Morgunblaðið - 06.08.2005, Qupperneq 14
14 LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
ÞETTA HELST ...
VIÐSKIPTI
● ÚRVALSVÍSITALA Kauphallar Ís-
lands fór í fyrsta sinn yfir 4.500 stig í
gær. Hækkaði hún um 0,6% innan
dagsins og endaði í 4.516 stigum.
Mest hækkun var á verði hlutabréfa í
Marel, eða um 8,4%, og Og Voda-
fone um 4,56%. Viðskipti með hluta-
bréf voru mikil, námu alls 13,7 millj-
örðum króna, en þar af voru 8,3
milljarðar með hlutabréf í Burðarási
vegna sölu Samherja á sínum hlut.
ICEX-15 yfir 4.500
● SAMSON Global Ltd., sem er eign-
arhaldsfélag í eigu Björgólfsfeðga og
Magnúsar Þorsteinssonar, hefur auk-
ið hlut sinn í Burðarási um 3,56 pró-
sentustig og á félagið nú 22,45%
hlutafjár í Burðarási. Félagið flaggaði í
gær vegna kaupa á 198 milljónum
hluta á kaupverðinu 17,75 kr./hlut.
Heildarverðmæti viðskiptanna er ríf-
lega 3,5 milljarðar króna.
Skömmu áður hafði Samherji flagg-
að vegna sölu á 5% hlutafjár í Burðar-
ási, ríflega 280 milljónum hluta. Má
af því draga þá ályktun að Samson
hafi keypta meirihluta þess hlutafjár.
Samson eykur við
sig í Burðarási
ANDRI Teitsson, framkvæmda-
stjóri KEA, hefur sagt starfi sínu
lausu. Halldór Jóhannsson, fram-
kvæmdastjóri Hildings, dótturfélags
KEA, mun gegna störfum fram-
kvæmdastjóra KEA þar til nýr
framkvæmdastjóri tekur til starfa.
„Við hjónin eigum von á tvíburum
auk þess sem við eigum fyrir fjögur
börn 8 ára og yngri,“ segir Andri í
yfirlýsingu á heimasíðu KEA.
„Í ljósi þessa taldi ég mér ekki
annað fært en að biðja um langt fæð-
ingarorlof í samræmi við lög og regl-
ur. Þetta hefði þó leitt til þess að
málefni KEA hefðu verið í biðstöðu
um lengri tíma og taldi stjórn það
óheppilegt. Ég hef því ákveðið að
segja starfi mínu lausu og víkja
strax fyrir nýjum manni.“
Andri segir félagið hafa styrkt
fjárhagsstöðu sína verulega á und-
anförnum árum auk þess sem ný
stefna hafi verið mótuð, sem geti
orðið leiðarljós KEA inn í framtíð-
ina. Hann líti sáttur yfir farinn veg
og óski félaginu alls hins besta.
Enginn staðgengill
Morgunblaðið innti Benedikt Sig-
urðarson, stjórnarformann KEA,
eftir því hvort Andri hefði beðið
stjórnina um fæðingarorlof og ekki
fengið. Benedikt sagði svo ekki vera.
„Hann mun að sjálfsögðu njóta
allra þeirra réttinda. Réttindi hans
til fæðingarorlofs og foreldraorlofs
verða í engu skert.“
Um hvort ekki hefði komið til
greina að Andri kæmi aftur til starfa
að loknu fæðingarorlofi segir Bene-
dikt: „Þrettán framkvæmdastjóra-
lausir mánuðir í fyrirtæki, sem í
raun byggist á einum starfsmanni,
það býr til flókna stöðu eins og Andri
segir sjálfur í sinni yfirlýsingu.
Vegna þess að við höfum engan stað-
gengil. Þetta var flókið mál og Andri
hjó sjálfur á hnútinn.“
Benedikt sagðist ekki getað svar-
að því hvort málið hefði horft öðru
vísi við ef um konu hefði verið að
ræða: „Þar sem um er að ræða
stjórnanda sem er einn í fyrirtæki þá
held ég að enginn munur hefði verið
á. En ef staðgengill væri til staðar
hefði þessi hluti málsins snúið allt
öðruvísi. Mestu máli skiptir að mál-
inu er lokið með samkomulagi aðila.“
Ákveðinn í að taka langt orlof
„Það deildi enginn um að ég ætti
rétt á fæðingarorlofi en ég á rétt á
níu mánuðum og það þótti mönnum
óþægilegt fyrir félagið þar sem
starfsmenn eru örfáir. Ég féllst al-
veg á það,“ sagði Andri Teitsson í
samtali við Morgunblaðið.
Sagðist hann hafa eignast tvíbura
áður og þá hafi hann ekki gefið sér
nægan tíma til að sinna fjölskyld-
unni. „Því vildi ég bæta um betur
núna og var ákveðinn í að taka langt
fæðingarorlof fremur en að taka
viku og viku, líkt og sumir hafa gert
sem eru í stjórnunarstöðum.“
Andri sagði töluverða umræðu
hafa farið fram um jafnréttismál
innan stjórnar KEA og félagið hafi
sett sér stefnu í jafnréttismálum.
