Morgunblaðið - 10.09.2005, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 2005 25
MENNING
OPNAÐAR verða í dag kl. 16 nýjar
sýningar í Safni, Laugavegi 37.
Limbo lamp for Pétur er nýtt ljósa-
verk eftir Ólaf Elíasson, unnið sér-
staklega fyrir Safn, en verk Stefáns
Jónssonar nefnist Við gullna hliðið.
Þetta er fjórða verk Stefáns þar
sem hann sækir frumhugmyndina
til verks ítalska listamannsins
Giottos, Endurfundir við Gullna
hliðið, úr freskuröðinni Ævi Jóa-
kims. Í freskunum eru sýndir end-
urfundir dýrlinganna Jóakims og
Önnu og blíðleg ástríða þeirra, en
afleiðing koss þeirra var fæðing
dótturinnar Maríu meyjar.
Stefán, sem útskrifaðist úr School
of Visual Arts í New York fyrir
rúmum áratug og hefur sýnt verk
sín víða, hefur einkum getið sér orð
fyrir hugmyndaríka skúlptúra. En
af hverju þessar endurteknu end-
urgerðir af verki Giottos?
„Þetta byrjaði með seríu sem ég
sýndi í Ásmundarsal um árið, þar
sem ég týndi eftir þörfum sitthvað
út úr listasögunni. Næst notaði ég
mér þetta verk á sýningunni Ak-
ureyri í myndlist, þar sem ég setti
Akureyrarkirkju inn í verk úr lista-
sögunni, þar á meðal þetta. Í þriðju
útgáfunni fékkst ég við arkitekt-
úrinn í verkinu og svo er þetta enn
ný nálgun nú, ég nota arkitektúrinn
en er líka að hugsa um söguna
sjálfa á bak við freskuna.“
Stefán segist hafa gaman af svo-
kallaðri „hvað ef“-sagnfræði. „Ég
var að hugsa á þá vegu, að hvað ef
Jóakim hefði átt smokk, þá hefði
María mey aldrei fæðst og þar af
leiðandi ekki Jesú heldur,“ segir
Stefán. „Hvað ef kristin trúarbrögð
hefðu aldrei verið til?“
Þegar Stefán er spurður um kyn-
ferðislegan undirtón verksins hlær
hann en neitar ekki að eitthvað slíkt
kunni að vera til staðar.
Allt frá því að Stefán útskrifaðist
frá MHÍ árið 1992 hefur hann verið
að fást við einhver form endur-
gerðar í verkum sínum og kallast á
við póst-módernískar hugmyndir í
þá veru.
„Þetta byrjaði sem svar mitt við
þeim hugmyndum að búið væri að
gera allt sem hægt væri að gera í
myndlist. Allt í lagi, hugsaði ég, þá
geri ég bara einhver verk upp á
nýtt.
Ég trúi því að ef maður endur-
skapar hluti á nýjan hátt þá öðlist
þeir líka nýtt líf. Þetta byrjaði
þannig sem mitt innlegg í póst-
móderníska umræðu fyrir svona 15
árum, síðan hefur það þróast
áfram.“
Listamaðurinn síðastur
til að fá viðbrögð
Fyrir rúmu ári var fyrsta opin-
bera listaverk Stefáns afhjúpað í
göngugötunni á Akureyri, stór þrí-
víður skúlptúr úr steinsteypu,
endurgerð á hinu marglofaða mál-
verki Kjarvals, Fjallamjólk. Stefán
hlær þegar ég spyr hvort hann hafi
ekki fengið ýmiss konar viðbrögð
við því.
„Listamaðurinn er oft síðastur til
að fá viðbrögð við umdeildum verk-
um, en einhverjir kaupmenn í mið-
bænum voru ekki ánægðir með
verkið þannig að það var á end-
anum fært og tekur sig nú ágætlega
út við Sjallann. Ég er ekkert ósátt-
ur við að hafa það þar.
