Morgunblaðið - 06.08.2005, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 2005 33
UMRÆÐAN
Flestir munu þekkja orða-tiltækið finna/vita/sjáhvar skórinn kreppir‘finna/vita/sjá í hverju
vandinn er fólginn, hverjir örð-
ugleikarnir eru’ Það á rætur sínar
að rekja til gamallar sögu frá því
um 110 fyrir Krists burð. Rómverji
nokkur varð fyrir ámæli vina sinna
og kunningja fyrir að ætla að skilja
við eiginkonu sína. Þá á hann að
hafa sýnt þeim skóinn sinn og sagt
að enginn vissi betur hvar skórinn
kreppti (að fætinum) en hann sjálf-
ur. Orðatiltækið á samsvörun í fjöl-
mörgum tungumálum (t.d. ensku,
þýsku og dönsku) og er hundgam-
alt í íslensku. Það mun vera algeng-
ast í myndinni finna hvar skórinn
kreppir en í talmáli bregður einnig
fyrir myndinni finna hvar skóinn
kreppir. Hún samræmist ekki mál-
venju og getur því ekki talist rétt
fremur en eftirfarandi dæmi: Verk-
færi samanburðarlögfræðinnar
kæmu að góðum notum við að meta
hvar skóinn kreppir og draga
ályktanir af … (Frbl. 26.6.05).
Umsjónarmaður hefur áður vikið
að orðasambandinu það blæs ekki
byrlega fyrir e-m og öðrum hlið-
stæðum. Forsetningarliðurinn fyr-
ir e-m vísar hér upphaflega til stað-
ar en í óbeinni merkingu með
neitun til ‘óþágu’ (e-ð er e-m and-
stætt). Breytingin það blæs ekki
byrlega fyrir e-m > það blæs ekki
byrlega hjá e-m er því auðskilin.
Hún er auk þess allgömul og hefur
öðlast hefð. Í nútímamáli verður
vart annarrar breytingar: það blæs
ekki byrlega fyrir e-m/mér > það
blæs ekki byrlega fyrir e-n/mig,
t.d.: það blæs ekki byrlega fyrir
flokkinn [þ.e. flokknum] (5.5.05),
sbr. það syrtir í álinn fyrir Svía
[þ.e. Svíum] (Sjónv. 28.1.04) og Enn
syrtir í álinn fyrir Þróttara [þ.e.
Þrótturum] [eftir tap fyrir Völs-
urum] (Sjónv. 30.6.05). Þessi breyt-
ing á sér enga stoð í málkerfinu og
samræmist engan veginn merk-
ingu orðasambanda af þessum
toga. Ætla má að hana megi skýra
með hliðsjón af orðasamböndum
eins leiknum lauk með 1-0 sigri fyr-
ir Þróttara en þar er merkingin
auðvitað önnur.
Umsjónarmaður hefur tekið eftir
því að fallstjórn með liðnum allt að
er mismunandi í nútímamáli. Sem
dæmi má nefna að ýmist er sagt
NN er leyft að veiða allt að 35 þús-
und lestir af loðnu eða NN er leyft
að veiða allt að 35 þúsundum lesta
af loðnu og leiðangurinn hefur vist-
ir til allt að þremur vikum eða leið-
angurinn hefur vistir til allt að
þriggja vikna. Í liðnum allt að er að
forsetning og ætti því að stýra
þágufalli, t.d.: hitinn er allt að fjöru-
tíu og tveimur stigum (6.8.03). Í nú-
tímamáli virðist
liðurinn hins
vegar að nokkru
leyti hafa glatað
upphaflegu hlut-
verki sínu og
geta staðið sem
atviksliður (líkt
og nálega, tæp-
lega, rúmlega,
o.fl.) og því er
sagt og skrifað: Biðtími eftir barni
frá Kína [er] allt að 18 mánuðir
(Mbl. 11. 4. 04); Það sem af er þessu
ári hefur embættið veitt allt að fjór-
ar áminningar (Frbl. 8.6.05) og allt
að 2000 keppendur taka þátt í leik-
unum (Útv. 11. 7. 05). Öll slík dæmi
sem umsjónarmanni eru tiltæk eru
úr nútímamáli en þau eru svo al-
geng að þau hljóta að teljast góð og
gild. — Um ýmsa aðra liði gegnir
svipuðu máli og um allt að, t.d. hátt
í, nærri og nálægt. Ef fallstjórn
þeirra stangast á við fallstjórn að-
alliðar er fallanotkun stundum á
reiki, t.d.: eyða hátt í eina milljón/
(einni milljón) króna.
