Morgunblaðið - 10.09.2005, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.09.2005, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR edda.is Þegar Villi Wonka lýsir því yfir að fimm heppin börn fái að skoða sælgætisgerðina hans langar alla til að detta í lukkupottinn. Kalli er heppinn og fær að launum ótrúlegt ævintýri. Kalli og sælgætisgerðin eftir Roald Dahl sló strax í gegn þegar hún kom út og er löngu orðin sígild. Böðvar Guðmundsson þýddi. „Fyndnasta barnabók sem ég hef lesið í mörg ár.“ - Elaine Moss, The Times KOMIN Í VERSLANIR! MIÐSTJÓRN Samiðnar telur að forsendur kjarasamninga séu brostnar miðað við núverandi verðbólgu og ástand efnahagsmála svo og launaþróun annarra hópa. Þetta kemur fram í ályktun sem hún sendi frá sér í gær. „Þegar við gerðum okkar kjarasamninga mið- uðum við við að allir myndu fá kaupmáttaraukn- ingu árlega. Núna búum við við það að meirihluti okkar félagsmanna, á bilinu 60–70% þeirra, er að verða fyrir kjaraskerðingu á þessu tímabili, þ.e. verðbólgan er orðin mun hærri en þau vikmörk sem við miðuðum við við gerð kjarasamninga,“ segir Finnbjörn A. Hermannsson, formaður Samiðnar, í samtali við Morgunblaðið. Að sögn Finnbjörns mun forsendunefnd skoða málið í byrjun nóvember nk., en nefndin er sam- sett af tveimur fulltrúum Alþýðusambandsins og tveimur fulltrúum Samtaka atvinnulífsins. Segir hann fyrstu skref nefndarinnar að reyna að ná samkomulagi um einhverjar bætur ef um fram- úrkeyrslu er að ræða. „Auðvitað leggjum við ríka áherslu á að það náist einhverjar niðurstöður þar,“ segir Finnbjörn og tekur fram að Mið- stjórn Samiðnar er með lista yfir hluta sem fást þurfi lagfæring á. „Þrír meginliðirnir eru að í fyrsta lagi þurfum við innspýtingu, þ.e. ein- hverja kauphækkun, í öðru lagi þurfum við veru- lega hækkun á lágmarkstöxtum vegna þess að það er verið að misnota þá núna með erlendu vinnuafli og í þriðja lagi þurfum við einhvers konar reglugerðir eða lög um það hvernig starfs- mannaleigur starfa á vinnumarkaði. Þannig að við höfum töluvert um að ræða við þessa for- sendunefnd. Náist hins vegar ekki nein niðurstaða þar þá er ekkert annað en uppsögn um að ræða og þá erum við komin í beint samband við okkar við- semjendur,“ segir Finnbjörn og hvetur verka- lýðshreyfinguna til að vera samstiga í aðgerðum við að rétta hlut launafólks á almennum vinnu- markaði. Spurður hvort hann telji að slík sam- staða muni nást svarar hann: „Sérsambönd verkalýðshreyfingarinnar eru að fara af stað í þessum viðræðum núna, þannig að ég veit ekki hvernig landið liggur annars staðar. En auðvitað erum við sterkari saman ef við náum að tala einni röddu og ég vonast til þess að við náum því.“ Þess má geta að fyrr í vikunni bárust fréttir þess efnis að Efling stéttarfélag teldi stefna í að samningsforsendur á almennum markaði bresti sökum þess að verðbólga hafi farið vaxandi og sé nú 1,2% yfir verðbólgumarkmiði Seðlabankans sem er 2,5%. Samiðn telur forsendur kjarasamninga brostna Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is STÓRU viðskiptabankarnir þrír, Landsbankinn, Íslandsbanki og KB banki, auk þróunarfélagsins Þyrp- ingar, munu leggja samtals 21 milljón króna í hugmynda- samkeppni um skipulag Vatnsmýr- arinnar, en samningar þess efnis voru undirritaðir í Listasafni Reykjavíkur í gær. Með þessum samningum gefst tækifæri til þess að hafa hug- myndasamkeppnina enn glæsilegri en ella, sagði Steinunn Valdís Ósk- arsdóttir borgarstjóri í Listasafni Reykjavíkur í gær. Reiknað er með því að féð renni a.m.k. að hluta til þess að gera verðlaunin vegna hug- myndasamkeppninnar veglegri en ella og þar með kalli það á hæfa þátttakendur víðsvegar að úr heim- inum. Auk þess verður fénu varið til þess að bjóða ókeypis aðgang á sýn- inguna „Hvernig borg má bjóða þér?“ sem var opnuð í Listasafni Reykjavíkur í gærkvöldi. Sýning- unni er ætlað að varpa ljósi á fortíð og framtíð skipulagsmála í borg- inni, með áherslu á Vatnsmýrina, og vera opinn vettvangur til að skoða skipulagið og koma með hug- myndir að nýjum lausnum. Steinunn sagði ljóst að umræðan um Vatnsmýrina hefði verið að þróast og þroskast. Nú virtust allir búnir að sjá ljósið og því líklegt að þverpólitísk samstaða næðist um að taka Vatnsmýrina undir byggð. Svæðið er um 150 hektarar og get- ur rúmað 10-30 þusund manna byggð auk háskóla og þekkingar- iðnaðar. Bankarnir og Þyrping leggja 21 milljón króna í hugmyndasamkeppni Morgunblaðið/Jim Smart Ingólfur Helgason, forstjóri KB