Morgunblaðið - 10.09.2005, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 10.09.2005, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. ÍSLANDSMET í hópknúsi var sett í Háskóla Íslands á stúdentadeginum sem haldinn var í gær. Alls tóku 156 þátt í knúsinu í kringum styttuna af Sæmundi fróða, sem verður að sögn Önnu Pálu Sverr- isdóttur, formanns nýnemaviku- og stúdentadags- nefndar, að teljast býsna gott þar sem hellidemba brast á rétt áður en knúsið hófst. Í samtali við blaðamann Morgunblaðsins sagði hún markmiðið með knúsinu hafa verið að undirstrika samkennd og kærleika í háskólasamfélaginu. Stúdentadagurinn er árlegur viðburður við Há- skóla Íslands í haustbyrjun þar sem brugðið er á leik í því skyni að bjóða jafnt nýja sem gamla stúd- enta velkomna í skólann. Meðal þess sem bryddað var upp á í ár var ræðu- keppni stúdenta og kennara, en umræðuefnið var: „Eru konur að taka yfir í þjóðfélaginu?“ og voru nemendur samþykkir fullyrðingunni, en kennarar töluðu á móti henni. Lið kennara var skipað Hann- esi Hólmsteini Gissurarsyni, Kristínu Ástgeirs- dóttur, Gísla Gunnarssyni og Brynhildi Ólafsdóttur. Lið nema var skipað þeim Atla Bollasyni, Maríu Rún Bjarnadóttur, Katrínu Mixa og Jóhanni Alfreð Traustasyni. „Það má segja að Hannes Hólmsteinn hafi sannað gildi einstaklingsframtaksins, því hann var kosinn ræðumaður dagsins. Hins vegar fór hann einni mín- útu fram yfir leyfðan ræðutíma og fékk lið hans fyrir vikið það mikið af refsistigum að það varð að lúta í lægra haldi fyrir liði nemenda,“ sagði Anna. Settu met í hópknúsi Morgunblaðið/Golli Stúdentar við Háskóla Íslands létu grenjandi rigningu ekki aftra sér frá því að setja Íslandsmet í hópknúsi. Fáskrúðsfjarðargöng voru formlega opnuð við hátíðlega athöfn í gær. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra og Jón Rögnvaldsson vegamálastjóri klipptu á borða við munna jarðganganna Reyðarfjarðarmegin að við- stöddu fjölmenni og voru göngin eftir það opnuð almennri umferð. Sturla sagði við opn- un ganganna að gott verk hefði verið unnið, sem hefði mikla þýðingu fyrir íslenskt sam- félag. Hver einasti hluti samgöngukerfisins sem endurbyggður er væri í þágu allra Ís- lendinga. Á Austurlandi drypi nú smjör af hverju strái en brýnt væri að hafa í huga að ein þjóð byggði landið og minnast þess að samtakamátturinn væri það afl sem tryggði sjálfstæði og varðveitti menningu. Fáskrúðsfjarðargöng eru 5,9 km löng, þar af 5,7 km göng í bergi og 200 m langir veg- skálar. Nýir aðkomuvegir eru 1,9 km Reyð- arfjarðarmegin og 6,6 km Fáskrúðsfjarðar- megin. Með tilkomu nýja vegarins um jarðgöngin er rutt úr vegi einum erfiðasta og hættulegasta kafla Suðurfjarðavegar, vegin- um fyrir Vattarnes, og mun þessi samgöngu- bót bæta samgöngur á Suðurfjörðum og í landshlutanum öllum verulega. Vegalengdin milli Fáskrúðsfjarðar og Reyðarfjarðar styttist um 31 km, og milli Suðurfjarða og Mið-Austurlands um 34 km. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Fáskrúðs- fjarðargöng opnuð  Manndrápsgil | Miðopna Styttir vegalengdina til Reyðarfjarðar um 31 km TUTTUGU erlendir höfundar og níu ís- lenskir sækja Bókmenntahátíð í Reykjavík sem sett verður í Norræna húsinu á morg- un og stendur til 17. september. Meðal hinna erlendu gesta eru bandaríski höfund- urinn Paul Auster, Margaret Atwood frá Kanada, Lars Saabye Christensen frá Nor- egi og ungur breskur höfundur, James Meek, sem hefur slegið í gegn með nýrri skáldsögu sinni, The People’s Act of Love, en hún kemur út í íslenskri þýðingu í næstu viku ásamt nokkrum öðrum þýddum verk- um eftir hina erlendu gesti. Höfundar munu lesa úr verkum sínum á hverju kvöldi meðan á hátíðinni stendur og það eru Javier Cercas, Vilborg Dagbjarts- dóttir, Karin Wahlberg, Ólafur Gunnarsson og Margaret Atwood sem ríða á vaðið í Iðnó annað kvöld kl. 20. Flesta daga vik- unnar verður svo dagskrá í Norræna hús- inu kl. 12 og 15 þar sem spjallað verður við erlenda rithöfunda um verk þeirra. Tuttugu er- lendir höfundar Bókmenntahátíð hefst á morgun  Lesbók NÝ DÖNSK rannsókn bendir til þess að Ísland sé vel í stakk búið til að hagnast á hnattvæðing- unni, og trónir Ísland ásamt Bandaríkjunum á toppnum yfir þau lönd sem eru helst tilbúin til að græða á hnattvæðingunni. Framkvæmda- stjóri Samtaka iðnaðarins segir líklega ekki tek- ið tillit til óstöðugleika krónunnar þegar komist er að þessari niðurstöðu. Rannsóknin var unnin af Dansk Industri, dönskum systursamtökum Samtaka iðnaðarins. Ísland og Bandaríkin eru þar saman í fyrstu tveimur sætunum, en næst