Morgunblaðið - 06.08.2005, Side 20

Morgunblaðið - 06.08.2005, Side 20
Neskaupstaður | Stóra systir, Ragna Lind Ríkarðsdóttir, mál- uð eins og tígrisdýr, fylgist með þegar bróðir hennar, Hafþór Berg, er málaður eins og haus- kúpa en þau voru meðal fjölda barna sem gerðu sér dagamun á Neistaflugi og létu mála á sig listilegar andlitsfígúrur. Börn stóðu í röðum til að láta mála sig sem tígrisdýr, prinsessur, fiðr- ildi, sjóræningja og jafnvel hauskúpur. Allur ágóðinn af andlitsmáluninni rann til Fjöl- skyldunnar – Líknarfélags. Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir Málað til mannúðar Málaður Akureyri | Suðurnes | Árborg | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust- urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Matstofan sem í daglegu tali kallast Dús- sabar er lítill en vinalegur veitingastaður í gamla miðbænum. Eigandi hans er María Socorro Grönfeldt frá Filippseyjum, betur þekkt sem Cora. Hún eldar þar íslenskan mat á filippseyskan máta á hverju kvöldi, sem er mun betri en sjoppufæði ferða- mannsins, en það eru aðallega þeir sem koma þangað til að borða. Heimamenn líta inn um helgar til þess að fá sér ölkollu og spjalla á rólegum stað þar sem ekki er spil- uð hávær tónlist. Fyrir fáum árum fjallaði Dr. Gunni um Dússabar á blogginu sínu og segir sagan að enn komi þar gestir sem lásu meðmæli hans með staðnum. Dússa- bar hefur a.m.k. lifað margan staðinn!    En vilji menn diskó og stuð þá er Búðar- klettur aðeins steinsnar frá. Þar er opið allar helgar og hægt að dansa fram á rauða nótt, stundum við lifandi tónlist. Mótel Venus í Hafnarskógi er svo þriðji kostur- inn. Þar er að finna kyrrð og nálægð nátt- úrunnar en krefst ferðalags yfir Borgar- fjarðarbrúna, sem ekki er þægilegt að fara fótgangandi yfir.    Menn eru að velta fyrir sér hvað eigi að rísa við Digranesgötu á milli Bónusversl- unarinnar og Sparisjóðs Mýrasýslu en allt er enn á huldu með það. Öruggar heimildir eru fyrir því að ákveðnar hugmyndir hafi verið í mótun og verið var að leita að arki- tektum. Hins vegar fóru þær hugmyndir í endurskoðun og líklegra en ekki að þær séu farnar út af borðinu. Kaupfélag Borg- firðinga á lóðina en búið er að samþykkja sölu hennar til Borgarlands ehf. sem er fasteignafélag í eigu Kaupfélags Borgfirð- inga, Samvinnulífeyrissjóðsins og Spari- sjóðs Mýrasýslu. Borgarland á lóðina gegnt Hyrnutorgi og þar stendur til að byggja fjölbýlishús, með allt að sex hæð- um, á lóðinni á móti Hyrnutorgi. Á neðstu hæðinni mun ef að líkum lætur verða þjón- usturými, en það hefur ekki verið endan- lega ákveðið. Úr bæjarlífinu BORGARNES EFTIR GUÐRÚNU VÖLU ELÍSDÓTTUR FRÉTTARITARA býli árið 1930. Mest voru þar torfbæir og íbúarnir studdust við búfjárhald, matjurtaræktun, útgerð og tilfallandi vinnu á Akureyri. Til eru góðar ritaðar lýsingar á lífinu í þurrabúðarþorpinu, einn- ig örnefnaskrár, forn- leifaskrá og gamlar ljós- myndir frá þessum tíma. Söguganga um Gler-árþorp á vegumMinjasafnsins á Akureyri verður á sunnu- dag, 7. ágúst kl. 14. Glerárþorp varð hluti af lögsagnarumdæmi Akureyrar árið 1955 en var þar áður í Glæsi- bæjarhreppi. Á fyrstu öldum hefur landsvæðið líklega tilheyrt landnáms- jörðinni Glerá, en síðar Lögmannshlíð og Krossa- nesi. Út úr þeim jörðum skiptust síðan býlin Bandagerði og Mýrarlón. Í Bandgerðislandi risu fyrstu þurrabúðirnar um 1880 og var þar kominn vísir að þéttbýlinu norðan við Glerá sem nú er kallað Glerárhverfi. Norðan Glerár voru um 50 smá- Saga einstakra húsa og íbúa þeirra er nokkuð þekkt. Sögugangan liggur frá gamla barnaskólanum í Ósi í Sandgerðisbót að Glerárstíflu með viðkomu við helstu minjar og hús á leiðinni. Áætlað er