Morgunblaðið - 10.09.2005, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 2005 31
MINNINGAR
Elsku hjartans gullið mitt. Nú hef-
ur stór partur af mér dáið. Þú tókst
hann með þér og munt geyma hann
þangað til að það er mín stund að
fara.
Ég vil helst ekki trúa þessu, vil að
þetta sé bara vond martröð sem ég á
eftir að vakna upp af og sjá þig, segja
mér að allt sé í lagi, að þetta hafi
bara verið draumur. En svo verður
ekki vegna þess að þetta er sann-
leikur, þú ert farinn.
Ég get ekki ímyndað mér lífið án
þín, fallegu augun þín og sæta bros-
ið, og allt það fallega sem þú sagðir.
Þú sagðir alltaf að við værum lítil
fjölskylda en samt góð.
Einnig varstu vanur að segja að
þú værir í faðmi fjölskyldunnar þeg-
ar ég knúsaði þig. Ég skil þetta ekki,
við vorum búin að skipuleggja fram-
tíðina svo vel.
Elsku Friðjón, ég sakna þín svo
rosalega mikið, engillinn minn.
Söknuðurinn er nánast óbærilegur,
svo erfitt að horfa fram á við án þín.
Við sem áttum eftir að gera svo
margt saman, og þá ert þú bara far-
inn svo rosalega langt í burtu.
Ég elska þig svo mikið og ég veit
að þú elskaðir mig líka, og gerir
örugglega enn. Ég veit að þú verður
alltaf stærsti parturinn af hjarta
mínu og enginn getur nokkurn tím-
ann komið í þinn stað, enginn er eins
og þú.
Þú vildir alltaf gera allt fyrir alla
og gefa öllum allt. Og þegar mér leið
illa reyndirðu að gera allt sem þú
gast til þess að kæta mig, og stund-
um var það lítið sem þurfti að gera,
stundum bara eitt lítið bros.
Það verður skrítið að geta ekki
snert þig, haldið í hönd þína og knús-
að þig. En þú veist að þú verður allt-
af stóra ástin mín.
„Mundu mig, ég man þig.“
Þetta er lítil kveðja, ég kveð lík-
ama þinn nú en sálin þín verður alltaf
hér, hún mun lifa í minningum og
draumi.
Takk fyrir allt það sem þú gafst
mér, allar góðu stundirnar sem og
þær slæmu því án þeirra hefðum við
aldrei lært að fyrirgefa og sættast.
Ég verð alltaf þakklát fyrir það að
hafa fengið að kynnast yndislegri
sálu þinni og fallega hjartanu. Tím-
inn okkar saman er alveg ómetanleg-
ur, svo rosalega dýrmætur.
Vonandi líður þér vel, og megi allir
Guðs englar passa upp á þig.
Ég kveð þig nú með broti úr text-
anum við lagið Ást:
Þú gafst mér skýin og fjöllin og Guð til að
styrkja mig.
Ég fann ei hvað lífið var fagurt, fyrr en ég
elskaði þig.
Ég fæddist til ljóssins og lífsins, er lærði
ég að unna þér
og ást mín fær ekki fölnað fyrr en með
sjálfri mér.
Ég bið Guð um að styðja okkur öll
sem syrgjum þig og megi englar
FRIÐJÓN
HAUKSSON
✝ Friðjón Hauks-son fæddist á
Selfossi 6. júní 1986.
Hann lést á Land-
spítalanum í Foss-
vogi 5. september
síðastliðinn. For-
eldrar hans eru
Haukur Jónsson, f.
13. júlí 1964, og Al-
dís Anna Nílssen, f.
27. október 1967.
Foreldrar Hauks
eru Jón I. Guð-
mundsson, f. 20.
október 1923, d. 22.
apríl 2001, og Bryndís Sveinsdótt-
ir, f. 13. desember 1921. Foreldrar
Aldísar eru Fryolf Nílssen, f. 13.
apríl 1933, d. 24. janúar 1996, og
Eydís Vilhjálmsdóttir, f. 5. maí
1937. Systkini Friðjóns eru Eydís,
f. 27. október 1998, Elvar, f. 30.
nóvember 2000, og Ólöf, f. 12. júlí
2004.
Unnusta Friðjóns er Eva Rós G.
Hauth, f. 21. júlí 1989.
Útför Friðjóns verður gerð frá
Eyrarbakkakirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
hans passa upp á okk-
ur á þessum erfiða
tíma sem og í framtíð-
inni. Hlakka til að sjá
þig aftur. Ég elska þig
að eilífu.
Með ástarkveðju.
Þín
Eva.
Friðjóni kynntist ég
fyrir einu og hálfu ári
þegar hann varð unn-
usti dóttur minnar,
Evu Rósar. Ég trúi því
varla ennþá að þú skulir vera farinn
frá okkur. Þú sem áttir allt lífið fram
undan. Þú sem varst kominn með
stórar áætlanir um framtíð ykkar
beggja. Ég var í raun bara nýbúin að
kynnast því hvaða mann þú hafðir að
geyma þegar við eyddum þessum
tíma á Mallorca saman, við þrjú. Þar
var oft setið á kvöldin og spjallað
mikið saman. Ég vil þakka þér fyrir
okkar kynni með þessum orðum:
Því til hans, sem börnin ungu blessar,
biðjum hann að lesa rúnir þessar,
heyrum, hvað hann kenndi:
Hér þótt lífið endi,
rís það upp í Drottins dýrðarhendi.
(M. Joch.)
Minning þín lifir.
Kæru foreldrar, unnusta, systkin
og aðrir ættingjar og vinir. Ég vil
votta mína dýpstu samúð og bið Guð
að hugga ykkur.
Soffía.
Elsku vinur, okkur þykir hræði-
legt að þurfa að kveðja þig þegar
svona stutt er komið á lífsleiðinni.
Vininn sem vildir allt fyrir okkur
gera. Sama hvenær þurfti á þér að
halda, þú varst alltaf til staðar. Sama
hvað bjátaði á gátum við stólað á þig.
Það fór ekki mikið fyrir þér, en við
sem þekktum þig, þekktum þig vel.
Við gátum oft hlegið að því hversu
þrjóskur þú varst og gafst ekki upp á
neinu. Þú hafðir óþrjótandi áhuga á
öllum tækjum og tólum. Stundum
komum við til þín þar sem þú varst
að gera við mótorhjólið þitt og þar
máttum við bíða þar til þú hafðir
klárað verkið. Þú varst virkilega
þolinmóður og reiddist sjaldan. Þú
gast fundið upp á ótrúlegustu hlut-
um og aldrei var hægt að segja fyrir
um upp á hverju þú tækir. Oftar en
ekki nutum við góðs af uppátækjum
þínum. Við eigum margar góðar
minningar um þig og við munum
geyma þær um ókomna framtíð. Við
finnum nú hversu stórt skarð þú hef-
ur skilið eftir þig og gerum okkur
grein fyrir að enginn veit hvað átt
hefur fyrr en misst hefur.
Við þökkum fyrir þann tíma sem
við fengum með þér.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Elsku Aldís, Haukur, Eva og fjöl-
skylda, þið eigið samúð okkar allra.
Guð veri með ykkur á þessum
erfiðu tímum.
Þínir vinir,
Guðmundur, Helga, Hildur,
Hilmar, Óskar, Pálmar,
Skúliog Svana.
Jæja, elsku kallinn minn, þá er
komið að því. Aldrei bjóst ég við að
þurfa að kveðja þig svona snemma,
en ég á sem betur fer nóg af góðum
minningum um þig og er mjög
ánægð að hafa kynnst þér. Ég sá
fljótt hvað þú varst rosalega góður
strákur, enda hefur þú alltaf verið
svo fínn og aldrei neitt vesen í kring-
um þig. Og þegar grunnskólanum
lauk varst þú einn af fáum sem mað-
ur hélt sambandi við, enda þótti það
nú ekki samkoma nema Friðjón
mætti á staðinn. Ég get líka fullyrt
það að ekkert verður eins án þín, þú
settir stóran svip á allt og þín verður
sárt saknað. Allur minn hugur dvel-
ur nú hjá fjölskyldu þinni og ég veit
að þér líður svo miklu betur þar sem
þú ert núna.
Þín vinkona,
Bríet.
Í dag kveðjum við einn af fyrrum
nemendum Barnaskólans á Eyrar-
bakka og Stokkseyri. Ungur og efni-
legur drengur er fallinn frá í blóma
lífsins. Á slíkri stundu verður mönn-
um orðafátt og tilgangur almættisins
með þessari ráðstöfun kannski ekki
öllum ljós.
