hommar, lesbíur og gagnkyn-
hneigðir. „Streit“ fólkið langar til að
taka þátt í gleðinni og vera með. Við
erum öll að vinna saman enda erum
við í raun öll ein keðja.“
Á næstu hæð var verið að hnýta
net utan um blöðruorminn sem að
vanda liðast með göngunni: „Ég hef
verið að kaupa þessi net árlega í
nokkur ár og er orðinn viðræðuhæf-
ur við sjómenn landsins,“ gantaðist
Þorvaldur við hnýtingarnar. Segja
má að gömul netagerðarhefð hafi
verið endurvakin í þessu gamla húsi
Hampiðjunnar en Þorvaldur bætti
við að í þetta skiptið þyrfti þrjá há-
lærða háskólamenn til að hnýta net-
ið, enda væru allir sem hjálpuðust að
við verkið sprenglærðir fræðimenn.
Kátínan var við völd um allt húsið.
Á einum stað var verið að mála ást-
arkveðju frá Berlín og á öðrum stað
hvein í stingsög og enn heyrðist grín
úr horninu: „Sjá þessar drottningar
að vinna með verkfæri!“ Og svarað
að bragði: „Er ekki hægt að ráða
verktaka í þetta?“
Hinsegin undir-
búningi að ljúka
Morgunblaðið/Sverrir
Í stefni: þessi fríði hópur gat lagt frá sér verkfærin eitt andartak.
Morgunblaðið/Sverrir
Unnið var hörðum höndum að ástarkveðju frá Berlín.
Morgunblaðið/Jim Smart
Sagað, mælt og hamrað: Mikil vinna hefur farið í smíði, sauma og æfingar.
Morgunblaðið/Jim Smart
Ungliðarnir hjálpuðust að við að festa síðustu skrúfurnar.
KOKKARNIR Á Hamborg-
arabúllunni við Tryggvagötu
hafa í tilefni hátíðisdaganna
um helgina bætt á matseðilinn
Hinsegin hamborgara.
Alkunna er að hamborgarar
eru alla jafna samsettir úr
kjöti, salati og sósu sem síðan
er lagt á milli topp-hluta og
botn-hluta hamborg-
arabrauðs.
Hinsegin hamborgarinn er
frábrugðinn að því leyti að á
táknrænan hátt eru notaðir
annaðhvort tveir topphlutar
eða tveir botnhlutar hamborg-
arabrauðsins.
Kannski að í hamborg-
urunum leynist viss sann-
leikur því þótt hinsegin-
hamborgararnir kunni við
fyrstu sýn að virðast óvenju-
legir skiptir, þegar betur er að
gáð, engu máli hvort ham-
borgararnir eru svona eða
hinsegin: þeir eru allir jafn-
góðir á bragðið.
Hinsegin
hamborg-
arar í tilefni
dagsins
Morgunblaðið/Jim Smart
Öddi á Hamborgarabúllunni
sýnir hér hinsegin borgara,
hvorn af sinni gerðinni.