Morgunblaðið - 06.08.2005, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 06.08.2005, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 2005 49 MENNING M IX A • fí t • 5 0 8 1 5 Grímsævintýri Hátíð í Grímsnes- og Grafningshreppi laugardaginn 6. ágúst Hátíð á Borg hefst kl. 13.00 – aðgangur ókeypis. Uppsveitarvíkingurinn 2005 Sterkustu menn landsins takast á. Tombóla, hoppukastali og útimarkaður með handverki, grænmeti o.fl. „Matur og menning“ í Þrastalundi. Tveggja rétta helgartilboð í tilefni Grímsævintýris. Myndlist og tónlist á laugardagskvöldi. Ferðaþjónustan á Minniborg er með kynningu á fyrsta Skógarþorpinu – spennandi viðbót við gistimöguleika í Grímsnesi. Allir velkomnir á staðinn kl. 14.00-18.00 Kaffi, heimabakaðar kökur og myndlistarsýning sveitunga á Gömlu Borg. Grímsnes- og Grafningshreppur Írafossvirkjun Opið hús frá kl. 10.00-12.00. Gestum boðið að skoða virkjunina undir leiðsögn starfsmanna. Ljósafosstöð „Ár og kýr“ Jóns Eiríkssonar komnar suður. 365 kúamyndir sem hlotið hafa verðskuldaða athygli. „Oft er í holti heyrandi nær“ Ljósmyndasýning Guðmundar frá Efri-Brú. Á MORGUN, sunnudag munu þau Laufey Sigurðardóttir fiðluleikari og Páll Eyjólfsson gítarleikari halda tónleika í Hóladómkirkju. Er þetta fimmta sumarið sem Laufey og Páll halda þar tónleika en á efn- isskrá að þessu sinni verða verk eft- ir Pergolesi, Bach, Paganini, V- Lobos, Debussy og fleiri. Tónleikarnir hefjast kl. 14 og er aðgangur ókeypis. Laufey og Páll í Hóladómkirkju Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir Laufey Sigurðardóttir fiðluleikari og Páll Eyjólfsson gítarleikari. Fá tónskáld sögunnar hafaþótt eiga jafn krassandieinkalíf og ítalski end- urreisnarmeistarinn Carlo Gesu- aldo, prins, sem var uppi frá um 1556 til 1613. Gesualdo var prins af Venósa, efnaður aðalsmaður og jafnframt eitt mesta madrigala- skáld endurreisnarinnar. Tónlist hans var framsækin, ákaflega litrík og dramatísk. Sumir segja hana draga dám af því myrkri sem lá á sálu hans. Gesualdo kvæntist ungur frænku sinni, Mariu d’Avalos. Ekki var langt liðið á hjónabandið þegar hún tók upp ástarsamband við hertog- ann af Andria, Fabrizio Carafa. Svo virðist sem tekist hafi um nokkurra ára skeið að halda sambandinu leyndu fyrir Gesualdo, en leyni- makkið komst upp um síðir. At- burðir þeir er þá gerðust voru skráðir á spjöld sögunnar, en þegar tónskáldið kom að eiginkonunni og elskhuga hennar í ástaleikjum í hjónarúminu lét hann umsvifalaust myrða hertogann, en tók sjálfur að sér að pynta eiginkonuna áður en hann drap hana. Elskendunum til háðungar voru lík þeirra höfð til sýnis á almannafæri, – væntanlega til viðvörunar öðrum svikulum eig- inkonum. Þar sem Gesualdo var að- alsmaður var ekki hægt að sækja hann til saka fyrir ódæðið. Eins og þetta hefði ekki verið nóg. Seisei nei. Því Gesualdo kvæntist öðru sinni, aðalsmeynni Leonoru d’Este. Af sendibréfum hennar til bróður síns má ráða, að Gesualdo hafi lítinn áhuga haft á henni til annars en að flengja hana og tukta til, og með tímanum dvaldi hún æ lengri tíma að heiman en heima. Ljóst má vera að Gesualdo gekk ekki heill til skógar. Margt hefur verið skrifað um