Morgunblaðið - 05.08.2005, Síða 48

Morgunblaðið - 05.08.2005, Síða 48
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 5. ÁGÚST 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Næring ekki refsing Opið 8-24 alla daga í Lágmúla og Smáratorgi VELTA í viðskiptum í Kauphöll Ís- lands í gær var sú þriðja mesta á einum degi frá upphafi. Hlutabréf fyrir tæplega 19,2 milljarða króna voru keypt og seld. Mest munaði um veltu með bréf Íslandsbanka en hún var ríflega 8,4 milljarðar króna. Velta með bréf KB banka var 3,6 milljarðar og með bréf Landsbankans var veltan 2,3 milljarðar króna. Ljóst var í byrjun dags að velta yrði mikil en fyrir opnun höfðu við- skipti Milestone með bréf Íslands- banka verið tilkynnt. Þau viðskipti hljóðuðu upp á tæpa 7,9 milljarða króna. Mest velta með hlutabréf í Kaup- höllinni frá upphafi var 30. sept- ember 2004 en þá var hún 33,8 milljarðar króna. Þann dag var velta með Íslandsbanka einnig mest, 30 milljarðar, en Straumur keypti þá 14,4% hlut í bankanum. Næstmest var veltan 19. september 2003, 24,8 milljarðar, en kvöldið áð- ur höfðu miklar sviptingar orðið í íslensku viðskiptalífi er stór fyr- irtæki svo sem Eimskip skiptu um eigendur.                           0 '     ( *+ )    "! Góður dagur í Kauphöllinni Eftir Guðmund Sverri Þór sverrirth@mbl.is Þriðju mestu hlutabréfaviðskiptin á einum degi frá upphafi „FÓLK er bara fólk. Ég dæmi þig ekki fyrir eitthvað sem ég held að þú sért áður en við töl- um saman, það sést ekki á útliti fólks hvað það getur,“ segir Bjarki Birgisson sem ásamt Guð- brandi Einarssyni lauk í gær göngu í kringum landið undir kjörorðinu „Haltur leiðir blindan“. Tilgangur göngunnar var margþættur en m.a. að vekja athygli á málefnum barna með sér- þarfir. Þeir Bjarki „halti“ og Guðbrandur „blindi“ hafa gengið 1.300 km á 46 dögum, en með þeim í för var Tómas Birgir Magnússon íþróttakenn- ari. Um hundrað manns gengu með þeim síð- asta spölinn meðfram Reykjavíkurtjörn og fatlaðra, afhentu görpunum veglega minja- skildi. „Það má segja að hugmyndin hafi kviknað í einhverjum fíflagangi hjá okkur á nudd- bekknum. Ég nudda Bjarka, þannig þekkjumst við,“ sagði Guðbrandur en frumkvæðið að ferð- inni var alfarið þeirra. „Auðvitað komu upp einhverjir örðugleikar í samstarfinu á leiðinni, þeir löbbuðu oft dögum saman yfir hálendi þar sem þeir hittu fáa,“ sagði Þorgerður Ragnarsdóttir, fram- kvæmdastjóri Sjónarhóls – ráðgjafarmið- stöðvar fyrir foreldra langveikra og fatlaðra barna. „Það reynir á. En þeir sigruðust á öllum slíkum erfiðleikum og komu alltaf fram sem einn maður í þessari göngu. Það er félagslegt afrek, ekki síður en hið andlega og líkamlega.“ fjöldinn allur fagnaði með þeim á Ingólfstorgi, m.a. Sigríður Anna Þórðardóttir umhverf- isráðherra og Anna Kristinsdóttir, formaður ÍTR. Árni Magnússon félagsmálaráðherra sagði strákana fyrirmyndir, ekki bara fyrir fatlaða heldur fyrir alla. Stjórnarformaður Sjónarhóls, Andrés Ragnarsson, benti á að hindranir væru hugarfóstur og þær væri allar hægt að yf- irstíga. Þá benti Alfreð Þorsteinssson á að „Haltur leiðir blindan“ hefði nú öðlast nýja og jákvæða merkingu. „Einfaldlega afreksmenn,“ sagði Einar K. Guðfinnsson, formaður ferða- málaráðs. Ellert B. Schram, formaður ÍSÍ, og Stefán Áki Lúðvíksson, formaður íþróttasambands Morgunblaðið/Sverrir „Félagslegt, andlegt og líkamlegt afrek“ Eftir Önnu Pálu Sverrisdóttur aps@mbl.is LINDA Björg Ármannsson, átta ára stúlka sem býr í Ástralíu, varð á dögunum heimsmeistari í svo- nefndum BMX-hjólreiðaþrautum í sínum aldursflokki í þriðja skiptið í röð. Frægðarsól þessa þrefalda ís- lenska heimsmeistara hefur ekki skinið jafnskært hér á landi og ætla mætti en ástæða þess er eflaust sú að hún hefur búið í Ástralíu alla sína ævi. Hún er hins vegar af ís- lensku bergi brotin og báðir for- eldrar hennar eru íslenskir, þau Gyða Gissurardóttir og Helgi Ár- mannsson. Á heimilinu er einnig Michael, 15 ára, og er fjölskyldan búsett í Forrestdale skammt utan Perth í Vestur-Ástralíu. 