Morgunblaðið - 06.08.2005, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 06.08.2005, Qupperneq 28
28 LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Þ egar Iryna Zayachuk lauk framhaldsnámi í viðskiptafræði í Banda- ríkjunum var hún með efasemdir um að rétt væri af henni að snúa til baka til heimalands sín, Úkraínu. Forseta- kosningar voru framundan í landinu og frambjóðandinn sem ríkjandi öfl í landinu studdu var glæpamaður, að hennar mati. Lýðræðislegur vilji fólksins náði hins vegar fram að ganga og nú þegar Iryna er að ljúka seinni mastersgráðu sinni í Banda- ríkjunum er hún staðráðin í að snúa aftur til heimalandsins, þrátt fyrir að hún eigi kost á vel launuðum störfum í Bandaríkjunum. Iryna er stödd hér á landi, en hún hefur unnið talsvert með Margeiri Péturssyni, stjórnarformanni MP- fjárfestingabanka, og fleiri íslensk- um fjárfestum. Boðið að koma til Íslands Iryna Zayachuk er fædd í vest- urhluta Úkraínu í borginni Lviv. Að loknu háskólaprófi í alþjóðlegri við- skiptafræði hóf hún störf hjá verð- bréfafyrirtæki í Kiev. Hún tók einn- ig þátt í verkefni sem Bandaríkjamenn stóðu að í Úkra- ínu, en það snerist um að koma á svipuðum framförum í viðskiptalífi í Úkraínu og unnið hafði verið að í Póllandi. Í framhaldi af því fór hún í mastersnám í Bandaríkjunum í tvö og hálft ár. Eftir að hún sneri til baka til Úkraínu hóf hún störf hjá fjárfest- ingarbanka. Núna er hún á leið til Bandaríkjanna á ný til að ljúka seinna mastersprófi sínu frá háskóla í Ohio. Á leiðinni kemur hún við á Ís- landi, en hvernig kemur það til? „Þegar ég var í Úkraínu tók ég þátt í viðskiptaráðstefnu sem haldin var í tengslum við heimsókn Davíðs Oddssonar, fyrrverandi forsætis- ráðherra Íslands, til Úkraínu á síð- asta ári. Þar hitti ég Margeir Pét- ursson, stjórnarformann MP-fjárfestingabanka, sem hefur unnið með Kinto, fjárfestingarbank- anum sem ég starfaði við. Ég vann með Margeiri og fleiri íslenskum fjárfestum á vegum MP-fjárfesting- arbanka að verkefnum fyrir Kinto og í framhaldi af því bauð Margeir mér að starfa við ráðgjöf hjá MP meðfram náminu. Nú er ég því kom- in hingað til Íslands að kynna við- skiptalífið í Úkraínu og þá mögu- leika sem þar eru fyrir íslenskum fagfjárfestum.“ Iryna segir að þetta viðbótarnám eigi eftir að hjálpa henni mikið í framtíðinni, en hún ætlar að snúa aftur til Úkraínu að loknu námi. „Margt ungt og vel menntað fólk frá Úkraínu fer til starfa í Evrópu eða Bandaríkjunum. Það er erfitt að fá vel launuð störf í Úkraínu fyrir menntað fólk, sérstaklega í höf- uðborginni. Ástæðan er m.a. sú að það er mikið af hæfu fólki í Úkraínu og samkeppni um góð störf. Ungt menntað fólk sækir þess vegna til útlanda til að öðlast starfsreynslu og til að fá góð laun.