Morgunblaðið - 06.08.2005, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 06.08.2005, Qupperneq 46
46 LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 horskur, 4 fá- mál, 7 lengjan, 8 hyggur, 9 skyggni, 11 vætlar, 13 fræull, 14 klukkunni, 15 konum, 17 sitjandi, 20 rösk, 22 slétta, 23 gerir hrokkið, 24 veðurfarið, 25 daufa ljósið. Lóðrétt | 1 heiðra, 2 lengd- areining, 3 brún, 4 hreins- ar, 5 lögmæta, 6 nemur, 10 vafinn, 12 rekkja, 13 sonur, 15 á, 16 fjand- skapur, 18 fjármunir, 19 undirnar, 20 veit, 21 svan- ur. Lausn síðustu krossgátu Lárétt |1 göfuglynd, 8 suddi, 9 kopar, 10 nóa, 11 rúman, 13 norna, 15 hrygg, 18 smala, 21 rok, 22 fagni, 23 aurum, 24 valdafíkn. Lóðrétt | 2 öldum, 3 urinn, 4 lúkan, 5 napur, 6 Æsir, 7 þráa, 12 arg, 14 orm, 15 hafi, 16 yngra, 17 grind, 18 skarf, 19 af- rek, 20 aumt.  Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Dagurinn í dag er frábær. Hvernig væri að blanda geði, fara í partí, daðra og njóta þess að vera samvistum við aðra? Íþróttir og leikir með börnum eru líka góðir kostir. Naut (20. apríl - 20. maí)  En frábær dagur til þess að bjóða fólki heim til sín. Skemmtu fjölskyldu- meðlimum, hringdu í vinina. Vellíðan og rausnarskapur eiga greiða leið upp á yf- irborðið. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Tvíburinn er hress, opinn og í stuði til þess að spjalla við náungann. Ástæðan er jákvætt viðhorf hans og bjartsýni. Aðrir gleðjast í návist þinni fyrir vikið. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Verðu deginum í verslun og viðskipti og leitaðu leiða til þess að auka tekjurnar. Þeir sem byrja í nýrri vinnu í dag hafa heppnina svo sannarlega með sér. Fast- eignaviðskipti ganga að óskum. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Ljóninu líður frábærlega vel í dag. Framtíð þess virðist svo björt að það þyrfti að vera með dökk gleraugu. Það er sama hvað gengur á í kringum þig núna, ekkert vinnur á bjartsýni þinni. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Samskipti við hið opinbera og stórar stofnanir ættu að ganga vel í dag. Þú kemst vel á veg í því sem þú tekur þér fyrir hendur. Einnig tekst þér að auka tekjurnar. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Vinir, félagsskapur, klúbbar og samtök eru góðir kostir fyrir vogina í dag. Gakktu í lið með öðrum, talaðu við þá og myndaðu bandalag með einhverjum. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Framahorfur sporðdrekans eru góðar í dag. Kíktu eftir tækifærum til þess að ganga í augun á öðrum eða bæta mann- orð þitt á einhvern hátt. Áhrifamikið fólk kemur þér til hjálpar í dag. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Sólin (grunneðli) er í jákvæðri afstöðu við Júpíter (þekkingarleit), þess vegna lærir þú líklega eitthvað nýtt í dag. Verkefni tengd útgáfu, æðri menntun, fjölmiðlun og lögfræði njóta blessunar. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Steingeitinni berst hugsanlega óvænt gjöf í dag. Eða þá að hún hagnast á ein- hverju sem einhver annar á. Hafðu vas- ana opna! Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Notaðu daginn til þess að kynna hug- myndir þínar fyrir einhverjum. Fólk er mjög móttækilegt fyrir því sem þú hefur fram að færa. (Það borðar hreinlega úr lófanum á þér.) Fiskar (19. feb. - 20. mars) Fiskurinn á í vændum frábæran dag í vinnunni. Hann kemur miklu í verk og nýtur góðs af styrk annarra. Ekki hika við að stinga upp á úrbótum. (Þú veist hvað er átt við.) Stjörnuspá Frances Drake Ljón Afmælisbarn dagsins: Þú hefur ýmsa hæfileika, bæði listræna og hagnýta, ekki síst í viðskiptum. Þú veist hvað þú ert að gera, þolinmæði þín kemur þér að góðum notum. Stjórnmál, lögfræði, leikhús, kennsla og slökkviliðsstörf eru upplagður starfsvett- vangur fyrir þig. