Morgunblaðið - 06.08.2005, Qupperneq 38
38 LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Höskuldur Stef-ánsson fæddist á
Framnesi í Nes-
kaupstað 21. maí
1930. Hann lést á
Fjórðungssjúkra-
húsinu í Neskaup-
stað 29. júlí síðast-
liðinn. Foreldrar
hans voru Stefán
Ragnar Höskulds-
son útgerðarmaður,
f. 17.1. 1904 og Sig-
ríður Sigurðardótt-
ir húsmóðir, f. 11.7.
1903. Systir Hösk-
uldar er Jóhanna, f. 14.3. 1934.
Höskuldur kvæntist árið 1957
Höllu Valgerði Stefánsdóttur, f.
10.11. 1937. Börn þeirra eru: 1)
Harpa Sigríður, f. 9.6. 1955, gift
Jóni Inga Sigurbjörnssyni, f. 8.9.
1953, börn þeirra eru: Hallur
Kristján, f. 16.2. 1976, kvæntur
Sigríði Frímannsdóttur, f. 11.11.
1980, Ragnar, f. 11.8. 1982, sam-
býliskona Sonja Björk Jóhanns-
dóttir, f. 17.9. 1985 og Lilja Krist-
ín, f. 6.5. 1988. 2) Sólveig, f. 4.10.
1958, gift Hafþóri Magnússyni, f.
30.8. 1948. Sonur Sólveigar er
Sigurður Logi Ásvaldsson, f. 28.2.
1976, sambýliskona Viktoria
Kronborg, f. 22.3. 1977. 3) Halla, f.
6.3. 1961, giftist Auðunni Gunn-
arssyni, f. 7.3. 1959, börn þeirra
eru Auður Eva, f. 13.3. 1979, gift
Stefáni Erni Þórissyni, f. 5.6.
1967, börn þeirra eru Jóhann
Dagur, f. 2.1. 1992, og Bjartur, f.
22.9. 1993. Halla og Auðunn slitu
samvistir. 4) Inga, f. 1.3. 1967,
giftist Hjálmari Erni Jóhannssyni,
f. 19.10. 1973, börn þeirra eru
Margrét Halla, f. 30.9. 1996 og
María Björt, f. 1.4. 2000. Inga á
Ara Frank, f. 3.6. 1990. Inga og
Hjálmar slitu sam-
vistir. 5) Stefán
Ragnar, f. 20.6.
1975, kvæntur
Elizavetu Kopelm-
an, f. 14.4. 1974.
Barnabarnabörnin
eru sex.
Höskuldur lauk
prófi frá Samvinnu-
skólanum í Reykja-
vík árið 1951 og
starfaði síðan við
Dráttarbrautina í
Neskaupstað til árs-
ins 1965 og hjá Síld-
arvinnslunni í Neskaupstað til
ársins 1967. Hann var fram-
kvæmdastjóri við Félagsheimilið
Egilsbúð í Neskaupstað á árunum
1967–1970. Samhliða þessum
störfum vann hann að því að
byggja upp eigin atvinnurekstur.
Kaupmennska varð hans aðalstarf
árið 1971 er hann keypti Versl-
unina Vík í Neskaupstað. Árið
1983 byggði hann ásamt eigin-
konu sinni húsgagnaverslunina
Hólma á Reyðarfirði sem þau
ráku til ársins 2004. Tónlistin var
stór þáttur í lífi Höskuldar alla
hans ævi. Hann var fjölhæfur tón-
listarmaður og spilaði á mörg
hljóðfæri. Hann spilaði í dans-
hljómsveitum í Reykjavík, í Vest-
mannaeyjum og í Neskaupstað.
Einnig var hann eftirsóttur sem
harmonikkuleikari á Austurlandi.
Hann var einn af stofnendum
Lúðrasveitar Neskaupstaðar og
fyrsti stjórnandi hennar. Hann
var organisti og kórstjórnandi við
Norðfjarðarkirkju á árunum
1955–1965.
Útför Höskuldar fer fram frá
Norðfjarðarkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
Lítil stúlka hleypur á móti pabba
sínum og segir: „Pabbi, viltu verða
samferða heim“? Hann brosir, tek-
ur í höndina á henni og þau ganga
eftir miðri götu heim. Sólin skín og
það er friðsælt í firðinum þeirra.
Systurnar eru allar í stofunni.
