Morgunblaðið - 10.09.2005, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 2005 45
MENNING
Hörður Torfa heldur árlegahausttónleika sína í 29.sinn í Borgarleikhúsinuá föstudag. Hingað til
hefur Hörður látið sér nægja að
halda eina tónleika, en síðustu árin
hafa færri komist að en vilja, og því
hefur hann afráðið að efna til
tvennra tónleika sama kvöld. Þeir
fyrri verða klukkan 19.30 og þeir
seinni klukkan 22. Hörður segir að í
gegnum árin hafi tónleikarnir undið
upp á sig, – ekki með auglýsingaflóði
heldur sjálfskapaðri aðsókn. „Þarna
kem ég fram og tengist fólkinu í
gegnum söngva mína og sögur og við
skemmtum okkur saman. Oftast er
ég einn á sviðinu allan tímann en svo
hef ég stundum haft með mér hljóm-
sveitir eða nokkra hljóðfæraleikara
til að krydda tónleikana. Margir hafa
sagt að þeir vilji helst hafa mig ein-
an. Þannig sé ég bestur og eiginlega
er ég sammála því, enda hlýtur
eynslan af að ferðast um og troða
upp einn að skila sér og allir söngvar
mínir hafa orðið til í einveru.“
Hörður segir það engan veginn
þannig að hann sé að leika fyrir sama
hóp fólks ár eftir ár, hvorki hér í
borginni né á landsbyggðinni. „Auð-
vitað eru margir sem koma aftur en
það er sífelld endurnýjun og hóp-
urinn fer sístækkandi. Starfsfólk
mitt fylgist vel með slíku og sagði
mér frá því t.d. að í fyrrahaust hefði
um helmingur áhorfenda verið nýtt
fólk og það í yngra kantinum. Sam-
band mitt við þetta fólk er gott og
margt af því leitar eftir upplýsingum
í gegnum heimasíðuna í ágústbyrjun
til að vita hvenær tónleikarnir verða.
Fólk drífur að víða, bæði frá öðrum
löndum og utan af landi. Mín reynsla
af því fólki sem sækir tónleikana
mína er að það er opið og sjálfstætt
hugsandi fólk með góðan skammt af
kímni og glaðværð. Áratugum sam-
an hef ég líka farið umhverfis landið
og haldið tónleika og þar er ég mun
nær fólkinu þar sem ég stend oftast
sjálfur í dyrum og sel inn og sel plöt-
urnar mínar í hléi og eftir tónleikana.
Þannig hef ég kynnst mörgu fólki og
mér finnst notalegt að geta rætt við
þetta fólk og heyrt skoðanir þess,
hugmyndir og viðhorf. Ég hef eign-
ast stóran hóp vina og kunningja um-
hverfis allt landið í gegnum tónlist og
leiklist. Og svo þakka ég öllum þeim
innilega fyrir öll bréfin og skeytin
sem innihalda vangaveltur um tón-
leika mína og einstaka söngva. Það
skiptir mig miklu að fá viðbrögð á
vinnu mína.“
Hjartað ræður för
Hörður segir sér ógerlegt að
semja tónlist eftir pöntun, og því
semji hann lög sín ekkert sér-
staklega með tónleikana í huga, tón-
listin komi þegar hún vilji – hjartað
ráði för, ekki höfuðið.
„Starf mitt byggist á djúpri nauð-
syn þess að tjá mig og öll verkefni
leita þannig á mig og til mín. Ég hef
aldrei samið sérstaklega fyrir tón-
leika en eðlilega flutt á hausttónleik-
unum söngva sem hafa orðið til á
árinu. Og árin mín eru eðlilega mis-
krefjandi. Það hafa komið fyrir ár
þar sem brauðstritið hefur tekið yfir-
höndina og fáir söngvar orðið til. En
fleiri eru árin sem alið hafa af sér
söngva. Meginþema mitt hefur alltaf
verið átökin við sjálfan mig og svo
speglun á umhverfi mitt.
