Morgunblaðið - 06.08.2005, Qupperneq 8
8 LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Fjöldi atvika, semvarða sjúklinga ogeru skráð í rafræn-
an atvikaskráningargrunn
Landspítala – háskóla-
sjúkrahúss (LSH), er um-
talsvert meiri fyrstu sjö
mánuði ársins en fjöldi
þeirra atvika sem skráð
voru á sama tíma árin
2004 og 2003. Þannig voru
847 atvik skráð fyrstu sjö
mánuði ársins 2005 sam-
anborið við 482 atvik árið
2004 og 219 atvik árið
2003. Leifur Bárðarson,
yfirlæknir á deild gæða-
mála og innri endurskoðunar á
LSH, telur að skýringin á aukn-
um fjölda skráðra atvika sé ekki
sú að atvikum hafi fjölgað heldur
séu fleiri atvik skráð nú en áður.
„Áður fyrr fylgdi það því að
leggjast inn á sjúkrahús að eitt og
annað kom fyrir en það er að
breytast. Þannig eru menn ekki
hræddir við að skrá þau atvik sem
upp koma og starfsfólk sjúkra-
húsa er orðið mun meira meðvitað
um þetta kerfi,“ segir Leifur en
rafræn atvikaskráning sjúklinga
hófst árið 2003.
„Um er að ræða læstan gagna-
grunn en kerfið er þannig upp-
byggt að þar til gert eyðublað er
aðgengilegt öllum á innra neti
sjúkrahússins. Þegar skýrsla um
atvik hefur verið fyllt út fer hún í
aðgangsstýrðan gagnagrunn en
aðgang að þeim grunni hafa þeir
stjórnendur sem málið varðar.
Unnið er úr gögnum rafrænt en
hver og ein atvikaskýrsla er trún-
aðarmál og rækilega merkt sem
slík.“
Ekki ætlunin að ásaka neinn
„Erlendis virðast atvik frekar
vera skráð þegar einhverjar af-
leiðingar eru en tölur sýna að hér
á landi erum við á annarri og
betri braut. Þannig er fjöldi at-
vika skráður hér á landi þrátt fyr-
ir að afleiðingarnar séu engar.“
Skilgreining LSH á atviki er
nokkuð víðari en alþjóðlegar skil-
greiningar af svipuðum toga.
„Við köllum það atvik sem á
ensku er nefnt „medical errors“
eða „medical events.“ Við reynum
að tóna þetta niður vegna þess að
rannsóknir hafa sýnt að í 85 til
90% tilvika er ekki um það að
ræða að einhver hafi gert eitthvað
rangt. Það er ekki það að einhver
geri eitthvað vísvitandi rangt
heldur er um villur að ræða í hinu
flókna kerfi sem heilbrigðisþjón-
usta er orðin í dag. En það er
mannlegt að vilja ekki vera sá
fyrsti sem segir frá þeim mistök-
um sem eiga sér stað. Þess vegna
köllum við þetta atvik en það er
ekki ásakandi enda er það ekki
ætlunin með þessum skráningum
að ásaka neinn.“
Ekki skylt samkvæmt lögum
Starfsfólki sjúkrahúsa er það
ekki skylt samkvæmt lögum að
skrá atvik í sérstakan atvika-
skráningargrunn líkt og í Dan-
mörku þar sem sú skylda hvílir á
starfsfólki sjúkrahúsa að skrá þau
atvik sem upp koma í slíkan
grunn. Hins vegar er heilbrigð-
isstarfsfólki á Íslandi skylt sam-
kvæmt 18. gr. læknalaga að rann-
saka og finna skýringu á
óvæntum skaða sem meðferð get-
ur haft för með sér og tryggja eft-
ir því sem kostur er að atvik eigi
sér ekki stað aftur. Þess vegna
hefur LSH komið sér upp sínum
gagnagrunni varðandi atvik til
þess að eiga auðveldara með að
hafa yfirsýn yfir þau. Að sögn
Leifs væri ekkert sem mælti á
móti því að koma á skylduskrán-
ingu í atvikaskráningargrunn hér
á landi en hann efast þó um að
það myndi hafa úrslitaáhrif.
Þannig sé ætíð æskilegast að fag-
legur metnaður hvers og eins
starfsmanns sé honum nægileg
hvatning til þess að skrásetja at-
vik.
Stuðlar að bættri þjónustu
„Meginástæða þess að sjúkra-
húsið hefur farið út í þessa raf-
rænu skráningu er að afla vitn-
eskju um hvers vegna atvikin eigi
sér stað svo koma megi af stað
umbótum til að koma í veg fyrir
þau. Einnig að sjálfsögðu til að
tryggja samræmd vinnubrögð
sjúkrahússins gagnvart þeim ein-
staklingum sem fyrir atviki verða.
Kerfið auðveldar fagfólki að hafa
yfirsýn yfir hvers konar atvik
eiga sér stað og gefur þeim þar
með möguleika á að bregðast við í
fyrirbyggjandi skyni,“ segir Leif-
ur og bætir við til útskýringar:
„Í grófum dráttum má segja að
eitthvað í meðferð sjúklings fari
ekki eins og til var ætlast. Sem
dæmi má nefna að sumir þurfa
vökva í æð og þá er sett í þá nál.
Ef það kemur roði og sýking í
kringum nálina er eitthvað ekki
eins og það á að vera og það er þá
skráð. Ef þetta gerist of oft sjáum
við það og getum skoðað hvort að
eitthvað sé að og hvort að við ger-
um eitthvað rangt.“
Að mati Leifs veitir kerfið
starfsfólki spítalans mikilvægt að-
hald og stuðlar að bættri þjónustu
við sjúklinga.
„Þannig hefur verið lögð mikil
áhersla á að starfsmenn skrái at-
vik í grunninn og hefur skráning
farið jafnt og þétt vaxandi sem er
merki um að fagfólk vilji nota
kerfið til að koma í veg fyrir atvik
og tryggja þar með sem örugg-
asta þjónustu sjúkrahússins.“
Fréttaskýring | Atvik sem varða sjúklinga
eru skráð í rafrænan gagnagrunn
Veitir mikil-
vægt aðhald
Fjöldi atvika er skráður þrátt fyrir
að afleiðingarnar séu engar
Skráning í grunninn hefur farið vaxandi.
Skilgreining LSH á atviki
Skilgreining LSH á atviki er
svohljóðandi: „Atvik er eitthvað
óvænt sem sjúklingur verður fyr-
ir við meðferð eða umönnun á
sjúkrahúsinu eða á vegum þess,
án tillits til hvort það hefur áhrif
á ástand hans og/eða meðferð
eða ekki.“
Skilgreiningin er mjög víð en
að sögn Leifs er það af ásettu
ráði til þess að ná til þeirra at-
vika þar sem engar afleiðingar
verða en hefðu getað orðið.
Eftir Þóri Júlíusson
thorirj@mbl.is
FARÞEGASKIP sem hingað koma setja vissulega al-
þjóðlegan blæ á borgina að margra mati. Sífellt fleiri
skip koma við hér á leið sinni um úthöfin. Mörg heim-
sækja ekki aðeins Reykjavík heldur fara ströndina og
koma við á Ísafirði og á Akureyri. Stundum er erfitt að
sjá hvort mynd er tekin hér á landi eða einhvers staðar
á suðrænum stað. En merkingar á götum, húsum og
stöðum koma fljótt upp um hvar myndir eru teknar.
Það er ólíklegt að annars staðar í heiminum megi finna
Faxagarð.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Enginn Faxagarður í Feneyjum