Morgunblaðið - 06.08.2005, Side 10
10 LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
á morgun
„Þetta er mesti
atburður mann-
kynssögunnar“
Harry S. Truman 6. ágúst 1945.
EINAR K. Guðfinnsson alþingis-
maður segir eðlilegt að bankarnir
láti viðskiptavini sína njóta góðrar
afkomu bankanna. Hann telur sann-
gjarnt að bankarnir lækki þjónustu-
tekjur sínar og láti viðskiptavini
sína njóta ávaxtanna af góðum arði.
Guðjón Rúnarsson, fram-
kvæmdastjóri Samtaka banka og
verðbréfafyrirtækja (SBV), segir
þjónustugjöld íslenskra banka vera
með því lægsta sem þekkist miðað
við nágrannalöndin og bendir á að
grimm samkeppni á bankamarkaði
skili sér til neytenda á margvísleg-
an hátt.
Góð afkoma bankanna býður
upp á aukið svigrúm til aðgerða
„Það er mikið gleðiefni að bank-
arnir eru að hagnast vel og í mark-
aðsþjóðfélagi hljóta menn að líta á
það sem ákveðin skilaboð ef bank-
arnir geta komið til móts við sína
viðskiptavini með ýmsum hætti.
Það hafa þeir svo sannarlega verið
að gera, þeir hafa
verið að styrkjast
og hafa boðið upp
á betri vaxtakjör
en áður,“ segir
Einar og bætir
því við að engin
ástæða sé til að
gera lítið úr því.
Hann telur þó að
góð afkoma bank-
anna sýni að enn
sé svigrúm til aðgerða. „Ég vek at-
hygli á því að KB banki mat þetta
nákvæmlega þannig í fyrra þegar
bankinn lækkaði sín þjónustugjöld í
kjölfar góðs uppgjörs þá. Ég tel að
þetta metuppgjör núna, þar sem
hagnaður bankanna á fyrri hluta
þessa árs er orðinn meiri en metárið
í fyrra, gefi ennþá tilefni til þess að
bankarnir komi frekar til móts við
sína viðskiptavini,“ segir Einar og
bætir því við að hann vilji ekki feta
þá slóð að skattleggja bankana og
tekjur einstakra starfsmanna sér-
staklega. Hann vill að bankarnir
komi frekar til móts við viðskipta-
vini sína með því að minnka kostnað
þeirra af bankaviðskiptunum og
bæta hag þeirra með þeim hætti.
Neytendur standa
vel að vígi
Guðjón segir þjónustugjöld á ein-
staklinga hérlendis vera með því
lægsta sem þekkist í nágrannalönd-
unum. Það hafi m.a. komið fram í
könnun sem SBV lét framkvæma í
fyrra. „Íslenskir neytendur standa
vel að vígi í þeim efnum. Síðan þá
hafa þjónustugjöld staðið í stað og í
raun, að teknu tilliti til verðbólgu,
verið að lækka.“ Hann segir að
bankarnir hafi auk þess í sinni
grimmu samkeppni verið að bjóða
upp á t.a.m. afslátt eða brottfall
kortagjalda til fastra viðskipta-
manna. „Ég held að það sé engin
ástæða til annars en að ætla, í þessu
grimma samkeppnisumhverfi, að
neytendur muni halda áfram að
njóta góðs af því. Aukinn styrkur
þessara fyrirtækja gerir þeim enn
frekar kleift að bjóða viðskipta-
mönnum sem best kjör alveg eins og
sást með innkomu bankanna á
íbúðalánamarkað,“ segir Guðjón.
Bankarnir lækki þjónustugjöld
Einar K.
Guðfinnsson
Gjöldin eru lág, segir framkvæmdastjóri SBV
Eftir Jón Pétur Jónsson
jonpetur@mbl.is
SAMNINGUR um uppbyggingu
Síldarminjasafnsins á Siglufirði var
undirritaður í Bátahúsinu í gær, en
hann er á milli menntamálaráðuneyt-
isins og Félags áhugamanna um
minjasafn, fyrir hönd Síldarminja-
safnsins. Þorgerður Katrín Gunn-
arsdóttir menntamálaráðherra og
Örlygur Kristfinnsson, safnsstjóri
Síldarminjasafnsins, undirrituðu
samninginn, en í honum felst að ráðu-
neytið mun beita sér fyrir 40 milljóna
króna framlagi í fjárlögum á næstu
þremur árum.
