Morgunblaðið - 10.09.2005, Side 41

Morgunblaðið - 10.09.2005, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 2005 41 DAGBÓK Léleg þjónusta Símans ÉG vil taka undir það sem Víkverji skrifaði í Morgunblaðinu mánudag- inn 3. september um lélega þjónustu í þjónustuveri Símans. Ég er á átt- ræðisaldri og hef tileinkað mér tölv- una á heimilinu, bæði til gagns og gamans. En við lentum í vanda- málum með tölvuna okkar og ætl- uðum að leita aðstoðar í þjón- ustuveri Símans. Það var ekki auðvelt mál og máttum við bíða í langri röð í símanum eftir að fá af- greiðslu og þegar svo loksins náðist samband var manni vísað fram og til baka. Loksins var okkur boðið að hringt yrði í okkur og var það á mánudegi í síðustu viku. Það hefur ekki enn verið hringt rúmri viku síð- ar. Ég vil taka það fram að við erum búin að fara með tölvuna á verkstæði og þar var okkur sagt að ekkert væri að henni, þetta væri tengingar- vandamál hjá Símanum. Þessi síma- þjónusta sem boðið er upp á er verri en engin og finnst mér illa farið með okkur sem erum viðskiptamenn Símans. Eins vil ég þakka Morgunblaðinu fyrir að birta kvartanir neytenda, það er svo sannarlega þörf á því. Halldóra Kristjánsdóttir. Lægstu laun og bætur 150 þús. ÉG var að lesa í Blaðinu 6. sept. sl. grein eftir Björgvin Guðmundsson viðskiptafræðing um málefni ör- yrkja og eldri borgara. Þar talar hann m.a. um að skattleysismörkin séu 71.296 kr. í ár en ættu að vera 114.015 kr. ef þau hefðu fylgt launa- vísitölu. Það yrði aðeins auðveldara fyrir öryrkja og aldraða að skrimta af bótum sínum ef skattleysismörkin yrðu hækkuð. Eftir að hafa séð tekjublað Frjálsrar verslunar í sum- ar þar sem laun eru allt frá 3–400 þús. upp í milljónir á mánuði sér maður best að það verður að brúa hið mikla bil sem er orðið í launa- málum hér því fólk sem vinnur lág- launastörfin ber varla meira úr být- um en bótaþegar. Lægstu laun ættu að hækka í 150 þús. á mánuði, það er mjög sanngjörn krafa sem ætti að setja á oddinn fyrir næstu kosn- ingar. Sigrún Reynisdóttir. Skinntrefill í óskilum SKINNTREFILL fannst í Laugar dalnum um verslunarmannahelg- ina. Upplýsingar í síma 552 5259. Armbandsúr í óskilum ARMBANDSÚR fannst við bíla- slóðina upp að Heklu í síðustu viku júlí. Upplýsingar í síma 581 4681. Oliver er týndur OLIVER, sem er rauður og hvítur, týndist við Dýraspít- alann í Víðidal. Hans er sárt sakn- að. Þeir sem hafa orðið hans varir vinsamlega hafið samband við Sig- rúnu í síma 846 1915. Fundarlaun. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Haldin verður dagana 18. til 20. sept-ember norræn ráðstefna um fram-kvæmda-, bygginga- og skipulags-mál undir yfirskriftinni „Heilsulandið Ísland –Hið manngerða um- hverfi“. Einn af skipuleggjendum ráðstefnunnar er Þorvaldur S. Þorvaldsson borgararkitekt: „Ráðstefnan er haldin á vegum NBD, Norræns byggingardags, samtaka sem stofnuð voru 1927 í Stokkhólmi og eru elstu starfandi sam- norrænu samtökin í dag.