“ Iryna tekur þó fram að víða sé hægt að fá góða vinnu í Úkraínu þó að launin séu ekki sambærileg og á Vesturlöndum. Bandarískar og evr- ópskar stofnanir standi einnig að mörgum verkefnum sem m.a. snúist um að mennta fólk til starfa. Iryna segir að Úkraína hafi ekki náð sama árangri í efnahagsmálum og sum önnur ríki í A-Evrópu. „Er- lend fjárfesting í Úkraínu er mun minni en í sumum öðrum A- Evrópuríkjum. Hún var 1,5 millj- arðar dollara á árinu 2004. Til sam- anburðar var erlend fjárfesting í ná- grannaríkinu Póllandi einu 6–7 milljarðar dollara árlega á tíma- bilinu 2001–2004. Erlend fjárfesting í Rússlandi árið 2004 var 11,7 millj- arðar dollara. Ástæðan fyrir þessari litlu fjár- festingu í Úkraínu er að reglur í landinu hafa ekki verið mjög hag- stæðar erlendum fjárfestum. Óvissa hefur ríkt í stjórnmálum sem hefur fælt fjárfesta frá landinu. Í fyrra urðu stjórnarskipti í landinu og við það hefur komist á meiri pólitískur stöðugleiki.“ Hefur nýja ríkisstjórnin gert miklar breytingar nú þegar? „Já, það hafa verið gerðar veru- legar breytingar. Það blöstu marg- vísleg og erfið vandamál við nýjum stjórnvöldum þegar þau tóku við. Það hefur verið mikil spill inu og þörf á miklum umb efnahagslífinu. Nú er veri hrinda af stað breytingum að leiða til umbóta þegar t tíma er litið. Ég get nefnt tolla, en það hefur háð fyr sem þurfa að fara út í fjár að þurfa að greiða háa toll er að breytingum á löggjö hefur verið á spillingu í la 18.000 opinberum starfsm hefur verið sagt upp störf aðhvort vegna þess að þei ið uppvísir að spillingu eð í starfi. Stjórnvöld hafa einnig l að auka kaupmátt fólks, m augnamiði að við það mun neysla aukast og þar með efnahagslífinu. Félagsleg hafa verið auknar, m.a. til barneignafríi. Það er hins vegar óraun gera ráð fyrir að þessar b „Ég vil star Iryna Zayachuk er 27 ára um Úkraínu sem ætla sér Iryna Zayachuk er bjartsýn á framtíð Úkraínu og er ákveðin í að starfa þar þó að hún eigi kost á vel launuðum störfum í Bandaríkjunum. Egill Ólafsson ræddi við hana um breytingarnar sem eru að verða í kjölfar sigurs Jústsjenkós.GENGIÐ TIL GÓÐS Ganga samkynhneigðra niðurLaugaveginn og menningarhá-tíðin Hinsegin dagar hefur á fáum árum orðið fastur punktur í menn- ingarlífi höfuðborgarinnar. Í fyrra sóttu 40.000 manns hátíðina. Viðlíka eða meiri mannfjöldi safnast ekki saman í miðborg Reykjavíkur að jafnaði nema á sautjánda júní og á menningarnótt. Þessi mikla þátttaka í göngunni end- urspeglar að sumu leyti mótsagna- kenndan veruleika. Annars vegar sýnir hún að samkyn- hneigð er ekki lengur það feimnismál, sem hún var. Samkynhneigðir Íslend- ingar efna til göngunnar undir merkjum gleði og stolts. Þeir fara ekki í felur með kynhneigð sína, skammast sín ekki fyrir hana. Og þeir sýna að þeir, rétt eins og hinn gagnkynhneigði meirihluti, eru fjölbreyttur hópur sem endurspeglar allt þjóðfélagið. Hinn mikli fjöldi vina, fjölskyldumeðlima og annarra, sem slást í för með samkynhneigðum, sýnir að for- dómar gagnvart samkynhneigð eru á hröðu undanhaldi með auknum um- ræðum og fræðslu. En hins vegar endurspeglar þessi mikla ganga auðvitað þá staðreynd, að samkynhneigðir sitja enn ekki að öllu leyti við sama borð og gagnkynhneigðir borgarar þessa lands. Samkynhneigðir þurfa að vekja athygli á hlutskipti sínu – og tugir þúsunda annarra sjá ástæðu