Síldarminjasafnið var opnað árið
1994 og hlaut safnið önnur að-
alverðlaun Evrópuráðs safna á síðast-
liðnu ári, Micheletti-verðlaunin, sem
veitt eru fyrir framúrskarandi starf á
sviði vísinda, iðnaðar eða tækni.
Undirritunin fór fram í bátahúsinu,
en árið 2003 var bygging þessarar
1050 fermetra skemmu, sem Hákon
krónprins Noregs vígði við athöfn
síðastliðið sumar, hafin. Þar hefur 10
bátum og skipum verið stillt upp á
milli bryggja með fjölda sögulegra
minja sem endurskapa stemmningu
síldarhafnarinnar frá 1950.
Menntamálaráðherra sagðist við
þetta tækifæri vilja koma á framfæri
þakklæti til Siglfirðinga fyrir að
koma á framfæri og skrá og skila til
landamanna merkilegum kafla í sögu
þjóðarinnar, „og þið hafið gert það af
miklum myndarbrag og metnaði,“
sagði Þorgerður Katrín. Hún sagði
það skipta máli hvernig hugmynda-
fræðin væri á bak við uppbyggingu
safna og stefnumótunin og margir
gætu tekið sér Síldarminjasafnið til
fyrirmyndar í þeim efnum. „Þið eruð
að gera þetta með mjög vísindalegum
hætti.“ Evrópsku safnaverðlaunin frá
í fyrrasumar undirstrikuðu það
hversu vel væri staðið að uppbygg-
ingu safnsins. Kvaðst hún þess full-
viss að safnið ætti eftir að vaxa og
dafna á komandi árum, „samning-
urinn er í raun sátt um það að við ætl-
um að standa áfram af metnaði að
uppbyggingu safnsins, það skiptir
máli fyrir okkur að þessir hlutir séu
gerðir og hvernig þeir eru gerðir.“
Síldarauðurinn undirstaðan
„Þetta er stór stund og afar þakk-
arverð, “ sagði Örlygur Kristfinns-
son, safnsstjóri Síldarminjasafnsins.
Hann sagði óvenjulegt hvernig rík-
isstjórn stæði að stuðningi við upp-
byggingu safnsins. Síldarminjasafnið
sagði hann fjalla um stóran þátt í nú-
tímasögu okkar Íslendinga, síldina á
20. öldinni, „og það mikla hlutverk
sem hún gegndi í þjóðlífinu og í lífi
fólks, þar sem síldin breytti öllu, og
nútíminn, velmegun okkar, er sögð
hvíla á síldarauðnum, sem skapaður
var hér á Siglufirði, Raufarhöfn,
Seyðisfirði og öðrum síldarbæjum
þessa lands.“
Örlygur sagði að síldarminjasafnið
væri nú orðið stærsta sjóminjasafn á
landinu, iðnaðarsafn líka, „ og senni-
lega líka stærsta safn á Íslandi ef tal-
ið er í sýningarrými.“
Hann sagði stuðning ríkisins og
Siglufjarðarbæjar hafa gert það kleift
að vinna að það stórvirki sem upp-
bygging safnsins væri.
Safnið byggt upp af
myndarbrag og metnaði
Morgunblaðið/Margrét Þóra
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og Örlygur Krist-
finnsson safnstjóri við Draupni í Bátahúsi Síldarminjasafnsins.
40 milljóna króna
framlag á
árunum 2006-8
Eftir Margréti Þóru Þórsdóttur
maggath@mbl.is
ÞJÓÐHÁTÍÐARNEFND Vest-
mannaeyja hefur sent frá sér yfirlýs-
ingu þar sem hörmuð er sú uppá-
koma, sem varð á Brekkusviðinu í
Herjólfsdal á sunnudagskvöldinu, og
biður hún Hreim Örn Heimisson
söngvara afsökunar á framferði ann-
ars starfsmanns gagnvart honum
umrætt kvöld. Er þar átt við Árna
Johnsen, sem hefur áður sent frá sér
yfirlýsingu vegna málsins. Í henni
bað Árni Hreim afsökunar á að hafa
rekist slysalega á hann á sviðinu, eins
og það er orðað í yfirlýsingunni.