“ Aðild að NBD eiga fagfélög og fyrirtæki tengd byggingariðnaði og skipulagi, samtök, sveitarfélög og stofnanir. Ráðstefnur NBD voru í upphafi haldnar þriðja hvert ár og síðar annað hvert ár og voru Íslendingar aðilar frá upphafi. Fyrsta NBD ráðstefnan var hins vegar ekki haldin hér á landi fyrr en ’68 og næst ’83, ’99 og loks í ár: „Okkur þykir vera svo mikið að gerast í skipu- lagsmálum á Íslandi almennt, ekki síst hér í höfuðborginni og eins í orkumálum. Því langaði okkur að halda ráðstefnu sem fjallar um svona breitt svið: tekur á manngerða umhverfinu í heild sinni,“ segir Þorvaldur. „Við viljum gjarna með þessari ráðstefnu sýna vissa forystu í um- ræðunni um hvað hið manngerða umhverfi er þýðingarmikið fyrir okkur. Við gerum okkur ljóst að við, og mannkynið allt, lifum og munum lifa meira og minna í manngerðu umhverfi. En umhverfið hefur áhrif á okkur, bæði líkamlega og andlega nauðsynlegt að menn geri sér grein fyrir mikilvægi þess.“ Margt góðra gesta verður á ráðstefnunni en alls taka 14 fyrirlesarar til máls: „Meðal ann- arra halda erindi Paul Simons og Kaarin Taip- ale: „Paul er breskur arkitekt sem sá um end- urgerð og uppbyggingu á heilsuborginni Bath í Suður-Englandi. Hann segir okkur frá þeirri reynslu og hvaða möguleika hann sjái hjá Ís- landi í þessu sambandi. Kaarin er finnskur arkitekt og háskólakennari og hefur fjallað mikið um áhrif manngerðs umhverfis á fólk, m.a. á vettvangi Sameinuðu þjóðanna.“ Einnig má nefna í hópi fyrirlesara Magnús Jóhannesson ráðuneytisstjóra í umhverfisráðu- neytinu, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur alþing- ismann og Guðna Jóhannesson sem fengist hef- ur sérstaklega við rannsóknir á áhrifum byggingarefnis á heilsu. Eru þá aðeins nokkrir taldir úr stórum hópi vandaðra fyrirlesara. Ráðstefnan fer fram á Nordica Hótel en verður með því sniði að fyrri hluta dags verða fyrirlestrar en seinni hluta dagsins hægt að velja um kynnisferðir tengdar efni ráðstefn- unnar. Nánari upplýsingar er að finna á heima- síðunni www.nbd.is en sérstök athygli er vakin á að háskólanemum býðst ríflegur afsláttur af þátttökugjaldi. Ráðstefna | Norrænn byggingardagur í Reykjavík 18. til 20 september Hugað að manngerðu umhverfi  Þorvaldur S. Þor- valdsson fæddist 21. mars 1933 í Reykjavík. Hann lauk arkitekta- námi frá Konunglega listaháskólanum í Kaupmannahöfn 1962. Hann hefur fengist við margskonar arkitekta- störf og rak stofu með Mannfreð Vilhjálmssyni til ársins 1984. Þor- valdur var skipulagsstjóri Reykjavíkurborgar 1984–1999 og skipaður borgararkitekt 2002. Þorvaldur er kvæntur Steinunni Jónsdóttur og eiga þau þrjú börn. Jón Þór, Herdísi og Þor- vald Bjarna. KVARTETT Sigurðar Flosasonar leikur á sex tónleikum víðsvegar um landið á næstunni. Tónleikarn- ir eru síðbúnir útgáfutónleikar vegna geisladisksins „Leiðin heim“ en hann kom út í hér á landi í maí síðastliðnum og í Japan í júlí. Ekki hefur unnist tími til útgáfutónleika fyrr en nú, en þess má geta að kvartettinn lék á heimssýningunni í Japan og þrennum vel heppn- uðum tónleikum í Tókýó í sumar. „Leiðin heim“ hefur fengið góð- ar viðtökur. Vernharður Linnet, jazzgagnrýnandi Morgunblaðsins, kallaði diskinn m.a. „meistara- verk!