til að sýna þeim samstöðu í baráttu þeirra. Samkynhneigðir hafa fengið miklar réttarbætur á undanförnum árum. Enn eru þó síðustu skrefin eftir. Samkyn- hneigð pör geta ekki skráð sig í óvígða sambúð með þeim réttaráhrifum, sem henni fylgja. Þau eiga ekki rétt á að for- stöðumaður trúfélags gefi þau saman í hjónaband (að því gefnu að viðkomandi trúfélag geri ráð fyrir hjónavígslu sam- kynhneigðra). Þau geta ekki ættleitt börn og konur í samkynhneigðu sam- bandi geta ekki gengizt undir tækni- frjóvgun. Nefnd á vegum forsætisráðherra hef- ur komizt að þeirri niðurstöðu að rétt- indi samkynhneigðra para eigi að vera þau sömu og gagnkynhneigðra, að öðru leyti en hvað varðar ættleiðingar frá út- löndum og tæknifrjóvganir. Morgun- blaðið hefur áður hvatt til þess að gengið verði alla leið, enda eru þau rök, sem færð eru fram gegn ættleiðingum sam- kynhneigðra para erlendis og fyrir því að lesbíur verði áfram að sækja tækni- frjóvgun til útlanda, harla haldlítil. Vonandi kemur fram stjórnarfrum- varp á haustþinginu, sem jafnar réttar- stöðu samkynhneigðra og gagnkyn- hneigðra að þessu leyti. Þetta er mannréttinda- og réttlætismál, sem stjórnmálamenn úr öllum flokkum hljóta að beita sér fyrir. Verður ganga samkynhneigðra óþörf ef hin lagalega staða verður jöfnuð? Sennilega ekki, því að þrátt fyrir allt eimir enn víða eftir af fordómum í garð samkynhneigðra. Því miður koma enn upp skelfilega sorgleg dæmi um að sam- kynhneigt, ungt fólk kjósi fremur að kveðja þennan heim en að horfast í augu við þá fordóma, sem mæta því. Því fleiri, sem mæta í göngu samkynhneigðra í dag, sýna þeim stuðning og samstöðu og samfagna þeim með að vera þeir sjálfir, þeim mun meira sjálfstraust öðlast fólk til að mæta lífinu á eigin forsendum, eins og Guð skapaði það. „EF SÖNGURINN ÞAGNAR“ Ef söngurinn þagnar“ er kaflaheiti íbók Guðmundar Páls Ólafssonar, Fuglar í náttúru Íslands, en í sömu rit- röð eru bækurnar Perlur í náttúru Ís- lands, Ströndin í náttúru Íslands og Hálendið í náttúru Íslands, en fyrir þá síðastnefndu fékk höfundurinn Ís- lensku bókmenntaverðlaunin. Í kaflan- um fjallar Guðmundur Páll um þær hættur sem steðjað geta að fuglalífi landsins, en þær eru fjölmargar. Fæstir hafa þó af því miklar áhyggjur, enda tengslin við náttúruna ef til vill ekki jafnsterk og áður – og því er ábending Guðmundar Páls einnig þörf áminning hvað náttúruna sem heild varðar; hver getur gert sér lífið í hugarlund ef söng- ur fuglanna þagnar? Guðmundur Páll er sannkallaður frumkvöðull hér á landi í því að safna upplýsingum um náttúruna og koma þeim í það form sem ber vott um hvort tveggja; yfirgripsmikla þekkingu og listfengi. Hann hefur einnig til að bera næmleika sem lýsir sér vel í þeim efn- istökum sem hann temur sér; efnið kemur víða að og er frá ýmsum tímum sem gefur lesandanum tilfinningu fyrir fróðlegri og heillandi heildarmynd. Slík tilfinning fyrir heildarmynd er ómiss- andi í umfjöllun um náttúruna því þar er skilningur fyrir samhengi hlutanna afar mikilvægur – og í raun fyrsta for- senda þess