Morgunblaðið - 28.10.2005, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 2005 29
MENNING
TVÖ ungmenni á framhalds-
skólaaldri í Reykjavík samtímans,
Grímur og Brynhildur, ákveða að
mótmæla óréttlæti sem þau finna
fyrir í sínu nánasta umhverfi – í
landsmálum og heimsmálum – með
róttækum hætti. Þannig standa leik-
ar í Frelsi, nýju leikverki samsettu
úr 66 stuttum atriðum eftir Hrund
Ólafsdóttur, sem frumsýnt verður á
Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins í
kvöld. Þetta er fyrsta leikverk
Hrundar í fullri lengd, en hún hefur
áður skrifað einleiki og stutta leik-
þætti fyrir áhugaleikfélög, og tekið
þátt í starfi þeirra bæði sem leikari
og leikstjóri.
Ætlað að vera róttækt
Að sögn Hrundar vaknaði hug-
myndin að Frelsi fyrir meira en tíu
árum, en vinnsla verksins hófst fyrir
þremur árum, í Höfundasmiðju
Þjóðleikhússins. „Hugmyndin yf-
irgaf mig ekki, frekar en góðar hug-
myndir gera,“ segir hún. „Ég hafði
mjög skýra sýn um hvernig ég vildi
hafa leikritið og það hefur nokkurn
veginn haldist. Hugmyndin kviknaði
út frá fréttum sem bárust af ungu
fólki á Norðurlöndunum, sem fékk
aðgang að skotvopnum og myrti sak-
lausa borgara, til að vekja athygli á
sjálfu sér og ákveðnum málefnum.
Þetta hafði þá þegar færst í vöxt,
sem gefur vísbendingu um að vopna-
eign ungmenna hafi enn aukist.“
Með leikritinu segist Hrund vilja
vekja Íslendinga, sem oft telja sig af-
ar verndaða, til umhugsunar um
hvort slíkir atburðir geti gerst á Ís-
landi, og þá hvenær. Hún segir leik-
ritinu ætlað að vera róttækt. „Ég
skrifaði það til að varpa fram spurn-
ingum, sem ég vona að áhorfendur
fari út með. Leikritið fjallar um
hvernig við viljum lifa í okkar sam-
félagi, og dregin upp mynd af að-
stæðum sem eru óviðunandi – að-
stæðum sem margir krakkar búa við
í dag. Í því felst ádeila á hvernig
landinu er stjórnað, og hvernig hald-
ið er á heimsmálunum. Það hlýtur að
teljast róttækni, er það ekki?“ segir
Hrund og segir það haldast í hendur
við hugmyndir sínar um hlutverk
leikhússins. Sjálf hefur hún séð ófá-
ar leiksýningar, sem leiklista-
gagnrýnandi Morgunblaðsins. „Ég
vil að leikhúsið fái fólk til að hugsa
hlutina upp á nýtt, þótt leikhúsið geti
líka verið ágætt til að skemmta og ég
skemmti mér oft konunglega þar án
þess að það sé nokkur pólitík á bak
við það eða breytt heimssýn sem ég
fæ. En það þarf að gera það líka og
ég gleðst yfir því tækifæri að fá að
sýna þetta í leikhúsinu.“
Verður að vinna verkið til enda
Það gefur auga leið að það er ungt
fólk í aðalhlutverkum í kvöld; Ólafur
Steinn Ingunnarson, sem útskrif-
aðist úr leiklistardeild LHÍ í vor
þreytir nú frumraun sína á fjölum
Þjóðleikhússins í hlutverki Gríms,
og Arnbjörg Hlíf Valsdóttir fer með
hlutverk Brynhildar. „Það er óskap-
lega gaman að fá þessa nýju krafta
inn í sýninguna, og hópurinn allur
hefur unnið mjög vel saman,“ segir
Hrund um hópinn sem að sýning-
unni stendur.
Leikstjórinn stígur einnig sín
fyrstu skref í því embætti í Þjóðleik-
húsinu; Jón Páll Eyjólfsson, sem áð-
ur hefur starfað þar sem leikari. Að
sögn Hrundar óskaði hún sér-
staklega eftir að fá Jón Pál til að
leikstýra verkinu, en hann vakti
mikla athygli á síðasta leikári fyrir
sýninguna Þú veist hvernig þetta er,
sem hann leikstýrði og samdi ásamt
leikhóp Stúdentaleikhússins. Sú sýn-
ing var valin athyglisverðasta
áhugaleiksýning ársins og sýnd á
Stóra sviði Þjóðleikhússins.
„Það er lúxus, sem ég trúi varla
enn – að hafa fengið óskaleikstjór-
ann minn,“ segir Hrund. „Mér
fannst Jón Páll vera rétti maðurinn
til að koma með rétta andann í verk-
ið eftir að ég sá sýninguna hans. Ég
sá þar mann með mjög sterka póli-
tíska vitund, sem mér fannst hann
koma mjög fallega til skila.“
Hún segir samstarf þeirra hafa
gengið vel, en hún óskaði eftir því að
fá að vinna náið með leikstjóranum
að verkinu eftir að hún skilaði því.