Hann treysti sér ekki til að segja til
um hvort farið hefði á annan veg ef
kona hefði verið í hans sporum.
„Kannski hefði enginn þorað að
malda í móinn ef um konu hefði verið
að ræða, ég veit það ekki,“ sagði
hann.
Andri Teitsson hættur hjá KEA
Bað um langt
fæðingarorlof
sem stjórnin taldi
óheppilegt
Morgunblaðið/Kristján
Fjölgar Andri Teitsson hættir hjá KEA til að fara í fæðingarorlof.
Eftir Soffíu Haraldsdóttur
soffia@mbl.is
JÓN Björnsson, forstjóri Haga, hef-
ur verið ráðinn forstjóri stórversl-
unarinnar Magasin du Nord í Dan-
mörku, sem er sem kunnugt er í
eigu Baugs, Straums fjárfesting-
arbanka og B2B fjárfesting-
arfélags. Finnur Árnason, fram-
kvæmdastjóri Hagkaupa, tekur við
starfi forstjóra hjá Högum og Gunn-
ar Ingi Sigurðsson, rekstrarstjóri
verslana Hagkaupa, verður fram-
kvæmdastjóri Hagkaupa.
Jón Björnsson segir forstjóra-
starfið hjá Magasin leggjast vel í sig
enda sé um spennandi fyrirtæki að
ræða með mikla möguleika.
„Magsin hefur átt við erfiðleika
að stríða í mörg ár og rekstr-
armaður, eins og ég, fær ekki að
takast á við skemmtilegri verkefni
en þetta.“
Hann segir erfitt að svara því
hvort breytingar verði á Magasin
með tilkomu hans. „Nýjum mönnum
fylgja alltaf breytingar. Ég hef
ákveðnar hugmyndir í kollinum en
reynslan og samskipti við starfs-
fólkið á fyrstu mánuðunum munu
leiða í ljós hvort þær hugmyndir eru
raunhæfar og góðar,“ segir Jón.
Hann mun hætta störfum hjá Hög-
um í næstu viku og undirbýr flutn-
ing fjölskyldu sinnar til Danmerkur
þar sem hann tekur við forstjóra-
stóli Magasin 1. október.
Peter Husum til ráðgjafar
Jón fæddist árið 1968 og er með
BSc-gráðu í stjórnun frá Rider-
háskóla í New Jersey. Hann hefur
unnið við smásölu og rekstur versl-
ana síðastliðin 14 ár. Þá hefur hann
setið í stjórn Magasin frá því í árs-
byrjun, stjórn Mosaic Fashions frá
2003 til 2005 auk þess sem hann sit-
ur í stjórn bresku tískuvöruversl-
anakeðjunnar
MK One. Jón stóð
jafnframt að opn-
un Debenhams-
verslana í Stokk-
hólmi og Kaup-
mannahöfn.
Peter Husum
er fráfarandi for-
stjóri Magasin du
Nord. Hann seg-
ist hverfa frá
fullkomlega sáttur. „Þetta hefur
verið góður tími fyrir mig sem for-
stjóra Magasin. En nú sé ég að
Magasin stefnir í rétta átt og finnst
tími til kominn að hverfa frá,“ er
haft eftir honum í fréttatilkynn-
ingu. Husum verður forstjóra og
stjórn Magasin áfram innan handar
sem ráðgjafi.
Finnur tekur við Högum
Finnur Árnason tekur við forstjóra-
stóli Haga hf. um miðja næstu viku
en Hagar reka verslanir og inn-
kaupafyrirtæki Baugs á Íslandi,
þ.á m. Hagkaup, Bónus, Skeljung
og Debenhams, auk þess að hafa
sérleyfi fyrir Debenhams og Top-
Shop í Skandinavíu.
Finnur hefur starfað hjá Högum
frá stofnun fyrirtækisins árið 1998,
undanfarin ár sem framkvæmda-
stjóri Hagkaupa. Hann er viðskipta-
fræðingur frá Háskóla Íslands og
lauk prófi í rekstrarhagfræði frá
University of Hartford árið 1987.
Einnig mun Jóhanna Waagfjörð,
sem gegnt hefur starfi fram-
kvæmdastjóra fjármálasviðs félags-
ins, verða framkvæmdastjóri Haga
og Jóhannes Jónsson taka við
stjórnarformennsku Haga af Jóni
Ásgeiri Jóhannessyni. Loks hefur
Árni Pétur Jónsson, fram-
kvæmdastjóri rekstrarsviðs Haga,
verið ráðinn forstjóri Og Vodafone,
eins og fram hefur komið.
