Morgunblaðið - 10.09.2005, Blaðsíða 1
Íþróttir, Enska knattspyrnan,
Lesbók, Börn og M-ið í dag
Faxafeni 5 • Reykjavík • Sími 588 8477
betrabak@betrabak.is • www.betrabak.is
Opið virka daga frá kl. 10-18
Laugardögum frá 11-16
STOFNAÐ 1913 244. TBL. 93. ÁRG. LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
NÝFUNDIÐ ljóð eftir forn-grísku skáld-
konuna Saffó – ort fyrir rúmum 2.600 árum
– er birt í Lesbók Morgunblaðsins í dag í
þýðingu Helga Hálfdanarsonar.
Saffó, skáldkonan frá
eynni Lesbos, var á með-
al fremstu ljóðskálda
Forn-Grikkja. Nýfundna
ljóðið er aðeins fjórða
Saffóar-ljóðið sem varð-
veist hefur í heilu lagi.
Auk ljóðanna fjögurra
hafa varðveist 63 heilar
ljóðlínur eftir Saffó og
allt að 264 brot, að sögn
breskra fræðimanna.
Hlutar ljóðsins voru í
ystu umbúðum múmíu í
Egyptalandi, í sveigjanlegu lagi af papírus
sem var mótaður blautur í yfirborð, sem lík-
ist gifsi, umhverfis ójafna hluta smyrðlings-
ins.
Papírusinn fannst í skjalasafni Kölnar-
háskóla og tveir fræðimenn, Michael
Gronewald og Robert Daniel, skýrðu frá
því að textinn væri talinn vera hluti af pap-
írusrollu sem hefði haft að geyma ljóð eftir
Saffó.
Fræðimenn komust síðan að því að þessi
texti kemur heim og saman við ljóðabrot
sem fundust árið 1922 í einni mestu gull-
námu fornfræðarannsókna á síðari tímum –
fornum sorphaugi bæjarins Oxyrhynchus í
Egyptalandi – að sögn The Guardian. Með
því að sameina þessa tvo texta fékkst heil-
leg mynd af ljóðinu.
Saffó er sögð hafa haldið eins konar skóla
fyrir ungmeyjar á Lesbos og margir hafa
litið á hana sem verndargyðju kærleika
milli kvenna.
Í nýfundna ljóðinu mælir kona sem „eitt
sinn var svo frá á fæti“ en er nú „föl af elli,
svarta hárið gránað“.
Í lok ljóðsins drepur skáldið á söguna af
gyðjunni Dögun, sem varð ástfangin af Tít-
oni, ungum manni og fríðum. Hún hreif
hann með sér austur á endimörk jarðar, í
heimkynni sín, og bað Seif að gefa honum
ódauðleik. Þá ósk fékk hún uppfyllta, en
henni láðist að biðja honum einnig eilífrar
æsku, svo Títon varð gamall og hrumur, en
gyðjan sjálf var eilíf og síung.
Þessari goðsögn líkir Saffó við sinn eigin
hag. Telpnaflokkurinn í skólanum hennar
var sífellt ungur eins og gyðjan Dögun, því
ávallt komu nýjar og kornungar meyjar í
stað þeirra sem luku vistinni, en hún sjálf
sætti örlögum Títons og varð gömul og elli-
móð.
Nýfundið
Saffóar-
ljóð birt
Nýfundið Saffóar-ljóð | Lesbók 3
HIMNARNIR opnuðust með heilmiklum skúrum í
gær, og voru ekki allir svo heppnir að hafa regnhlíf
meðferðis, enda ekki oft sem regnhlífar nýtast vel hér
á landi þar sem rignt getur upp, niður og út á hlið, allt
á sömu mínútunni. Þá er ekki annað að gera en að
blotna, og eflaust margir sem höfðu orðatiltækið
„enginn er verri þótt hann vökni“ í huga þegar þeir
settu hausinn undir sig í rigningunni í gær.
