Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurágúst 2005næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Morgunblaðið - 06.08.2005, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 06.08.2005, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 2005 31 UMRÆÐAN M IX A • fít • 5 0 7 6 5 Spennandi sumar framundan hjá Landsvirkjun Sumarið er okkar tími! Tilvalið að líta inn Nánari upplýsingar um opnunartíma á www.landsvirkjun.is og í síma 515 9000. Sýningarnar eru opnar alla eftirmiðdaga í sumar. Végarður í Fljótsdal Kynnið ykkur Kárahnjúkavirkjun og allt sem henni viðkemur í Végarði. Tilvalið að koma þar við áður en haldið er upp að Kárahnjúkum. Sultartangastöð ofan Þjórsárdals „Andlit Þjórsdæla“ – áhugaverð sýning um mannlífið í Þjórsárdal í 1100 ár. Blöndustöð í Húnaþingi Þorir þú 200 metra niður í jörðina? Hvað verður í göngum Blöndustöðvar í sumar? Magnaður viðkomustaður. Kröflustöð í Mývatnssveit Allt um Kröfluelda í Gestastofu. Kynnist eldsumbrotunum sem urðu í nágrenni Kröflustöðvar 1975-1984. „Hreindýr og dvergar“ Aðalheiður S. Eysteinsdóttir sýnir magnaða tréskúlptúra í Laxársstöð í sumar. „Hvað er með Ásum?“ Frábær sýning Hallsteins Sigurðssonar, sem hlotið hefur einróma lof. Ljósafosstöð í Soginu „Ár og kýr“ Jóns Eiríkssonar komnar suður. 365 kúamyndir sem hlotið hafa verðskuldaða athygli. Einnig ljósmyndasýning Guðmundar frá Efri-Brú „Oft er í holti heyrandi nær“. Hvernig verður rafmagn til? Hvers vegna er rafmagn á Íslandi umhverfisvænna en hjá öðrum þjóðum? Laxárstöðvar í Aðaldal Heimsókn til Landsvirkjunar er upplýsandi og skemmtileg HINN 1. janúar nk. tekur til starfa Landbúnaðarstofnun, en með tilurð hennar verða samein- aðar þær stofnanir er hingað til hafa heyrt undir landbúnaðarráðu- neytið og annast stjórnsýslu og eftirlit á vegum þess. Samkvæmt ákvörðun landbúnaðarráðherra skal aðsetur stofnunarinnar vera á Selfossi. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum nýlega gætir verulegrar óánægju meðal starfsmanna embætt- is yfirdýralæknis með staðsetninguna sem er fjarri flestum þeim stofnunum og fyr- irtækjum sem hinni nýju stofnun er ætlað að þjóna. Þegar hugmyndin um Landbún- aðarstofnun leit dags- ins ljós töldu margir starfsmenn embættis yfirdýralæknis að með henni yrði til öfl- ug stofnun, m.a. vegna faglegra sam- legðaráhrifa fá- mennra en dreifðra stjórnsýslustofnana. En Adam var ekki lengi í Paradís. Stofn- unin var ekki komin á laggirnar þegar byrjað var að sundra henni. Eins og fyrr segir byggist starf- semi flestra stjórnsýslueininga Landbúnaðarstofnunar á þjónustu við einstaklinga, stofnanir og fyr- irtæki á höfuðborgarsvæðinu. Eigi stofnunin því að geta sinnt þeirri stjórnsýslu og þjónustu á þann veg sem henni er ætlað verður óhjá- kvæmilegt að koma á fót útibúi frá henni á höfuðborgarsvæðinu en það mun leiða til óskilvirkni, óhag- kvæmni og ekki síst aukins kostn- aðar vegna staðsetningar starfs- manna á fleiri en einum stað. Starfsmenn embættis yf- irdýralæknis gerðu landbún- aðarráðherra þegar grein fyrir óánægju sinni, fyrst í tölvupósti 9. júní síðastliðinn og síðan með bréfi sem ráðherra var afhent hinn 22. júní. Í viðtölum við Guðna Ágústsson landbúnaðarráðherra, annars veg- ar í útvarpi og sjónvarpi og hins vegar í Morgunblaðinu og Frétta- blaðinu föstudaginn 22. júlí, stað- hæfði ráðherra fjölmargt sem und- irritaður leyfir sér hér með að gera eftirfarandi athugasemdir við: – Landbúnaðarráðherra segir bréf starfsmanna embættis