banka (t.v.), Bjarni Ármannsson, forstjóri Íslandsbanka, Steinunn Valdís Óskars- dóttir, borgarstjóri, Björgólfur Guðmundsson, bankastjóri Landsbankans, og Oddur Víðisson, framkvæmdastjóri Þyrpingar, handsöluðu samninginn í Listasafni Reykjavíkur í gær. Vegleg verðlaun kalla á hæfari þátttakendur FULLTRÚAR Sjálfstæðisflokksins sátu hjá þegar tillaga um alþjóðlega hugmyndasamkeppni um skipulag Vatnsmýrarsvæðisins var borin fram. Þeir telja samkeppnina ekki tímabæra. „Alþjóðleg hugmyndasamkeppni um Vatnsmýrarsvæðið, sem talið er að kosti allt að 100 milljónir króna, er ótímabær fyrr en lokið er við- ræðum fulltrúa Reykjavíkurborgar og samgönguráðuneytis á grund- velli samkomulags borgarstjóra og samgönguráðherra. Að efna til hug- myndasamkeppni um skipulag svæðisins núna brýtur einnig í bága við ráðleggingar frá ráðgjafarfyrir- tækinu Alta, eins og sjá má í álits- gerð þess, auk þess sem þessi tíma- setning mun ekki nýtast verkefninu sem skyldi og þannig minnka lík- urnar á farsælli niðurstöðu í þessu mikilvæga máli. Þau áform meirihlutans í Reykja- vík að halda fast við þessa tímasetn- ingu, án þess að fullnægjandi for- sendur séu til staðar, getur þannig því miður ýtt undir frekari deilur vegna Vatnsmýrarsvæðisins, þegar samstaða hefur tekist um það meg- inmarkmið í borgarstjórn, að huga að skynsamlegustu leiðunum að því markmiði, að flugvöllurinn fari úr Vatnsmýrinni,“ segir í bókun sjálf- stæðismanna. Fulltrúi Frjálslynda flokksins taldi eins og sjálfstæðismenn að ekki væri tímabært að fara út í sam- keppnina. „Ég tel það ótímabært að efna til hugmyndasamkeppni um Vatnsmýrarsvæðið fyrr en aðrir val- kostir um staðsetningu flugvallar hafa verið fullkannaðir. Þessi vinnu- brögð bjóða þeirri hættu heim að flugvöllurinn verði fluttur til Kefla- víkur. Það eru augljósir hagsmunir og öryggisatriði fyrir höfuðborgar- svæðið að flugvöllur sé staðsettur á svæðinu. Athygli vekur að á meðan sumir borgarfulltrúar Reykvíkinga vilja flytja flugvöll af höfuðborgar- svæðinu suður til Keflavíkur, þá rík- ir þverpólitísk samstaða í Reykja- nesbæ um að fá flugvöllinn þangað. Þannig virðast sveitarstjórnarmenn í Reykjanesbæ meðvitaðri um hags- muni síns sveitarfélags en þeir borgarfulltrúar í Reykjavík sem vilja flytja flugvöllinn til Keflavík- ur,“ segir í bókun F-listans. Samkeppni ekki tímabær VIÐSKIPTATÆKIFÆRI á vett- vangi Evrópu- og Atlantshafsher- stjórna Norður-Atlantshafsbanda- lagsins NATO verða kynnt íslenskum fyrirtækjum á kynningar- fundi í næstu viku á vegum viðskipta- þjónustu utanríkisráðuneytisins, en á fundinum verða yfirmenn verkút- boða NATO austan hafs og vestan. Fundurinn verður haldinn í utan- ríkisráðuneytinu á þriðjudaginn kemur, 13. september, og þar munu yfirmenn útboða hvorrar herstjórnar um sig kynna starfsemi þeirra og gera grein fyrir útboðsferlum og eðli þeirra verkefna sem boðin eru út á vegum herstjórnanna. Þá munu þeir kynna íslenskum fyrirtækjum hvern- ig nálgast megi þessi verkefni. Þessir yfirmenn verkútboða hvorrar herstjórnar um sig eru Paul Buades, yfirmaður verkútboða NATO í Evrópu, og Lee H. Weber, yfirmaður verkútboða NATO í Bandaríkjunum. Þá eiga íslensk fyrirtæki einnig möguleika á að panta sérstakan fundartíma til að fara nánar yfir möguleika síns fyrirtækis á að taka þátt í útboðum á vettvangi herstjórn- anna beggja vegna Atlantshafsins. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins verður á fundinum reynt að kortleggja þau tækifæri og mögu- leika sem eru á þessu sviði fyrir ís- lensk fyrirtæki. Um ýmiss konar verkefni getur verið að ræða og farið verður yfir hvaða verkferlar og út- boðsreglur gilda í þessum efnum af hálfu herstjórna NATO. Viðskiptatækifæri á vettvangi NATO kynnt hér á landi Heildarframleiðsla mjólkur verðlags- árið 2004/2005, sem lauk um síðustu mánaðamót, nam 111,4 milljónum lítra. Mjólkuriðnaðurinn hafi hins vegar óskað eftir að kaupa samtals 112,5 milljónir lítra, þegar svokölluð umframmjólk er talin með. Eftir sem áður er þetta talsverð aukning miðað við verðlagsárið á undan en þá voru framleiddir 109,7 milljónir lítra af mjólk. Það sem af er þessu almanaksári hefur framleiðslan verið töluvert minni en árið 2004 og skiptir þar sköpum hve framleiðslan í júní og júli sl. var lítil miðað við árið 2004. Heild- arframleiðslan í ár nemur nú um 76,6 milljónum lítra en árið 2004 var hún á sama tíma 77,2 milljónir lítra. Mikil mjólkur- framleiðsla ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.