28 stúlkur frá ellefu löndum öttu kappi í París Í heimsmeistarakeppninni í ár, sem fram fór í París, kepptu 28 stúlkur frá ellefu löndum í sama flokki og Linda og bar hún eins og áður segir sigur úr býtum. Árin á undan fór keppnin fram í Hollandi og í Ástralíu. Linda hefur æft sig á BMX-hjólið frá því að hún var þriggja og hálfs af stelpum sem geri það líka. „Ég hef komið einu sinni til Ís- lands og fannst það gaman,“ segir Linda og bætir við að eftirminnileg- ast hafi verið að sjá allan snjóinn hér á landi. Fékk áhugann frá eldri bróður Eldri bróðir Lindu, Michael Ár- mannsson, hefur einnig keppt í BMX-mótum og komst í átta manna úrslit á heimsmeistaramótinu í Par- ís. Það var einmitt hjá honum sem áhugi Lindu á BMX-hjólreiðum vaknaði. „Linda byrjaði af því að bróðir hennar var að hjóla. Hún vildi endi- lega gera þetta líka,“ segir Gyða og rifjar upp að Linda hafi ekki fyrr verið hætt að nota hjálpardekk en hún fór á BMX-hjól. „Ég var dálítið hrædd en pabbi hennar hjálpaði henni yfir stóru hoppin,“ segir Gyða aðspurð hvort henni hafi ekki orðið um þegar dóttirin hóf að æfa þessa íþrótt. Hún segir að þrautirnar í keppn- unum geti hins vegar verið hættu- legar og meiðsli séu algeng í þess- um keppnum. Foreldrar Lindu styðja hins veg- ar vel við bakið á henni og mæta með henni á æfingar í hverri viku. árs og tók þátt í sinni fyrstu heims- meistarakeppni þegar hún var sjö ára. Í samtali við Morgunblaðið sagð- ist heimsmeistarinn ungi æfa sig að jafnaði þrisvar í viku, þar af einu sinni með þjálfara. „Þetta krefst mikillar æfingar,“ segir hún þegar blaðamaður spyr hvernig hún hafi orðið svona góð á BMX-hjólinu. Linda segir að þótt aðallega strákar æfi þessa íþrótt sé talsvert Átta ára íslensk stúlka er þrefaldur BMX-heimsmeistari „Krefst mikillar æfingar“ Eftir Árna Helgason arnihelgason@mbl.is Linda Björg Ármannsson með verð- launagripinn sem fylgir titlinum. EINAR K. Guðfinnsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, ritar grein í Morgunblað- ið í dag þar sem hann heldur því fram að af- nema eigi vaxtabótakerfið í þágu atvinnuör- yggis. Í grein Einars segir að vaxtabótakerfið sé ríflega fimm milljarða niðurgreiðslu- og millifærslukerfi, að hluta frá landsbyggð á höf- uðborgarsvæðið. „Við eigum að taka þá á orðinu sem krefjast aukins aðhalds í ríkisfjármálum, afnema þá tímaskekkju sem fimm milljarða niðurgreiðsla á lánsfé er og stuðla þannig að betra rekstr- arumhverfi fyrir útflutningsgreinarnar okkar og atvinnulífið allt til lengri tíma,“ segir Einar m.a. í grein sinni. | 25 Vill afnema vaxtabótakerfið SJÁVARÚTVEGSRÁÐUNEYTIÐ gaf í gær út reglugerð um úthlutun byggðakvóta fyrir kom- andi fiskveiðiár. Úthlutað verður 4.010 lestum sem er 800 lesta aukning frá síðasta fiskveiðiári. Tæplega helmingi kvótans verður úthlutað til minni byggðarlaga sem lent hafa í vanda vegna samdráttar í veiðum og vinnslu á botnfiski. 2.010 þorskígildislestum verður svo ráðstafað til sveit- arfélaga sem orðið hafa fyrir óvæntri skerðingu á heildaraflaheimildum. Alls fá 32 sveitarfélög byggðakvóta vegna 41 byggðarlags, en 37 sveit- arstjórnir sóttu um. Úthlutun vegna hruns á skel- og innfjarðarrækjuveiðum minnkar og fá rækju- og skelbátar 3.096 þorskígildislestir. | 11 Úthluta auknum byggðakvóta ♦♦♦ FISKISÚPUKVÖLDIÐ mikla verður haldið hátíðlegt á Dalvík í kvöld en það er undanfari Fiskidagsins mikla sem fram fer á morgun í fimmta sinn. Fiskisúpukvöldið er nýbreytni en þá gefst gestum og gangandi tækifæri til að banka upp á hjá heimilisfólki á Dalvík og fá að smakka fiskisúpu ókeypis en um þrjátíu heimili hafa skráð sig til leiks og verða þau lýst upp með ljósaseríum og kyndlum. Í ár er búist við að rúmlega 30.000 manns sæki bæjarbúa heim. | 11 Búast við þrjátíu þúsund gestum ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.