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Tónlist Cafe Catalina | Trúbadorinn Garðar Garð- arsson spilar og syngur á Catalinu. Hallgrímskirkja | Pólski orgelleikarinn Zyg- munt Strzep leikur á sumarkvöldi við org- elið. Tónleikarnir eru laugardaginn 6. ágúst kl. 12 og sunnudaginn 7. ágúst kl. 20. Meðal verka sem leikin verða eru Tokkata og fúga í d-moll eftir Bach og sálmaforleikurinn Jes- us bleibet meine Freude. Hóladómkirkja | Árlegir tónleikar Laufeyjar Sigurðardóttur og Páls Eyjólfssonar í Hóla- dómkirkju verða sunnudaginn 7. ágúst, kl. 14. Þau leika saman klassíska tónlist á fiðlu og gítar. Aðgangur ókeypis. Kaffi Rosenberg | Síðustu tónleikar djass- bandsins Autoreverse. Ívar Guðmundsson á trompet og Steinar Sigurðarson á tenór- saxófón. Sigurður Rögnvaldsson á rafgítar, Pétur Sigurðsson á bassa og Kristinn Snær Agnarsson á trommum. Ókeypis inn. Ketilhúsið Listagili | Sænski gítarleikarinn Andreas Öberg leikur sígildan djass í anda Django Reinhardt með aðstoð Hrafna- sparks. Hefst kl. 21.30. Aðgangseyrir er 1.500 kr. Kringlukráin | Hljómsveitin Dans á Rósum frá Vestmannaeyjum skemmtir. Hefst kl. 23. Sirkus | Í garðinum. Helgi Valur á tónleika- röð Grapevine og Smekkleysu. Helgi bar sigur úr býtum í trúbadorakeppni Rásar 2 á dögunum. Vélsmiðjan Akureyri | Hljómsveitin Sér- sveitin leikur föstudags- og laugardags- kvöld. Húsið opnað kl. 22, frítt inn til mið- nættis. Myndlist 101 gallery | Þórdís Aðalsteinsdóttir til 9. sept. Austurvöllur | Ragnar Axelsson til 1. sept. Árbæjarsafn | Anna Gunnarsdóttir til 18. ágúst. Café Karólína | Eiríkur Arnar Magnússon. Til. 26. ágúst. Deiglan | Sigurður Pétur Högnason (Siggi P) Olíumálverk. Til 21. ágúst, frá 13 til 17. Eden, Hveragerði | Jón Ingi Sigurmundsson til 7. ágúst. Feng Shui-húsið | Helga Sigurðardóttir til 14. ágúst. Ferðaþjónustan í Heydal | Helga Krist- mundsdóttir Gallerí 100° | Dieter Roth til 21. ágúst. Gallerí Humar eða frægð! | Myndasögur í sprengjubyrgi. Sýnd verk eftir Ólaf J. Eng- ilbertsson, Bjarna Hinriksson, Jóhann L. Torfason, Halldór Baldursson, Þórarin Leifs- son, Braga Halldórsson og fleiri sem kenndir eru við GISP! Einnig myndir úr Grapevine. Til 31. ágúst. Gallerí I8 | Jeanine Cohen til 21. ágúst. Gallerí Sævars Karls | Sigrún Ólafsdóttir til 10. ágúst. Gallerí Terpentine | Gunnar Örn til 13. ágúst. Grunnskólinn Þykkvabæ | Listaveisla. Verk 5 listamanna: Elías Hjörleifsson, Ómar Smári Kristinsson, Hekla Björk Guðmunds- dóttir, Hallgerður Haraldsdóttir og Árni Johnsen. Opið 4. til 7. og 11. til 14. ágúst frá kl. 18–22 og kl. 14–18 um helgar. Götur Reykjavíkur | Margrét H. Blöndal. Hafnarbakkinn í Reykjavík | Kristinn Bene- diktsson. Til 31. ágúst. Hafnarborg | Wilhelm Sasnal, Bojan Sarce- vic, Elke Krystufek og On Kawara til 21. ágúst. Hótel Geysir, Haukadal | Árni Björn Guð- jónsson. Til 14. ágúst. Hrafnista Hafnarfirði | Trausti Magnússon sýnir í menningarsal til 23. ágúst. Jöklasýningin á Höfn | Farandsýningin Í hlutanna eðli til 7. ágúst. Kaffi Sólon | Guðmundur Heimsberg sýnir ljósmyndir á Sólon. „You Dynamite“. Til 28. ágúst. Laxárstöð | Sýning Aðalheiðar S. Eysteins- dóttur. Listasafn ASÍ | Sumarsýning Listasafns ASÍ 2005 til 7. ágúst. Listasafnið á Akureyri | Skrímsl – Óvættir og afskræmingar til 21. ágúst. Listasafn Ísafjarðar | Katrín Elvarsdóttir. Listasafn Íslands | Dieter Roth til 21. ágúst. Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn | Gabriel Kuri, Jennifer Allora, Guilliermo Calzadilla, Brian Jungen, Hekla Dögg Jónsdóttir, John Latham, Kristján Guðmundsson til 21. ágúst. Listasafn Reykjanesbæjar | Á sumarsýn- ingu má nú sjá sænskt listagler. Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn | Maðurinn og efnið. Sýning á úrvali verka úr safneign. Til 2006. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Lest. Dieter Roth til 21. ágúst. Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir | Úr- val verka frá 20. öld til 25. september. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar | Sum- arsýning. Aðföng, gjafir og lykilverk eftir Sigurjón Ólafsson. Opið frá 14 til 17. Ljósmyndasafn Reykjavíkur | „Rótleysi“ kl. 13–17 um helgar. Norræna húsið | Grús – Ásdís Sif Gunn- arsdóttir, Helgi Þórsson, Magnús Logi Krist- insson. Terra Borealis – Andy Horner. Til 28. ágúst. Safnahús Borgarfjarðar | Pétur Pétursson sýnir til 19. ágúst. Safnahúsið á Húsavík | Guðmundur Karl Ásbjörnsson til 28. ágúst. Skaftfell | Myndbreytingar – Inga Jóns- dóttir sýnir til 13. ágúst. Malin Stahl opnar sýningu sýna „Three hearts“ á vesturvegg Skaftfells kl. 16. Malin vinnur með mynd- bands- og ljósmyndatækni og útskrifaðist frá LHÍ árið 2004. Skriðuklaustur | Guiseppe Venturini til 14. ágúst. Suðsuðvestur | Huginn Þór Arason, „Yf- irhafnir“. Til 28. ágúst. Opið fim.–fös. frá 16 til 18 og lau.–sun. frá 14–17. Thorvaldsen Bar | María Kjartansdóttir til 12. ágúst. Vatnstankarnir við Háteigsveg | Finnbogi Pétursson. Vínbarinn | Rósa Matthíasdóttir sýnir mósaíkspegla. Þjóðminjasafn Íslands | Sýningin Mynd á þili og myndir Kristins Ingvarssonar. Þrastalundur, Grímsnesi | Listakonan María K. Einarsdóttir sýnir 20 myndverk til 26. ágúst. Söfn Bókasafn Kópavogs | Dagar villtra blóma. Á Bókasafni Kópavogs stendur yfir sýning á ljóðum um þjóðarblómið holtasóley og önn- ur villt blóm. Sýningin var sett upp í tilefni af Degi villtra blóma og stendur yfir út ágúst. Falleg ljóð og sumarlegt efni. Bækurnar sem innihalda ljóðin eru allar til útláns á safninu. Gljúfrasteinn – Hús skáldsins | Gljúfra- steinn er opinn alla daga í sumar frá kl. 9–17. Hljóðleiðsögn á íslensku, ensku, sænsku og þýsku um húsið. Margmiðlunarsýning og skemmtilegar gönguleiðir í nágrenninu. Nánar á www.gljufrasteinn.is. Minjasafn Austurlands | Hannyrðakon- urnar Guðrún Sigurðardóttir og Ríkey Krist- jánsdóttir munu kynna gestum Minjasafns Austurlands leyndardóma íslensks útsaums í dag kl. 13. Refilsaumur, glitsaumur, blómst- ursaumur, skattering o.fl. Allir eru velkomnir og aðgangur ókeypis. Minjasafnið á Akureyri | Eyjafjörður frá öndverðu, saga fjarðarins frá landnámi fram yfir siðaskipti. Akureyri, bærinn við Pollinn, þættir úr sögu Akureyrar frá upphafi til nú- tímans. Myndir úr mínu lífi… Ljósmyndir Gunnlaugs P. Kristinssonar frá Akureyri 1955–1985. Skriðuklaustur | Sýning um miðalda- klaustrið að Skriðu og fornleifarannsókn á því. Sýndir munir úr uppgreftri síðustu ára og leiðsögn um klausturrústirnar. Þjóðminjasafn Íslands | Grunnsýning Þjóð- minjasafnsins, Þjóð verður til, menning og samfélag í 1200 ár, á að veita innsýn í sögu íslensku þjóðarinnar frá landnámi til nútíma. Á henni getur að líta um 2.000 muni allt frá landnámstíð til nútíma auk um 1.000 ljós- mynda frá 20. öld. Sýningin er hugsuð sem ferð í gegnum tímann. Listasýning Handverk og hönnun | „Sögur af landi“. Til sýnis er bæði hefðbundinn íslenskur listiðn- aður og nútíma hönnun úr fjölbreyttu hrá- efni. Á sýningunni eru hlutir frá 33 aðilum m.a. úr leir, gleri, pappír, hrosshári, roði, ull og silfri. Kvennaskólinn á Blönduósi | Sögusýning Kvennaskólans á Blönduósi verður opin næstu tvær helgar, 30.