“ Kvartettinn skipa, auk Sigurðar sem leikur á saxófón, þeir Eyþór Gunnarsson á píanó, Valdimar K. Sigurjónsson á kontrabassa og Pétur Östlund á trommur. Tónleikastaðir eru eftirfarandi: Neskaupstaður, sunnudag 11.9. – Blúskjallarinn kl. 20.30; Reykjavík, mánudag 12.9. – Þjóðleikhúskjall- arinn kl. 20.30; Ísafjörður, þriðju- dag 13.9. – Hamrar kl. 20; Garða- bær, miðvikudag 14.9. – Salur Tónlistarskólans í Garðabæ kl. 20.30; Eyjafjörður, fimmtudag 15.9. – Laugarborg kl. 20.30; Reykjanesbær, föstudag 16.9. – Listasal, Duushúsum kl. 20.30. Morgunblaðið/ÞÖK Kvartett Sigurðar Flosasonar á faralds- fæti SÝNINGIN Stefnumót við safnara II var opnuð í Gerðubergi í apríl sl. og stendur til 11. september. Fjöl- breytt dagskrá hefur verið frá opn- un og nú síðustu sýningarhelgi verður endað með fjölbreyttri dag- skrá báða dagana. Í dag kl. 13–16 verður haldið málþing í Reykjavíkurakademíunni undir yfirskriftinni Söfn og safn- arar. Í Hoffmannsgalleríi og Mynd- listaskóla Reykjavíkur í dag kl. 16.00 verður opnuð sýning í tengslum við söfnun og safnara. Verkin á sýningunni eru af ýmsum toga en allir listamennirnir voru valdir með því hugarfari að verk þeirra kæmu á einhvern hátt inn á safnaraþemað. Sýnendur eru: Árni Ragnar Georgsson, Birgir Andr- ésson, Einar Garibaldi, Grétar Reynisson, Guðrún Gunnarsdóttir, Guðrún Öyahals, Lóa Hlín Hjálm- týsdóttir, Magnús Pálsson, Olga Bergmann, Ósk Vilhjálmsdóttir, Ralf Weißleder, Rúrí, Sjafnar Gunnarsson, Sólveig Aðalsteins- dóttir, Tómas Ponzi og Willie Bell Á morgun kl. 14–17 verður opnað Markaðstorg safnarans í Gerðu- bergi. Þar verður hægt að selja, kaupa og skipta og er skráning í Gerðubergi í síma 5757700 eða info@gerduberg.is. Á morgun kl. 15–16 flytur Ólöf Gerður Sigfúsdóttir fyrirlesturinn Ævi og örlög safngripa. Safnaradagskrá á vegum Gerðubergs TÓNVERK eftir Hauk Tómasson verða leikin á tónlistarhátíð til- einkaðri nýrri norrænni tónlist, sem hefst í St. Pétursborg í Rúss- landi í dag og stendur út næstu viku. Flytjendur á hátíðinni koma jafnt frá Rússlandi sem Norðurlöndum. Haukur Tómasson hlaut Tón- listarverðlaun Norðurlandaráðs árið 2004 fyrir óperuna Fjórði söngur Guð- rúnar. Á heimasíðu dagblaðsins St. Petersburg Times er sagt að hann sé einn hinna mest lof- andi tónskálda sem sæki hátíð- ina heim í ár. Verk Hauks í St. Pétursborg Haukur Tómasson Calsíum og magnesíum FRÁ A ll ta f ó d ýr ir Nr. 1 í Ameríku APÓTEK OG HEILSUBÚÐIR Góð heilsa - Gulli betri fyrir bein, tennur og liðamót H á g æ ð a fra m le ið sla Þetta er Invita Sígildur glæsileiki með dökkri eik Athena dökk eik er létt og glæsilegt eldhús frá Invita þar sem hönnun og nýting mætast skemmtilega í sígildri dökkri eik í bland við ný og spennandi efni. Á heimasíðu okkar www.eldaskalinn.is sýnum við enn fleiri skemmtilegar lausnir. Eldaskálinn | Brautarholti 3 | 105 Reykjavík sími: 562 1420 | eldaskalinn@eldaskalinn.is | www.invita.com Opið hús laugardaginn 10/9 kl. 11–16 og sunnudaginn 11/9 kl. 11–16

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.