Föst orðasambönd geta verið
vandmeðfarin en oftast er sú líking
eða hugsun sem að baki liggur aug-
ljós. Þannig tölum við um að ganga
að tilboði í merkingunni ‘fallast á,
samþykkja’ og enn fremur er kom-
ist svo að orði að menn gangist við
barni ‘viðurkenni faðerni’. Mál-
venja sker úr um notkun slíkra
orðasambanda og ekki gengur að
víkja frá henni. Orðasambandið
gangast að tillögum á sér enga stoð
í málinu og því getur eftirfarandi
dæmi ekki talist gott: … hvika ekki
frá tillögum sem flokkurinn hefur
lagt fram og Vinstri grænir hafa
gengist að (Txt 10. 7. 05).
Svipuðu máli gegnir um orða-
samböndin færa rök að e-u og engin
rök eru fyrir e-u. Hið fyrra vísar til
hreyfingar en hið síðara til kyrr-
stöðu. Við getum fært fjölmargt
fyrir eitthvað en málkerfið býður
ekki upp á að færa eitthvað fyrir
einhverju. Eftirfarandi dæmi hlýt-
ur því að brjóta í bág við málkennd
flestra: Franska tímaritið science et
Vie (Vísindin og lífið) segist geta
fært sönnur fyrir því að Tórínó-
klæðið svokallaða sé falsað (Mbl.
22.6.05).
Úr handraðanum
Í 49. kafla Gylfaginningar (í
Snorra-Eddu) segir frá því að æsir
sendu erindreka um allan heim til
að fá allt og alla til að gráta Baldur
hinn góða úr helju og gerðu það all-
ir, menn, dýr og allir hlutir, nema
gýgurin Þökk, er svaraði: *Þökk
mun gráta / þurrum tárum / Baldrs
bálfarar. / Kviks né dauðs / nautka
ek karls sonar; / haldi Hel því es
hefir. Til þessarar frásagnar vísar
orðatiltækið gráta e-ð þurrum tár-
um ‘gráta e-ð ekki, gráta krókódíl-
stárum’. — Til hugmynda forfeðra
okkar um helheim má rekja ýmis
önnur orð og orðasambönd, t.d.
drepa e-n/e-ð í hel > drepa e-n/e-ð
og svelta í hel, sbr. einnig helkaldur
og heljarkuldi (heiðnir menn töldu
að illmenni yrðu að þola kulda á
vonda staðnum eftir þetta líf).
Orðasambandið þegja e-ð í hel
‘eyða málefni með því að ræða það
ekki’ á sér ugglaust rætur í nor-
rænni goðafræði en það er ungt í ís-
lensku, mun vera fengið úr dönsku
(tie noget ihjel). Nýlega rakst um-
sjónarmaður á orðasambandið
ræða e-ð í hel: kortleggjum þennan
falda glæp og ræðum vandamálið í
hel (Mbl. 12.7.05). Þetta mun vera
nýmæli en uppruninn leynir sér
ekki.
Umsjónar-
maður hefur
tekið eftir því
að fallstjórn
með liðnum allt
að er mis-
munandi í
nútímamáli.
jonf@hi.is
ÍSLENSKT MÁL
Jón G. Friðjónsson 57. þáttur
GREINARHÖFUNDUR hefur
mörg undanfarin ár átt í reglulegum
samskiptum við hagsmunaaðila á
auglýsingamarkaði. Hér er um að
ræða auglýsingastofur
og birtingahús sem
hafa það að aðalstarfi
að kaupa auglýs-
ingapláss í fjölmiðlum
fyrir hönd umbjóð-
enda sinna, auglýs-
enda. Undanfarið hef-
ur komið fram skýr
ótti þessara aðila við
þá samþjöppun sem
orðið hefur með fjölg-
un miðla undir merkj-
um 365 prent- og ljós-
vakamiðla. Ekki dró
úr ugg forsvarsmanna
þessara fyrirtækja við
kaup 365 á Saga Film
á dögunum. Með þessu
óttast menn að við-
skiptahugmyndin sé
sú að framleiða aug-
lýsingar fyrir fyr-
irtæki og jafnframt að
setja kvaðir um birt-
ingu þeirra í fjöl-
miðlum 365.
Fyrir þessu eru for-
dæmi í sögu Íslenska útvarpsfélags-
ins sáluga. Í því tilfelli greiddu aug-
lýsendur fyrir auglýsingagerðina
ákveðna upphæð sem var lægri en
eðlilegt markaðsverð. Ef auglýs-
ingin fór síðan í birtingu á öðrum
miðlum, en miðlum Íslenska út-
varpsfélagsins, var krafist hærri
greiðslu fyrir gerð og birtingu aug-
lýsingarinnar. Skyldi sagan vera að
endurtaka sig?