Friðjón Hauksson var dagfars-
prúður og glaðvær drengur, náttúru-
barn, góður og traustur nemandi og
vinur. Við kennararnir vorum viss
um að hann yrði bóndi, enda varð
hann snemma liðtækur við bústörfin
með fjölskyldu sinni. Sumarið er á
enda og haustar að. Minningin um
góðan dreng lifir áfram, með þakk-
læti fyrir að njóta samfylgdar við
hann, þó í stuttan tíma væri.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum.)
Vottum foreldrum, systkinum og
öðrum aðstandendum og vinum inni-
lega hluttekningu.
F.h. Barnaskólans á Eyrarbakka
og Stokkseyri,
Arndís Harpa Einarsdóttir.
Kæri vinur. Hvíl þú í friði.
Allt eins og blómstrið eina
upp vex á sléttri grund
fagurt með frjóvgun hreina
fyrst um dags morgunstund,
á snöggu augabragði
af skorið verður fljótt,
lit og blöð niður lagði,-
líf mannlegt endar skjótt.
Með sínum dauða hann deyddi
dauðann og sigur vann,
makt hans og afli eyddi,
ekkert mig skaða kann,
þó leggist lík í jörðu,
lifir mín sála frí,
hún mætir aldrei hörðu,
himneskri sælu í.
Ég lifi í Jesú nafni,
í Jesú nafni eg dey,
þó heilsa og líf mér hafni,
hræðist ég dauðann ei.
Dauði, ég óttast eigi
afl þitt né valdið gilt,
í Kristí krafti ég segi:
Kom þú sæll, þá þú vilt.
(Hallgr. Pét.)
Kæru, Haukur, Aldís, Eva og fjöl-
skylda, við vottum ykkur okkar
dýpstu samúð.
Bekkjarfélagarnir úr
barnaskóla.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
KARL ÞÓRÐARSON
bóndi,
Kvíarholti í Holtum,
lést á Landspítalanum í Fossvogi miðvikudaginn
7. september sl.
Útförin fer fram í kyrrþey.
Jóna Veiga Benediktsdóttir
og aðrir aðstandendur.
Ástkær móðir okkar og tengdamóðir,
ÞÓRUNN GUÐMUNDSDÓTTIR
Nóatúni 15,
Reykjavík,
andaðist á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund
fimmtudaginn 8. september.
Eygló Helga Haraldsdóttir, Eiður Guðnason,
Guðmundur Haraldsson, Ástbjörg Ólafsdóttir.
Elskulegur sambýlismaður minn,
SVERRIR KARLSSON,
Jaðarsbraut 31,
Akranesi,
er látinn.
Fyrir hönd aðstandenda,
Björg Hermannsdóttir.
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar
eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
JÓHÖNNU SIGRÚNAR THORARENSEN,
Lágholti 17,
Mosfellsbæ.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk á L5, líknardeild
Landakots.
Benedikt Bent Ívarsson,
Sjöfn Thorarensen, Kristján Hermannsson,
Ívar Benediktsson, Kristín Reynisdóttir,
Agnes Guðríður Benediktsdóttir, Gunnar Jónsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
EGGERT JÓNSSON
Suðurgötu 8,
Keflavík,
er látinn.
Guðrún Jónsdóttir,
Þorsteinn Eggertsson, Jóh. Fjóla Ólafsdóttir,
Guðfinna Jóna Eggertsdóttir, Sigvaldi Hrafn Jósafatsson,
Jón Eggertsson, Hólmfríður Guðmundsdóttir,
Guðrún Eggertsdóttir
og fjölskyldur.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma,
MARGRÉT EINARSDÓTTIR
frá Litlalandi,
sem lést á heimili sínu, Leirutanga 33, Mosfells-
bæ, miðvikudaginn 7. september, verður
jarðsungin frá Langholtskirkju þriðjudaginn
13. september kl. 13.00.
Hildur Jörundsdóttir, Stefán Þór Þórsson,
Helga Jörundsdóttir, Kristján Guðmundsson,
Halla Jörundardóttir, Roy Åge Hansen,
Sveinn Jörundsson, Gro Helen Aalgaard,
Einar Jörundsson, Guðríður Haraldsdóttir
og barnabörn.