„Nútímaleikritun er ekki lifandi
nema höfundur taki þátt í að vinna
verkið til loka. Annars er það bara
dautt – ég myndi aldrei skila verki
og segja „breytið engu“. Mér líður
best þegar það eru setningar í verk-
inu sem ég veit ekki hvort komu frá
mér, leikhópnum eða leikstjór-
anum.“
Hún segir það dásamlega tilfinn-
ingu að sjá verk sitt á sviði í Þjóð-
leikhúsinu. „Það er draumi líkast,
bæði að Þjóðleikhúsið hafi keypt eft-
ir mig verk og svo að ég hafi fengið
leikstjórann sem ég vildi til að leik-
stýra því. Það er góð og jafnframt
dálítið óraunveruleg tilfinning.“
Leiklist | Frelsi eftir Hrund Ólafsdótt-
ur frumsýnt á Smíðaverkstæðinu
Róttækum
spurningum
varpað fram
Eftir Ingu Maríu Leifsdóttur
ingamaria@mbl.is
„Hugmyndin kviknaði út frá fréttum sem bárust af ungu fólki á Norð-
urlöndunum, sem fékk aðgang að skotvopnum og myrti saklausa borgara.“
eftir Hrund Ólafsdóttur.
Leikarar: Ólafur Steinn Ing-
unnarson, Ísgerður Elfa Gunn-
arsdóttir, Arnbjörg Hlíf Vals-
dóttir, Gísli Pétur Hinriksson,
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir,
Sigurður Skúlason og Anna
Kristín Arngrímsdóttir.
Tónlist: Hallur Ingólfsson.
Lýsing: Sólveig Eiríksdóttir.
Leikmynd og búningar:
Ólafur Jónasson.
Aðstoðarmaður leikstjóra:
Eline McKay.
Leikstjórn:
Jón Páll Eyjólfsson.
Frelsi
Fáðu úrslitin
send í símann þinn
Ráðstefnan hefst kl. 13 og eru allir velkomnir! Enginn aðgangseyrir.
13.00–13.15 Opnunarávarp
Hr. Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands.
13.20–13.30 Kynning á sameiginlegri yfirlýsingu um vatn
Fundarstjóri Þóra Ellen Þórhallsdóttir, prófessor í grasafræði.
13.35–13.50 Vatnið í náttúru Íslands – Náttúran í vötnum Íslands
Hilmar J. Malmquist, líffræðingur og forstöðumaður Náttúrufræðistofu Kópavogs.
13.55–14.10 Vatn og samfélag
Páll H. Hannesson, alþjóðafulltrúi BSRB.
14.15–14.30 Vatn í þróunarhjálp
Anna M.Þ. Ólafsdóttir, upplýsingafulltrúi Hjálparstarfs kirkjunnar.
14.35–14.50 Er vatn sem hver önnur auðlind?
Ingibjörg E. Björnsdóttir, umhverfisfræðingur.
14.55–15.10 „Kalt vatn fyrir mig“.
Pétur Gunnarsson, rithöfundur.
Kaffihlé 15.10–15.35
15.40–15.55 Afstaða til vatns í alþjóðasamningum, lögum og reglum
– Breytt viðhorf í tímans rás
Davíð Egilson, forstjóri Umhverfisstofnunar.
16.00–16.20 Réttindi til vatns
Nigel Dower, heimspekingur og fyrrum prófessor við Háskólann í Aberdeen og kennari í
þróunarsiðfræði við félagsvísinda- og lagadeild Háskólans á Akureyri. Erindið verður flutt á
ensku.
16.20–16.55 Pallborðsumræður – fulltrúar stjórnmálaflokkanna
Framtíðarsýn stjórnmálaflokkanna á vatn.
17.00 Ráðstefnu slitið.
Ráðstefna á Grand Hótel 29. október
M F Í K
Fulltrúar stjórnmálaflokkanna í pallborðsumræðum:
Fyrir VG: Kolbrún Halldórsdóttir
Fyrir Samfylkingu: Mörður Árnason
Fyrir Framsóknarflokk: Hjálmar Árnason
Fyrir Sjálfstæðisflokk: Guðlaugur Þór Þórðarson
Fyrir Frjálslynda flokkinn: Magnús Þór Hafsteinsson
Kynntu þér yfirlýsingu ráðstefnunnar á
www.bsrb.is/vatnfyriralla
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
-
4
4
4
8
Laugavegi 63 (Vitastígsmegin),sími 551 2040.
Silkitré og silkiblóm
Rýmum fyrir jólavörunni
20% -30% afsláttur af öllum vörum
Innitré, útitré, haustgreinar, erikur, pottablóm gjafavara, leirker og fl eira