Morgunblaðið - 06.08.2005, Side 37

Morgunblaðið - 06.08.2005, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 2005 37 MINNINGAR sinni mynd ráðgáta eða eins og segir í Hávamálum. „Hugurinn einn það veit, hvað býr hjarta nær.“ Þegar Steini gerist verktaki við skólaakstur Varmalandsskóla um nokkurra ára skeið tókst með okk- ur góður vinskapur enda vorum við að vinna að hinu sama, að gera nemendum skólans lífið bærilegt á leið til og frá skóla og ekki síður í lengri skólaferðum. Þessi verk vann Steini af stakri prýði. Ákveð- inn en hlýr hafði hann lítið fyrir því að halda uppi aga þannig að börn- um og unglingum leið vel í návist hans. Þessi góða regla ásamt því að halda skólabílnum alltaf hreinum utan sem innan lýsa honum vel. Þá er ekki síst að geta hjálpsemi hans, alltaf tilbúinn að hjálp hver svo sem verkefnin voru eða hver átti í hlut. Þessa eiginleika í fari Steina komu margir auga á og allir þeir kennarar og starfsmenn skólans sem með honum ferðuðust höfðu orð á þegar heim kom. Hafðu þökk fyrir góðar ferðir hvort heldur við vorum í bíl eða á góðum fákum. Bestu samúðarkveðjur sendum við hjónin eiginkonu, börnum, for- eldrum, tengdadóttur, tengdamóð- ur, ættingjum og vinum. Megi góður Guð styrkja ykkur öll. Flemming Jessen. Tvær litlar systur, Sólveig og Margrét, minnast vinar síns Steina skólabílstjóra með söknuði. Það voru stuttir fætur sem stigu inn í bílinn hans Steina fyrsta skólaárið þeirra. Öruggari og tillitssamari bílstjóra var vart hægt að finna og treysti móðir þeirra honum fyrir gullmolunum sínum. Síðar mynd- aðist sérstakt samband á milli Steina og Margrétar. Hún laum- aðist með skólatöskuna sína til hans og bað hann að geyma hana. Þarna sat hún hjá honum og þau spjölluðu saman. Á afmælisdegi sínum í desember kom Margrét heim með bangsa sem Steini gaf henni. Á erfiðri kveðjustundu fljúga ótal myndir um hugann: Steini á skóla- bílnum sínum vinkandi glaðlega, Steini með lax í hendi að færa okk- ur, Steini á hestbaki, já, Steini á ferð og flugi, ljúfur og góður drengur. Hafðu þökk fyrir allt elsku vinur. Innilegastar samúðar- kveðjur sendum við Guðrúnu, börn- um og öðrum aðstandendum. Steinunn Árnadóttir, Sólveig og Margrét. Elsku Steini, þó þú sért farinn veit ég að þú verður enn þá stór hluti af lífi mínu. Þú ert einn af þeim sem hélst í höndina á mér inn í fyrstu fullorðins árin, kenndir mér að drekka svart og sykrað og það verður ekki hægt annað en að brosa út í annað þegar ég hræri í kaffinu mínu á morgnana. Þegar kemur að kveðjustund hrannast upp minningarnar og alltaf verður erfiðara og erfiðara að koma þeim í orð en þetta ljóð segir allt sem ég vil segja til þín. Þó þung séu oft sporin á lífsins leið, og ljósið svo skelfing lítið. Skaltu eiga þér von sem þinn vin í neyð, það virkar, en virðist skrýtið. Því vonin hún vinnur gegn myrkri og kvíða, og veitir þér styrk sinn, í stormi og byl. Sjá ljósið mun stækka, og þess skammt er að bíða, að sólskinið sjáir, ég veit það er til. (SHL.) Takk fyrir að þykja vænt um mig. Þín Karen (Kæja litla). Fyrir rúmum þremur árum hitti ég Steina fyrst, hann brosti að sjálfsögðu, það var hans merki. Brosið eða kannski glottið sem náði til augnanna. Maður gat ekki annað en brosað á móti, feimin 17 ára. Eftir þetta var aldrei langt í bros okkar á milli. Ef að maður var ekki alveg upplagður, þá var maður samt alltaf reiðubúinn að taka á móti brosi Steina Gulla. Það var svo smitandi, stundum kom það fyrir að maður skellihló, það þurfti ekki meira til en að sjá brosandi andlit Steina gægjast inn úr dyr- unum. En það var ósjaldan sem að hann var úti við að vinna og dytta að. Skemmtilegustu stundir sem ég hef upplifað eru þegar þeir feðgar allir þrír, ræddu