Þarna er það ekki náttúra lands-
ins heldur náttúran í verki Kjarvals
sem skiptir máli. Ég labba ekki á
fjöll og bý til myndir af þeim en ef
ég geri landslagsmynd finnst mér
áhugaverðara að gera hana eftir
landslagi annarra, eins og frægu
landslagi Kjarvals. Ég pæli ekki í
náttúrulegu landslagi heldur hinu
manngerða.“
Nýtt ljósaverk
Ólafs Elíassonar
Allt frá árinu 1990 hefur Ólafur
Elíasson notað ljós í verkum sínum
á einn eða annan hátt. Skemmst er
að minnast tveggja sýninga, Weath-
er Project eða „Sólin“ í Tate Mod-
ern í London og „Your Activity
Horizon“ í Listasafni Reykjavík-
ur, þar sem lárétt ljóslína breytti
litum.
Í nýju verki Ólafs í Safni, Limbo
Lamp for Pétur, veldur samspil
kastara og disks því að ljós og
litir eru á iði, eiginleiki ljóssins er
að endurkasta lit af glerinu en
mannsaugað nemur einnig and-
stæðu hans. Áhorfandinn upplifir
sig sem áhorfanda og þátttakanda
um leið. Þetta er lykilatriði í list
Ólafs eins og hann hefur margoft
tekið fram: Að virkja áhorfandann
til þátttöku svo hann verði hluti af
verkinu eða í sumum tilvikum að
áhorfandinn verði einn eftir með
rýminu án milligöngu listaverks.
Myndlist | Stefán Jónsson og Ólafur Elíasson sýna í Safni
Pæli ekki í náttúru-
legu landslagi
Limbo lamp for Pétur, nýtt verk Ólafs Elíassonar í Safni.
Morgunblaðið/Einar Falur
„Ég trúi því að ef maður endur-
skapar hluti á nýjan hátt, þá öðlist
þeir líka nýtt líf,“ segir Stefán Jóns-
son myndlistarmaður.
Eftir Einar Fal Ingólfsson
efi@mbl.is
SUM leikrit eru þess eðlis að í
kjarna þeirra er leyndardómur sem
allt hverfist um en engin svör fást
við. Hvað heldur aftur af Hamlet í
að hefna föður síns og leiðrétta aug-
ljóst óréttlætið? Hver er Godot sá
sem tveir flækingar verja lífi sínu í
að bíða eftir? Af hverju hummar
Ranevskaja fram af sér allar björg-
unarleiðir fyrir sinn elskaða kirsu-
berjagarð uns allt er um seinan? Og
hvers vegna tekst hvorki Vörju né
Lopakhín að aula út úr sér því bón-
orði sem þó hefði haldið fólkinu
þeirra á floti enn um sinn? Kirsu-
berjagarður Tsjékhovs er eitt af
þessum dularfullu meistaraverkum
sem ráðleggingar Halldórs Laxness
til leikhússgestsins eiga svo vel við.
Hér duga engar lógaritmatöflur til
að finna út hvað persónum og höf-
undi gengur til. Þú verður einfald-
lega að opna augun, eyrun og hjart-
að. Koma eins og krakki.
Stundum er talað eins og leiklist
af því tagi sem þessir rússnesku
gestir bjóða upp á sé dauð, úrelt og
varla ómaksins verð. Við fáum iðu-
lega að heyra að við séum orðin svo
leið á klassíkinni að það þurfi ferska
hugsun, nýstárlegar túlkanir, aðrar
leiðir. Stundum eru þær frjóar, oft
reynast þær blindgötur.
Það er því svo sannarlega
ánægjulegt að fá svona heimsókn,
þar sem virðing fyrir höfundinum
og verki hans gegnsýrir alla nálgun,
og þar sem markvisst er unnið út
frá hinni lifandi hefð í leikhúsvinnu
sem kennd er við Stanislavsky og
höfundaverk Tsékhovs og hinar
byltingarkenndu kröfur þess átti
svo stóran þátt í að móta. Hér er
ljóðrænt, sálfræðilegt raunsæi í for-
grunni.
Og gleðilegt að útkoman er svona
áhrifamikil. Öll framganga leik-
aranna einkennist af að því er virð-
ist áreynslulausu trausti á að allt
hið ósagða skili sér til áhorfenda án
þess að það sé útmálað á nokkurn
hátt. Engin „tilþrif“, enginn „fer á
kostum“, enginn „brillerar“. Allir
lifa persónur sínar í botn, og fela
svo afraksturinn bak við orðin. Og
þetta líf skilar sér til okkar af full-
um þunga undan óbærilegum létt-
leika hversdagsins.