hugsanlega sekt- arkennd hans og þunglyndi í kjöl- far morðanna, og reynt að rýna í þá persónu sem í senn samdi svo dýrðlega tónlist en var um leið kaldrifjaður morðingi. Margt þykir benda til þess aðerfiðleikar Gesualdos hafi fyrst og síðast snúist um hans eigið kynferði og langanir og þrár í þeim efnum. Þjónar hans þurftu að flengja hann daglega, og jafnvel oft á dag. Sérstakur þjónn hafði það hlutverk eitt með höndum að að- stoða hann við hægðir. Þá fékk Gesualdo pilt til að sofa þétt upp við bak sitt á nóttunni, og sagði það lina þrautir í baki og melting- arfærum. Óneitanlega hvarflar það að nú- tímamanneskju að Gesualdo hafi í raun verið samkynhneigður, og áhugaleysi hans á kynlífssamneyti við eiginkonurnar styður það. Enn fleira hefur þótt styðja þá kenn- ingu að Gesualdo hafi verið sam- kynhneigður, án þess að hafa getað lifað því lífi á eðlilegan hátt. Áhugi hans á líkamlegum píslum gæti vel hafa verið sprottinn af sam- viskubiti vegna morðanna, en gæti þó allt eins hafa verið tilkominn af einhvers konar innri þörf eða ma- sókisma, sem þarf þó ekki að tengj- ast hugsanlegri samkynhneigð hans á nokkurn hátt. Hvernig gat rammkaþólskur að- alsmaður varið kynhneigðir sínar gagnvart samfélagi sínu árið 1600? Er hugsanlegt að ýkt og skelfileg viðbrögð Gesualdos við framhjá- haldi eiginkonunnar hafi verið ein- hvers konar viðleitni til að fela eða breiða yfir eigið áhugaleysi á eig- inkonum sínum, sem hann virðist hafa kvænst fremur af skyldurækni og til að eignast börn með en af áhuga og ást?    Spurningum af þessum togaverður sjálfsagt seint svarað. Hafi Gesualdo verið samkyn- hneigður hefur hann tæpast verið fyrsta tónskáld sögunnar sem þannig var ástatt um, og fráleitt það síðasta. Kenningar eru uppi um að bæði Händel og Schubert hafi verið samkynhneigðir; og hef- ur áhugaleysi beggja á kvenþjóð- inni ýtt undir þær. Að auki þykjast einhverjir fræðimenn sjá kvenlega drætti í tónlist Schuberts og við- fangsefnum og í þeim skáldskap sem hann kaus að nýta í verk sín. Slíkum kenningum ber að taka með fyrirvara, – og erfitt mun reynast að færa fyrir þeim full rök, mörg- um öldum eftir að viðkomandi voru uppi. Það eitt að tónskáld hafi ekki kvænst þarf ekki að stafa af sam- kynhneigð. Eftir því sem nær dregur okkur í tíma opnast skápgáttin, og stað- festum heimildum um samkyn- hneigð tónskáld fjölgar. Á 19. öld og í upphafi þeirrar 20. virðist sam- kynhneigð þó enn hafa verið það mikið tabú, að ekki var um slíka hluti rætt opinberlega, þótt vitað hafi verið af þeim. Og hverju skipti það svosem hvort tónskáld væru samkynhneigð? Það er kannski fyrst með Pjotr Tsjaíkovskíj að sú spurning varð ágeng, því í tónlist hans þóttust margir sjá augljós merki hinsegin hugar. „Ofur- viðkvæmni“ er orð sem oft hefur verið notað til að lýsa háróm- antískri tónlist Tsjaíkovskíjs, og víst er hrein fegurð og tilfinn- ingaleg dýpt eitt helsta einkenni hennar. Enn hafa þó fræðin átt erf- itt með að sýna fram á bein tengsl milli þess og samkynhneigðar tón- skáldsins; – og skiptir kannski ekki öllu máli þegar upp er staðið. Meiru varðar að viðurkennt hafi verið að samkynhneigð spurði hvorki um starf né stétt, og