málin. Ekki það að ég hafi haft áhuga á umræðuefninu í það og það skipti, sem í öllum til- fellum ef mig misminnir ekki sner- ust um bíla og vélar. Áhugi minn fólst í samskiptamynstri feðganna, sem oftast fólst í því að án langs tíma liðins voru allir farnir að ríf- ast, hver í kapp við annan. Án efa höfðu allir rétt fyrir sér hver á sinn hátt. Ég veit ekki hvað olli því en ég hélt alltaf með Steina, hann var jú elstur. Hann fékk mann með sér í lið, blikkaði mann og glotti, eins og hann væri að segja ,,fylgstu nú með“. Nú er minningin um brosið það sem yljar mér, minning um góðan, yndislegan mann lifir í hjarta mínu og allra þeirra sem kynntust hon- um. Ég lít til himins, hann grætur með mér. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Elsku Steini minn, Guð vakir yfir þér og veitir okkur sem að lifum styrk í þessari miklu sorg. Ég sendi samúðarkveðju til fjöl- skyldu og vina Steina Gulla, góður drengur er fallinn frá. Ykkar Arna Þrándardóttir. Í dag kveðjum við Steina, vin okkar, sem fallinn er frá langt fyrir aldur fram. Andlát náins vinar og ættingja er nokkuð sem ekki er hægt að búa sig undir og erfitt að sætta sig við. Eitt af því fáa sem hægt er að gera á slíkum stundum er að láta hugann reika og gefa sig á vald minningunum þar sem þær smæstu geta reynst okkur mikil- vægar á erfiðum stundum. Hug- urinn stöðvast við Ölvaldsstaði í Borgarfirði, og sjáum við Steina klæddan reiðbuxum og köflóttri vinnuskyrtu, skælbrosandi á túninu, í gerðinu eða að fást við bíla eða vélar á hlaðinu. Steini hafði ávallt mikið fyrir stafni hvort held- ur sem hann var að bjástra við vél- ar eða skepnur, en hvort tveggja virtist farast honum jafn vel úr hendi. Fyrir utan dugnað og elju- semi bjó Steini yfir miklum mann- kostum, hann var einstaklega hjartahlýr, barngóður, mikill húm- oristi, stutt í stríðnina og brosið. Ófá eru skiptin sem við sátum í eld- húsinu þeirra Gunnu, drukkum kaffi og belgdum okkur út af kræs- ingum, og veltum fyrir okkur lífinu og tilverunni og spjölluðum um alla heima og geima. Þessi samtöl okk- ar og vangaveltur voru mér ávallt til mikillar ánægju. Fjölskyldan var Steina ávallt ofarlega í huga og horfði hann með stolti á börnin sín sem hafa orðið þeirrar gæfu aðnjót- andi að hafa erft kosti hans. Nokkrum dögum áður en Steini fór í sína hinstu för, heimsóttum við Bryndís dóttir mín frændfólkið á Ölvaldsstöðum og þá var auðséð að Steini gekk ekki heill til skógar. Hann hafði átt við veikindi að stríða síðustu mánuðina sem reynd- ust honum erfiðari en nokkur gerði sér grein fyrir. Þrátt fyrir heilsu- brestinn var brosið ekki langt und- an og kvaddi hann mig hlæjandi og sagði okkur að koma sem allra fyrst aftur í sveitina. Ég, Bebba og Bryndís kveðjum með söknuði og trega vin sem var okkur afskaplega kær. Við vitum að á nýjum slóðum verður vel tekið á móti þér. Hvíl í friði, kæri vinur. Allri fjölskyldunni vottum við okkar dýpstu samúð og megi góður guð styrkja ykkur á þessum erfiðu tímum. Stefán Eyjólfsson. Elsku langamma mín. Mér fannst þú alveg einstök kona. Ég leit á þig sem mína aðra móð- ur. Við tvær vorum ávallt góðar vin- konur og alltaf gat ég leitað til þín ef mig vantaði huggun. Þolinmóð og bjartsýn varstu alltaf, sama hvað bjátaði á. Þú ein studdir mig er aðrir studdu mig ekki, því þú þekktir mig manna best og varst alltaf svo stolt af mér. ÁGÚSTA STEINUNN ÁGÚSTSDÓTTIR ✝ Ágústa SteinunnÁgústsdóttir Ward fæddist í Reykjavík 29. október 1914. Hún lést á Landspítala í Foss- vogi 8. júlí síðastlið- inn og var útför henn- ar gerð frá Dóm- kirkjunni 18. júlí. Elsku Ágústa langamma mín, ef þú gætir bara vitað hversu sárt ég sakna þín, ég er þakklát fyr- ir hversu vel ég kynnt- ist þér og hve ljúf og elskuleg langamma þú reyndist mér ávallt. Við eigum margar minningar saman, þú fræddir mig oft um gömlu dagana, það var ætíð gaman. Þess- ar minningar mun ég geyma djúpt í mínu hjarta og aldrei mun ég gleyma þinni visku og þínu brosi bjarta. Ég kveð þig nú með tár í augum og söknuði í hjarta mínu. Ég bið til Guðs með vonarbæn að ég megi sjá þig aftur er minn tími kemur. Þín að eilífu, Birgitta. Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgunblaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minn- ingar/afmæli“ ásamt frekari upplýsingum). Skilafrestur Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðju- degi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd Minningargreinar séu ekki lengri en 2.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síð- una. Formáli Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, fæddist, hvar og hvenær hann lést, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvað- an útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Ætlast er til að þetta komi að- eins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Undirskrift Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Myndir Ef mynd hefur birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með minning- argrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd er ráðlegt að senda hana á myndamóttöku: pix@mbl.is og láta umsjónarmenn minningargreina vita. Minningargreinar Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengda- föður, afa og langafa, HALLDÓRS JÓNSSONAR frá Sunnutúni, Eyrarbakka, Baugstjörn 6, Selfossi. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Suðurlands og öllum þeim, sem önnuðust hann í veikindum hans, fyrir einstaka um- hyggju og alúð. Valgerður Jóna Pálsdóttir, Ingunn Hinriksdóttir, Sigurður Ingólfsson, Jón Halldórsson, Svana Pétursdóttir, Stefán Anton Halldórsson, Erna Friðriksdóttir, Páll Halldórsson, Ingibjörg Eiríksdóttir, Anna Oddný Halldórsdóttir, Jón Arnar Sigurðsson, afabörn og langafabörn. Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGRÍÐAR ANTONSDÓTTUR, Sogavegi 20, Reykjavík. Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki líkn- ardeildar Landakoti, deild 11G, 11E, göngu- og dagdeild krabbameins- lækninga á Landspítala við Hringbraut og heimahjúkrun. Kærleikur ykkar, góðvild og hlýja var og er okkur styrkur. Guð blessi ykkur öll. Birgir Guðmundsson, Ásdís Guðnadóttir, Bragi Guðmundsson, Margrét Gísladóttir, Anton Örn Guðmundsson, Guðný Björgvinsdóttir, Sigurjón Guðmundsson, Kristín Gunnarsdóttir, Stefán Guðmundsson, Stefanía Muller, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, JÓNU SVEINBJARNARDÓTTUR fyrrum húsfreyju á Hamrafelli, Mosfellsbæ. Sérstakar þakkir til starfsfólks á Hlaðhömrum og deild 2B á hjúkrunarheimilinu Eir fyrir góða og hlýja umönnun. Guð blessi ykkur öll. Sigríður Birna Ólafsdóttir, Ingimar S. Hjálmarsson, Guðný Margrét Ólafsdóttir, Elías Ingvarsson, Finnur Ingimarsson, Kolbrún Guðjónsdóttir, Ólafur Ingimarsson, María Pálsdóttir, Hjálmar Ingimarsson, Elísa Hörn Ásgeirsdóttir, Ólöf Jóna Elíasdóttir, Sigríður Birna Elíasdóttir, Daníel Helgi Reynisson, Sigmar Jósep, Katrín Rós, Ingibjörg Sólveig, Úlfur og Svanhildur Sól. Innilegar þakkir fyrir hlýhug og samúð vegna andláts móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGURBJARGAR HELGADÓTTUR, Hornbrekku, Ólafsfirði. Ragnheiður Brynjólfsdóttir, Gunnar Berg, Helga Pálína Brynjólfsdóttir, Jón Gauti Jónsson, Sigrún Helga Guðjónsdóttir, Brynjólfur Sveinn Birgisson, Silja Bára Ómarsdóttir, Brynjólfur Ómarsson, Brynjólfur Sveinsson, Sandra Hrönn Sveinsdóttir, Birkir Guðjón Sveinsson og langömmubörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.