Ég hef heldur aldrei skapað neitt í
þeim tilgangi að öðlast vinsældir.
Söngvar mínir eru niðurstöður og
vangaveltur manns sem er á ferða-
lagi í gegnum lífið. Á stundum fær
hann meðbyr, á stundum andbyr.
Leitandi, undrandi, skoðandi, hugs-
andi, hlustandi, hlæjandi, en umfram
allt þátttakandi sem neitar að beygja
sig undir lög skammsýni og heimsku.
Maður sem vill tilheyra hópnum og
vinna með honum og skapa betri lífs-
skilyrði. Ég á aðeins eitt líf og því vil
ég deila með öðrum sem frjáls maður
og það geri ég best í gegnum söngva.
Það má segja að efni í söngva festist
við mig þar sem ég ferðast um.“
Tólf ára gamall stóð Hörður fyrst
á sviði í þeim tilgangi að flytja söng
eftir sjálfan sig – og nú í haust fagn-
ar hann sextugsafmæli sínu. Hann
segir það alltaf hafa verið knýjandi
afl hið innra að tjá sig á þennan hátt.
Söngurinn hefji hann upp yfir taut
og tafs. En í söngnum eru margar
leiðir færar, og fróðlegt er að vita
hvers vegna hann valdi sér sína leið,
en ekki alfaraleið.
„Orð söngsins eru hugleiðing og
oft niðurstaða. Söngur er oft eins og
vasaljós í myrkri og vasaljósið er
jafn gott og rafhlaðan og peran sem
þú setur í það. Það er hægt að fara
nokkrar leiðir sem söngvahöfundur.
Flestir fara alfaraleiðina og vinna í
poppinu en sú leið krefst þess að þú
sért að geðjast fólki og endurtaka
tuggur og halda þig við klisjur. Ég sé
ekkert athugunarvert við það í sjálfu
sér því þetta er stór hluti menningar
okkar og bráðnauðsynlegur þáttur
tilverunnar. Ekki vegna þess að ég
telji mig eitthvað betri eða verri
heldur hefur sú leið rutt sig sjálf af
minni innri þörf. Þegar ég hóf svo að
leika söngva mína fyrir annað fólk,
rétt undir tvítugu, þorði ég sjaldan
að viðurkenna að ég hefði samið þá
heldur sagði þá vera eftir vin minn
sem héti Blær, því ég hef alltaf haft
gaman af orðaleik. Í þá daga var ég
auðvitað mjög leitandi og óviss og
þegar ég stóð á sviði flutti ég líka
söngva eftir aðra, t.d. Donovan, Bob
Dylan, Ray Charles og ýmis þjóðlög
og skutlaði inn einum og einum söng
eftir Blæ. Flestir þessara söngva
voru lög mín við ljóð annarra því ég
kunni tæplega að koma orði að því
sem mig langaði að segja. En þar
kom að ég varð að nota mína texta
við lögin, einfaldlega vegna þess að
viðhorf annarra textahöfunda voru
ekki mín. Rödd mín varð að heyrast
því ég var orðinn vel sýnilegur í
þessu samfélagi og ég var ásakaður
um viðhorf sem ekki voru mín og
menn reyndu að gera mig að ein-
hverjum glæpamanni sem ég ekki
var. Mitt vopn og svar fólst í söngv-
unum mínum. Góður söngur smitar
frá sér, skilur eftir hugleiðingu og
jafnvel bros og lausn fyrir marga.
Smám saman tók ég að tvinna leik-
húsáhrifin saman við söngva mína og
nýta mér betur leiklistarmenntun
mína. Það var rétt ákvörðun því ég
hef alltaf litið á starf mitt sem eins
manns leikhús. Þar fær hver og einn
söngur notið sinna sérkenna. Í dag
get ég litið til baka yfir áratuga starf
og langan feril sem söngvaskáld og
ég bý yfir gríðarlegri reynslu og
þekkingu en efinn er alltaf til staðar.