heldur ekki um öld og aðstæður. Eflaust má skýra margt í músík Tsjaíkovs- kíjs út frá þeim erfiðleikum sem hann gekk í gegnum við að sættast við samkynhneigð sína, og fræg til- raun til þess konar skýringar var kvikmynd Kens Russells, The Mu- sic Lovers, um samskipti Tsjaíkovs- kíjs við velgjörðarkonu sína, Ma- dame von Meck. Samband Tsjaíkovskíjs við ungan mann í hirð keisarans komst í slíkt hámæli að talið er að sjálfsvígstilraun hans skömmu síðar sé afleiðing þess. Sennilega var Tsjaíkovskíj fyrsta tónskáldið sem tókst á við það í lif- anda lífi að vitað var um samkyn- hneigð hans, og vafalítið hafa þau átök haft áhrif á persónu hans og sköpunarverk. Í kjölfar Tsjaíkovskíjs komu svo Camille Saint-Saëns, Reynaldo Hahn, Ernest Chausson og Edward Elgar, sem var kvæntur, en átti í ástarsambandi við August nokkurn Jaeger, en honum tileinkaði Elgar Enigma-tilbrigði sín. Þegar líða fór á 20. öld fóru við- horf til samkynhneigðar góðu heilli að breytast, og mörg mestu tón- skáld aldarinnar úr röðum samkyn- hneigðra þurftu ekki að lifa því tvöfalda lífi sem samkynhneigð tónskáld fyrri alda stóðu frammi fyrir. Benjamin Britten var í ára- langri sambúð með söngvaranum Peter Pears, – og Aaron Copland, Karol Szymanowski, Samuel Bar- ber, Leonard Bernstein, Gian Carlo Menotti, Francis Poulenc, Manuel de Falla, Virgil Thomson og John Cage voru allir samkynhneigðir. Ástmaður Cage um árabil var dans- arinn frægi Merce Cunningham.    Í dag þykir okkur tæpast máliskipta hverrar kynhneigðar tónskáld eru, – frekar en við látum okkur varða kynhneigð fólks al- mennt. Til allrar hamingju hafa viðhorf umheimsins breyst til betri vegar. Þó eru þeir til sem halda því fram að fegurð tónlistar Tsjaíkovs- kíjs hafi einmitt verið sprottin af þjáningu hans og innri átökum gagnvart samkynhneigðinni. Varla vildum við þó leggja slíkar píslir á nokkra manneskju fyrir hug- myndir okkar um fegurð. Og auð- vitað hafa verið samin ægifögur tónverk allar götur síðan; – bæði af samkynheigðum og gagnkyn- hneigðum. Það er ok tepruskaparins, fá- fræðinnar og skammarinnar sem samtíminn hefur létt af samkyn- hneigðum listamönnum. Það ok hafa samkynhneigðir að mestu sjálfir hrist af sér. Viti það á gott og verði list þeirra til framdráttar um ókomna daga. Hinsegin tónskáld ’Sennilega var Tsjaí-kovskíj fyrsta tón- skáldið sem tókst á við það í lifanda lífi að vitað var um samkynhneigð hans, og vafalítið hafa þau átök haft áhrif á persónu hans og sköp- unarverk.‘ AF LISTUM Bergþóra Jónsdóttir Carlo Gesualdo, meistaratónskáld og morðingi. ...var hann kannski samkynhneigður masókisti? begga@mbl.is Í DAG opnar Anna Gunnarsdóttir sýningu sína „Ljóshaf, lýsandi form úr þæfðri ull“ í Árbæjarsafni. Á sýningunni gefur að líta skúlptúra sem Anna hefur unnið úr þæfðri ull. Eins og seg- ir í tilkynningu hlaut Anna innblástur frá Óði til hafsins eftir Davíð Stefánsson þeg- ar hún vann verk sín en þau minna á lýsandi sjávarform á hafsbotni. Sýningin verður opnuð kl. 14 og stend- ur til 18. ágúst. Opið verður alla daga frá 10 til 17. Lýsandi ull Eitt verka Önnu Gunnarsdóttur, Ljóskuðungar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.