Pabbi sest við píanóið, spilar fjörug
lög og uppáhaldslagið þeirra, þær
hlæja, leika litla hvolpa og kalla
lagið hundalagið. Það er gaman í
Miðstrætinu.
Pabbi tekur upp nikkuna og spil-
ar af hjartans lyst. Hann kann
óteljandi lög, tónar harmonikkunn-
ar fylla allt húsið. Hver annar getur
spilað svona vel á nikku?.
Það er 17. júní. Bærinn er fánum
skrýddur og allt er tilbúið við sund-
laugina þar sem hátíðahöldin fara
fram. Lúðrasveitin stillir sér upp og
gengur af stað og yndisleg tónlistin
hljómar um bæinn. Pabbi er þar,
myndarlegur í lúðrasveitarbúningn-
um og spilar á básúnuna. Við syst-
urnar erum stoltar af pabba okkar.
Kirkjan er full af fólki. Þetta er
vinaleg kirkja og falleg. Organist-
inn spilar forspil af mikilli snilld, og
svo undirleik við sálmana. Þetta er
pabbi sem spilar.
Hann situr á móti mér í stofunni
og vandar um fyrir mér. „Þú leggur
of hart að þér í vinnu og námi, er
ekki kominn tími til að slaka á“?
Hann er enn að segja mér til full-
orðinni manneskjunni og hvenær
slakaði hann á á mínum aldri? En
hann vill mér vel og hefur sjálfsagt
líka rétt fyrir sér.
Ótal minningabrot koma upp í
hugann eftir andlát föður míns.
Hann ólst upp í húsi sem stóð í
fjörunni við Norðfjörðinn. Þar var
einnig bryggjan og hús sem til-
heyrðu útgerð föður hans. Faðir
minn ólst því upp í nánum tengslum
við sjóinn og sjósókn og var
snemma farinn að vinna við beitn-
ingu. Hafið og fjaran áttu ævinlega
stórt pláss í hjarta hans.
Móðir pabba var listfeng kona,
hafði yndi af bókmenntum, ljóðum
og tónlist. Hún átti orgel og pabbi
ólst upp við orgelleik hennar á
heimili sínu.
Ég minnist manns sem lagði hart
að sér við að sjá fyrir fjölskyldu
sinni. Lengst framan af vorum við
fjórar systur sem bjuggum með
foreldrum okkar í Miðstræti 12 í
Neskaupstað. Þegar ég var orðin
tvítug bættist fimmta barnið í hóp-
inn og föður mínum til mikillar
gleði var það drengur.
Faðir minn hafði ótrúlega mikla
orku. Hann vann alltaf mikið og
sinnti þeim störfum sem honum
voru falin með stakri prýði. Hann
hafði alltaf löngun til að vinna sjálf-
stætt og byggði smám saman upp
eigin atvinnurekstur samhliða því
að vera í vinnu hjá öðrum. Hann
flutti atvinnurekstur sinn til Reyð-
arfjarðar fyrir um tuttugu árum og
rak ásamt móður minni húsgagna-
verslunina Hólma fram á árið 2004
en þá var hann orðinn mjög veikur
af þeim sjúkdómi sem dró hann til
dauða.
Faðir minn var líka listamaður
og hefði eflaust náð langt sem tón-
listarmaður ef hann hefði átt þess
kost að helga sig tónlistinni ein-
göngu. Hann var sjálfmenntaður
tónlistarmaður að mestu leyti og
spilaði á nokkur hljóðfæri og það
snilldarvel. Tónlistin var honum í
blóð borin. „Hún kemur bara til
mín,“ sagði hann við mig fyrir ekki
löngu síðan. Hann þurfti einungis
að hlusta á lögin einu sinni og gat
þá spilað þau með fínum útsetn-
ingum. Þrátt fyrir mikla vinnu gaf
hann sér alltaf tíma til að æfa á
hljóðfæri og til að taka þátt í marg-
víslegum tónlistarflutningi. Hann
spilaði í hljómsveitum, var básúnu-
leikari í Lúðrasveit Neskaupstaðar
og var fyrsti stjórnandi lúðrasveit-
arinnar. Hann tók að sér að spila á
harmonikku á samkomum víða um
Austurland og var einnig organisti
við Norðfjarðarkirkju í fjölda mörg
ár. Hann spilaði jafnt dægurlög
sem og klassíska tónlist á píanó.