yf- irdýralæknis hafa komið of seint og að fram komi í greinargerð með frumvarpi til laga um Landbún- aðarstofnun, að það sé vilji stjórn- valda að byggja upp landið allt og því skuli stofnunin vera utan höf- uðborgarinnar. Í því samhengi er nauðsynlegt að taka fram, að emb- ætti yfirdýralæknis er nú þegar með um helming starfsmanna sinna á 17 starfsstöðvum á lands- byggðinni. Ennfremur er vert að benda á, að í þingskjali 1058, þar sem gerð er grein fyrir at- hugasemdum við umrætt laga- frumvarp, er hvergi minnst á upp- byggingu landsins og þaðan af síður að aðsetur Landbún- aðarstofnunar skuli vera á Sel- fossi. Þegar málið var til umfjöll- unar í Alþingi var fátt sem benti til þess að stofnunin yrði staðsett annars staðar en á höfuðborg- arsvæðinu. – Landbúnaðarráðherra virðist vilja drepa á dreif málefnalegri gagnrýni á staðsetninguna með ummælum á borð við að „dýra- læknar ferðist að jafnaði mikið og meira en aðrir menn og að leiðin yfir heiðina verði þeim tæpast mikið mál“. Það er vissulega rétt hjá ráðherra, að sjálf heiðin verður ekki þeim dýralæknum sem eiga að flytjast á Selfoss stærsti far- artálminn; hinn raunverulegi far- artálmi er ákvörðun ráðherrans um staðarval. – Flutningur vinnustaðar hefur ávallt í för með sér bæði röskun og óhagræði fyrir starfsfólk og fjöl- skyldur þeirra ekki síður en fyrir vinnustaðinn sjálfan. Það hefði verið vandalaus tillitssemi og kurt- eisi af hálfu ráðherra að bera hag starfsmanna sinna fyrir brjósti þegar jafn afdrifarík ákvörðun um hag þeirra var tekin. Varla samrýmist það fjöl- skyldustefnu þeirrar ríkisstjórnar sem landbúnaðarráðherra situr í, að neyða fjöl- skyldur til breyttra lífshátta, jafnvel bú- setuflutninga, sem geta kollvarpað at- vinnumöguleikum maka auk fjölgunar vinnustunda þess sem þarf að sækja daglega vinnu um langan veg. Háttvirtur landbún- aðarráðherra kveðst vera óánægður með þau faglegu rök er starfsmenn embættis yfirdýralæknis setja fram í áðurnefndu bréfi til hans og því hafi hann með kurteislegum hætti hvatt þá til að draga það til baka. Undirritaður ítrekar hins vegar áður framkomnar röksemdir og fagleg rök starfsmanna gegn ákvörðun ráðherra um að aðsetur Landbúnaðarstofnunarinnar skuli vera úti á landi. Jafnframt harmar undirritaður ummæli ráðherra á opinberum vettvangi um innihald bréfs þeirra sem ef til vill má þó afsaka með að sannleikanum verði hver sárreiðastur! Landbúnaðarstofnun hefur alla burði til að verða öflug þjónustu- og stjórnsýslustofnun með vel menntuðu starfsfólki sem býr yfir sérþekkingu hvert á sínu sviði. Uppbyggingin er að hefjast og nú í byrjun ágúst tekur nýskipaður for- stjóri stofnunarinnar til starfa og skipurit og uppbygging hennar fer að taka á sig mynd. Ólíklegt er að búið sé að taka nokkrar ákvarðanir sem ekki er hægt að breyta með hagsmuni starfsfólksins og stofn- unarinnar um leið í huga. Það er því einlæg ósk undirrit- aðs ogembættis yfirdýralæknis að fagleg rök verði höfð að leiðarljósi við uppbyggingu nýrrar stofnunar. Vegna Landbúnaðar- stofnunar Gísli Sverrir Halldórsson fjallar um flutning Landbúnaðarstofn- unar til Selfoss Gísli Sverrir Halldórsson ’Stofnunin varekki komin á laggirnar þegar byrjað var að sundra henni.‘ Höfundur er dýralæknir í inn- og útflutningseftirliti hjá embætti yfirdýralæknis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 209. tölublað (06.08.2005)
https://timarit.is/issue/261979

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

209. tölublað (06.08.2005)

Aðgerðir: