Morgunblaðið - 10.09.2005, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 10.09.2005, Blaðsíða 48
48 LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Sýningartímar sambíóunum BARA HRAÐI. ENGIN TAKMÖRK. ÁLFABAKKI HANN ER RÖNG HESTATEGUND... EN MEÐ RÉTTU SAMBÖNDIN! HANN ER RÖNG HESTATEGUND... EN MEÐ RÉTTU SAMBÖNDIN! SÝND MEÐ ENSKU TALI  S.V. / Mbl.. . / l.  S.V. / Mbl.. . / l. HÁDEGISBÍÓ 400 KR MIÐAVERÐ Á ALLA DÝRLEGT GRÍN OG GAMAN OG FRÁBÆR SKEMMTUN FYRIR ALLA. DÝRIN TALA OG ÞAÐ MEÐ STÆL. SEBRAHESTUR ER ÁKVEÐINN AÐ GERAST VEÐHLAUPAHESTUR HVAÐ SEM TAUTAR. Dramatísk, rómantísk og stórbrotin eðalmynd með Óskarsverðlaunahafanum,Charlize Theron og spænsku blómarósinni, Penelope Cruz. Charlie and the Chocolate .. kl. 3 - 5.40 - 8 og 10.20 Strákarnir Okkar kl. 4 - 6 - 8 og 10 b.i. 14 Racing Stripes m/ensku tali kl. 3 - 5 Head in the Clouds kl. 8 og 10.30 b.i. 16 The Skeleton Key kl. 8 og 10.10 b.i. 16 Herbie Fully Loaded kl. 6 The Island kl. 9 b.i. 16 Madagascar kl. 3 m/ísl.tali Búið ykkur undir bragðbestu skemmtun ársins. Sat tvær vikur á toppnum í USA. Með hinum eina sanna Johnny Depp (“Pirates of the Caribbean”) og frá snillingnum Tim Burton kemur súkkulaðiskemmtun ársins.  S.V. / Mbl.  langt síðan að vel heppnuð íslensk gamanmynd kom í bíó og ættu landsmenn að fagna með því að fjölmenna í kvikmyndahúsin  DV  NÝ GAMANMYND FRÁ LEIKSTJÓRA ÍSLENSKA DRAUMSINS OG MAÐUR EINS OG ÉG CHARLIE AND THE CHOCOLATE FACTORY kl. 1.15 - 3.30 - 6 - 8.20 - 10.10 CHARLIE AND THE CHOCOLATE FACTORY VIP kl. 1.15 - 3.30 - 6 - 8.20 STRÁKARNIR OKKAR b.i. 14 kl. 4 - 6 - 8 - 10.40 STRÁKARNIR OKKAR VIP kl. 4 - 6 - 8 - 10.40 RACING... m/ensku tali kl. 6 - 8.15 - 10.30 RACING STRIPES m/ísl.tali kl. 3.50 - 6 SKELETON KEY kl. 10.30 B.i. 16 ára. DUKES OF HAZZARD kl. 8.15 - 10.30 HINN eini sanni Raggi Bjarna sendi frá sér fantagóða plötu fyrir jólin síðustu; þar sem hann sýndi það og sannaði svo um munaði að hann væri hvergi nærri af baki dottinn, ætti nóg inni. Karlinn er heldur ekkert að tvínóna við hlutina heldur er hann búinn að hrista aðra plötu til fram úr erminni, liðlega hálfu ári síð- ar. Með hangandi hendi er ef eitthvað hressi- legri en Vertu ekki að horfa, sumpart sumar- legri. Upphafslagið „Í fínu formi“ gefur þar rækilega tóninn; vel heppnuð útgáfa af hinum enduruppgötvaða slagara Tony Christies, „(Is this the way to) Amarillo“, sem sló í gegn í Bretlandi fyrr á árinu þegar það var gefið út í tengslum við fjársöfnun fyrir langveik börn. Mesta furða að viðeigandi íslensk útgáfa Ragnars við skemmtilegan texta Kristjáns Hreinssonar hafi ekki orðið að meiri smelli hérlendis. Flest ef ekki öll lögin á plötunni ættu að vera mönnum vel kunn. Góð og gild dægurlög – „Undarlegt með unga menn“, „Ó blessuð vertu sumarsól“, „Til eru fræ“, „Heyr mitt ljúfasta lag“ – sem Ragnar ber auðheyri- lega hlýhug til. Það má merkja á inni- legum flutn- ingnum. Og röddin, þessi óviðjafnan- lega söng- rödd hans, sem er ein- hver sú dýrmætasta í íslenskri dægurtónlist- arsögu, virðist bara ætla að verða betri og betri. Rétt eins og rödd annars kollega Ragn- ars í raularageiranum („crooners“), Tonys Bennetts. Þetta má hvað best greina í helstu perlunni á plötunni, hinu ægifallega „Hver vill sigla?“, sænsku þjóðlagi sem Kristján hefur samið góðan og innihaldsríkan texta við og Ragnar syngur hreint einstaklega vel, trega- fullri og hlýrri röddu. En Ragnar er ekki einasta góður söngvari, hann hefur einnig lært það á löngum og far- sælum ferli, hvernig velja skal rétta sam- starfsfólkið. Það var þannig einkar vel til fund- ið hjá honum að fá Óskar Einarsson, hinn stórsnjalla kórstjóra, til að útsetja og stjórna upptökum. Óskar, sem einkum starfar í gospel-geiranum, hefur tekist að heimfæra lífsþróttinn og gleðina í þeirri tónlist, yfir á dægurlögin margfrægu. Útsetningar flestar hefðbundnar (sígildar) og góðar en hefðu þó sumar að ósekju mátt vera svolítið blæ- brigðaríkar og ævintýralegri. Þá hefði lagavalið að ósekju mátt vera skipulagðara því plötuna skortir vissan heild- arsvip, einkum sökum þess að annars ágætir smellir á borð við „Ég fer í fríið“ í flutningi Ragnars og Þorgeirs Ástvaldssonar, „Te- quila“, við nýjan texta Ragnars og „Eiki bleiki“, íslensk útgáfa af sveitasmellinum hvimleiða „Achy, Breaky Heart“ sem Billy Ray Cyrus gerði fyrst vinsælan, falla engan veginn að öðrum klassameiri lögum á plötunni. En hvað um það. Með hangandi hendi er skemmtileg plata. Vitnisburður um að Ragnar er enn í fínu formi. Í fínu formi TÓNLIST Íslenskar plötur Sólóplata Ragnars Bjarnasonar. Með honum leika og syngja Óskar Einarsson, píanó, hljómborð, Jó- hann Ásmundsson bassi, Gunnlaugur Briem, tromm- ur og slagverk, Guðmundur Pétursson gítarar, Sig- urður Flosason, saxófónar og klarínett, Samúel Samúelsson básúna, Kjartan Hákonarson, trompet og flugelhorn, Agnar Már Magnússon, Hammond- orgel, Sigrún Hjálmtýsdóttir söngur, Þorgeir Ást- valdsson söngur, Félagar úr Karlakórnum Fóst- bræður kór, Hrönn Svansdóttir, Edna Varðardóttir, Fanny K. Tryggvadóttir, Þóra Gísladóttir bakraddir. Útsetningar og upptökustjórn Óskar Einarsson. Þór- ir Baldursson útsetti „Til eru fræ“ og „Megi dagur hver fegurð þér færa“. Útgefandi RB hljómplötur. Raggi Bjarna – Með hangandi hendi  Skarphéðinn Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.