Klassíska tónlistin varð honum æ
hugleiknari og hlustaði hann mikið
á tónlist. Þegar bróðir minn hafði
náð þeim aldri að geta lært á hljóð-
færi hafði hægst um hjá föður mín-
um sem hafði nú tíma til að miðla
hæfileikum sínum áfram til hans.
Bróðir minn hafði líka áhuga og
hæfileika og faðir minn veitti hon-
um dyggan stuðning. Fyrir ári var
bróðir minn svo ráðinn sem annar
flautuleikari við Metropolitan
Opera í New York. Það var stór
stund fyrir föður minn að ganga inn
í það hús og njóta þeirrar tónlistar
sem þar fór fram og vita af syni
sínum meðal hljóðfæraleikaranna.
Faðir minn átti mörg áhugamál.
Hann tók mikið af ljósmyndum og
framkallaði sjálfur. Hann byrjaði að
taka kvikmyndir í kringum 1960 og
eru það bæði fjölskyldumyndir en
einnig merkar heimildir um sögu
Neskaupstaðar. Hann var góður
sundmaður og synti daglega meðan
heilsan leyfði. Hann stundaði útivist
og skíðagöngu og naut þess að vera
úti í náttúrunni. Hann fór oft með
fjölskylduna í ferðalög um landið og
um næstu firði á sjó á skektunni,
eins og við köllum bátinn.
Fyrir þrem árum greindist faðir
minn með illvígan sjúkdóm. Hann
fór í aðgerð og meðferð sem heppn-
aðist vel. Hafði hann og fjölskyldan
góða von um bata. En sjúkdóm-
urinn varð aftur ágengur fyrir um
hálfu ári og óskin um að annar upp-
skurður gæti bjargað honum varð
að engu þegar heilsu hans hrakaði.
Hann lifði þó lengst af í voninni um
bata og festi meira að segja kaup á
nýrri glæsilegri harmonikku fyrir
stuttu.
Hann náði þó ekki að spila á
hana nema í örfá skipti og þá sein-
ast fyrir lækna og starfsfólkið á
spítalanum.
Faðir minn lést á Sjúkrahúsinu í
Neskaupstað og var umvafinn hlýju
fjölskyldu sinnar á dánarbeðinu.
Úti var þoka sem lagðist lágt yfir
sjóinn, sólin skein á fjallatoppana
og það var stafalogn. Fallegt kvöld
í firðinum hans pabba.
Guð blessi þig pabbi minn, farðu í
friði.
Þín dóttir,
Harpa Sigríður.
Þegar ég minnist mágs míns
Höskuldar Stefánssonar hugsa ég
meira en hálfa öld aftur í tímann til
ársins 1949 þegar ég kynntist hon-
um fyrst. Lítill beitingaskúr við litla
bryggju í Neskaupstað var fyrsti
vinnustaður minn. Þar hófst ferill
minn sem launþegi. Útgerðarmað-
urinn, Stefán Höskuldsson, faðir
Höskuldar, dugnaðarforkur og hör-
kusjósóknari, hafði þar aðstöðu fyr-
ir mótorbát sinn Björgvin. Hösk-
uldur var eins og þá hét
landformaður hjá föður sínum.
Hlutverk landformanna var það að
undirbúa allt fyrir næsta róður og
stjórna vinnunni í beitingaskúrnum.
Þetta var Höskuldi falið, þá enn á
unglingsaldri. Starfsmenn hans í
skúrnum að stærstum hluta vorum
við nokkrir stráklingar undir ferm-
ingu. Verkstjórn hans er mér ávallt
minnisstæð. Hann hafði næma til-
finningu fyrir vinnugetu barns.
Aldrei var gengið of hart að okkur
eða krafist einhvers sem var vinnu-
þreki okkar ofviða. Hann innrætti
okkur hins vegar metnað og virð-
ingu fyrir vinnu með fordæmi sínu.
Maður hreifst af dugnaði hans og
afköstum. Þess vegna kom stundum
upp sú staða að efnt var til keppni í
því hver væri fljótastur að beita eða
að stokka upp. Verðlaunin voru ein-
göngu fólgin í sigurgleðinni og upp-
hefðinni. Á þessum árum var borin
mikil virðing fyrir snjöllum beit-
ingamönnum og sumir urðu nánast
goðsagnarpersónur á þessu sviði.