að fólk skynji hvernig ber að varðveita náttúruna og veita henni nauðsynlega vernd fyrir ágangi af ýmsu tagi. Í sömu ritröð er nú fyrirhuguð bókin Vatnið í náttúru Íslands, en hennar hljóta menn að bíða með eftirvæntingu. Enginn grundvallarþáttur náttúrunnar hefur verið umdeildari síðustu áratugi á Íslandi en vatnið; og gildir þá einu hvort litið er til hafsins eða fallvatn- anna. Nýting þeirra auðlinda sem í vatni eða sjó eru fólgnar hefur kveikt hatrammar umræður, sem skipt hafa þjóðinni í andstæðar fylkingar. Guðmundur Páll nefnir í Morgun- blaðinu í gær ýmsa þætti sem ógna líf- ríkinu og náttúru landsins. Jafnframt segir hann að „Alþingi [hafi] því miður aldrei staðið undir því nafni að vernda íslenska náttúru. Þar hefur miklu fleira gerst til að spilla íslenskum náttúru- auðæfum“. Þetta er vissulega harður dómur, en Guðmundur Páll hefur ým- islegt til síns máls. Það er ekki fyrr en á seinni árum sem virðing fyrir nátt- úrunni hefur aukist að því marki að hún sé vegin á móti öðrum hagsmunum. Sú tilfinning að ekki verði miklu lengra gengið í því að þrengja að náttúrunni í þeim tilgangi að hafa af henni nytjar verður þó sífellt áleitnari meðal fólks, sem hlýtur að vera til vitnis um að við- horfin breytist ört. „Við höfum því miður átt mjög fáa talsmenn náttúruverndar. Menn tala stöðugt um nytjar en gleyma því að verndun er líka nýting. Við getum ekki talað um fuglavernd nema vernda land- ið,“ segir Guðmundur Páll ennfremur. Það er þó ljóst að það er einkum vegna hugsjóna slíkra manna sem hald- ið er hlífiskildi yfir náttúrunni, sem auðlind í sjálfri sér. Sjálfur er Guð- mundur Páll einn þessara fáu, og ljóst að starf hans við að skrásetja og miðla þeim víðfeðma og auðuga heimi sem ís- lensk náttúra býr yfir er þjóðinni ómet- anlegt. Stíflugerð við Kárahnjúkaer í fullum gangi umþessar mundir og aðsögn starfsmanna eru um 55% stíflunnar tilbúin eða um 4,5 milljónir rúmmetra af um 8,5 milljónum rúmmetra. Daglega bætast um 18 þúsund rúmmetrar við stífluna og er stefnt að því að gerð hennar verði lokið næsta haust þannig að fylling lónsins geti hafist á næsta ári. Stíflugerðin er því nokkurn veginn á áætlun, að sögn Sig- urðar Arnalds, talsmanns Lands- virkjunar, og er það meðal ann- ars vegna þess hve framkvæmdir gengu vel í vetur en stíflugerðin var á eftir áætlun í fyrra. Vinna við borun frárennsl- isganga er hins vegar nokkuð á eftir áætlun og er nú stefnt að því að gerð aðalganga ljúki í lok sumars á næsta ári og að raf- magnsframleiðsla hefjist í apríl 2007. Þrír stórir borar eru á svæðinu og miðar fyrsta bornum vel um þessar mundir þótt hann eigi lengst í land, að sögn Sig- urðar. Bor númer tvö hefur átt í erfiðleikum vegna misgengis í bergi að undanförnu en Sigurður Stíflugerð við Kár Framkvæmdir við Kárahnjúka eru í fullum gangi og alls eru nú um 1.600 manns í vinnu við virkjunina. Árni Helgason og Árni Torfason brugðu sér í stutta heimsókn um daginn og skoðuðu svæðið. Yfir 20 vörubílar eru í því

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.