Morgunblaðið - 06.08.2005, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 2005 51
Sýnd kl 10.30 B.i. 16
Miðasala opnar kl. 15.00
Sími 551 9000
- BARA LÚXUS
Sýnd í Regnboganum kl. 3.30, 6, 8.30 og 11
„…mynd sem hægt er að líkja við
Die Hard, spennandi og skemmtileg…”
ÓÖH DV
„þrusuvel heppnuð
spennumynd”K & F
„…mynd sem hægt er að líkja við
Die Hard, spennandi og skemmtileg…”
ÓÖH DV
Sýnd kl. 4 og 6 Í þrívídd
Sýnd kl. 8 og 10.30 B.i. 16 ára
Sýnd kl. 3, 5.30 og 8
Sýnd kl. 8 og 10.40 B.i. 16 Sýnd kl. 3 og 5.30 B.i 10 ÁRA
Sýnd kl. 8 og 10.20 b.i.14
-S.V. Mbl.
-KVIKMYNDIR.IS
-Ó.H.T,
RÁS 2
-Blaðið
Sýnd kl. 6, 8 og 10
Frábær grínmynd fyrir
alla fjölskylduna!
Sýnd kl. 1 og 3 ísl. tal
Sýnd kl. 1, 3 og 6 Í þrívídd
Gamanleikarinn
Will Ferrel skorar
feitt og hressilega í
myndinni.
Ekki missa af
fjölskyldugrínmynd
sumarsins.
-KVIKMYNDIR.IS
-Steinunn
/Blaðið
Sýnd í Laugarásbíó kl. 1, 3.30, 5.45, 8 og 10.20
OWEN WILSON
REGLA #18: ÓKEYPIS DRYKKIR, HVÍ EKKI?
☎553 2075
REGLA
#26:
VERTU
VISS U
M AÐ
HÚN SÉ
Á LAU
SU.
VINSÆLASTA MYNDIN Í BANDARÍKJUNUM Í DAG!
* TILBOÐ Á FYRSTU SÝNINGAR DAGSINS - AÐEINS 400KR.
ATH! SÝNINGAR SÉRMERKTAR MEÐ RAUÐU400 KR. Í BÍÓ!* 400 KR. Í BÍÓ!*
KVIKMYNDIR.IS
EMILÍANA
Torrini verður í
hópi dómara á
kvikmyndahátíð-
inni Gullljóninu í
Feneyjum sem
haldin verður í
sumarlok. Þar
verður Emilíana
í góðum fé-
lagsskap Dante Ferretti sem unnið
hefur Óskarsverðlaun fyrir sviðs-
myndir sínar, kínverska leikarans
Ah Cheng, franska leikstjórans
Claire Denis, þýska leikstjórans
Edgars Reitz og kvikmyndafram-
leiðandans Christine Vachon.
Meðal þeirra sem keppa munu
um Gullljónið verður kvikmyndin
Goodnight and Goodluck í leik-
stjórn George Clooney. Einnig mun
gamli Monty Python-melurinn
Terry Gilliam sýna mynd sína um
Grimmsbræður með þeim Heath
Ledger og Matt Damon í aðal-
hlutverkum. Loks má nefna Rom-
ance and Cigarettes frá John Tort-
uro með James Gandolfini, Kate
Winslet, Susan Sarandon og Chri-
stopher Walken í aðalhlutverkum.
Einnig verða myndirnar Bubble úr
smiðju Stevens Soderbergh og
Corpse Bride frá Tim Burton sýnd-
ar en þær taka þó ekki þátt í sjálfri
keppninni um Gullljónið.
Nokkur fækkun hefur orðið á
myndunum á hátíðinni frá fyrra ári
og er aðalástæðan, að sögn hátíð-
arhaldara, kröfur bandarískra
framleiðenda um herta örygg-
isgæslu í kjölfar hryðjuverkaöldu.
Alls verða sýndar 54 myndir í ár,
þar af 19 sem keppa um Gullljónið,
og fækkar því myndunum á hátíð-
inni um 17 frá í fyrra. Einnig vildu
skipuleggjendur hátíðarinnar
meina að ágætt væri að sýna ekki of
margar myndir svo hátíðargestir
ættu auðveldara með að innbyrða
það sem í boði væri.