Ekki grunaði mig þá að við
Höskuldur ættum eftir að tengjast
fjölskylduböndum fáum árum
seinna þegar hann kvæntist Höllu
Völu systur minni. Þau hófu búskap
í Neskaupstað og hann starfaði
fyrst sem skrifstofumaður en síðan
tók sjálfstæður atvinnurekstur við,
verslunarstörf og kaupmennska.
Lengst af ráku þau hjónin hús-
gagnaverslun.
Sömu mannkostir og ég kynntist
í beitingaskúrnum forðum ein-
kenndu störf hans ætíð: Eljusemi,
ósérhlífni, greiðvikni og kapp en
ávallt með forsjá, annars hefði ekki
náðst sá góði árangur í verslunar-
rekstrinum sem raun bar vitni.
Systir mín, Halla Vala, stóð eins og
klettur við hlið hans og átti stóran
þátt í vexti og velgengni fyrirtæk-
isins.
Mér færari menn munu að verð-
leikum fjalla um tónlistarmanninn
Höskuld Stefánsson. Verði tónlist-
arsaga Neskaupstaðar og reyndar
Fjarðarbyggðar skráð mun nafn
hans skipa þar veglegan sess. Fjöl-
hæfni hans á því sviði var með ólík-
indum. Hann var um árabil org-
anisti í Norðfjarðarkirkju þar sem
hann verður nú kvaddur hinstu
kveðju. Hann lék í fjölda ára í vin-
sælum danshljómsveitum, sem
spiluðu ekki einungis í Neskaupstað
heldur gerðu víðreist um allan
Austfjarðarfjórðung og var færni
hans víðkunn, hvort sem hann lék á
píanó, harmónikku eða básúnu.
Við Lilja og börn okkar þökkum
fyrir vináttu, velvild og hjálpfýsi
Höskuldar Stefánssonar í okkar
garð og biðjum góðan guð að varð-
veita hann og blessa minningu hans
og styrkja eiginkonu hans og ást-
vini í þeirra miklu sorg.
Guðlaugur Stefánsson.
Höskuldur Stefánsson móður-
bróðir er samtengdur æsku okkar
systkinanna. Frændi var maðurinn
sem átti kvikmyndavél – undratæki
sem fangaði á filmu minningarbrot
úr okkar æsku, ærslafullum leikjum
og öðrum uppátækjum. Frændi var
bóksalinn sem sendi okkar ætíð
nýjustu bækur hverrar jólavertíðar.
Frændi var húsgagnasalinn sem
studdi við endurnýjun á skrifboðum
okkar og stólum. Frændi var bros-
mildur, glettinn athafnamaður. En
frændi var fyrst og síðast ótrúlegur
músíkant sem spilaði á píanó, flygil,
harmoikku og orgel er við fengum
notið í heimsóknum á Neskaupstað.
Hjá honum var tónninn tær.
Höskuldur var eina systkini
mömmu. Hann var henni góður
bróðir. Höskuldur var maðurinn
hennar Höllu Völu, konunnar sem
var honum allt og átti með honum
börnin fimm. Hugur okkar er hjá
þeim.
Við þökkum Höskuldi samfylgd-
ina. Frændsemi hans gerði okkur
gott. Blessuð sé minning hans.
Systkinin frá Barði, Akureyri.
Sigríður, Stefán, Davíð
og Þóra Ragnheiður.
Í dag kveðjum við Höskuld Stef-
ánsson. Hann lést á Fjórðungs-
sjúkrahúsinu í Neskaupstað eftir
fremur stutta sjúkdómslegu en
hann hafði þó glímt við erfiðan
sjúkdóm í nokkur ár.
Við Höskuldur vorum náskyld og
hann hét nafninu hans afa okkar
sem alltaf söng og söng við hvað
sem hann gerði. Mikill samgangur
var milli heimila okkar en hann var
töluvert eldri en ég. Ég minnist
hans fyrst þar sem hann, unglings-
strákur, var að keppast við að
skera beitusíld fyrir þá sem voru að
beita við dagróðrabátinn Björgvin
sem faðir hans, Stefán Höskulds-
son, gerði út frá Norðfirði ásamt
Eiríki Guðnasyni. Höskuldur var
kappsamur maður og duglegur og
kom miklu í verk á lífsleiðinni.