Morgunblaðið/RAX
Enginn er verri þótt hann vökni
George W. Bush Bandaríkjaforseti færði í
gær yfir 100 þjóðum, sem sent hafa eða boðið
aðstoð, hlýjar þakkir. „Á þessum erfiðu tímum
þarf bandaríska þjóðin að vita að við berjumst
ekki ein,“ sagði forsetinn. „Ég vil þakka þjóðum
heims fyrir bænir þeirra og boð um aðstoð sem
komið hafa frá öllum heimshornum.“
Thad W. Allen, varaflotaforingi og yfirmaður
strandgæslunnar, tekur við umsjón hjálpar-
starfsins af Brown en hann hefur mikla reynslu
af slíkum aðgerðum. Stjórn Bush er nú sökuð
um að hafa skipað Brown og fleiri yfirmenn
FEMA í embætti vegna stuðnings við forsetann
í kosningabaráttunnni árið 2000, þrátt fyrir
reynsluleysi umræddra manna af almannavörn-
um. AP-fréttastofan sagði að Brown hefði verið
spurður hvort hann hefði verið gerður að blóra-
böggli vegna lélegra vinnubragða alríkisyfir-
valda. Brown hikaði lengi en svaraði síðan: „Af
fjölmiðlum, já, en ekki forsetanum.“
MICHAEL Brown, yfirmaður stofnunar al-
mannavarna, FEMA, í Bandaríkjunum, var í
gær sviptur umsjón með björgunaraðgerðum á
hamfarasvæðinu við Mexíkóflóa og mun halda á
ný til Washington. Brown hefur verið gagn-
rýndur hart vegna svifaseinna viðbragða
FEMA eftir fellibylinn Katrínu og flóðin í kjöl-
farið. Margt bendir nú til þess að mun færri hafi
látist af völdum hamfaranna en óttast hafði ver-
ið. Hins vegar er álitið að efnalegt tjón geti verið
125 milljarðar dollara.
Staðfest hefur verið að minnst 400 manns dóu
í hamförunum, flestir í Mississippi og Louis-
iana. Í fyrstu var óttast að mörg þúsund manns
hefðu farist, jafnvel tugþúsundir. „Ég held að
viss uppörvun felist í fyrstu leit okkar [að líkum]
sem hefur leitt í ljós að ef til vill hafi ekki jafn-
margir látist og talið var,“ sagði Terry Ebbert,
yfirmaður heimavarna í New Orleans, í gær.
Brown sviptur umsjón
með hjálparstörfum
Eftir Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Manntjónið hugsanlega minna | 16
HEIN Wagner í Suður-
Afríku setti nýlega nýtt
hraðamet í akstri blindra á
braut á flugvelli, að sögn Jyl-
landsposten. Maserati V8-bíll
Wagners náði mest 269 km
hraða á klst. en gamla metið,
sem Breti átti, var 233 km.
„Ég get eiginlega ekki lýst
því hvernig mér leið, þetta
gerðist svo sannarlega allt
mjög hratt,“ sagði Wagner.
Hann vildi með tiltæki sínu
tryggja sér sess í Heims-
metabók Guinness en einnig
hvetja til betri aðbúnaðar
sjónskertra í S-Afríku. Með
honum í bílnum var aðstoð-
armaður sem gaf honum
leiðbeiningar um aðstæður á
brautinni.
„Við keyrðum ótryggðir
vegna þess að enginn vildi
selja okkur tryggingu,“
sagði Wagner hlæjandi.
Blindur
á 269 km
hraða
Morgunblaðið er í sex hlutum, samtals 116 síður, í dag
Lögreglumenn bjarga David Jackson, 82 ára
gömlum manni í New Orleans, úr húsi sínu.
Áhersla er nú lögð á að flytja á brott nokkur
þúsund manns sem enn eru í borginni.
Reuters
Björgun í New Orleans
EIÐUR Smári Guðjohnsen, fyr-
irliði íslenska landsliðsins í knatt-
spyrnu og leikmaður Englands-
meistara Chelsea, segist ekki
hafa nokkrar áhyggjur af stöðu
sinni hjá meisturunum þrátt fyrir
að hann hafi ekki leikið með í síð-
ustu tveimur leikjum. Margir
aðdáendur kappans eru áhyggju-
fullir enda margar fræknar
kempur sem berjast þarf við um
stöðu í liðinu og nægir þar að
nefna þær nýjustu, Michael Es-
sien og Shaun Wright-Phillips,
auk þess sem Hernan Crespo er
kominn úr láni.
„Ég held að fólk í kringum mig
sé miklu taugaveiklaðra um mína
stöðu en ég sjálfur. Ég kippi mér
ekkert upp við þetta. Ef svipað
verður upp á teningnum eftir
tuttugu leiki mun ég kannski fara
að ókyrrast,“ segir Eiður Smári í
samtali við Morgunblaðið.
Eiður Smári hefur ekki áhyggjur
Morgunblaðið/Árni Torfason
Eiður segist ekki hafa áhyggjur
af stöðu sinni hjá meisturunum. Hef engar | Enski boltinn