Morgunblaðið - 10.09.2005, Page 27

Morgunblaðið - 10.09.2005, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 2005 27 Það er ekki stöðugleiki á Ís-landi. Gengi sem sveiflastum 40% á milli ára er ekkistöðugleiki í skilyrðum, hvorki heimila né fyrirtækja,“ sagði Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmda- stjóri ASÍ, á málþingi sem Starfs- greinasambandið stóð fyrir í gær. Sveinn Hannesson, fram- kvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, tók í sama streng og sagði krónuna handónýtan gjaldmiðil. Málþing Starfsgreinasambands- ins fór fram á Hótel Loftleiðum undir yfirskriftinni „Útrás eða flótti íslenskra iðnfyrirtækja?“ Þar var fjallað um útrás íslenskra fyrir- tækja í iðnaði og varpað fram þeirri spurningu hvort um flótta fyrir- tækjanna sé að ræða frá Íslandi, frekar en útrás þeirra. Háð ákvörðunum spákaupmanna Sveinn sagði m.a. að lítið atvinnu- leysi og sveigjanlegur vinnumark- aður væri helsti styrkleiki Íslend- inga og úrbætur á skattaumhverfi íslenskra fyrirtækja væru stórt skref í þá átt að gera Ísland að álit- legum stað til að fjárfesta og stunda atvinnurekstur. Krónan væri hins vegar okkar Akkilesarhæll. „[...] það eru aðrir þættir sem fæla frá og þar vegur örugglega langþyngst hin óstöðuga og sveiflu- kennda mynt okkar. Undanfarið hafa svokölluð ruðningsáhrif verið mjög til umræðu. Ruðningsáhrif eru ekki nýtt fyrirbæri á Íslandi, því árum og áratugum saman olli uppsveifla í sjávarútvegi því að gengi krónunnar hækkaði upp úr öllu valdi og strádrap iðnaðinn. Nú er það fjárfesting í iðnaði sem er talin undirrót hágengis sem allt er að drepa í útflutnings- og sam- keppnisgreinum. Sams konar áhrif ruddu fólkinu á árum áður úr sveitinni til útgerðarbæjanna, þar sem verðmætasköpun var meiri og þar með hægt að standa undir betri launakjörum og lífskjörum en í sveitinni,“ sagði Sveinn. „Þessi ruðningsáhrif eru nú eignuð stóriðjuframkvæmdum og áhrifum þeirra en flest bendir til þess að innstreymi fjármagns vegna þessara miklu fjárfestinga sé einungis hluti af skýringunni. Þetta kom greinilega fram í fjöl- miðlum í gær og í morgun. Miklar erlendar lántökur fjármálastofn- ana sem dælt er inn í hagkerfið vega hér mun þyngra. Þetta mikla innstreymi fjármagns sem veldur hækkun á gengi krónunnar var reyndar byrjað áður en yfirstand- andi virkjana- og stóriðjufram- kvæmdir voru hafnar. Erlendir bankar og fjármálafyrirtæki eru í stórum stíl farnir að nýta mikinn vaxtamun milli Íslands og annarra Evrópulanda. Þetta hefur enn styrkt gengi krónunnar. Þar með er líf og heilsa íslenskra fyrirtækja í útflutnings- og samkeppnisgrein- um orðið háð ákvörðunum spá- kaupmanna. Vaxtahækkanir Seðlabankans undanfarið ár virð- ast hafa ýtt undir neyslu og þenslu fremur en hið gagnstæða. Þetta finnst mér ótvírætt merki um að meira en lítið sé að hjá okkur og ástæða til að íhuga alvarlega hvort ekki sé tímabært að losa okkur við þessa meingölluðu mynt. Hún hoppar og skoppar eins og kork- tappi í ólgusjó og er okkur fjötur um fót í öllum viðskiptum. Hún skaðar samkeppnisstöðu okkar meira en nokkuð annað og setur efnahagslega framtíð okkar í hættu,“ sagði hann. Fram kom í máli Gylfa að þrátt fyrir að þjóðartekjur á mann hér á landi væru með því mesta sem þekktist í alþjóðlegum saman- burði, þá þyrfti að taka tillit til mikillar atvinnuþátttöku og mikill- ar vinnu á bak við tölur um há brúttólaun. Gylfi benti einnig á að þrátt fyrir lækkun skatta á fyrirtæki hér hefðu erlend fyrirtæki ekki séð sér neinn hag í að staðsetja starfsemi sína á Íslandi og útrás íslensku fyrirtækj- anna hefði haldið áfram eftir að skattarnir lækkuðu. „Ég man ræð- urnar sem forsvarsmenn Marels og Össurar héldu í tengslum við þessa ákvörðun og hvað hún myndi leiða til mikilla straumhvarfa í fjölgun starfsmanna hjá Marel og Össuri við þessar aðstæður. Og Marel byggði sérstaka verksmiðju í Garðabæ, eins og það var kynnt fyr- ir almenningi á grundvelli þessarar ákvörðunar. Ég veit það fyrir víst að þessi verksmiðja í Garðabæ var hönnuð sem verslunarmiðstöð í leiðinni, vegna þess að menn vildu hafa það upp á að hlaupa,“ sagði Gylfi og benti á að starfsemi Öss- urar færi nú fram annars staðar en á Íslandi. „Öll sú viðbót sem varð hjá Össuri við þessar aðstæður hef- ur ekki haldið áfram. Þvert á móti fullyrði ég að þau 25 störf sem [hingað komu] eru löngu farin aft- ur,“ sagði Gylfi. 