Hann sýndi snemma góða tónlist-
arhæfileika og fékk fyrstu leiðsögn
hjá móður sinni, Sigríði Sigurðar-
dóttur, sem leiðbeindi mörgum
börnum fyrstu skrefin í orgelleik.
Og hann var aðeins tíu ára gamall
þegar hann spilaði við fyrstu barna-
messuna í Norðfjarðarkirkju, en
seinna varð hann þar organisti um
árabil.
Hann fór til Vestmannaeyja í
gagnfræðaskóla og lauk þaðan
gagnfræðaprófi og síðan prófi frá
Samvinnuskólanum. Á þeim árum
fékk hann tilsögn í hljóðfæraleik og
spilaði með danshljómsveitum í
Reykjavík og Vestmannaeyjum.
Eftir námsárin kemur hann aftur
heim á Norðfjörð og þar finnur
hann sinn lífsförunaut, Höllu Val-
gerði Stefánsdóttur, og þar bjuggu
þau lengst af og eignuðust þar öll
börnin sín.
Höskuldur starfaði um árabil
sem skrifstofustjóri hjá Dráttat-
brautinni hf.
Í Neskaupstað og þar fékk ég
minn fyrsta skóla við skrifstofustörf
og vann undir hans leiðsögn í nokk-
ur ár og fór vel á með okkur. Eftir
það gerðist hann framkvæmdastjóri
við Félagsheimilið Egilsbúð um
nokkurra ára skeið.
Einnig fer hann að versla með
húsgögn og kaupir Verslunina Vík
og byggir þar við bráðfallegt hús og
rak þar bæði bóka- og húsgagna-
verslun í allmörg ár.
Seinna fluttu þau hjónin á Reyð-
arfjörð og byggðu þar húsgagna-
verslunina Hólma og ráku hana um
árabil en höfðu nýlega selt hana
þegar Höskuldur veiktist. Síðustu
árin hafa þau verið búsett í Egils-
stöðum.
Ég tel að Höskuldur hafi lagt
mkið af mörkum við tónlistarlíf á
Norðfirði, hann stofnaði Lúðrasveit
Norðfjarðar og kenndi þeim sem
þar gerðust meðlimir og þjálfaði
sveitina fyrstu skrefin. Hann var
góður harmonikuleikari og var
fyrsti leiðbeinandi Félags harmon-
ikuunnenda á Norðfirði. Hann lék
fyrir dansi í ótal ár bæði á Norð-
firði og víða um Austurland, lék t.d.
í hinum rómaða HG sextett.
Það var Höskuldi mikið gleðiefni
hvað Stefán Ragnar sonur hans
reyndist góður hljóðfæraleikari.
Höskuldur veitti honum sjálfur
fyrstu tilsögn en fékk honum síðan
góða kennara og eðlilega varð það
mikil hamingja þegar Stefán var
ráðinn við Metropolitan í New York
þar sem svo margir góðir tónlist-
armenn á heimsvísu eru að berjast
um hnossið.
Síðustu samverustundir okkar
Höskuldar voru sl. haust er þau
hjónin dvöldu á Heilsuhælinu í
Hveragerði en ég dvaldi þar líka
um skeið. Við áttum þarna góðar
stundir saman og buðu þau mér t.d.
með sér í bíltúra um nágrennið.
Síðast sá ég hann á sjúkrahúsinu
10. júlí sl. og hitti vel á, var hann
bara hress og tók meira að segja
lagið á harmonikuna fyrir mig.
En allt tekur enda og ég kveð
hann frænda minn með erindi úr
Sólarljóðum:
Hér við skiljumst
og hittast munum
á feginsdegi fira;
drottinn minn
gefi dauðum ró,
hinum líkn, er lifa.
Eg flyt Höllu Völu og börnunum
þeirra og afkomendum öllum svo og
Jóhönnu systur hans samúðar-
kveðjur mínar.
Jóhanna Ólína Hlífarsdóttir.
Höskuldur Stefánsson er fallinn
frá og með honum hefur austfirskt
tónlistarlíf misst mikið. Áratugum
saman var Höskuldur á meðal
HÖSKULDUR
STEFÁNSSON
Steinsmiðjan MOSAIK
Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík • sími 587 1960 • www.mosaik.is
MIKIÐ ÚRVAL AF LEGSTEINUM
OG FYLGIHLUTUM
Sendum myndalista
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800