Að skapa söngva er ekki fyrirhafn-
arlaust og að túlka þá er ekkert auð-
gert mál. Ég hef samið fleiri hundr-
uð söngva og þeir segja allir sögur og
það er saga á bak við þá alla. Eitt
sinn átti ég 35 söngva og þeir hent-
uðu vel sem dagskrá á eina tónleika,
málið var auðvelt; ég spilaði alla
söngvana mína og suma tvisvar ef ég
var klappaður oft upp. Þá hugsaði ég
oft sem svo að gott væri að eiga fleiri
söngva. Í dag á ég fleiri hundruð
söngva og kvalræði mitt liggur í að
velja söngva fyrir tónleikana og ég
óska þess stundum að ég hefði bara
samið 40 söngva og þyrfti ekki að
velja.“
Hörður kveðst sækja innblástur í
verk sín í umhverfi sitt, hegðun sína
og annarra, ástand og viðbrögð – og
ástand heimsins. Hann segist vera
áhorfandi, skoðandi, eins konar
spegill. „Að setja sig inn í hugs-
unarferli og ástand annarrar mann-
eskju er árátta. En ég þekki kosti og
galla annarra í gegnum mína eigin.
Gott dæmi um slíka söngva eru
Ælandssöngvarnir mínir. Þetta eru
allt karaktersöngvar þar sem ein-
staklingur hugsar upphátt. Kveikj-
una að þessum söngvum fæ ég í
gegnum lestur blaða og eftir viðtöl
við ýmist fólk og í því sem ég sé og
heyri. Þar er ég einfaldlega að fást
við mannseðlið og margbreytileika
þess og oftar en ekki beiti ég fyndn-
inni sem yfirborði alvarlegri hluta
sem krauma undir. Í heimi Ælend-
inga er ekkert sem sýnist. Til dæmis
er söngurinn Kerlingin um heimilis-
ofbeldi, Laufey er um siðblindu, Ná-
granninn um meinfýsni og Karl R.
Emba um kynþáttafordóma.
Niðurstaðan er að hálfu leyti til-
búningur og að hálfu leyti reynsla. Í
jóga er sagt að andardrátturinn sé
eina tengingin á milli sálar og lík-
ama. Þannig eru söngvarnir mínir
tengingin á milli veruleikans og hug-
myndaflugsins, eða mín og annarra
einstaklinga eða mín og samfélags-
ins. Það sem skiptir mestu eru áhrif-
in sem söngurinn skilur eftir hjá
þeim sem nenna að hlusta.
Ég hef gert nokkra söngva til
dæmis um atburði í sögu okkar. Ég
vinn þá á þann hátt að ég les allt efni
sem ég kemst yfir um atburðinn,
ræði við annað fólk um efnið og
heimsæki staðina þar sem þeir gerð-
ust. Ég nefni sem dæmi söng minn
Hefndin, sem fjallar um síðustu af-
tökuna á Íslandi, og Við Sjöundá,
sem fjallar um morðmál frá árinu
1801, mál Steinunnar og Bjarna, og
Við Beinahól, sem fjallar um afdrif
Reynistaðarbræðra. Starf söngva-
skáldsins er krefjandi en um leið
ákaflega gefandi. Mín aðferð er að
semja ljóðið og slíkt tekur venjulega
vikur, jafnvel mánuði, og þegar ljóð-
ið er tilbúið þá er laglínan það líka.