–31. júlí og 6.–7. ágúst, kl. 14–17. Mannfagnaður Árbæjarsafn | Lifandi tafl verður á Árbæj- arsafni á morgun kl. 13 og stórmót Árbæj- arsafns verður kl. 14. Tefldar verða 7 um- ferðir með 7 mín. umhugsunartíma. Súðavík | Listasumar í Súðavík til 7. ágúst. Hátíðin er haldin í sjöunda sinn. Mál- verkasýning Sigríðar Rannveigar Jóns- dóttur, kvikmyndasýning, brenna og brekku- söngur o.m.fl. Íþróttir ICC | Bikarsyrpa Eddu útgáfu og Taflfélags- ins Hellis verður haldin á morgun og hefst kl. 20. Verðlaun eru í boði Eddu útgáfu. Nán- ari upplýsingar um syrpuna og mótið má nálgast á www.hellir.com. Útivist Alþjóðahúsið | Gönguklúbbur Alþjóðahúss- ins fer í 4–5 klst. göngu á morgun, um Heng- ilssvæðið undir leiðsögn Mörtu Hrafnsd. og Janick Moisan. Fólk er beðið að taka með sér nesti. Lagt verður af stað kl. 13 frá Al- þjóðahúsinu. Þeir sem geta eru beðnir að vera á bíl. Minjasafnið á Akureyri | Söguganga um Glerárþorp á sunnudag. Hefst kl. 14 frá gamla barnaskólanum í Ósi í Sandgerðisbót. Gangan mun taka um 2 tíma og er gengið á auðveldum hraða. Þátttaka ókeypis. Markaður Mosfellsbær | Sumarmarkaðurinn er hafinn í Mosskógum í Mosfellsdal. Þar er hægt að fá ferskt grænmeti, fersk egg, nýjan og reyktan silung úr Þingvallavatni, o.fl. Sultu- keppni á laugardag. s. 566 8121. Opinn alla laugardaga í ágúst og fram í september frá 12 til 17. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is Fréttir á SMS Félagsstarf Ferðaklúbbur eldri borgara | Mánu- daginn 8. ágúst Veiðivötn. 10.–12. ágúst Vesturland – uppsveitir Borg- arfjarðar, Dalasýsla og Fellsströnd. 23. ágúst Landmannalaugar. Uppl. í síma 892 3011. Félag eldri borgara, Kópavogi, ferðanefnd | Ferð um Kjöl og Vatns- nes 11. og 12. ágúst. Brottför frá Gjá- bakka 11.8. kl. 8.30 og Gullsmára kl. 8.45. Leið m.a: Kerlingarfjöll, Hvera- vellir, Blönduvirkjun, Blönduós. Gist á Húnavöllum. Vatnsdalur, Þingeyrar, Víðidalur, Kolugljúfur, Borgarvirki, ek- ið fyrir Vatnsnes o.fl. Skráning í Gjá- bakka s: 554–3400 eða Þráinn s. 554–0999 eða Bogi s. 560–4255. Félag eldri borgara, Reykjavík | Dagsferð 20. ágúst; Mýrar, Hítardal- ur, Hvanneyri. Ekið um Mýrar, komið við í Álftanesi, í Straumfirði, Ökrum, ekið til Hítardals. Dagsferð 25. ágúst – Reykjanesskagi. Ekið um Vatns- leysuströnd og Voga, safnið í Gjánni í Svartsengi skoðað og Saltfisksetrið í Grindavík o.fl. Uppl. og skráning í s. 588–2111. Félagsmiðstöðin, Gullsmára 13 | Gullsmárinn hefur opnað aftur eftir sumarleyfi, heitt á könnunni og heimabakað. Hæðargarður 31 | Félagsstarfið er opið öllum. Listsmiðja og Betri stofa 9–16 virka daga. Púttvöllur opinn. Dagblöðin liggja frammi. Hádeg- ismatur og síðdegiskaffi. Veitingar í Listigarði á góðviðrisdögum. Göngu- hópar fjóra morgna í viku. Skráning á haustnámskeið að ljúka. Snæfellsnes 18. ágúst. S: 568–3132. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Í KVÖLD heldur Jazzbandið Autoreverse sína síðustu tónleika að sinni á Kaffi Rósen- berg. Eru tveir meðlimir hljómsveitarinnar á leið utan til náms, Ívar Guðmundsson tromp- etleikari til Parísar en Sigurður Rögnvaldsson gítarleikari til Gautaborgar. Auk þeirra skipa bandið Steinar Sigurðarson á tenórsaxófón, Pétur Sigurðsson á bassa og Kristinn Snær Agnarsson á trommum. Tónleikarnir hefjast kl. 23 og er aðgangur ókeypis. Autoreverse kveður í bili

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.