1% gengishækkun jafngildir 5% launahækkun í iðnaðinum Hann tók undir orð Sveins um neikvæð áhrif þeirrar þróunar sem orðið hefur á gengi krónunnar. „1% hækkun á gengi krónunnar jafn- gildir 5% launahækkun í iðnaði. Gengið hefur hækkað um 20% og það hefði einhvers staðar heyrst hljóð úr horni ef við hefðum samið um 100% launahækkun. Þetta skiptir miklu meira máli varðandi flóttann, að við búum við gríðarleg- an óstöðugleika,“ sagði hann og gagnrýndi einnig að ekki hefði verið gripið til þess ráðs að auka framlög til vinnumarkaðsmála s.s. starfs- menntunar og fullorðinsfræðslu. Gengissveiflur krónunnar valda óstöðugleika og fæla fyrirtæki frá Íslandi að því er fram kom á málþingi SGS „Skoppar eins og korktappi í ólgusjó“ Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Morgunblaðið/Júlíus Lítið atvinnuleysi og sveigjanlegur vinnumarkaður er helsti styrkleiki Íslendinga, en sveiflur í gengi íslensku krónunnar eru okkar Akkilesarhæll, að mati Sveins Hannessonar, framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins. anna- mferð á aldsson, iðs Vega- ekki eins- gamálum Í ár að þrjár tkun og fljótsbrú rfirði. að allar voru þær vígðar í september og Sogsbrúin 9. september eins og Fáskrúðsfjarðargöng. „Vatnsföllin voru farartálmar þess tíma og í dag má að nokkru leyti bera jarðgöng saman við brautryðjandaverk í brúargerð,“ sagði Hreinn. Forsaga Fáskrúðsfjarðarganga er í meginatriðum sú að hafið var að kanna möguleika á göngunum í tengslum við vinnu nefndar um langtímaáætlun um jarðgöng, sem skilaði skýrslu árið 1987. Mun meiri umfjöllun varð um þau í skýrslu nefndar um jarðgöng á Austurlandi árið 1993 og frum- rannsóknir fóru fram árin þar á undan. Í árslok 1998 lögðu Arn- björg Sveinsdóttir og Egill Jóns- son fram tillögu til þingsályktunar um undirbúning jarðganga milli Fáskrúðsfjarðar og Reyðarfjarðar. Samgöngunefnd þingsins tók undir tillöguna, en útvíkkaði hana og lagði til að í staðinn skyldi unnið að gerð langtímaáætlunar um jarð- göng. Sú tillaga var samþykkt fyrir þinglok 1999 og ári síðar sam- þykkti Alþingi jarðgangaáætlun. Fyrstu verkefni hennar skyldu vera göng milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar annars vegar og Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar hins vegar. Kostaði 3,9 milljarða króna Samgönguráðherra ákvað árið 2002 að Fáskrúðsfjarðargöng skyldu koma fyrst og voru þau boðin út í desember sama ár. Framkvæmdir á verkstað byrjuðu í apríl 2003. Jarðgangagerðin hófst með fyrstu formlegu sprengingu hinn 22. maí 2003 og gangagreftr- inum lauk með gegnumbroti hinn 4. september 2004 og tók því rúm- lega fimmtán mánuði að grafa göngin, eða um tveimur mánuðum skemmri tíma en áætlanir gerðu ráð fyrir. Heildarverktími var tæp- lega tvö og hálft ár. Aðalverktaki við verkið var Ís- tak hf. og Pihl og Sön AS, auk fjölda undirverktaka, m.a. Myll- unnar ehf., Hlaðbæjar Colas hf., Rafmiðlunar ehf., Vegmerkinga ehf., Malarvinnslunnar ehf. og BM Vallár. Heildarkostnaður við verkið er um 3,9 milljarðar króna á verðlagi hvers árs. Prestarnir Davíð Baldursson og Þórey Guðmundsdóttir blessuðu mannvirkið. ngagerð í landinu á næstu árum Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir nkomið við vígslu Fáskrúðsfjarðarganga í gær. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra viðstöðulausri jarðgangagerð hér á landi á næstu árum. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir mur Hjálmarsson, fyrrverandi menntamála- ra, ásamt Halldóri Ásgrímssyni forsætisráð- ið opnun Fáskrúðsfjarðarganga í gær. ægður með nýju göngin

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.