Morgunblaðið - 10.09.2005, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 2005 17
ERLENT
TVEIR Palestínumenn í bænum
Khan Younis á Gaza-svæðinu í gær.
Ljóst er af kúlnagötunum að ein-
hvern tíma hefur mikið gengið á.
Ísraelski herinn sprengdi í gær upp
síðustu mannvirki sín í bænum en
stefnt er að því að flýta brottför
herjanna þannig að síðustu her-
mennirnir hverfi frá Gaza á mánu-
dag. Egyptar eru nú að taka við
allri gæslu á landamærunum að
sunnanverðu.
Reuters
Tímamót í Khan Younis
COLIN L. Powell, fyrrverandi ut-
anríkisráðherra Bandaríkjanna,
segir í sjónvarpsviðtali, sem sýna
átti í gærkvöld, að ræðan, sem hann
flutti í öryggisráði Sameinuðu þjóð-
anna 5. febrúar 2003, yrði ævinlega
„blettur“ á ferli sínum.
Í ræðunni rökstuddi Powell og
sýndi fram á, að því er hann sjálfur
taldi, tilvist gereyðingarvopna í
Írak en síðar kom í ljós, að þau
voru ekki til og höfðu ekki verið all-
lengi.
„Það var ég, sem bar þetta á borð
fyrir heiminn allan og fyrir hönd
Bandaríkjanna,“ segir Powell í við-
tali við Barböru Walters á ABC
News. „Það verður ávallt hluti af
ferli mínum.“
Walters spurði Powell hvernig
honum liði með þetta og hann svar-
aði: „Þetta var erfitt og það er erf-
itt.“ Sagði hann, að það hefði verið
„skelfilegt“ að komast að því, að
hann hefði verið leyndur því, að
upplýsingarnar voru óáreiðanlegar,
og „hræðilegt“ að fá að vita um það
síðar, að sumir innan leyniþjónust-
unnar vissu það fullvel en þögðu.
Í viðtalinu, sem New York Times
segir frá, tekur Powell samt fram,
að hann hafi verið sammála innrás-
inni í Írak og fagni því, að Saddam
Hussein var steypt. Hann telur þó,
að beita hefði átt miklu fjölmennara
herliði en úr því sem komið er, sé
ekki um annað að ræða en að
þreyja þorrann og góuna og reyna
að byggja upp íraska herinn.
Segir SÞ-
ræðu
„blett“ á
ferlinum
Montreal. AP, AFP. | Líkur á, að Ont-
ario-ríki í Kanada leyfi, að fjöl-
skyldudeilur verið útkljáðar í sam-
ræmi við íslömsk sharía-lög hafa
vakið mikla athygli og mótmæli þar
í landi og víðar um heim.
Í opinberri skýrslu frá Marion
Boyd, ríkissaksóknara í Ontario,
kemur fram, að múslímar ættu að
eiga kost á milligöngu ráða eða
nefnda, sem styddust við trúarleg
lög, eins og væri með kristna menn
og gyðinga. Á að taka þetta mál
fyrir á næstunni en verði farið eftir
þessum ráðum Boyds, verður Ont-
ario fyrsti staðurinn Vesturlöndum
til að heimila beitingu íslömsku
trúarlaganna, sem eru ákaflega
ströng.
Í Kanada hefur tillögu Boyds
verið tekið með mikilli hneykslun
og til að mótmæla henni hefur verið
boðað til útifunda í mörgum kan-
adískum borgum, þar á meðal
Montreal, Toronto og Ottawa, og
einnig í París, London og Vín.
Halda mótmælendur því fram, að
tillaga Boyds sé tilræði við verald-
legt réttarkerfi og alveg sérstak-
lega við konur og jafnan rétt þeirra.
Gegn stjórnarskránni
Elahe Chokrai í samtökum ír-
anskra kvenna í Kanada segir, að
tillagan sé í hrópandi mótsögn við
kanadísku stjórnarskrána:
„Íslömsk lög eru frá upphafi til
enda gegn stjórnarskránni,“ segir
hún. „Að gifta stúlkur jafnvel ekki
eldri en níu ára; fjölkvænið og ójafn
erfðaréttur eru hluti af íslömskum
lögum og við munum aldrei fallast
á, að þau verði viðurkennd í Kan-
ada.“
Said Jaziri, múslímskur klerkur í
Montreal, varði sharía-lögin í út-
varpsviðtali og sagði, að þau væru í
sjálfum sér ekki andstæð konum.
Sagði hann eðlilegt, að múslímar,
sem það vildu, fengju að útkljá sín
mál samkvæmt lögunum.
Þess má geta, að þingið í Quebec-
ríki bannaði í maí íslamska dóm-
stóla og vildi með því svara tillögu
Boyds en skýrsla hans kom út í
desember síðastliðnum.
Íslömsk lög í
Kanada?
Grafarvogsbúar,
til hamingju með daginn
Ragnar Sær