Morgunblaðið - 06.08.2005, Síða 9

Morgunblaðið - 06.08.2005, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 2005 9 FRÉTTIR Verðhrun á sumarfatnaði Opið virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • Sími 581 2141 Eddufelli 2 Bæjarlind 6 sími 557 1730 sími 554 7030 Opið mán.-fös. frá kl. 10-18, lau. kl. 10-15 Algjört verðhrun á útsölunni iðunn tískuverslun Kringlunni s. 588 1680 Síðustu dagar útsölunnar 20% aukaafsláttur Útsala 25-90% afsláttur Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn Fylgi flokkanna nánast óbreytt SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN fengi tæplega 38% fylgi, ef kosið yrði til Alþingis nú, ef marka má Gallup- könnun sem gerð var dagana 29. júní til 27. júlí. Samfylkingin fengi 32% fylgi, Vinstrihreyfingin – grænt fram- boð 16% fylgi, Framsóknarflokkurinn tæplega 9% fylgi og Frjálslyndi flokkurinn tæplega 5% fylgi. Er þetta svipað fylgi og flokkarnir mældust með í Gallup-könnun sem gerð var mánuði á undan. Samfylk- ingin tapar þó einu prósentustigi og Frjálslyndi flokkurinn bætir að sama skapi við sig einu prósentustigi. Úrtakið í könnuninni var 2.431 maður á aldrinum 18 til 75 ára. Svar- hlutfallið var um 62%. Lýst eftir bifreið LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eft- ir bifreiðinni VP-567, sem er Mazda 323, blá að lit, árgerð 1991. Ekkert er vitað um ferðir bifreiðarinnar frá 12. júlí sl. Þeir sem geta gefið upplýsingar um hvar bifreiðin er nú, eru beðnir um að láta lögregl- una vita í síma 444 1101. Skoða plöntur á Þingvöllum PLÖNTUSKOÐUNARFERÐ verð- ur á Þingvöllum í dag og verður farið í Snóku og Hvannagjá, þar sem gestir munu kynnast gróðurfari í dýpstu gjám Þingvalla. Gangan tekur um 3 tíma og hefst við Þjónustumiðstöðina kl. 13. Á morgun verður fornleifaskóli barnanna kl. 13 við Öxará en í sumar hafa börn notið leiðsagnar landvarða við fornleifauppgröft. Börnin fá múr- skeiðar og grafa á þar til gerðu svæði. Einnig verðu fjölskylduguðsþjón- usta í Skógarkoti í Þingvallasveit á morgun kl. 14.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.