að gangan taki um tvo tíma og er hún auðveld. Morgunblaðið/Kristján Sögugangan á Akureyri hefst við Glerárstíflu. Söguganga Aðstoðarlandlæknirupplýsti að flestslys á öldruðum, þá aðallega beinbrot, yrðu í heimahúsum, nán- ar tiltekið í svefnher- bergjum. Ráðlegging Baldurs Garðarssonar til aldraðra karla er því: Fokið er nú flest í skjól, og framtíð gleði rúin, ekki fara upp í ból, ef illa tryggð er frúin. Halldór Blöndal yrkir í tilefni af fimmtugsafmæli Steingríms J. Sigfússon- ar, formanns VG: Hvort fána grænum flaggar eða rauðum sannað hefur hann á þingi að heill hann sé í málflutningi. Davíð Hjálmar Har- aldsson yrkir um sama: Lunkinn hélt á lífsins mið, lét svo stjóra falla. Hálfa öld þar hafðist við með hugsjónir og skalla. Af gangi lífsins pebl@mbl.is Eyjafjörður | Opnaður hefur verið nýr fréttavefur á Netinu, dagur.net. Vefurinn er fyrst og fremst hugsaður sem upplýsinga- og fréttamiðill fyrir Eyjafjarðarsvæðið. Vefurinn er á vegum útgáfufélagsins Rima ehf. á Dalvík sem einnig gefur út Bæjarpóstinn og Norðurslóð. Fjölbreytt efni er á vefnum, fréttir, pistl- ar og aðsendar greinar. Þar er einnig fjallað um menningarmál. Athygli vekur að vefur- inn verður með svokallaða Íslendingaþætti, en þættir undir þessu nafni birtust á sínum tíma í dagblaðinu Tímanum. Í frétt á nýja vefmiðlinum er sagt frá nýj- ustu spá Veðurklúbbsins á Dalbæ á Dalvík. Þar kemur fram að sólarleysi og svali á Jak- obsmessu (25. júlí) gefi fyrirheit um fremur mildan vetur. „Hvað ágústveðrið varðar, þá kviknar nýtt tungl í NNA hinn 5. ágúst. Töldu klúbbfélagar að líkt veður yrði fyrri hluta ágústmánaðar eins og í júlí. En eftir miðjan ágústmánuð þurfi menn ekki að verða hissa á því að sjá grána í fjallstoppa. Þá telja klúbbfélagar að norðanáttir verði viðloðandi allan ágústmánuð.“ Dagur kominn á Netið Hrafnagil | „Við höfum eiginlega alltaf ver- ið með,“ sagði Ingibjörg Helga Guðmunds- dóttir á Selfossi sem ásamt Kristjáni Jóns- syni á Sólheimum er með bás á hand- verkssýningunni að Hrafnagili, en sýning- unni lýkur á sunnudag. Hún sýnir glerlistaverk en hann tréverk. „Það er mjög ánægjulegt að vera hérna, auðvitað er dálítið dýrt að ferðast hingað og setja upp básinn en það er alltaf einhver sala og þetta reddast allt.“ Helga sagði ánægjulegt að taka þátt, iðulega væri margt um manninn á sýningunni og þá kynntust sýnendur innbyrðis og tengsl sköpuðust. „Við höfum eignast hérna góða vini og þó þetta sé strembin helgi, mikil yfirlega, þá er alltaf jafn gaman að þessu og að sumu leyti lítum við á þetta sem frí.“ Morgunblaðið/Margrét Þóra Glerlist Ingibjörg Helga er með bás á handverkssýningunni líkt og venjulega. „Alltaf jafn ánægjulegt“ ♦♦♦ Austurland | Aflraunakeppninni Austfjarðatröllinu 2005 lýkur í dag. Keppnin hófst á Vopnafirði á fimmtudag þar sem keppt var í tveimur greinum. Í gær var keppt á Egilsstöðum og Seyðisfirði. Heljar- mennin koma svo til með að klára alla sína krafta í dag á Fáskrúðsfirði, Stöðvarfirði og Breiðdalsvík. Það er hótelhaldarinn Njáll Torfa- son á Hótel Bláfelli á Breiðdalsvík sem er upphafsmaður Austfjarða- tröllsins sem nú er haldin í níunda skiptið. Magnús Ver Magnússon lagði Njáli lið við undirbúning móts- ins og var á meðal keppenda en varð fyrir því óláni að meiðast á hné á fyrsta degi keppninnar og varð því að draga sig í hlé. Það er án efa erfitt fyrir Magnús að bíta í það súra epli enda er hann fæddur og uppalinn á Seyðisfirði og hefði því varla leiðst að næla sér í nafnbótina Austfjarða- tröllið. Morgunblaðið/Ásgrímur Ingi Upp með það! Keppendur í Austfjarðatröllinu tóku fast á því í gær. Magnús Ver úr leik

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.