koma Írland, Sviss, S-Kórea og Svíþjóð. Botninn verma Ítalía, Frakkland og Þýskaland. Sveinn Hannesson, framkvæmdastjóri Sam- taka iðnaðarins, tekur þessari rannsókn þó með fyrirvara, enda ekki ljóst hvaða þættir nákvæm- lega eru kannaðir. Hann segir þó líklegt að það sé einkum sveigjanleiki vinnumarkaðarins sem komi Íslandi svo hátt á listann, en trúlega sé einnig tekið tillit til framleiðslukostnaðar og skattamála. Sveinn segir afar líklegt að niðurstöðurnar taki ekki tillit til óstöðugleika íslensku krón- unnar, enda sé sá vandi nokkuð sem aðrar þjóð- ir hafi náð tökum á fyrir löngu og taka því varla með í reikninginn í útreikningum sem þessum. Niðurstöður dönsku könnunarinnar verða ekki kynntar formlega fyrr en á ársfundi Dansk Ind- ustri 28. september. „Erlendir bankar og fjármálafyrirtæki eru í stórum stíl farin að nýta mikinn vaxtamun milli Íslands og annarra Evrópulanda. Þetta hefur enn styrkt gengi krónunnar. Þar með eru líf og heilsa íslenskra fyrirtækja í útflutnings- og samkeppnisgreinum orðin háð ákvörðunum spákaupmanna,“ sagði Sveinn á ráðstefnu Starfsgreinasambandsins í gær. Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri Al- þýðusambands Íslands, tók undir áhyggjur af genginu. „Það er ekki stöðugleiki á Íslandi. Gengi sem sveiflast um 40% á milli ára er ekki stöðugleiki í skilyrðum, hvorki heimila né fyr- irtækja.“ Ísland er vel sett til að hagnast á hnattvæðingu Eftir Brján Jónasson og Ómar Friðriksson  „Hún hoppar og skoppar“ | Miðopna ♦♦♦ „ÞAÐ er dapurlegt að þetta skuli ekki hafa gengið hraðar fyrir sig,“ sagði Valgerður Sverrisdóttir iðn- aðarráðherra um áform um að reisa pappabrettaverksmiðju í Mývatns- sveit, á lóð Kísiliðjunnar, en þessa dagana er unnið að því að rífa bygg- ingar verksmiðjunnar. Ríkisstjórnin hefur heimilað Ný- sköpunarsjóði atvinnulífsins að ganga til samninga um hlutafjár- kaup í félaginu Grænum lausnum ehf. sem stefnir að því að reisa verk- smiðjuna. Trúi á lausn Landeigendur í Mývatnssveit keyptu verksmiðjuna af eigendum Kísiliðjunnar, „fyrir verulega fjár- muni“, að sögn Valgerðar. Sam- komulag hefur ekki tekist á milli landeigendanna og forsvarsmanna Grænna lausna um leigu á landinu, en ráðherra sagði að landeigendur vildu fá umtalsverðar upphæðir í leigu. „Það er dapurlegt að það skuli vera landeigendur sem verða til þess að málið tekur lengri tíma en ætlað var,“ sagði Valgerður en áætl- anir gerðu ráð fyrir að hreyfing yrði komin á málin nú í haust. „Ég hefði gjarnan viljað sjá hraðari gang í þessu, en ég trúi ekki öðru en að málið verði leyst, þótt þessi ágrein- ingur verði til þess að það mun taka lengri tíma en ráð var fyrir gert að koma verksmiðjunni af stað,“ sagði Valgerður en hún nefndi að ekki væri hægt að neita því að landeig- endur gerðu sér ansi háar hug- myndir um það verð sem þeir vildu fá í sinn hlut fyrir afnot af landi og byggingum. Eins væri meiningar- munur varðandi það hversu marga hektara lands ætti að leigja, land- eigendur vildu leigja stærri hluta en forsvarsmenn verksmiðjunnar telja sig þurfa. Þetta mál stæði nú eitt út af borðinu ef svo mætti segja varð- andi uppbyggingu verksmiðjunnar í Mývatnssveit. Miðað er við að 20 manns starfi í verksmiðjunni þegar hún hefur náð fullum afköstum. Heildarfjárfesting vegna þessa verkefnis er um 1.800 milljónir króna, þar af leggur Ný- sköpunarsjóður fram allt að 200 milljónum króna. Áætlanir gera ráð fyrir að verksmiðjan framleiði tæp- lega fimm milljónir vörubretta úr endurunnum pappa á ári. Dapurlegt að landeigendur tefja málið Togast á um leigu til pappabrettaverksmiðju LANDSVIRKJUN hefur eign- ast þriðjungshlut í Þeistareykj- um ehf. með kaupum á nýju hlutafé í félaginu en skrifað var undir kaupin á hluthafafundi sem haldinn var á Breiðumýri í Reykjadal í gær. Um er að ræða hlutafjáraukningu upp á rúmar 110 milljónir kr., sem Lands- virkjun greiðir um 260 milljónir kr. fyrir. Eftir kaupin áttu Norð- urorka, Orkuveita Húsavíkur og Landsvirkjun jafna hluti í félag- inu, tæpan þriðjung hvert, en Þingeyjarsveit og Aðaldæla- hreppur minna. Að sögn Hreins Hjartarsonar, veitustjóra á Húsavík og stjórn- arformanns Þeistareykja, þýðir aðkoma Landsvirkjunar það að hægt verði að hefjast handa við að bora tvær rannsóknaholur á Þeistareykjum og forhanna virkjun. Kostnaður við hvora holu er á bilinu 200–250 milljónir og er stefnt að því að bora eina holu á næsta ári og aðra árið 2007. Landsvirkjun eignast þriðj- ungshlut í Þeistareykjum  Umfangsmestu | 20

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.