Morgunblaðið - 10.09.2005, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.09.2005, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Frá síðustu alþingis-kosningum hafasex alþingismenn hætt á Alþingi og sex nýir komið í staðinn. Þessar breytingar hafa leitt til þess að nú sitja á Alþingi 41 karl og 22 konur, en að loknum alþingiskosning- um sátu á þingi 44 karlar og 19 konur. Mestar breytingar eru hjá Sjálfstæðisflokknum. Arnbjörg Sveinsdóttir tók sæti á Alþingi þegar Tóm- as Ingi Olrich hætti á þingi og gerðist sendiherra í Frakklandi. Kjartan Ólafsson tók sæti á Alþingi við lát Árna Ragn- ars Árnasonar fyrir ári. Þá verða tvær breytingar í þingflokki Sjálf- stæðisflokksins í haust. Gunnar I. Birgisson hefur tekið við starfi bæjarstjóra í Kópavogi og hefur af þeim sökum ákveðið að hætta þingmennsku. Hans sæti tekur Sigurrós Þorgrímsdóttir bæjar- fulltrúi í Kópavogi. Þá tilkynnti Davíð Oddsson utanríkisráðherra í vikunni að hann myndi hætta á þingi í haust, en við brotthvarf hans sest Ásta Möller á þing að nýju. Breytingar hafa einnig orðið hjá Samfylkingunni. Bryndís Hlöðversdóttir hætti þing- mennsku á síðasta þingi, en henn- ar sæti tók Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylk- ingarinnar. Þá hefur Guðmundur Árni Stefánsson verið skipaður sendiherra, en hans sæti tekur Valdimar L. Friðriksson. Fleiri breytingar verða hjá þingflokki sjálfstæðismanna á næstunni. Samkomulag er milli stjórnarflokkanna um að Sólveig Pétursdóttir verði kjörin forseti Alþingis þegar þing kemur saman í haust, en Halldór Blöndal hefur gegnt því embætti undanfarin ár. Þá verður Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra í lok þessa mánaðar, en hann hefur verið for- maður þingflokksins. Á næstu dögum kemur í ljós hver tekur við því starfi. Sjálfstæðismenn þurfa einnig að gera umtalsverðar breytingar á skipan þingmanna í nefndir. Sólveig hefur verið for- maður utanríkismálanefndar, en lætur af því starfi þegar hún verð- ur forseti þingsins. Flokkurinn þarf að taka ákvörðun um í hvaða nefndir nýir varamenn setjast. Þar að auki barst flokknum liðs- auki þegar Gunnar Örlygsson gekk í flokkinn, en hann var áður í Frjálslynda flokknum. Forystumenn í stjórnmálum hætta almennt snemma Þó Davíð Oddsson hafi verið lengi í stjórnmálunum er hann ekki nema 57 ára þegar hann hættir stjórnmálaafskiptum. Það er hins vegar alls ekki óvenjulegt að forystumenn í stjórnmálum hætti stjórnmálaþátttöku svo ungir. Raunar hefur það verið frekar reglan síðustu ár en undan- tekning, að stjórnmálaforingjar hætti þingmennsku áður en þeir hafa náð sextugsaldri. Þetta er talsverð breyting frá því sem áður var, en algengast var framan af síðustu öld að stjórnmálaforingjar hættu um eða eftir sjötugt. Ólafur Thors, fyrrverandi for- maður Sjálfstæðisflokksins, var kjörinn alþingismaður 34 ára gamall og hætti á þingi 72 ára. Þó að hans stjórnmálaferill hafi bæði verið langur og glæsilegur var ekki óvenjulegt á árum áður að menn sætu áratugum saman á þingi. Eysteinn Jónsson, fyrrver- andi formaður Framsóknar- flokksins, var kjörinn á þing 27 ára og hætti þingmennsku 68 ára. Forveri Eysteins, Hermann Jón- asson, hætti þingmennsku 71 árs og eftirmaður Eysteins, Ólafur Jóhannesson, hætti á þingi jafn- gamall. Eftirmaður Ólafs Thors var Bjarni Benediktsson, en hann féll frá 63 ára gamall. Við starfi hans tók Jóhann Hafstein, en hann hætti þingmennsku 63 ára gamall. Geir Hallgrímsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, hætti þingmennsku árið 1983 að- eins 58 ára gamall. Þeir tveir menn sem gegnt hafa formennsku í Sjálfstæðisflokknum síðan hafa báðir hætt á miðjum aldri. Þor- steinn Pálsson hætti þing- mennsku 52 ára og Davíð Oddsson hættir 57 ára eins og áður segir. Seinustu forystumenn annarra flokka hafa einnig hætt á þingi á svipuðum aldri og Davíð. Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrver- andi formaður Alþýðuflokksins, hætti 59 ára og Svavar Gestsson, fyrrverandi formaður Alþýðu- bandalagsins, hætti 55 ára. Eldri forystumenn þessara flokka eða forvera þeirra störfuðu almennt lengur í stjórnmálum. Einar Olgeirsson, fyrrverandi for- maður Sósíalistaflokksins, hætti 65 ára. Mörgum þótti Hannibal Valdimarsson ungur þegar hann hætti óvænt á þingi 61 árs. Sama má segja um Gylfa Þ. Gíslason, fyrrverandi formann Alþýðu- flokksins, sem hætti á þingi 57 ára. Á seinni árum er aðeins eitt dæmi um flokksformann sem hef- ur starfað í stjórnmálum fram yfir sextug, en það er Steingrímur Hermannsson, sem hætti á þingi 66 ára gamall. Fréttaskýring | Sex nýir þingmenn hafa tekið sæti á þingi frá kosningum Breytingar á Alþingi Fjórir nýir frá Sjálfstæðisflokki og tveir frá Samfylkingu taka sæti á þingi Breytingar hafa orðið á skipan Alþingis. Nú hætta flestir stjórn- málaforingjar fyrir sextugt  Fátítt er að forystumenn í stjórnmálum haldi áfram þing- mennsku eftir að þeir hafa náð sextugu. Þetta er breyting frá því sem áður var því að algeng- ast var áður að stjórnmálafor- ingjar hættu þingmennsku um eða eftir sjötugt. Það má því kannski segja að Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sem hættir á þingi 57 ára gamall, fylgi þeirri hefð sem hefur skap- ast á síðustu áratugum. Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is HAFIN er bygging á húsi yfir „Fuglasafn Sigurgeirs“ nærri Ytri- Neslöndum. Hér eru þeir að ræða málin Jónas Gestsson, yfirsmiður frá Norðurvík og Pétur Bjarni Gíslason, fram- kvæmdastjóri verkefnisins. Pétur segist stefna á að gera fokhelt í haust. Morgunblaðið/BFH Byggir yfir fuglasafn Sigurgeirs

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.