Ósjálfrátt sem ég lagið þegar ég sem
textann. Þá er að finna rétta leið til
að túlka sönginn. Slík vinna er eigin-
gjörn í eðli sínu og gagntekur mann
og gerir þá kröfu að maður einbeiti
sér að henni og engu öðru. Útkoman
er oftast allt öðruvísi en maður
stefndi að í upphafi. Þannig er með
alla hugmyndavinnu, þú leggur af
stað með hugmynd og stjórnar henni
framan af en einn dag tekur hún yfir
og leiðir þig áfram og þú verður að
hlýða. Ef þú hefur ekki tíma til að
sinna hugmyndinni og fylgja henni
fer hún frá þér og kemur aldrei aft-
ur. Verður aðeins kveljandi minn-
ing.“
Ekki verða allir trúbbar
Það er freistandi að spyrja Hörð
hvort fyrirbærið „maður með gítar“
sé ekki orðið ódauðlegt, og hann er
fljótur að kveða upp úr með að svo
sé, enda mikil ögrun í því að standa
einn uppi fyrir framan fólk með gít-
arinn sinn. „Þetta er listform sem fá-
ir hafa stundað hérlendis af ein-
hverri alvöru. Við eigum hins vegar
marga frábæra gítarleikara sem
ekki stunda söng, hvað þá yrkingar.
Það birtast á hverju ári ein-
staklingar sem vilja takast á við
þetta listform „ein rödd og eitt hljóð-
færi“. En flestir þeirra hverfa fljót-
lega að einhverju öðru því starfið á
bak við þetta er ótrúlega krefjandi
og margir vinna síðan við þetta í frí-
tíma sínum og árangurinn eftir því.
Síðan hefur alhæfingin oft tekið yfir
og allir sem leika á gítar og syngja
eru settir undir einn og sama hatt og
kallaðir trúbbar. En það er regin-
munur á manni sem situr á krá og
flytur vinsæla söngva annarra eða
þeim sem hefur að starfi að ræða við
fólk í gegnum söngva. Krársöngvari,
götusöngvari, farandsöngvari er
ekki það sama og söngvaskáld.
Það er erfitt að gera sér grein fyr-
ir því hvað þetta fyrirbæri hefur haft
að segja fyrir okkar tónlistarsögu,
þar sem það er tiltölulega ungt hér.
Ég er talinn vera frumkvöðullinn og
vissulega er það satt að ég er sá
fyrsti sem fer fram aleinn með gít-
arinn og geri það að atvinnu. Síðan
hefur þetta smám saman undið upp á
sig og fjöldinn sem vill þetta starf er
orðinn mikill. Tilgangur manna er
einnig jafn misjafn og þeir eru marg-
ir. En þeir sem hafa farið um og tal-
að til fólks í gegnum eigin söngva
hafa haft mikil áhrif. Það segir sig
sjálft að einstaklingur sem þorir og
getur og hefur eitthvað að segja og
ferðast víða án mikillar fyrirhafnar
hann nær til margra. Ég veit aðeins
að í mínu tilfelli hef ég komið róti á
viðhorf margra og rofið ýmsa ein-
angrun.
Einstaklingur með skýra lífssýn
og þrek til að fara á milli staða og
segja og syngja sögur, líkt og ég hef
gert í áratugi, hefur meiri áhrif en
opinber stofnun sem væri ætlað að
sinna svipuðu hlutverki. Ég hef oft
hugsað til þess anda sem einkenndi
tíma hér áður fyrr þegar fjölskyldur
söfnuðust saman við útvarpstækin
og hlustuðu spenntar á framhalds-
leikritin og þau voru efni í umræður í
heila viku á milli þátta. Eða einhver
las upp úr bók eða lék á hljóðfæri og
allir sungu saman. Ég held ég hafi
alltaf starfað í þeim anda.“
Tónlist | Hörður Torfa með tvenna hausttónleika um næstu helgi í stóra sal Borgarleikhússins
Maður með gítar er
ódauðlegt fyrirbæri
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
Hörður Torfa: „Starf mitt byggir á
djúpri nauðsyn þess að tjá mig ...“
Eftir Bergþóru Jónsdóttur
begga@mbl.is
TENGLAR
.....................................................
www.hordurtorfa.com