Morgunblaðið - 10.09.2005, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 10.09.2005, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 2005 11 FRÉTTIR JÓN Kristjánsson heilbrigðisráð- herra er ekki sammála þeirri gagn- rýni sem fram kemur í yfirlýsingu frá stjórn Barna- og unglingageð- læknafélags Ísland og birtist í Morg- unblaðinu í gær. Þar kemur m.a. fram að á þeim tímum sem geðheil- brigðisvandi fari vaxandi á Íslandi sem og í öðrum löndum, með vaxandi eftirspurn eftir þjónustu, takmarki íslensk heilbrigðisyfirvöld aðgengi að mögulegri þjónustu með því að fækka einingum til barnageðlækna í samningum sérfræðilækna og Tryggingastofnunar ríkisins. Heilbrigðisráðherra sagði að barna- og unglingageðlæknar hefðu ekki nýtt þann einingafjölda sem ætlaður var til barnageðlækna á síð- ustu þremur árum. „Staðan er önnur á þessu ári og útlit fyrir einingafjöld- inn verði fullnýttur og kannski rúm- lega það. Við munum fylgjast með þeirri þróun, enda útlit fyrir aukn- ingu í ár.“ Hann sagði að varðandi unglinga- geðdeildina væri unnið að undirbún- ingi hennar, hönnun og teikningum. Jón sagði það ekkert nýtt að fram komi gagnrýni úr þessari átt „Mér finnst þeir nokkuð harðorðir í þessari gagnrýni sinni mið- að við stöðu málsins, því að það er verið að vinna að ýmsum póstum. Við höfum verið að auka þjónustu í geðlækningum víða, m.a. á landsbyggðinni í gegnum heilsugæsluna með sérstök- um samningum.“ Jón sagði að þetta mál sneri einnig að skipulags- málum Landspítala – há- skólasjúkrahúss. „Þeir hafa verið með sjálfstæðistil- burði á spítalanum og að barna- og unglingageðdeild- in verði sjálfstæð deild. Þetta er ekki fjölmenn deild innan spítalans og ég tel eðlilegt að geðsviðið sé und- ir einum hatti.“ Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra Jón Kristjánsson Höfum verið að auka þjónustu í geðlækningum ÞORLEIFUR Gunn- laugsson hefur ákveðið að gefa kost á sér í forval Vinstri grænna í Reykja- vík vegna borgarstjórnar- kosninganna 2006. Þorleifur er varafor- maður VGR, hefur gegnt ýmsum trúnaðarstöðum fyrir félagið og verið virk- ur í borgarmálapólitík í tæp 4 ár. Hann átti um áraraðir sæti í framkvæmdastjórn SÁÁ, situr þar í stjórn og var starfs- maður samtakanna um tíma. Hann sat lengi í stjórn áfangaheimilanna Tak- marksins og Dyngjunn- ar. Þorleifur er fyrrver- andi formaður Félags dúklagninga- og vegg- fóðrarameistara og tók þátt í að stofnun Meist- arasambands byggingar- manna. Í fréttatilkynn- ingu segir að Þorleifur hafi um áraraðir verið virkur í hverskyns andófi gegn stríðsrekstri, hernaði og mann- réttindabrotum. Gefur kost á sér í forval VGR Þorleifur Gunnlaugsson LÖGREGLUMENN hjá embætti Ríkislögreglustjóra, sem er til húsa við Skúlagötu í Reykjavík, urðu var- ir við grunsamlegar mannaferðir við götuna í fyrrinótt. Þeir veittu því eftirtekt að golfsett hafði verið lagt upp að útidyrahurð og grunaði þá að ekki væri allt með felldu. Þeir biðu átekta þangað til tveir menn komu og náðu í settið, en þá reyndust þeir hafa stolið því úr bifreið við götuna. Mennirnir voru handteknir og færð- ir í fangageymslur. Þá veittu tveir óeinkennisklæddir lögreglumenn því athygli að kona sem var á undan þeim í röð í verslun í Reykjavík í fyrrinótt verslaði fyrir tugi þúsunda. Þá grunaði að ekki væri allt sem sýndist og ræddu þeir við konuna. Í ljós kom að hún var að nota stolið debetkort og hafði notað það í nokkra daga. Konan var hand- tekin og færð í fangageymslur. Seinheppnir þjóf- ar í Reykjavík FORSPRAKKI hópsins, sem ógnaði ungum manni með skotvopni í síð- ustu viku, hafði hann á brott með sér og neyddi hann til að taka pen- inga út úr hraðbanka, var í gær úr- skurðaður í gæsluvarðhald til 21. október. Hinum fjórum mönn- unum, sem áttu aðild að málinu, hefur hins vegar verið sleppt. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni í Reykjavík var pilturinn, sem er 16 ára gamall, úrskurðaður í svonefnda síbrotagæslu með tilliti til almannahagsmuna en hann á langan afbrotaferil að baki þrátt fyrir ungan aldur. Mennirnir sem stóðu að ráninu hafa gefið þær skýringar á athæfi sínu að þeir hafi verið að innheimta skuld. Skotvopnið, sem reyndist vera ræsibyssa, fannst í íbúð eins mannanna í vikunni. Úrskurðaður í varðhald STARFSMANNAFÉLAG Akraness hefur samþykkt að boða til verk- falls 3. október nk. ef ekki semst fyrir þann tíma. Niðurstaða at- kvæðagreiðslu um vinnustöðvun fé- lagsmanna sem starfa hjá Akra- nesbæ lauk í vikunni. Á kjörskrá voru 240 félagar, en 174 kusu eða 73%. Já sögðu 168 eða 97%, nei sögðu 5 og 1 seðill var auð- ur. Verkfall samþykkt h ö n n u n : w ww . p i x i l l . i s Opið: mán-fös 10:00-18:00 - lau 10:00-16:00 - sun 13:00-16:00 BÆJARL IND 12 - S : 544 4420 201 KÓPAVOGUR Hetthi eikarlína Rúm án dýnu Queen stærð Verð: 19.900.- 69.000.- Cal king stærð Verð: 75.000.- Náttborð Verð: Sjónvarpsskenkur Fáanlegur í tveimur stærðum 240cm Verð: 29.500.- 69.000.- 183cm Verð: 65.000.- Hilla með ljósi Verð: Sjónvarpsskenkur 200cm Verð: 67.000.-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.