Ég hef aldrei séð Kirsuberjagarð
þar sem lífsharmur frú Ranevskaju
er jafn átakanlegur. Samt er túlkun
Larísu Grebenstsjikovu sennilega
best lýst með orðinu léttleiki. Hún
flögrar um sviðið, hinn kynþokka-
fulla miðja staðarins, og án þess að
það sé sýnt á nokkurn hátt vitum
við að eina leiðin fyrir hana til að
halda sönsum er að staldra aldrei
við neitt, festa ekki hönd á neinu
haldreipi sem gæti svikið. Algerlega
óviðjafnanleg frammistaða.
Eða samleikur Dörju Semjonovu
og Irínu Nízínu þegar uppeldissyst-
urnar Anja og Varja hittast aftur
eftir heimkomu þeirrar fyrrnefndu.
Í örstuttri senu
sjáum við alla
bernskuna, alla
leikina og sam-
eiginlegu leynd-
armálin sem mót-
uðu samskipti
þeirra og per-
sónuleika.
Og öll þau
kynstur af upp-
lýsingum sem
Júlijen Balmúsov og Júríj Lútsj-
enko gefa okkur um Gaev og Firs,
alla þá kæfandi umhyggju sem
þjónninn getur ekki hætt að sýna
húsbónda sínum og hafa átt sinn
þátt í að rústa þann mann.
Hvað með hina algerlega
áreynslulausu innlifun sem skilar
áhrifamestu „trúlofunarsenu“ Vörju
og Lopahíns sem ég hef séð eða
reikna með að sjá? Pjotr Krasílov er
hófstillingin sjálf í hlutverki hins
nýríka þrælssonar, og fyrir vikið
blasir fortíð hans og einmanaleg
framtíð við án þess að það sé sér-
staklega verið að troða því upp á
okkur.
Leikhópur Hins rússneska þjóð-
leikhúss unga fólksins er í heild
hreint afbragð, hver einasti leikari
með sterka nærveru, sem varð m.a.
til þess að hópsenur lifnuðu við án
þess nokkurn tímann að athygli
áhorfenda hvarflaði frá því sem
mikilvægast var.
Sviðsetningin er í sama anda og
vinna leikaranna, lífræn, frjálsleg
og flæðandi um rýmið og næsta
skeytingarlaus um myndbyggingu.
Þó svo falleg leikmyndin sé að hluta
til táknræn eru heildaráhrifin
raunsæisleg og minna mann á hvað
svoleiðis uppfærslur á Tsékhov eru
fáséðar hér hin síðari ár.
Auðvitað veit maður að svona fín-
gerð vinna skilar sér ekki að fullu á
máli sem maður ekki skilur. Þess
vegna eru áhrifin hálfu dýrmætari.
Dýrmætast af öllu er þó að sjá
dæmi um hverju einlægni og alger
trúmennska við ætlun löngu dáins
höfundar skilar sterkri sýningu,
sem sýnir að því fer fjarri að sá
brunnur sé þurrausinn. Kærar
þakkir fyrir mig.
Það virkar!
LEIKLIST
Rossisky Akademicesky
Molodezhny Teater
Höfundur: Anton Tsékhov. Leikstjóri:
Alexej Borodin. Leikmynd: Staníslav
Benediktov. Lýsing: Borís Volkov, tónlist:
Nataly Pleje, hljóð: Ígor Merkúlov, ball-
ettmeistari: Larísa Ísakova, förðun: Ljúd-
míla Levtsjenko.
Leikendur: Alexander Pakhomov, Darja
Semjonova, Ílja Ísajev, Irína Nízína,
Jevgeníj Redko, Júlijen Balmúsov, Júríj
Lútsjenko, Larísa Grebenstsjikova, Oks-
ana Sankova, Oleg Skljarov, Pjotr Kras-
ílov, Ramílja Ískander, Roman Stepensk-
íj, Stepan Morozov, Vjatsjeslav Grish-
etsjkin og Vjatsjeslav Manútsjarov.
Þjóðleikhúsinu 8. september 2005.
Kirsuberjagarðurinn
Anton Tsékhov
Þorgeir Tryggvason
Tilboð
Álrammar
10x24 = 400.-
20x25 = 400.-
24x30 = 500.-
30x40 = 600.-
30x42 = 700.-
40x50 = 900.-
41x61 = 1.200.-
59x66 = 1.600.-