Sölufulltrúar 365 hafa sótt auglýs-
endur heim þetta árið og boðið þeim
að skuldbinda sig miðlum 365 með
allt að 90% birtingarfjár til tveggja
ára gegn því að auglýsingar þeirra
verði birtar í öllum miðlum sam-
steypunnar. Þetta er gert með til-
boði um að verð lækki verulega frá
því sem talist getur eðlilegt, það er
með undirboðum. Með þessu hátta-
lagi er verið að skáka í skjóli stærð-
ar. Rétt er að geta þess í þessu sam-
bandi að rúmlega önnur hver króna
á íslenskum auglýsingamarkaði
endar hjá miðlum 365 sem þýðir að
fyrirtækið er ráðandi á sviði auglýs-
ingasölu.
Samkeppni slátrað
Fróðlegt verður að
fylgjast með þróun
auglýsingabirtinga hjá
stærstu auglýsendum
landsins á næstu miss-
erum. Sumir þeirra eru
birgjar sem hafa mik-
illa hagsmuna að gæta
á neytendamarkaði,
sérstaklega hvað varð-
ar hillupláss og fram-
setningu í stórversl-
unum aðila sem
tengjast eignarhaldi
365. Valdið sem felst í
ráðstöfun hillupláss við
þessar markaðs-
aðstæður, getur auð-
veldlega snúist upp í
kverkatak á auglýs-
endum.
Miðað við framvindu
mála undanfarin miss-
eri, er eðlilegt að menn
spyrji sig hvort for-
svarsmenn 365 séu að
yfirfæra matvörumódel
Baugs yfir á íslenska fjölmiðla- og
auglýsingamarkaðinn. Ljóst er að
365 á orðið flest öll fyrirtæki sem
máli skipta í fjölmiðlun og auglýs-
ingagerð. Þetta þýðir að ekkert fyr-
irtæki á íslenskum fjölmiðlamark-
aði, getur lengur keppt við 365 á
jafnréttisgrundvelli. Svo virðist sem
hið langþráða frelsi á fjölmiðla-
markaði sé að snúast upp í and-
hverfu sína, nefnilega einokun. Sam-
keppni hefur á skömmum tíma verið
slátrað á altari viðskiptafrelsis! Þeir
sem voru á móti fjölmiðlalögunum á
sínum tíma, ættu að íhuga þá stöðu
mála.
Þær skoðanir sem hér birtast eru
persónulegar skoðanir undirritaðs.
Frá frelsi til
einokunar?
Þorsteinn Þorsteinsson
fjallar um einokun á
auglýsingamarkaði
Þorsteinn Þorsteinsson
’…ekkert fyr-irtæki á íslensk-
um fjölmiðla-
markaði, getur
lengur keppt við
365 á jafnrétt-
isgrundvelli. ‘
Höfundur er rekstrarhagfræðingur
(M.Sc.).
BRÉF TIL BLAÐSINS
Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is
EINN er sá tónleikastaður þar
sem aldrei eru tekin aukalög –
kirkjan í Skálholti. Ástæðan er að
það er bannað að klappa í kirkj-
unni. Ekki er gott að segja hver
hefur bannað fólki að sýna hrifn-
ingu sína á tónlist og þakka flytj-
endum og höfundum fyrir söng,
hljóðfæraleik og tónsmíðar.
Tónlist er nátengd trú. Hægt
er að öðlast trú og gleði með því
að hlusta á tónlist. Sagt var um
Mozart að Guð talaði í gegnum
hann, slíkar eru hans tónsmíðar.
Bach samdi sín meistaraverk
Guði til dýrðar. Margir fara ein-
ungis í kirkju til að hlusta á tón-
list. Það er óskiljanlegt að banna
fólki að tjá tilfinningar sínar og
gleðjast yfir guðdómi tónlistar-
innar.
Til að fá úr því skorið hvort það
sé guðlast að klappa er eðlilegt að
rýna í bók Guðs. Í Biblíunni kem-
ur hvergi fram að það sé guðlast,
heldur er frekar hvatt til þess að
klappa; Sálmarnir 47:1 „Klappið
saman lófum, allar þjóðir, fagnið
fyrir Guði með gleðiópi.“
BJÖRGVIN ÞORSTEINSSON,
Fífumýri 15, Garðabæ.
Engin aukalög
í Skálholti
Frá Björgvini Þorsteinssyni:
AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is, sími 569 1111
Carl Aage Möller, fulltrúi hins
þekkta sænska uppboðsfyrirtækis
POSTILJONEN verður í
Reykjavík, þriðjudaginn 9. ágúst.
Hann vill kaupa, eða taka til
uppboðssölu, góð frímerki,
umslög, eða heil söfn.
Kaupum frímerki gegn staðgreiðslu.
Hægt er að hafa samband við Carl
Aage í síma 0045 2928 6644, eða við
umboðsmann POSTILJONEN á
Íslandi, Magna Magnússon,
Laugavegi 15, sími 552 3011.