Gunnar Ingi Sigurðsson tekur við
starfi framkvæmdastjóra Hag-
kaupa af Finni. Hann hefur verið
rekstrarstjóri verslana Hagkaupa
frá árinu 1998. Gunnar Ingi er við-
skiptafræðingur frá Viðskiptahá-
skólanum á Bifröst og lauk áður
prófi í iðnrekstrarfræði frá Tækni-
skóla Íslands.
Jón Björnsson forstjóri Magasin
Jón
Björnsson
Finnur
Árnason
Gunnar Ingi
Sigurðsson
● PÁLMI Haraldsson, annar eigenda
Fons eignarhaldsfélags, gefur lítið
fyrir gagnrýni þeirra Michaels Cawley
og Fredriks Braconier á fjárfestingar
félags síns en greint var frá gagnrýni
þessari í Morgunblaðinu í gær.
„Við höfum fulla trú á okkar verk-
efnum,“ sagði Pálmi í samtali við
Morgunblaðið.
Gefur lítið fyrir
gagnrýni
!"#
!$
% &'
( "&' )&
*)&
+, &# &
+#&
$&' )& ( "&'
-."
/(!
/0 !1 . &#)&
2
! 0 ( "&'
%0 1&
$34& 15 && -
! &
67.1
8# 1
9:! "&
9.".0
/"0 ;
<;## � &
= && " &
! ."' >;11 $&' 30 ( "&'
/" ?"# /"&'
<4 4
!"
#$
@A>B
/3
.
C
C
C
C
C
C
C
C
C
C
.; &#
; .
C
C C
C
C C
C C C
C
C
C
C
C C
C
C
C
C
C
C
C
C
D
EF
D EF
C
D CEF
C
C
D C EF
C
D EF
D C EF
D CEF
D EF
D EF
D
EF
C
C
C
C
C
D C EF
C
D EF
D EF
C
C
C
C
C
C
C
C
%. "'
'# &
< ") 3 " '# G
+ /"
C
C
C
C
C
C
C
C
C
C
= 3 ,H
<% I #&" !1"'
C
C
C
C
C
C
C
C
C
C
<%C =.#& ; 0 1 0#&& ?"#
<%C =.#& ; # & &#
<%C !; # 0&
ÚRVALSVÍSITALA Kauphallar Ís-
lands hefur slegið hvert metið á fæt-
ur öðru á síðustu vikum og er hún nú
komin upp fyrir 4.500 stig í fyrsta
skipti í sögunni.
Það sem af er ári hefur vísitalan
hækkað um 34,4% en allt árið í fyrra
hækkaði hún um 59,8%. Var þar um
methækkun að ræða en haldi þróun-
in áfram sem horfir er vel mögulegt
að það met verði slegið. Frá lokum
júnímánaðar hefur vísitalan hækkað
um 9,2%.
Landsbanki er það fyrirtæki sem
hefur hækkað hlutfallslega mest frá
áramótum og hefur gengi félagsins
nær tvöfaldast, hækkað um tæp
73%. Þannig hefur markaðsvirði
hlutar stærsta eiganda, sem er Sam-
son eignarhaldsfélag ehf., hækkað úr
48,2 milljörðum króna í 83,3 millj-
arða það sem af er ári. Það fyrirtæki
sem hefur hækkað mest í krónum er
hins vegar KB banki en um áramót
var gengi hlutabréfa í félaginu 442
krónur en er nú 579 krónur. Er það
hækkun um 137 krónur, 31%. Þannig
hefur markaðsvirði hlutar stærsta
eiganda, sem er Exista, hækkað úr
49,6 milljörðum króna í 65 milljarða
króna. Miðað er við hluti um áramót.
Einungis tvö félög hafa lækkað frá
áramótum, Flaga um 28% og SÍF 2%.
Þriðjungshækkun frá áramótum
#
%&' & ' (# )
$
$@/
++
!$
JKL
/<K
-K$
+J9
@/
+8 6
8//K
A<
K6L
*KL
/@!@
->L
.&#
.&#
.; &#
E
E
E
E
E
E
E
* ! - - * * M
Eftir Guðmund Sverri Þór
sverrirth@mbl.is
● AMIDE Pharmaceuticals, dótt-
urfélag Actavis, hefur keypt þrjú
samheitalyf af dótturfélagi þýska
lyfjarisans Novartis. Eins og greint
var frá í Morgunblaðinu var þetta eitt
af þeim skilyrðum sem bandarísk
samkeppnisyfirvöld settu fyrir sam-
runa Novartis og Eon Labs. Í tilkynn-
ingu er haft eftir Divya Patel, for-
stjóra Amide, að lyfin þrjú verði góð
viðbót við lyfjasafn fyrirtækisins.
„Búast má við að árlegar sölutekjur
af lyfjunum nemi um 4-5 milljónum
Bandaríkjadala,“ segir Patel.
Amide fær þrjú lyf
6 'N
/O9
E
E
!</>
LP
E
E
AA 8-P
E
E
+!P
6 .
E
E
@A>P LQ *&.
E
E