Töluverður amerískur svipur
verður á hátíðinni í ár og alls 11
myndir á ensku á hátíðinni, sem er
met. Sömuleiðis verða asískum
myndum gerð góð skil. Má þannig
nefna nýja mynd frá hinum kóreska
Chan-wook Park Chin-júl-han
Gúm-ja-sí, myndina Seven Swords
frá Tsui Hark sem verður opn-
unarmynd hátíðarinnar og Perhaps
Love frá Peter Ho-sun Chan sem
verður lokamynd hátíðarinnar.
Emilíana Torrini
dæmir á GullljóninuHLJÓMSVEITIN Írafár fer utan á
mánudaginn og er áfangastaðurinn
eyjan Sjáland í Danmörku. Tilefnið
er upptaka á næstu plötu sveit-
arinnar en hún verður tekin upp á
tveimur vikum á óðalssetri einu sem
er að finna þar á eyjunni. Sigurður
Samúelsson, bassaleikari hljóm-
sveitarinnar, segir að þessi aðferð
hafi reynst vel áður.
„Við fórum til Bandaríkjanna fyr-
ir tveimur árum og leigðum þá hús á
Flórída til að taka upp plötu. Það
gafst svona vel að við ákváðum að
gera þetta aftur en í Evrópu að
þessu sinni og duttum þá niður á
þetta óðalssetur. Þetta er gamalt
setur sem er leigt út fyrir hvern
sem er og getur hýst allt að tólf
manns og hefur allt tilheyrandi. Við
tökum allar upptökugræjur með
okkur og annað sem til þarf en við
erum búin að taka upp alla trommu-
grunna svo að það mun einfalda
ferlið töluvert.“
Sigurður segir að platan verði ell-
efu til tólf laga plata og að það sé
búið að velja öll lögin utan tvö.
„Mér heyrist sem þessi plata
verði einskonar blanda af fyrri plöt-
unum tveimur. Þetta verður alveg
örugglega Írafárs-plata, það er eng-
in hætta á öðru.“
Tónlist | Platan tekin upp á óðalssetri
Írafár í Danaveldi
Morgunblaðið/Árni Torfason
Írafár er á leið til Sjálands að taka upp næstu plötu sveitarinnar.
Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson
hefur verið Írafári innan handar frá
upphafi og tekið upp báðar plötur
sveitarinnar með hjálp Vignis gít-
arleikara. Sigurður segir að þar
verði engin breyting á. Aðspurður
um kostnaðinn viðurkennir hann að
vissulega sé þetta dýrt.
„Það er líklega dýrara en að gera
þetta hér heima en það sem er erf-
iðast við upptökur á plötum er tíma-
ramminn sem yfirleitt brestur. Mað-
ur getur alla jafna ekki einbeitt sér
fullkomlega að því sem maður er að
gera hér heima þegar fjölskyldan og
aðrar skyldur toga í mann. Þegar
við erum stödd í útlöndum með það
eina markmið að taka upp plötu,
sparast mikill tími sem annars færi
til spillis og svo verður einbeitingin
betri. Þetta er bara spurning um
það hvernig þú verðleggur tímann
þinn. Svo er þetta bara svo gott fyr-
ir bandið í heild sinni og það má al-
veg borga fyrir slíkt.“
Platan sem tekin verður upp ytra
kemur út um mánaðamótin október,
nóvember og segir Sigurður að
hljómsveitin muni spila grimmt í
framhaldi af því.
„Það verður að öllum líkindum
farið í túr um landið í kjölfar útgáf-
unnar.“
TÍU ár eru liðin síðan breska
hljómsveitin Supergrass gaf
út plötuna I Should Coco.
Sveitinni var þá strax hampað
sem efnilegustu hljómsveit
Bretlandseyja og óhætt er að
segja að Supergrass hafi
staðið undir því nafni og gott
betur. Hinn 15. ágúst næst-
komandi sendir sveitin frá sér
sína fimmtu plötu, Road to
Rouen, sem markar ákveðna
stefnubreytingu hvað tónlist-
arsköpun og vinnuaðferðir
sveitarinnar varðar. Í Lesbók
Morgunblaðsins er að finna
viðtal sem Höskuldur Ólafs-
son tók við nýjasta meðlim
sveitarinnar en jafnframt ald-
ursforseta, Rob Coombes, þar
sem hann segir frá erfiðu
upptökuferli, draumum um
frama í eðlisfræði og tón-
leikum Sykurmolanna í Lond-
on árið 1988, svo eitthvað sé
nefnt.
Super-
grass
snýr aftur
Road to Rouen kallast nýjasta
plata Supergrass sem kemur
út 15. ágúst.
Tónlist | Rob
Coombes ræðir
um nýju plötuna
í Lesbók