Hreimur sagði í samtali við frétta-
ritara Morgunblaðsins að hann tæki
afsökunarbeiðni Árna góða og gilda
en hann væri ekki sammála honum
um málsatvik.
„Þjóðhátíð Vestmannaeyja var
fyrst haldin fyrir 131 ári,“ segir í yf-
irlýsingu Þjóðhátíðarnefndar. „Há-
tíðin er stór menningarviðburður
sem dregur að sér fjölda gesta og
skiptir miklu máli í íþrótta-, menn-
ingar- og viðskiptalífi Vestmannaey-
inga.
Þjóðhátíð byggir á miklu og óeig-
ingjörnu framlagi félaga í ÍBV við
undirbúning og framkvæmd hátíðar-
innar og góðu og traustu samstarfi
við starfsmenn, lögreglu og þjónustu-
aðila. Hún er því rík ábyrgð Þjóðhá-
tíðarnefndar sem hefur með höndum
undirbúning, skipulag og stjórn há-
tíðarinnar í umboði aðalstjórnar fé-
lagsins. Þjóðhátíðarnefnd ræður alla
starfsmenn á hátíðina, launaða sem
ólaunaða, en í ár voru þeir ríflega 740
talsins. Listamenn sem fram koma
eru mikilvægir starfsmenn Þjóðhá-
tíðarnefndar. Á Þjóðhátíð 2005 komu
fram liðlega 150 listamenn. Þjóðhá-
tíðarnefnd færir þeim þakkir fyrir
gott og ánægjulegt samstarf.
Þjóðhátíðarnefnd harmar þá uppá-
komu sem varð á Brekkusviðinu á
sunnudagskvöldinu og biður Hreim
Örn Heimisson afsökunar á framferði
annars starfsmanns gagnvart honum
umrætt kvöld.
Hreimur Örn Heimisson hefur
reynst öflugur starfsmaður Þjóðhá-
tíðarnefndar um árabil. Störf hans
verðskulda eingöngu virðingu og
þakklæti.“
Undir yfirlýsinguna skrifa Magnús
Birgir Guðjónsson, Páll Scheving
Ingvarsson og Tryggvi Már Sæ-
mundsson.
Þjóðhátíðarnefnd bið-
ur Hreim afsökunar
BJARKI Birgisson og Guðbrandur
Einarsson sem hafa, eins og alþjóð
veit, gengið hringinn í kringum landið
síðan 20. júní undir kjörorðunum
Haltur leiðir blindan, höfðu viðkomu í
Mosfellsbæ á fimmtudag á 46. og síð-
asta degi göngunnar. Ragnheiður
Ríkharðsdóttir, bæjarstjóri Mosfells-
bæjar, hitti þá félaga við bæjarmörk-
in og bauð alla velkomna í Mos-
fellsbæ. Fleiri íbúar bættust í hópinn
á leiðinni og gengu með þeim í fylk-
ingu að Kjarnanum í miðbæ Mosfells-
bæjar þar sem boðið var upp á léttar
veitingar í boði Mosfellsbæjar. Þar
tilkynnti Ragnheiður bæjarstjóri að
ákveðið hefði verið að leggja málefn-
inu lið og gefa til þess 10 krónur á
hvern íbúa sem eru samtals 70 þús-
und krónur, segir í fréttatilkynningu.
Eftir að allir höfðu nært sig héldu
sumir áfram en aðrir létu þetta gott
heita. Stóð til að Ragnheiður bæjar-
stjóri fylgdi þeim félögum Guðbrandi
og Bjarka að bæjarmörkunum en hún
lét sér ekki nægja það, heldur hélt
hún áfram og kláraði daginn með
þeim upp að Rauðavatni.
Tilgangur hringgöngunnar ,,Halt-
ur leiðir blindan var meðal annars að
vekja athygli á málefnum fatlaðra
barna og barna sem eiga við erfið og
langvarandi veikindi að stríða.
Mosfellsbær styrkir verkefnið
um 10 krónur á hvern íbúa
Verkefnið Haltur leiðir blindan fær góðan stuðning